Alþýðublaðið - 06.01.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.01.1931, Blaðsíða 2
a AEÞ'f ÐBB&AÐIÐ Logreglan á gamlárskvold. LJót saga. Landskunnur Alþýðuflokks- maðuT hefÍT sagt biaðinu svo frá: „Einn af kunningjum mínum, frændi konu minnaT, var á gaml- árskvöld á ferð vestan úr bæ. Neðarlega í Bakarabrekkunni ilenti hann i stórri þvögu, er þar var, og komst hann ekki áfram. Voru þar þá nokkrir lögregiu- menn, er lömdu í kringum sig mað bareflum, og varð maður þessi fyrir kylfuhöggum og er töiuvert marinn eftir. Hafði hann verki bæði í baki og í handleggj- um næstu daga á eftir, og er ekki jafngóður enn. Hins vegar þóttist hann góður að geta tekið við höggunum, sem hefðu annars ef til vill lent á konu hans, sem var með honum. Má á því atriði, að konan var með honum, sjá, að hér var um almennan vegfaranda að ræða. Maður þessi hafði ekki bragðað vín, svo ekki var því til að dreifa.“ Önnur saga miðnr falleg. Á laugardaginn kom inn í rit- stjóm Alþýðublaðsins einn af meðlimum Sjómannafélagsins, sem töluvert er þektur fyrirstarf- semi sína og vel kunnur að vera hinn vandaðasti að öllu leyti. Sagði hann blaðinu svo frá: „Úr öllum áttum heyri ég, að lögreglan hafi á gamlárskvöld barið alsaklaust fólk með kylf- um sínum, meira að segja kven- fólk og böm. Sjálfur var ég að nokkru leyti sjónarvottur að þessu framferði lögreglunnar. — Um klukkan 11 á gamlárskvöld kom ég ásamt öðrum manni gangandi framhjá „Geysi“. Sá ég þá lögregluna berja niður menn, sem ekki virtust Hafa gert neitt annað en það að standa á göt- unhi. Þess má geta, að ég og félagi m:nn héldum leiðar okkar framhjá lögreglunni án þess að hún beröi okkur, en við erum báðir stórir vexti, og. var engu líkara en að lögreglan hlífði okk- ur þess vegna, en léti kylfuæöi sitt ganga út yfir þá, sem minni voru að líkamsburðum.“ Viðtal við einn af þeim, er að ósekju var grátt leikin af lögreglunni á gamlárskvöld. AlþyðUbláðið átti í gærkveldi tai við einn þeirra, er lögreglan bárði að ósekju á gamlárskvöld. Heitir hann FIosi Einarsson, er sjómaður, 24 ára gamall og ætt- aður úr Homafirði. Hann leigir með bróður sinum á Laugavegi 87. — Þér munuð vera einn þeirra, er lögreglan barði á gamlárs- kvöld? spurðum vér Flosa. — Já, og pad að ósekju, svarar Flosi. — Viljið þér gera svo vel og skýra oss frá, hvemig það atvik- aðist? — Já, það er velkomið. Ég og Sdgurður bróðir minn gengum vestur í hæ með tveim kunmngj- um okkar um kvöldið ki. um 11. Þegar við höfðum fylgt þeim heim til sín' gengum við beim á leið niður Túngötu. Þegar við komum niður að horninu hjá Uppsölum, var mannfjöldi nokk- ur par saman safnaður. Var þé samferða okkur kunningi okkar, Magnús Stephensen, og gekk hann skrefi á undan okkur^egna prengsla á gangstéttinná. Vitum vdð ekki fyrri til en að Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn vindur sér að Magnúsi og slær hann í andlitið með kylfu sinni, svo að blóðið fossaði úr vitum hans. Riðaði Magnús við höggið, svo að ég greip hann, er honuin lá við falli. Sagði ég pá um leið við yfirlögreglupjóninn: „Þessi piltur hefir ekkert gert af sér. Hann var að tala við okkur.“ Varla hafði ég slept orðinu pegar Erlingur sló mig með kylfu sinni í höfuð- ið, aftan við eyrað. Svimaði mig strax við höggið, en Eriingur hélt áfram að berja mig í höfuðið, og sömuleiðis annar lögreglupjónn, sem með honum var. Var engu öðru líkara en þeir væru að berja harðfisk. Ætiaði ég þá að hníga niður, en Siguxður bróðir minn greip í mig, svo að ég fór ekki í götuna. Fékk hann pá sinn skerf af kylfuhöggumim. Tókst honum pó að draga mig frá lög- reglunni. Studdi hann mig síöan áfram og út í Austurstræti. Þar spurði hann varalögreglupjón, hver myndi vera næturlæknir þá nótt, en hann vissi ekki um pað, heldur vísaði okkur upp á lög- reglustöð. Þá studdi Sigurður mig þangað, eða öllu heLdur gekk undiir mér, p\d að ég mátti var.la uppi standa vegna svima. Þegar pangað kom var fariþ að stumra yfir mér. Fékk óg þar kalt vatn, pví að mér lá við yfir- liði. Var pá sóttur næturlæknir- inn, sem var Valtýr Albertsson, og batt hann um höfuðið á mér. Var það pá alblóðugt, og hafði blóðið runnið riiður hálsinn, svo að trefillinn, flibbinn, skyrtan og jakkakraginn varð alt alblóðugt. — Síðan var mér ekið heim í einum af bílum lögreglunhar. Sigurður háttaði mig pá, og var ég pá svo veikur, að ég þat varla hreyft mig í *rúminu. Og síöán hefi ég legið, nema hvað ég fór snöggvast á fætur á nýjársdags- eftirmiðdag, og varð pá að fara í rúmið aftur vegna svima. Segir Valtýr Albertsson læknir, sém hfeftr komiö til mín á hverjum dfegi, að ó\dst sé, hvénær ég komist á fætur. — - — Hvernig líður yður núna? spyrjum vér. — Mér líður sæmilega ef ég ■Mgg kyr, en ef ég hreyfi mig nokkuð að ráði í rúminu, liggur mér við uppköstum. — Hafið pér kært Jögreglu- pjónana fyrir pessa meðferð? — Nei, ekki enn þá, en ég væri búiinn að pví fyrir löngu, ef ég hefði komist úr rúminu, og pað verður mitt fyrsta verk, pegar ég kemst á fætur. -L Vitið pér um fleiri, sem hafa fengið að kenna á kylfum á ganrlárskvöld ? — Já. Læknirinn sagðj mér, að hann hefði bundið um fleiri, sem lögreglan hefði barið, par á með- al mann nokkurn, sem hefði feng- ið sár á höfuðið, þó að lögreglan hefði barið ofan á hattinn. Svo að varla hefir verið dregið af pvi högginu. — — Hafið pér læknishjálp á kostnað lögreglunnar, eða verðið pér að borga hana sjálfur? spyrj- um vér. — Ég veit ekki, svarar Flosi, en pað væri alveg eftir hénni að Játa mig borga lækniishjálp í of- análag. — Alþýðublaðið hefir gert ítrek- aðar tilraunir til pess að ná tali af Erlingi Pálssyni, en ekki tekist. Mun pað birta skýringu hans á morgu-n, óski hann að leiðrétta edtthvað. Af Siglnfirði. Kosningar til pings Verklýðs- sambands Norðurlands hafa farið fram í félögunum á Siglufirði. I verkamannafélaginu voru kosn- ir Guðmundur . Skarphéðinsson, Kristján Sigurðsson (form. félags- ins), Kristján Dýrfjörð og Gunn- laugur Sigurðsson. Eru pessir menn allir með einingu Alþýðu- flokksins. Fengu þeir 56 til 65 atkv. I kjöri á móti af hendi Spartverja (eða kommúnista) vora Gunnar Jóhannsson, Her- mann Einarsson, Ottó Jörgensen og Óskar Garibaldason. Fengu peir 30—33 atkv. SjómannaféJagið kaus tvo full- trúa, og eru peir báðir með ein- ingu alpýðunnar. Aftur á móti eru þrir fulltrúar, sem verka- kvennafélágið kaus af flokki hinna (kommúnista), svo og tveir íulltrúar frá jafnaðarmannafélag- iriu. í pví félagi era 20—30' manns, og ætluðu 50 nýir félags- menn að ganga inn, en var neit- að um upptöku. Stofna peir sennilega nýtt jafnaðarmannafé- íag. Loks hefir Losunar- og lesit- unar-mannafélagið kosið tvo full- trúa, og era peir báðir fylgjandi sameiningu Alpýðuflokksins. Veðurútlit. Allhvöss sunnanátt méð rign- ingu, en síöan suðvestanátt og skúrir. Hræðilegt slys. Verkamaður deyr af slysuu í klæðaverksmiðjunni Gefjuni. Akureyri, FB., 5. jan. Hörmulegt slys varð í morgun í verksmiðjunni Gefjuni. Einn verkamannanna lenti í vélarreim og Jimlestist svo stórkostlega, að hann dó á leiðinni í sjúkrahúsið. Er þetta í annað skifti, sem siíkt slys verður í Gefjuni á tveimur áram. Maðurinn hét Arngrimur Jónsson, innan fertugs, kvæntur, lætur eftir sdg sex börn, öll ung. Akranes. Verkamálaráðið tilkynnir: * Bjarni Ólafsson & Co. og Þórð" ur Ásmundsson á Akranesi hafa nú undirritað samninga við verk- lýðsfélagið par á staðnum. Vinnubanninu á vélbátnum Víðir MB. 63 er því aflétt. Haraldur Böðvarsson hefir enn þá ekki gert neina samninga vfd verklýðsfélagið. Vestmannaeyjar. Kaupdeila stendur nú yfir í Vestmannaeyjum milli verka- mannafólagsins Drifandi og at- vinnurekenda. Fer félagið fram á sama dagkaup sem í fyrra, en pað er 1,20 á klst. Eftirvinnu og helgidagavinnu vill félagið fá hækkað Mtið eitt, upp í 1,80 og 2,00. (En neeturvinna haldist ó- breytt.) Enn fremur vill féiagiö fá ákveðinn og greiddan kaffi- tíma og matmálstíma U/s tíma, par af % tíma greiiddan. Kolanámadeiíán brezka. Lundúnum, 6. jan. United Press — FB. Samningar tókust ekki á la.ug- ardaginn með námumönnum og námueigendum. Forseti viðskiita- ráðsins, Mr. Graham og Mr. Shin~ well námumálaráðherra sátu á fundi í gær með námumönnum i Suður-Wales. Leiðtogar námu- manna fóru fram á pað við stjórnina, að leggja að námu- eigendum að fallast á tillögur „National Industrial Board", að því er snertir vinnutímann í námunum, án launalækkunar. Mr. Grahm og Mr. Shinwell sitjai fund með námueigendum seinni hluta dags í dag, en að pví búmj verðiur ítarleg skýrsla send stjórn** inni. i Ráðgert að reka fjðlda út- lendlnga dr fSanðarikjnnum. Washington, 6. jan. United Press — FB. Samkvæmt skýrsium frá Doak

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.