Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 2
J MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 Á áttunda hundrað Islendingar bíða nú heimferðar erlendis A VEGUM Ferðaskrifstofunnar Sunnu og Samvinnuferða átti að fljúga heim frá sóiarströndum með um 250 farþega um helgina. Hafði verið sótt um undanþágu fyrir þetta fólk, en þvi var í gær synjað áð svo komnu máli af Verkfallsnefnd BSRB. Að sögn Sveins Sæmundssonar, hlaðafull- trúa Flugleiða, hiða nú um 180 tslendingar eftir að komast heim frá Norðurlöndum, 210 í Eng- landi og um 60 f Luxemborg. Þá tókst ekki aö ná í alla þá íslendinga, sem biðu f New York, til að koma þeim heim með vél- inni, sem lenti á Keflavikurflug- velli í gærmorgun. Sagði Sveinn Nafn konunn- ar sem lézt KONAN sem beið bana í umferðarslysinu á Reykjanes- braut gegnt Hafnarfjaröarkirkju- garði i fyrradag hét Guðrún Sveinsdóttir, Garðastræti 45, ( Reykjavík. Hún var 81 árs gömul, fædd 14. növember 1896. að alltaf bættist við hópinn, sem biði í New York og yrði tala þeirra eftir helgina komin yfir eitt hundrað. Má þvi reikna með að um helgina bíði um eða yfir 800 tslendingar eftir að komast heim. Guðni Þórðarson hjá Sunnu sagði í gær að þeir hefðu beðið um að fá að sækja farþega sína til Mallorka, Costa del Sol og Las Palmas, með þvi skilyrði að vélin færi tóm utan. Hefði þvi verið neitað að svo komnu máli. Sagðist Guðni ekki skilja þá ákvörðun að leyfa íslendingum ekki að koma til landsins. Auk þess að þurfa að sækja fólk til Spánar hafði Sunna ráðgert að fara með farþega til Las Palmas um helgina. Eysteinn Helgason hjá Samvinnuferðum sagði í gær að Arnarflug hefði sótt um undanþágu til að mega sækja fólk á vegum Samvinnu- ferða, en því hefði því miður ver- iö neitað enn sem komið væri. Aðrar ferðaskrifstofur, eins og t.d. Utsýn og Urval, munu ekki hafa ætlað að sækja farþega til sólarstranda um helgina. Grænmetisverzluninni lokað af BSRB: Hefur ekki verið r íkisr ekin i 21 ár Engar kartöflur á sjúkrahúsin í verkfallinu Götumynd GRÆNMETISVERZLUN land- búnaðarins hefur verið lokuð sfð- an á miðvikudagskvöld, en þá mættu verkfallsverðir frá BSRB á staðinn og mæltu svo fyrir að stofnuninni skyldi lokað. Jóhann Jönasson, forstjóri Grænmetis- verzlunarinnar, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær að 21 ár væri nú liðið síðan stofnunin varð sjálfstætt fyrirtæki og ekki f heiimm tengslum við rfkið. Hlytu forsendur fyrir lokuninni þvi að vera á misskilningi byggð- ar. — 20 af um 50 manna starfs- liði fyrirtækisins greiðir gjöld til Starfsmannafélags rfkisstofnana, samkvæmt fornri hefð, sagði Jó- hann. — Þetta fólk hefur þáekki Sjö sjúklingar utan í undanþáguflugi: Herlæknir varð að úr- skurða um veikindin Verkfallsverðir BSRB virtu ekki undanþágur BSRB NOKKURT stapp varð á Keflavíkurflugvelli í gær við brottför þotu Flugleiða, sem fengið hafði undan- þágu til að lenda hér á landi með 99 íslenzka far- þega frá New York til að taka hér hjartasjúkling, sem þurfti að fara í aðgerð til London. Þegar til kom INNLENT reyndust sjö aðrir sjúkl- ingar hafa bréf upp á vas- ann frá BSRB um að fara með þessari þotu utan. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, varð af þessum sökum nokkur töf, þvi að í fyrstu kváðust verkfallsverðir BSRB „blása bara" á þessar undanþágur. Þó var sætzt á, að fólkið mætti fara með flugvélinni, ef læknir kæmi á staðinn og úr- skurðaði um veikindin. Læknir af hersjúkrahúsinu var kvaddur til og staðfesti hann sjúkleika fólksins, og eina konuna kvað hann svo veika að vafi léki á hvort hún þyldi að fara í flugið. Konan kaus samt að fara á eigin ábyrgð og urðu farþegarnir því alls tiu, sjö sjúklingar, eiginkona eins þeirra auk hjúkrunarkonu og læknis. Ferðin til Luxemborgar gekk síðan klakklaust fyrir sig. Stjórn B.Í.: Vítir takmarkanir á störfum blaðamanna STJORN Blaðamannafélags ís- lands, koni saman til fundar ¦ gær, þar sem rætt var um þær hindranir sem blaðamenn hafa mætt f starfi sínu varðandi verkfall BSRB, en eins og kunnugt er hafa lögreglumenn í hliðinu aö Keflavíkurflugvelli meinað blaðamönnum að fara inn á völlinn til upplýsinga- söfnunar. Samþykkti stjórn B.t. að senda BSRB harðorð mótmæli. t bréfi stjórnar B.I. segir: Stjórn Blaðamannafélags ts- lands telur vítavert, að blaða- menn skuli hafa verið heftir i upplýsingaleit, er þeir hafa unnið dagleg störf sin. Verk- fallsverðir BSRB hafa itrekað meinað blaðamönnum aðgang að upplýsingum. Þessir atburðir gerðust við hliðið að Keflavikurflugvelli og vonast stjórn Blaðamanna- félagsins til að slíkt endurtaki sig ekki. Blaðamannafélag íslands minnir á, að blaðamenn vinna störf sín fyrir almenning og veita honum upplýsingar um gang mála i þjóðfélaginu. Það ætti því ekki að vera síður hags- munamál þeirra, sem að verk- falli standa, að eiga góð sam- skipti við blaðamenn — vilji þeir koma sjónarmiðum sínum á framfæri við alþjóð." Geirfinnsmálið: Bílstjórinn í gæzlu— Úrskurðurinn kærður Sjá finnig á bls. 15 SIGURÐUR Óttar Hreinsson, sendibílstjórinn í Geirfinnsmál- inu, var f gær úrskurðaður f allt að 26 daga gæzluvarðhald f saka- dómi Reykjavíkur, eða til mið- N-Atlantshafsflugið: Gengur vel miðað við aðstæður Brezk flugmálayfirvöld segja verkfallið engin áhrif hafa FLUG á íslenzka flugstjórnar- svæðinu gengur vel miðað við að- stæður, að sögn Agnars Kofoed Hansen flugmálastjóra í gær. Sagði hann að um % af hámarks- afkastagetu fslenzku flugmála- st jórnarinnar væru unnir. Þá seg- ir í einkaskeyti, sem Morgunblao- ið fekk í gær frá AP- fréttastofunni f Lundúnum, að verkfallið á íslandi hafði engin áhrif á flug yfir Norður- Atlantshaf, að sögn brezkra flug- málayfirvalda. Íslenzka flugstjórnarsvæðið er mjög stórt, eða frá Noregi til Kanada annars vegar og frá Norð- Framhald á bls. 22. vikudagsins 9. nóvember. Ur- skurðinn kvað upp Ingibjörg Benediktsdóttir fulltrúi. Sigurð- ur Georgsson hdl., réttargæzlu- rnaður Sigurðar Ottars, kærði úr- skurðinn til Hæstaréttar. Saksóknari hafði gert kröfu um gæzluvarðhald vegna meints rangs framburðar Sigurðar fyrir dómi. Þá gerði saksóknari enn- fremur kröfu um dómsrannsókn í málinu, en þeirri kröfu var hafn- að. Réttargæzlumaður Sigurðar kærði einnig þann úrskurð til Hæstaréttar. Saksóknari óskaði bókað í gær, að hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Sigurður Óttar hefur verið yfir- heyrður sem vitni i Geirfinnsmál- inu í þau skipti, sem hann hefur verið kallaður fyrir og hann hefur ekki setið i gæzluvarðhaldi í sam- bandi við það mál. Samkomulag um verkfallsrétt 1975: BSRB f éllst á að endurskodun meó verkfallsrétti yrdi ekki lögbundinn EIN meginkrafa Banda- lags starf.smanna ríkis og bæja er að bandalagið fái endurskoðunarrétt með verkfallsrétti á samningstfmanum. Frumvarp til laga um kjara samninga Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja var lagt fyrir Al- þingi á árinu 1975 og var það afgreitt óbreytt frá þinginu. Frumvarpið færði opinberum starfs- mönnum verkfallsrétt, en áður en það var full- samið höfðu farið fram umfangsmiklir samning- ar milli BSRB og ríkisins um tilhögun við gerð kjarasamninganna með hliðsjón af nýjum lögum. F'orsenda þess að rikis- valdið lagði fram frum- varpið, sem fól í sér verk- fallsrétt, var m.a. að ekki yrði lögbundinn endur- skoðunarréttur í aðal- kjarasamningi með gerðadómi eða verkfalls- rétti. Sættist stjórn BSRB á þetta, sem skýrast má sjá á þvi, að frumvarpið var lagt fram sem stjórnarfrumvarp. í framsöguræðu sinni fyrir frumvarpinu sagði Matt- hías Á. Matthiesen fjár- málaráðherra m.a.: „Við Bandalag háskólamanna náðist ekki samkomulag um breytingar á kjara- samningalögunum að þessu sinni og nær frum- varpið því ekki til félags- mann: þess, lög nr. 46 1973,_ um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og lög nr. 33 1915, um bann við verkfalli opin- berra starfsmanna, gilda þvi áfram um félagsmenn þess bandalags. Ástæður fyrir því, að ekki náðist samkomulag við Banda- lag háskólamanna, voru einkum þær, að Banda- lagið gat ekki sætt sig við ýmis ákvæði í drögunum, þ.á m. um tveggja ára samning án endur- skoðunarréttar á amningstímanum." rétt eins og aðrir félagar i samtök- um innan BSRB og fékk ekki að kjósa nema með fyrirvara i alls- herjaratkvæðagreiðslunni á dög- unum. Við erum ekki i neinum deilum við rikisvaldið og fólkið vildi allt starfa áfram. Við styðj- um okkur að vísu að nokkru leyti við samninga ríkisins, en að öðru leyti semja starfsmenn beint við stofnunina. — Samkvæmt ákvörðun BSRB eru verkstjórar og bílstjórar í verkfalli og það stöðvar þvi aðra starfsemi, þó svo að fólk sé t.d. í Dagsbrún. Við getum þvi hvorki tekið á móti vörum, sem er baga- legt fyrir garðyrkjubændur á þessum árstima, og ekki komið frá okkur vörum til viðskiptavina okkar. Það hefur t.d. aldrei gerzt fyrr í verkfalli, hvorki hjá Dags- brún né öðrum, að við skulum ekki geta farið með kartöflur og aþrar nauðsynjar á sjúkrahús og slikar stofnanir, sagði Jóhann Jónasson. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Atkvæda- greiðslan hef st kl. tíu f.h. ATKVÆÐAGREIÐSLU um hinn nýgerða kjarasamning milli Starfsmannafélags Reykjavlkur- borgar og borgarinnar hefst í Miðbæjarskólanum I dag. laugar- dag kl. 10 f.h. Stendur kjörfund- ur ós i"ð til klukkan 20 í kvöld og á ii ¦ gun, sunnudag, stendur kjör.. idur frá klukkan 10 til 19. Engin utankjörstaðaatkvæða- greiðsla samkvæmt frétt. sem Mbl. hefur borizt fra Starfs- mannafélaginu. Segir ennfremur aS mikil óánægja hafi verið með al félaga Starfsmannafélagsins. sem ætluðu að vera fjarverandi úr bænum um helgina en vildu engu að slður greiða atkvæði og var atkvæðagreiðslu flýtt af þeim sökum. Símanúmer utan- ríkisráðuneytis A MEÐAN verkfall opinberra starfsmanna stendur er sími ulaiiríkisráðuneytisins 25684.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.