Morgunblaðið - 15.10.1977, Síða 3

Morgunblaðið - 15.10.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 5. — 9 launaflokki einnig um 1500 krónur, en Þórhallur sagði að um 50% félagsmanna í St.Rv. væru í þessum flokkum. Sagði Þórhallur að þarna hefði unnist 1 % og einnig væri 1 500 króna bótin nýtt atriði Þá sagði hann að launaflokkshækk- un úr 3 í 4 flokk kæmi eftir 3ja ára starf í stað 4ra, og einnig verður sams konar hækkun úr fjórða i fimmta launaflokk eftir þrjú ár. Loks sagði Þórhallur að nýtt atriði i samn- ingnum væri að persónuuppbót, 75% af fullri uppbót eftir 18 ára starf, kæmi eftir 15 ára starf og 50% uppbót eftir 12 ára starf. Nefndi Þórhallur síðan nokkur atriði sem hann sagði hafa verið knúin fram frá sáttatillögu sáttasemjara, sem felld var i aiisherjaratkvæða- greiðslunni í fyrri viku, og taldi til kjarabóta. Umræður á fundinum í Skúlatúni urðu ekki mjög miklar Þeir sem tóku til máls létu flestir i Ijós þá von að samningurinn yrði samþykktur i atkvæðagreiðslunni um helgina Sumum virtist samningurinn þó ekki betri en siðasta tilboð rikisstjórnar- innar i viðræðunum við BSRB og töldu að yrði samningurinn sam- þykktur í allsherjaratkvæða- greiðslunni um helgina, yrði sam- þykktur samningur sem fæli í sér lélegri kjör en samningar samþykktir i ýmsum bæjarfélögum landsins Aðrir töldu tölurnar í launaflokkun- um i hinum nýja samningi við Reykjavíkurborg þær sömu og í síð- asta tilboði rikisstjórnarinnar og sönnuðu mál sitt þar að lútandi með lestri útskýringartaflna sem birtust í Morgunblaðinu þriðjudaginn 12 október s I Þórhallur Halldórsson svaraði hverju sinni ræðumönnum Sagði hann það rétt að tölurnar sem yrðu miðaðar við I júli s I væru þær sömu og verið hefðu i síðasta tilboði ríkisstjórnarinnar i viðræðum BSRB við rikisstjórnina Hins vegar kvað hann bæturnar sem kæmu I des. n.k verða miklu meiri en rikisstjórn- in hefði boðið upp á og nægðu til tvöfalt fleiri starfsmanna borgarinn- ar en orðið hefði ef tilboð ríkis- stjórnarinnar hefði ráðið Þá sagði Þörhallur að með hinum nýja samn- ingi væri tryggður endurskoðunar- Framhald á bls. 27 Höfum í höndunum betra samkomulag og vona að menn greiði því atkvæði sitt — sagði Þórhallur Halldórsson á fundi með borgarstarfsmönnum Þórhallur Halldórsson kynnir nýja samninginn. 4%, þó eigi lægri upphæð en 5 þúsund krónur og þá hækki laun í (Ljósm. RAX). í GÆR vorp kynntir i félagsdeild um og á stærstu vinnustöðunum kjarasamningar þeir við Reykja- vikurborg sem stjóm og fulltrúa- ráð Starfsmannafélags Reykjavik- urborgar samþykktu i fyrradag. Morgunblaðið fylgdist með fundi að Skúlatúni 2 i gærmorgun, en þar var samankominn fjöldi manns. Þórhallur Halldórsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar, kynnti hina nýju samninga fyr- ir fundarmönnum. Áður en hann skýrði samningana ræddi Þórhall- ur fyrri samning sem félagsfund- ur að Hótel Sögu sl mánudags- kvöld felldi með atkvæðum 17% félagsmanna, eins og Þórhallur komst að orði. Sagði Þórhallur að þrátt fyrir þau úrslit hefðu stjórn, samninganefnd og fulltrúaráð fé- lagsins engu að síður verið stað- ráðin í því að láta ekki deigan siga, heldur reyna samningaviðræð- ur til hins ýtrasta í trausti þess að fullur skilningur væri á því hjá báð- um aðilum að nauðsynlegt væri að aflétta verkfalli svo fljótt sem auðið væri í umræðunum lét Þórhallur svo þau orð falla að hann teldi borgarstarfsmenn vera ábyrga í kjarabaráttunni og ef þeir hefðu sjálfir átt að setja sér takmörk þá hefðu þeir haft það að leiðarljósi að þeir lifðu sem hluti af heild í þjóðfé- lagi, en ekki sem sérstök, einangr- uð, stétt. Kvað hann takmörk sett fyrir þvi hve borgin gæti gengið langt í að veita kjarabætur, en mikil- vægast væri að sem flestir nytu þeirra Sagði Þórhallur það einlæga von sina að félagsmenn í Starfs- mannafélagi Reykjavíkur gætu að vel athuguðu máli greitt samningn- um atkvæði í dag og á morgun og bundið þannig endi á verkfall, sem hann sagði fáa óska eftir og enginn vildi að yrði langvinnt. Þórhallur Halldórsson sagði að aðalbreytingin á þeim samningi sem gerður var i fyrradag frá samningn- um sem felldur vár að Sögu væri sú að laun hækki 1. desember n.k. um Hluti fundarmanna í Skúlatúni í gær. andrúmsloft þegar að þvi kæmi að semja um alla sérsamninga Lengra verkfall gæti komið niður á þeim þætti kjarabaráttunnar Hann væri ánægður með þetta samningstilboð Síðastur tók til máls á fundinum Ingimundur Gestsson, starfsmaður á Borgarspitalanum, og lagði mikla áherzlu á það, að fólk yrði að meta samningana sjálfa, og vara sig á áróðri frá hvorri hlið Samningsaðil- ar ættu að fá að semja í friði Hann deildi harðlega á útbýtingu plagga og áróðursrita á sjálfum fundinum og við dyrnar að fundarsalnum Á fundinum hefði verið skýrt fyrir fólkinu hvað það fengi með samn- ingnum, en ekki það hvað það gæti kostað fólk að hafna honum Hann lét þess m a getið að hver dagur sem liði i verkfaili kostaði þátttak- endur þess fjögur til átta þúsund krónur Hann lagði áherzlu á 1500 króna uppbótina á lægstu launin í samningnum og sagði að þar hefði verið tekið spor í rétta átt með tilliti til láglaunafólksins. Yfir 100 manns sem störfuðu hjá borginni færu strax upp í 5 launaflokk, og með samn- ingnum væri tilraunir gerðar til að loka fjórum neðstu launaflokkunum Þessi fundur hjá starfsmanna- félaginu var nokkuð fjölmennur og hann stóð yfir i rúma tvo tíma Samningurinn hagstæðari en Akranessamkomulagið — sagði einn fundarmanna á Borgarspítala Umsjónarmenn skólanna í gærmorgun var fundur hjá félagi umsjónarmanna í skólum Formaður félagsins, Aðalsteinn Sigurðsson, skýrði efni rammasamningsins fyrir fundarmönnum Hann hvatti fundar- menn til að mæta við atkvæða- greiðsluna í dag og á morgun. í Miðbæjarskólanum og samþykkja samninginn með atkvæði sinu, og varaði við afleiðingum þess, að verk- fallið héldi áfram og yrði þá e.t.v langvarandi Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Klukkan 1 6 í gær hófst fundur hjá starfsmannafélagi Reykjavíkurborg- ar í Borgarspítalanum þar sem rammasamningurinn var ræddur. Þórhallur Halldórsson, formaður félagsins, hafði framsögu um þenn- an nýja kjarasamning og rakti fyrst aðdraganda hans Síðan skýrði hann hvert ákvæði og nýmæli sem í hon- um honum eru fyrir fundarmönnum. Hann taldi að hafa yrði að leiðarljósi kjarabætur fyrir þá launaflokka sem fjölmennastir væru. Hann lagði áherzlu á, að fólk kynnti sér efni samningsins ræki- lega áður en það greiddi atkvæði sitt, þar sem á það hefði skort er atkvæðagreiðslan fór fram á mánu- dag og menn þá margir ekki fyllilega vitað um hvað var kosið í lok ræðu sinnar gat hann þess, að starfsmannafélagið vildi halda áfram sambandi sínu við BSRB, enda hefði það ekki verið því til annars en góðs, en að það væri ennfremur forsenda að félagið héldi sinum sjálfstæða félagslega samn- ingsrétti. Ásmundur Jóhannsson starfs- maður hjá Slökkviliðinu, tók síðan til máls, og gat ýmissa atriða í samn- ingnum sem honum þóttu til bóta og hvatti jafnframt fundarmenn til að stuðla að því að hann næði fram að ganga Ef samningurinn yrði ekki samþykktur þyrftu verkfallsmenn að færa stórar fórnir, og þá ekki aðeins með tilliti til fjárhagsins, þar sem hætta væri þá á langvarandi verk- falli. Starfsmannafélagið væri ekki sama félagið og fyrir viku, þar sem samstaðan hefði aukist mjög með félagsmönnum þess í baráttunni fyrir bættum kjörum, og ef halda ætti áfram þeirri baráttu hefðu þeir með þessu samningstilboði náð ákveðnum áfanga Elías Davíðsson tölvufræðingur gerði athugasemdir við samninginn og spáði því að þær launabætur sem fram kæmu í honum, myndu verða að engu orðnar að ári Eyþór Hvannberg, starfsmaður hjá Skýrsluvélum, gat þess m a í stuttri ræðu sinni að hann vildi vara við því að menn höfnuðu þessu samningstilboði, þar sem starfs- mannafélag Reykjavíkur hefði náð mun lengra í samkomulagsátt en BSRB Tryggvi Ásmundsson tók síðan til máls og mælti gegn samningnum, m a vegna þess að hann teldi að það myndi rjúfa samstöðina með BSRB ef félagið samþykkti hann Hann sagði það vera álit sitt, að krefjast ætti þess, að lægstu laun væru ekki lægri en helmingur af hæstu launum sem greidd væru hjá borginni Hann teldi ennfremur að Reykjavíkurborg hefði rekið óeðli- lega á eftir samninganefnd starfs- mannafélagsins til að ná samn- ingum. Jóhannes Þorbjörnsson tók þá til máls, og sagði sig ekki vera alls kostar ánægðan með þennan rammasamning, en hann væri samt sem áður ákveðinn í að greiða hon- um atkvæði sitt Þessi samningur væri á margan hátt hagstæðari en Akranessamningurinn, en BSRB- menn hefðu verið nokkuð ánægðir með þann samning Hann varaði við löngu verkfalli, og hvatti til þess að menn samþykktu þetta tilboð og færu frekar að undirbúa annað verk- fall að tveimur árum Ifðnum, þó það væri ekki nema vegna þess að verk- fallssjóðir væru allir tómir og fólk gæti því orðið illa úti fjárhagslega, sem myndi vart greiðast upp þó launatilboðið hækkaði að einhverju leyti eftir lengra verkfall Hersir Oddsson, stjórnarmaður í BSRB, tók því næst til máls og lét í Ijós þá skoðun sína að samþykkja mætti þennan rammasamning, þar sem það myndi skapa öllu betra Frá umræðufundi starfsmanna Reykjavfkurborgar á Borgarspítalanum í gærdag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.