Morgunblaðið - 13.10.1977, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.10.1977, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÖBER 1977 VON IRA ún EFTIR markalaust jafntefli íra og Búlgara í Dublin í gærkvöldi, er Ijóst að leikur Frakka og Búlgara sem fram á að fara 16. nóvember n.k. verður hreinn úrslitaleikur í riðlin- um. Þurfa Frakkar að vinna þann leik til þess að tryggja sér sess í úrslitakeppninni í Argentinu, en Búlgörum nægir hins vegar jafntefli. Er talið mjög líklegt að Frakkarnir komist áfram, þar sem þeir eru jafn- an sterkir á heimavelli sínum. írarnir áttu heldur meira í leiknum i gærkvöldi. enda stilltu Búlgarar liði sínu upp til varnarleiks Strax á 10 mínútu átti t d Johnny Giles. sem jafnframt er þjálfari írska liðsins, hörkuskot af 20 metra.fæn, sem strauk þverslá búlgarska marksins og nokkru síðar átti Don Givens opið færi, sem hann misnotaði herfilega Þegar á leikmn leið fóru Búlgarar að sýna meiri sóknartilburði og áttu þeir tvívegis þokkaleg marktækifæri en höfðu ekki heppnina með sér Tveir leikmanna irska liðsins Don Givens og O'Leary voru bókaðir i leikn- um og tveir leikmanna Búlgaranna fengu emnig að sjá gula spjaldið, þeir Vasilev og Kostov, en þeir meðhöndl- uðu Liverpool-leikmanninn Steve Heighway heldur ómjúklega Lið írlands: Mulligan, O'Leary, Lawrenson, Holmes. Giles, Brady, Daly, Givens, Heighway, Stapleton Lið Búlariu: Steikov. Vasilev, Ange- lov, Bonev. Ivkov. Arabov, Kolev, Kostov, Dievizov, Panov. Kzvetkov Staðan i riðli fimm eftir leikinn Búlgaria 3 1 2 0 4 — 3 4 Frakkland 3 111 4 — 3 3 írland 4 112 2 — 4 3 Austurríkismenn standa vel að vígi eftir jafntefli í gær EFTIR 1 — 1 jafntefli við Austur Þjóðverja i Leipzig i gærkvöldi standa Austurrikismenn vel að vigi i sinum riðli i undankeppni heims- meistarakeppninnar i knattspyrnu Hafa þeir hlotið 8 stig, og eiga eftir leik við Tyrki á útivelli sem fram mun fara 16. nóvember n.k. Aðal- keppinautur Austurrikis um sætið i Argentinu, A-Þýzkaland, á eftir leiki við Möltu, 30. október og við Tyrki á útivelli 16. nóvember. Vinni Austur- rikismenn leik sinn við Tyrki, sem telja verður liklegt nægir það ekki Austur Þjóðverjum að vinna báða sina leiki. Öllum á óvart léku Austurríkis- menn stifan sóknarleik til að byrja með i leiknum i gærkvöldi. Kom þetta Þjóðverjunum i opna skjöldu og lentu þeir hvað eftir annað i erfiðleikum i fyrri hálfleiknum og á 43. minútu gátu þeir ekki komið í veg fyrir mark er miðvallarleikmað- urinn Bruno Pezzy átti góða sendinu á framherjann, Roland Hattenberger, sem skoraði af öryggi. í seinni hálfleik snéru Austurrikis- menn blaðinu við og stilltu liði sinu upp i vörn. Fljótlega, eða á 51. minútu, tókst Löwe að jafna fyrir Austur Þjóðverja og undir lok leiks- ins var stöðug pressa að marki Austurrikismannanna og fengu Þjóð- verjar þá tvivegis opin tækifæri sem þeir nýttu ekki. í annað þessara skipta fékk Riediger knöttinn fyrir opnu marki Austurrikismanna, en skallaði þá hátt yfir og í hitt skiptið var Reinhard Haefner kominn einn innfyrir en skot hans fór framhjá. Staðan í riðli þrjú er nú þannig: Austurriki 5 3 2 0 13—2 8 A Þýzkaland 4 1 3 0 4—3 5 Tyrkland 3 111 5—2 3 Malta 4 0 0 4 0—15 0 Skotarnir fagna marki Ktmny Dalglish sem gulltryggdi þeim farseðlana til Mexikó. ^ SKOTAR TRYGGÐU SER FARSEÐLA TIL ARGENTÍNU í GÆRKVÖLDI tókst Skotum að tryggja sér farseðla til úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar i knatt- spyrnu i Argentínu að ári, en þá sigruðu þeir Wales með tveimur mörkun gegn engu i sjöunda Evrópu- riðli undankeppninnar. Hafa Skotar þar með hlotið 6 stig i sinum riðli og úrslit í leik Tékkóslóvakiu og Wales sem fram fara 16. nóvember skiptir ekki máli. Skotar eru fimmta þjóðin er þegar hefur tryggt sér rétt til þátttöku i úr- slitakeppninni Hinar eru Vestur- Þjóðverjar, Argentína, Brasilía og Perú Er þetta i annað skiptið í röð sem Skotar eru með í úrslitakepppninni, þar sem þeir voru meðal þátttökuþjóða í Vestur-Þýzkalandi 1974 Leikur Skota og Wales-búa í gær- kvöldi var nokkuð þófkenndur til að byrja með, en Skotarnir voru þó jafnan ENN URÐU ENGLENDINGAR AÐ BÍTA í SÚRA EPLIÐ ENGLENDINGAR Urðu fyrir sárum vonbrigðum í gærkvöldi er þeir urðu að gera sér 2—0 sigur yfir Luxem burgurum að góðu i undankeppni heimsmeistarakeppninnar i knatt- spyrnu. Með þessum úrslitum standa Englendingar enn verr að vígi i sinum riðli, og eru nú nánast aðeins fræðilegir möguleikar á að þeir kom ist í úrslitakeppnina í Argentínu. Eiga Englendingar eftir að leika heima við bæði Finna og Luxemburg- ara. Englendmgar höfðu gert sér vonir um stórsigur í leiknum i gærkvöldi og ætluðu þannig að laga verulega marka- hlutfall sitt í riðlmum, en vera kann að það skeri úr um hvort Ítalía eða Eng- land kemst til Argentínu En Luxem- burgararnir börðust hetjulegri baráttu í leiknum í gærkvöldi, ákaft studdir af um 10 000 áhorfendum, sem flestir voru á þeirra bandi Eins og búizt var við fyrir»fram var um stanzlausa sókn Englendinga að ræða í leiknum og oftast voru allir leikmennirnir að mark- verði Englands undanskildum mni í vítateigi Luxemburgara En erfiðlega gekk fyrir stjörnurnar að komðst í gegnum hma þéttu vörn áhugamann- anna, og þegar reynd voru markskot bjargaði Jeannot Moes í marki Luxem- burgaranna hvað eftir annað stórglæsi- lega Það var ekki fyrr en á 3 1 mínútu að Englendmgum tókst að finna leiðina gegnum varnarmúrinn Myndaðist þá smuga sem Ray Kennedy tókst að notfæra sér Gekk síðan hvorki né rak hjá Englendmgum og var komið fram í viðbótartíma vegna meiðsla er þeir skoruðu aftur Kennedy vann þá skalla- einvígi við einn af varnarmönnum Luxemburgar og tókst að koma knettin- um til Paul Marmer sem skoraði með skoti af stuttu færi Staðan í riðli tvö eftir leikinn í gær- kveldi er þannig England 5 4 0 1 13 — 4 8 Ítalía 3 3 0 0 9—1 6 Finnland 5 2 0 3 10—10 4 Luxemburg 5 0 0 5 2—19 0 atkvæðameiri og náði ágætum leikköfl- um Skall tvívegis hurð nærri hælum við mark Wales og fyrri hálfleik. en Skotarnir höfðu ekki heppnina með sér Þegar röskar 10 mín voru til Jeiksloka var staðan enn 0—0, en þá var einum skozka leikmanninum brugðið innan vítateigs Wales og ekki um annað að ræða fyrir dómarann en að dæma vita- spyrnu Hana tók fyrirliði skozka liðsins Don Masson og skoraði af öryggi Eftir markið reyndu Walesbúar að sækja af krafti og slökuðu þá nokkuð á í vörn- inni Varð það til þess að hinum mark- sækna leikmanni Liverpool-liðsins, Kenny Dalglish, tókst að stinga sér i gegnum vörn þeirra og skora Áhorfendur að leiknum voru 50 850 Lið Skotlands: Rough, McGrain, McQueen, Forsyth, Jardine, Hartford, Rioch, Macari, Dalglish, Jordan, Johnston, Lið Wales: Davies, Jones, Phillips. Yorath, Tibbott, Flynn, Deacy, Thomas, Toshac, Sayer, Curtis StanQn i riol ■ rtlti, I i L I ENN BÆTTI HOLLENZKA SILFURLIÐIÐ STÖÐU SÍNA SILFURLIÐ Hollands frá síó- usfu heimsmeistarakeppni í knattsp.vrnu steig enn eitt skrefid í átt til úrslita- keppninnar í Arjíentínu næsta sumar er þaú sigraúi Norður- Ira í Belfast í gærkvoldi með einu marki gegn engu. iMega Belgíumenn, sem eru aðal- keppinautar Hollendinga, að- eins tapa einu stigi í þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir til þess að Hollendingar sigri örugglega í riðlinum, en Holland og Belgía eiga eftir að leika og fer sá leikur fram í Hollandi lti. nóvemher n.k. Síð- asti leikurinn í riðlinum verð- ur svo milli Norður-íra og Belgíumanna. Leikurinn í Belfast í gær- kvöldi var vel leikinn af báðum iiðum og bauð upp á mörg spennandi andartiik tyrir Iram- an mörkin. Var greinilegt að Hollendingar lögðu alla áherzlu á að taka ekki mikla áhættu í leiknum. Þeir náðu snemma góðum tökum á vallar- miðjunni og virtust láta sér það vel líka þótt knötturinn væri þar langtímum saman í fyrri hálfleiknum. Þó náðu Norður- Irarnir oft að brjótast I gegnum vörn þeirra og fengu þá stund- um sæmileg marktækifæri. Þegar á leikinn leið tóku IIol- lendingar að sa-kja meira og var þá mikill kraftur og hraði í áhlaupunum. Á 74. mínútu tókst þeim að skora og gera út um leikinn. Johnny Reh. sendi þá knöttinn inn í eyðu þar sem van der-Kerkhoff kom á fullri ferð, náði að leggja knöttinn f.vrir sig og skjóta síðan þrumu- skoti með vinstri fa*ti sem Pat Jennings í írska markinu átti ekki möguleika á að ná. Hinn fra*gi knattspyrnugarp- ur Johan Cruyff lék nú með hollen/.ka landsliðinu eftir a11- langt hlé vegna meiðsla. Náði hann sér aldrei á strik í leikn- um og ógnaði lítið. LIÐ NORÐIIR-IRI.ANDS: Jennings, Riee, Nieholl, Hunter, Nelson, O’NiIl, McCreery, Mellroy, MeGrath, Best Anderson. LIÐ HOLLANDS: Jonglhoed, Suurbier, Krol, Ilovenkamp, Rijs Berger, van der Kerkhof, van Hanegem, Jansen, Cruyff, Rep Rene van der Kerkhof, van der Kulen, Dushaha. Tveir þeir síðastnefndu voru varamenn og komu inná í leiknum. Staðan í riðli fjögur eftir leikinn: Holland 5 4 1« 10—3 9 Belgía 4 3 0 1 7—2 6 Norður-Irlandö 1 1 3 4—fi 3 tsland 6 1 0 5 2—12 2 Johan Gruyff — var með hoilen/ka liðinu í gærkvöldi en hafði sig lítið f frammi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.