Morgunblaðið - 13.10.1977, Síða 25

Morgunblaðið - 13.10.1977, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKT0BER 1977 25 „Höfum alltaf áhyggj- ur af smygli á dýrum” — segir landlœknir um útbreiðslu hundaœðis ,,VIÐ eigum aldrei miklar birgö- ir af bóluefni gegn hundaæði, en alltaf eitthvað og fylgjumst náið með breytingum i þessun^efnum." sagði Ólafur Ólafsson landlækntr þegar Mbl. spurði hann um stöð- una í þeim málum i gær. „Við höfum alltaf áhyggjur af því að fðlk smyglar dýrum inn í landið." sagði Ólafur. „Þvi við Vitum að svo er. Fólk varður að gera sér grein fyrir þeim forkastanlega kjánahætti sem slík athöfn er, því það hafa orðið þau slys þar af leiðandi að tnjög rík ástæða er til þess að brýna f.vrir fólkt að gera það ekki. Smygl á dýrum er orðiö mikiö vandamál hjá Brotum og Dönum. Viö hvetjum fólk til þess að halda vöku sinni og hugsa fyrir afleiðingunum sem geta oröiö." Búnaðarbankabygg- ing rís í Hveragerði Hveragerði 1 1 okt í DAG kl. 1 0 fyrir hádegi tók Tryggvi Pétursson fyrstu skóflustunguna að nýjum banka sem Búnaðarbankinn byggir í Hveragerði. Húsið verður tvær hæðir og kjallari og verður grunnflöturinn 182 fermetrar. Bygg- ingarmeistari er Sigfús Kristinsson frá Selfossi. Búnaðarbankinn tók til starfa í Hveragerði 11. ágúst 1967 og sagði Tryggvi að þróunin hefði verið svo ör að húsnæðið væri orðið of lítið. — Georg Þessi mynd sýnir kafla af „Sverrisbraut“ þar sem engin viögerð hefur farið fram til þessa dags og ekki var skipt um jarðveg. Vegna alls þess fjaðrafoks sem hefur spunnist út af vegagerðarhugmyndum mínum fyrir þetta land, vil ég gera nokkra grein fyrir minni reynslu. þeim erfiðleikum sem ég hef orðið fyrir og hvernig að minu áliti er kannski reynt að kála hugsjónamönnum hér á landi Hugmyndin er að birta greinargerð í þrem köflum, til að gera blöðum og lesendum hægar um vik Kaflarnir verða birtir fyrir 21 nóv n k . því þann 21 nóv 19 70 birtist greinargerð Vegagerðar ríkisins um ..rannsókn 9 sýnishorna úr efni, sem tekið var meðfram og í vegum í nágrenni Reykjavikur” Þetta voru, held ég, fyrstu skrif Vegagerðarinnar um hug- myndir mínar Loforð hafði verið gefið af ráðamönnunum, að ekkert yrði birt án þess að ég væri viðstaddur, sem væri aðeins almenn kurteisi, en frétta- mannafundur var kallaður saman án mín og vissi ég ekki fyrr en mér var tilkynnt i fjölmiðlum að tilraunirnar hefðu mistekist og að aðferð min væri ,,ekki hagkvæm við íslenzkar aðstæður” Þetta álít ég i fyllsta máta hreinustu ósvifni, þótt ekki sé meira sagt Nú hef ég ætlað mér að birta greinargerð mína fyrir þann 21 nóv n.k og þá ætlast ég til að þeir sömu menn komi á fréttafund minn til að ræða málin og þar á meðal greinar- gerðirnar Þó að það hafi verið læðst að baki mér, mun ég sýna, að ég þarf ekki að koma að baki nemum Einn kunningi minn kallaði það ..hreman og beinan ótuktarskap i mmn garð , þegar ég skýrði honum frá viðskiptum mi um við suma þá menn, sem ég þurfti að leita til í sambandi við fram- kvæmdma á tilraunakaflanum á Kjalar- nesi Það var eins og þeir sem ég þurfti að leita til hefðu aðeins áhuga á að gera tilraunina sem dýrasta Viður- kenna skal ég, að þegar kostnaðurinn var að fara fram úr áætlun hefði ég kannski átt að segja hingað og ekki lengra, s s að gefast upp Það er einmitt það sem Vegargerðarmenn vist vildu og það eru ekki margir sem ég þekki hér á landi sem hafa ráð á þvi að tapa 3 — 4 milljónum króna í beinhörð- um penmgum og þar að auki öllum þeim tíma sem ég hafði eytt i þetta Af þeim hundruða bréfa og hringmga sem ég hef fengið, bæði frá fólki sem ég þekki og þekktekki, er greinilegt að ég er ekki sá emi sem hefur lent i erfiðleikum með hugsjónir sinar hér á landi Þvi miður er ég að komast á þá skoðun, eins og margir sögðu mér, að ætlun ráðamanna væri að stöðva mig frá byrjun Ég vil taka það fram, að ég er ekki að ráðast á neinn sérstakan, ekki að afsaka neitt en aðeins að gagn- rýna kerfið i heild og segja frá staðreyndum Það er nokkuð fróðlegt en íslendingar i Kaliforníu sögðu mér nákvæmlega hvað mundi gerast ef ég ætlaði mér að reyna að breyta ein- hverju þegar ég kæmi heim og þess vegna kom þetta mér. sem betur fer, ekki svo algjörlega að óvörum Eins og margir vita. var ég með þá hugdettu eftir 25 ára fjarveru, að ég gæti orðið vegargerðarmönnum hér að liðsinni, því að ég hafði unnið yfir tuttugu ár með og fyrir suma stærstu vegaverk- taka í heimi, með fullkomnustu tækni Það lá beint fyrir að fara til Vegagerðar ríkisins, bjóða mina reynslu og sam- starf Þar var mér sagt að engir pening- ar væru til, til að kaupa eins fullkomna samstæðu af vegargerðartækjum og ég hafði í huga, enda væru slíkar vélar alltof afkastamiklar fyrir okkar smáu og dreifðu vegaframkvæmdir Það næsta var að tala við vegargerðarverktaka og fór ég til nokkurra þeirra, en varð lítið ágengt Þá Vvað ég að kalla á frétta menn og segja þeim frá hugmyndum minun A þessu stigi málsins var ég aðeins að kynna tækni sem ég þraut- þekki Blaðaviðtöl við mig voru mis- jafnlega túlkuð af blaðamönnum, þannig að eitt blaðið sagði hvað lengi tæki að gera slitlag til Akureyrar, ann- að hvað lengi til Akraness og enn eitt hvað lengi að Selfossi Blaðamenn höfðu vitaskuld reiknað út afkastagetu samstæðunnar, því ég hafði aðems talað um tonnafjölda á klukkutima og hraða þessara tækja Það skal tekið fram að blöðin fóru ekki með rangt mál, en hefðu kannski getað útskýrt rækilegar hvað þessi tæki i samstæð- unni gerðu hvert fyrir sig Það er nú svo að blaðamenn hafa takmarkað rúm í blöðum sínum, svo það er varla hægt að ætlast til þess Einnig ef fólk vildi fá að vita meira gat það haft samband við mig, eins og margir gerðu Á þessu stigi málsins var ætlunin að ná til þeirra sem hefðu áhuga á vegamálum og vildu leggja þeim lið Það lítur út fyrir að ráðamönnum hafi mislikað hvað blöðin sögðu og í staðinn fyrir að hafa samband við mig var áróður gegr þessu hafinn? Það byrjaði vist með áðurnefndri greinargerð, sem er byggð á röngum forsendum að minu áliti í greinargerðinni stendur ,.Vél þessi gerir ekki annað en blanda bindiefni i yfirborðslag þess jarðvegs, sem hún fer yfir, og þjappar það Á þessu sést að þeir sem stóðu að gremargerðinm höfðu vist ekki skilið það sem ég sagði. né lesið það sem ég hafði skrifað Það átti vist að afgreiða mig þarna ? eitt skipti fyrir öll Semasta tilraun Vega- gerðarinnar til að ..kála” mér er að Vegagerðin er að neita að borga mér mína aukavinnu, við tilraunina, sem ég þurfti sjálfur að inna af hendi Þeir neita að borga mina aðstoð við gerð veklýsingarinnar. neita að borga settar prósentur af öllum kostnaðinum við verkið samkvæmt samningi í samningnum stendur ..Verktaka er heimilt að leggja 16% ofan á kostnað vegna alls efnis, tækja og vinnu og skal þessi liður mmhalda eftirfarandi Eigm yfirstjórn og verkfræðiþjónustu Skrifstofukostnað vegna launa- útreiknmga og reikningshalds, þar með talið mannahald á skrifstofu Aðstöðugjald Hagnað Það er talað um hagnað, en ems og þeir sem hafa staðið í vegaframkvæmdum hér vita, verður ekki mikið eftir af 1 6 prósent- um til að borga skatta. þegar þessir liðir eru greiddir Margt hefur komið fram ? fjölmiðlum hvernig þetta gekk fyrir sig og held ég að það sé óþarfi að endurtaka það hér Þess vegna mun ég halda mig aðallega við það sem hefur ekki komið fram, en samt sem áður er nauðsynlegt að byrja að nokkru á byrj- uninni Fyrstu verulegu skrifin um þessar hugmyndir minar byrjuðu í mai 1970 og eins og ég sagði voru þær misjafnlega túlkaðar Það getur verið að einhverjir hafi fengið þá hugmynd frá blaðaskrifum, að það væri ein vél sem tæki hvaða jarðveg sem er, þar með mýrar og móa og breytti á svip- stundu í steypta hraðbraut Ég tel is- lendinga yfirleitt skynsamt fólk og þess vegna efast ég um að það hafi verið margir sem skildu skrif blaðanna þann- ig Að minnsta kosti hafa allir, serti hafa rætt við mig, sagt að ég hefði alls ekki átt að taka neitt að mér nema ..Blöndun á staðnum -þáttinn í tilraun- inni, ef ég hefði ekki alla vélasamstæð- una Blöndun á staðnum-þátturinn í verkinu tók sjö klukkutíma I næsta kafla mun ég greina frá kostnaði við þann þátt Sverrir Runólfsson. Tryggvi Pétursson tekur fyrstu skóflustunguna að Búnaðarbankabygging unni. Ný húsgögn í gömlum stíl I Dönsk skrifborð með bókahillu í baki — úr hnotu op mahogny Bólstrun Ingólfs hf. Ausfurstræti 3 Sími 27090, Reykjavík Sófa borð 3 gerðir — Úr hnotu og mahogny m m m m m g:; ÉÍ m i m m m i m\ i i W: i I i m m W w W' w m m i W; Inngangsord greinargerðar Sverris Hunólfssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.