Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 4
■ ■A blMAK ÍO 28810 car rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 LOFTLEIOm C 2 1190 2 11 38 FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbilar, stationbilar, sendibil- ar. hópferðabílar og jeppar GRENSÁSVEGI 11 SÍMAR 83150 - 83085 Opið frá 9 — 7 laugardaga 10 — 7 Við viljum vekja at- hygli á eftirtöldum bíl- um sem eru til sýnis hjá okkur. Cortina 1600 L, 4ra dyra, árg 1977, ekm 10 þús km Verð 2 2 millj Volvo 144, 4ra dyra, árg 1974, ekinn 79 þús km Verð 2 2 millj Mazda 929, 2ja dyra, árg 1976, ekinn 23 þús km Verð 1 800 þús Benz 230, árg 1972. ekinn 115 þús km Verð 2.1 millj Skipti á Bronco Saab 99 S. 2ja dyra, árg 1974, ekinn 50 þús km Verð 1 950 þús Bronco, 6 cyl, árg 1974, ekinn 56 þús km Verð 2 4 millj Willys blæjujeppi, árg 1974, ekinn 40 þús km V-8 vél, veltigrind, teppalagður o.fl. Verð 2 1 millj Ford Econeline sendibíll með gluggum, árg 1974, ekinn 70 þús km 8 cyl, sjálfskiptur, vel með farinn bfil, verð 2 3 millj Leggjum áherslu á öruggan frágang afsalsgagna og skuldaviðurkenninga. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKT0BER 1977 I Olafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavik: Þroskahjálp á Suðumesjum i. Mannréttindi. Hvers vegna er þessí félat,s stofnun æskileg? Allir eiga svir við þeirri spurningu. Eins og þeg ar hefur komið fram opinberlega verður einn tilgangur félagsins, ,,að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra og tryggja þeim fulla jafnréttisað- stöðu á við aðra þjóðfélags- þegna". Segja má að menn geti á marg- þættan hátt gerst rödd hinna þroskaheftu, sem til þessa dags hafa ekki átt þess kost að standa vörð um þau mannréttindi, sem sérhver maður hefur fengið í vöggugjöf. Menn eru að vísu ekki fæddir jafnir, en þeir eru fæddir með jafnan rétt, enda þótt áðstað- an sé misjöfn til þess að standa vörð um réttindi sín. Við erum stödd hér í kvöld, ekki einvördungu til þess að stofna samtök, heldur einnig til þess að standa vörð um gildi mannlífsins og rétt allra manna. Innst inni vita menn að lífið er það dýrmætasta sem þeír eiga, og ef þeir bera ekki virðingu fyrir eigin lífi og annarra, þá mun allt gildismat þessa mannkyns riða til falls. í kvöld verður hafin sókn til sigurs varðandi málefni þroska- heftra á Suðurnesjum, málefni, sem allir sanngjarnir menn ættu að geta sameinast um hvar í flokki sem þeir standa og hvaða trú sem þeir játa. Við erum minnt á gildi lífsins og virðinguna fyrir lífinu, sem stpndum virðist létt- vægt metið og litið sinnt. Það sýn- ir að samtíðin er mótuð af annar- legu gildismati. Kristinn boðskapur leggur áherslu á, að sérhver maður sé óendanlega dýrmætur í augum Guðs. Hin ævagamla kenning um jafnrétti og bræðralag allra manna felur í sér að allir séu fæddir með jafnan rétt. Þá yfir- lýsingu finna menn í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna frá 1945 og mannréttindayfirlýsingunni frá 1948. Ef við lítum á spjöld sögunnar, þá verðum við vitni að því hvern- ig hugmyndin um líkt gildi og jafnan rétt manna hefur stundum verið látin víkja fyrir kenningum um yfirburði einstakra kynþátta. Um leið má sjá sínnuleysi gagn- vart ýmsum minnihlutahópum, sem ekki hafa átt þess kost að koma málum slnum á framfæri á lýðræðislegan hátt. Ef við lítum okkur nær þá má Ijóst vera, að Suðurnesjamenn hafa verið af- skiptir á einn og annan hátt, vegna þess að þungi atkvæða- magnsins hvílir annars staðar. Eitt sifin var orðuð athyglisverð en umdeild hugsun sem er á þessa leið: „Frá sérhverjum eftir hæfi- leikum hans, til sérhvers eftir þörfum hans". Þetta er fyllilega réttlætanleg viðmiðun, enda þótt seint muni takast að skapa algjör- an jöfnuð. Hugmyndin felur í sér markmið að stefna að í mannúðar- málum, sem miða að því að bæta stöðu þeirra sem minna mega sín. Allir eru reiðubúnir að viður- kenna, að nútíma læknislist, hjúkrun og félagsleg umsjá, sé vitnisburður um hátt mat á gildi einstaklingsins. Sjúkrahús, trygg- ingar, barn:vernd, Rauði kross- inn, Hjálparstofnun kirkjunnar, heilsuverndarfélög, félög til bar- áttu gegn krabbameini og lömun, slysavarnarfélög, aðstoð við áfengissjúklinga og annað menn- úðarstarf, talar sínu máli um sið- ferðilega ábyrgð, sem er fram- kvæmd i verki. Nú er ætlunin að bæta einu félaginu við, sem á fullan rétt á sér, þó fyrr hefði verið, en hefur ekki verið til stað- ar hér á Suðurnesjum. Mér leyfist um leið að minna á, að erindi Krists, kristins boðskapar, við þennan heim var og verður fyrst og fremst þetta: Að gera heiminn, þetta mannlíf mennskara og mannúðlegra. Allir þeir sem eru kenndir við hans nafn ættu að hafa áhuga á þeirri viðleitni og i þeim efnum gefst mönnum nú enn eitt tækifærið. II. Þroskahjálp. Félag sem Þroskahjálp getur unnið ómetanlegt starf fyrir þroskahefta, sem hefur verið gef- inn allt of lítill gaumur hingað til. Málefni þeirra er eitt af því sem menn hafa forðast að ræða opin- skátt. Við könnumst öll við þess háttar feimnismál. Eitt sinn var feimnismál að ræða um kynlíf, og nú vill samfélagið sem minnst vita og ræða um dauðann, enda vita fáir hvernig best er að bregð- ast við, þegar hann ber að dyrum. Segja má að allt til þessa hafi málefni þroskaheftra verið þoku hulin. En sem betur fer er breyt- ing í aðsigi. Við getum t.d. spurt hver hafi látið sig varða örvitann, sem ekki kann að forðast augljósar hættur, kann ekki að gæta þarfa sinna nema með langvarandi þjálfun? Hann veit vart um hvað óhætt er að leggja sér til munns, er ótal- andi og verksvit hans er afar tak- markað. Örvitinn er líkamlega vanþroska og verður að fá alla þá aðhlynningu, sem unnt er að láta í té, en aðeins fámennur hópur hef- ur borið byrðina með honum. Hvað höfum við gert til þess að hjálpa fávitanum til að forðast augljósar hættur, kenna honum að matast og klæðast, en einmitt það hefur hann tök á að gera, ef honum er liðsinnt og hjálpað til þroska? Það er fásinna að ein- angra hann frá samfélaginu, því með hjálp og skilningi getur hann orðið all vel talandi og myndað einfaldar setningar, enda þótt orðaforðinn sé lítill. Að mati sér- fræðinga getur hann unnið ein- föld verk undir annarra stjórn. En hversu mikið hefur ekki vant- að á, að honum sé sýnd full virð- ing? Hann hefur þörf fyrir upp- örvun og hrós, sem eflir sjálfs- traust hans, en í stað þess hefur hann oft oróið fyrir aðkasti og fengið steina fyrir brauð. Markmiðið með þessari félags- stofnun er að skapa þroskaheft- um aðstöðu til að efla hug sinn og hönd, en það er forsenda þess, að þeir geti tekið að sér létt störf í samfélaginu, störf, sem þeir ráða við og glæðir líf þeirra fyllingu. Þeir sem til þessa fundar boða vilja berjast fyrir því, „að þroska- heftum veitist ákjósanleg skilyrði til þess -að ná þeim þroska, sem hæfileikar þeirra leyfa, og að starfsorka þeirra verði fullnýtt". En félagið mun einnig, ef tími og tækifæri gefst til, vinna al- mennt að málefnum þeirra sem eru vanþroska. í hugann koma börn, sem ekki geta fylgst með venjulegri kennslu i skólum svo vel sé. Köllum skólayfirvöld til ábyrgðar í þeim efnum, meir en orðið er. Þau börn þurfa einnig að fá kennslu við hæfi, ekki aðeins hvað varðar þekkingaratriði, heldur alhliða mótun persónu- leikans, sem miðar að því að hjálpa þeim til þess að verða nýtir Olafur O. Jónsson. borgarar. Við skulum ekki loka augum fyrir þeim tækifærum, sem eru fyrir hendi. Ég er þess full viss, að því meir sem að þessu málefni verður unnið, þeim mun meiri blessun mun af því hljótast fyrir alla viðkomandi. Hjálpum þroskaheftum til sjálfsbjargar, ef þess er nokkur kostur. III. ' Skólakerfið Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenska skólakerfið hef- ur til skamms tíma ætlað öllum nemendum sama námsefnið. Það hefur ekki verið ákvörðun skóla- stjóra og kennara, heldur kerfis- ins, sem aó baki stendur. Einn kennari minn við M.R. sagði eitt sinn, „að svo virtist sem skapa ætti snillinga úr öllum á íslandi". Það sem mestu skiptir hefur ef til vill gleymst, en það er að efla þann þroska og þá hæfileika, sem blunda í hverjum og einum og eru vissuléga fjölbreytilegir. Það virðist vera að rofa til í þessum efnum, í það minnsta hefur verið gefin út reglugerð um sér- kennslu, enda þótt engir peningar fáist til þess að framfylgja henni. Það má því betur ef duga skal og um leið verður að afnema það furðulega mat, að bóknám sé æðra en verknám. Þess háttar skilgreining er ekki á rökum reist, hún byggist einfaldlega á „snobbi". Afleiðingin af þessum rang- snúna hugsunarhætti hefur síðan orðið sú, að skólanum hefur tekist á einstæðan hátt að skapa van- metakennd hjá þeim nemendum, sem valda ekki því námsefni, sem öllum er ætlað. Skólinn hefur þannig átt sinn þátt í þvi að svipta þroskahefta nemendur sjálfsvirð- ingunni með því að gera ósann- gjarna námskröfu til þeirra. Það væri ekki fráleitt að móta grunn- skólann eftir fjölbrautahugmynd- inni. Þannig væri hægt aó sniða nemendum stakk eftir vexti, eftir því sem hæfileikar og áhugamál leyfa. Það er kominn timi til, að skólinn sjái hlutverk sitt ekki ein- vörðungu í þvi að miðla þekkingu, heldur einnig í því að skapa já- kvætt og heilbrigt lífsviðhorf hjá nemendum á öllum þroskastigum. Þá er von til þess, að hæfileikar nemenda nái að njóta sin, og það laðar fram virðingu fyrir sjálfum þeim og öðrum. Sérhver einstaklingur og ekki síst þroskaheftir hafa þörf fyrir að fá tækifæri, sem efla og þroska huga og hönd, sál og líkama. Þetta tvennt verður að haldast i hend- ur. Við verðum að sjá manninn sem eina heild, þar sem hið and- lega og líkamlega þroskast jöfn- um höndum. Það verður öllum að vera ljóst, sem vinna að máLefn- um þroskaheftra. Auk þess er alkunna, að börn hafa þörf fyrir umhyggju og ör- yggi, einkum og sér í lagi ef þroska þeirra er ábótavant. Um- hyggjan verður að vera til staðar bæði heima og heiman. Skapa verður þroskaheftum skilyrði til þess að læra, ekki fyrst og fremst af bókum, heldur af reynslunni og í glímunni við verkefnin. Efla verður sköpunargleði þeirra og félagsþroska, enda hafa þau mikla þörf fyrir félagsskap. Þroskaheft börn hafa einnig þörf fyrir uppörvun og hrós, eins og áður sagði, en þá verða menn að hafa í huga hið algilda, „að hrós: fyrir viðleitni en ekki gáfur". IV. Gildi mannsins. Stundum spyr ég sjálfan mig að því hvers konar fólk þjóðfélagið vilji skapa? Djörf spurning, en eflaust kýs það helst skyldurækna þegna. Það má öllum ljóst vera, að ef við beitum börn, þroskaheft sem önnur, of miklum aga, þá fáum við ósjálfstæða einstakl- inga, sem eru ekki nægilega færir um að taka eigin ákvarðanir. Ef við veitum á hinn bóginn sömu börnunum of mikið frelsi, þá munu þau ekki taka nægilegt til- lit til annarra og verða óþolandi í umgengni. Meðalvegurinn hlýtur að vera sá rétti, ef við stefnum að því að skapa heilbrigðan þroska barnanna. Of mikið virðist gert af því að gera eitthvað fyrir börnin i stað þess að fá þeim verkefni, og ljóst er, að oftast er reynt að skemmta þeim i stað þess að láta þau skemmta sér. Það verður að sýna öllum börnum visst traust, ef skapa á hjá þeim ábyrgðartil- finningu. Ábyrgðartilfinning skapast ekki einvöröungu af boð- um og bönnum. Aður fyrr var manngildi oft metið eins og sagt hefur verið „eftir líkamshreysti og verk- lagni“, en með aukinni tækni hef- ur manngildið verið metið „eftir þekkingarforða og tæknikunn- áttu“. Það er auðvelt að hláupa öfgana á milli í þessum efnum, og verum minnug þess, að maóurinn hefur gildi sem maður, sem mannvera, fædd í þennan heim. Vmsir hafa borið því vitni, að þroskaheft barn í skóla verði oft að látff af hendi heilbrigöan metn- að, en það fær í staðinn taumlausa vanmetakennd. Ég minnist þess, að ég kenndi eitt sinn piltum, sem voru búnir að bóka sig sem ónytj- unga framtíðarinnar, svo mjög hafði skólinn lamað sjálfstraust þeirra, vegna þess aö þeir höfðu hvað eftir annað beðið ósigur í glímunni við námsefnið. Og þegar við dirfumst að spyrja hver sé Úlvarp Reykjavík VEÐURFREGNUM verður útvarpað frá Veðurstof- unni kl. 01.00. 07.00, 08.15, 10.10, 12.25, 16.15,18.45 og 22.15 verkfallsdagana. Á sömu tíinum verður útvarpað tilkvnninj'um frá tilkynninjíaskvldunni, lögreglu. vitamálastjóra, almannavörnum, Slysavarnafélagi ls- lands björgunarsveitum, svo og nauðsynlegar tilkynn- ingar stjórnvalda varðandi öryggisvörslu og heilsu- gæslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.