Morgunblaðið - 15.10.1977, Side 5

Morgunblaðið - 15.10.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 5 Erindi flutt við stofnun félagsins 10. okt. sl. í Stapa ábyrgur, þá er eins og þögnin vilji segja, að ábyrgðin hvíli öll á þeim. Ef skólinn afsakar sig í þessum efnum, þá er hann í raun og veru að ásaka sig. Það er vitað að ein- staklingurinn er um það bil 60% af uppeldi, en um 40% erfðir. Ef eitthvað er synd, þá er það þetta tvennt, að nýta ekki eigin hæfi- leika og meina öðrum að njóta sin. V. Leikur og starf. Ef ekkert er aðhafst til hjálpar þrosKaheftum, þá staðnar per- sónuieiki þeirra á misjöfnu stigi. Það á bæði við um skapgerð og tiifinningalíf. Þörf er á líkams- rækt, örva athyglisgáfu, þroska tjáningu og um leið hugsun, þvi hvort tveggja er tengt. Þannig má stuðla að heilbrigðu atferli og fé- lagsþroska. Nauðsynlegt er að forðast einhæfa skilgreiningu á því hvað greind er. Markmiðið hlýtur að vera viðleitni í þá átt að skapa heilsteyptan einstakling, að svo miklu leyti sem uppeldi og ytri aðstæður leyfa. En til þess þarf sérþjálfað fólk og upp- fræðslu fyrir aðstandendur. Þroskaþjálfun getur farið fram bæói i leik og starfi. Eitt af því sem oft vill gleymast er hve leikir eru mikilvægir þroska barna. Þroskaheft börn skortir hug- myndaflug og leikir þeirra eru einhæfir. Það er þvi brýnt að örva sköpunargáfu þeirra i leiknum. Eitt sinn ias ég frásögn uppeldisfræðings, sem lýsir vel vanmati á gildi leiksins. Hann segir frá móður barns, sem kom á dagheimili þar sem uppeldis- fræðingurinn starfaði. Móðirin var leidd stofu úr stofu á dag- heimilinu og þar gat að líta margs konar leiktæki, sem ætluð voru til þess að örva þroska og sköpunar- gáfu barnanna. — Þess háttar sérhæft heimili fyrir þroskaheft börn þyrfti að stofnsetja á Suður- nesjum.— Þegar kynningunni á starfsemi dagheimilisins var lok- ið, þá sagði móðirin: „Hvað, gera börnin ekkert annað en að leika sér?“ Þetta sýnir takmarkaðan skilning þeirra, sem vilja að dag- heimilin séu nokkurs konar for- skólar menntaskólanna. Það ber vitni um rangsnúinn hugsunar- hátt. Eitt er víst, að leikurinn verður aldrei lofaður um of, þvi hann býður upp á fjölbreytt félagsleg samskipti. Þar fyrir utan eiga bæði heilbrigð og þroskaheft börn erindi við hina fullorðnu í þessum efnum, því þeir eru farnir að taka lífið svo hátiðlega, að þeir eru hættir að bregða á leik. En leikurinn er einmitt eitt af því sem gerir lifið heillandi og skemmtilegt. Af þessu má ljóst vera, að það er ekkert höfuð markmió, að öll þroskaheft börn læri að lesa. Sagt hefur verið að aðeins sú kennsla eigi réttyá sér, sem barnið veldur og örvar sjálfstraust þess. Við könnumst einnig öll við metnað fullorðna fólksins fyrir hönd barnanna, eða þá áráttu að ala börn sem fyrst upp i heim hinna fullorðnu. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess, að það minnkar fyrirhöfn, auk þess sem þjóðfélagið gerir miklar kröfur. Þannig er unnið að þvi að stytta æskuna. Þau eru ófá dæmin um bráðlæti við aó venja börn á kopp- inn, rétt eins og menn hafi gleymt þvi að allt verður að hafá sinn tima. Mætum þroskaheftum börn- um, sem öðrum börnum, eins og þau eru, en ekki eins og við vilj- um hafa þau. Þaó er undirstaðan i öllum heilbrigðum mannlegum samskiptum. Það má aðeins ekki vekja sinnuleysi gagnvart þvi hvað rétt sé að gera. VI Jákvætt lífsviðhorf Segja má að skólinn sé tæki samfélagsins. Hlutverk skóla og skólaheimila er að gera þroska- hefta sem aðra hæfari til þess að mæta þeim vandamálum, sem bíða þeirra síðar meir. Þetta gerir skólinn ekki aðeins með því að auka þekkingu, heldur með því að efla þroska. Eins og menn vita, þá er áhugi sá aflgjafi, sem knýr nemendur best áfram við nám. Verkefnin þurfa því að vera viö hæfi eins og áður sagði. En það er einnig ljóst að í flóknu nútíma- samfélagi eru auknar kröfur gerðar til skólans. Skólanum er þannig skylt að auka skilning og virðingu nemenda fyrir and- legum verðmætum, trúarlegum, siðferðilegum og menningar- legum, sem þjóðfélagið almennt viðurkennir. Þvi miður vill verða misbrestur á þvi. Jákvætt viðhorf til lífsins er öllum nauðsyn, þroskaheftum sem öðrum. Jákvæð lífsviðhorf þurfa að vera til staðar bæði hjá kennurum og foreldrum. Það er ástæða til að hvetja menn til þess að lita ekki á þroskaheft börn sem vandamál, á sama hátt og litið er á unglinga sem vandamál. Sú afstaða sviptir þau sjálfsvirðing- unni. Þroskaheft börn eru ekki vandamál, heldur það þjóðfélag sem þau lifa í. Ég endurtek, að markmið uppfræðslunnar má ekki fyrst og fremst vera að miðla þekkingu, lita á nemendur eins og box, sem maður lætur i. Markmið- ið er að efla áhuga þeirra og þroska og gera þau færari til sjálfstæðra ákvarðana. VII Kynningarstarfsemi Inn i þessa mynd hlýtur einnig aó koma kynning á málefnum þroskaheftra. Einn tilgangurinn er, eins og sagt hefur verið, ,,að annast kynningu á málum þroska- heftra með útgáfustarfsemi, eða á annan hátt.“ I þeim efnum er nauðsynlegt að hjálpa foreldrum þroskaheftra barna til þess að bregðast rétt við, bæði hvað sjálfa þá varðar og barn þeirra. Best er að horfast i augu við raunveru- leikann, en flýja hann ekki. Menn þurfa að læra að lifa þrátt fyrir þungbærar staðreyndir. Afall má ekki verða til þess að skerða lif og lifsfyllingu. Sjálfsvorkun er eitt það versta sem getur hent, því hún leiðir til þunglyndis. Minn- umst þess einnig, að Guð stendur ekki að baki hinu illa, en hann getur gefið þjáningunni tilgang, hann getur opnað augu manna fyrir þvi hve lífið er dýrmætt þrátt fyrir allt. Ekkert má verða til þess að menn glati sjálfsvirð- ingu sinni og einangri sig frá öðr- um, það er miklu nær aó menn liti uppoglifi. Sagt hefur verið „að vonin um bata flytji foreldra þroskaheftra barna hálfa leið og huggunarorð nágranna sjái um hinn helming- inn“. En víst er að þannig leysast Framhald á bls. 27 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SIMINN ER: 22480 Grundvöllur- inn erKristur Ráðstefna og samkomur RAÐSTEFNAN Grundvöllurinn er Kristur, sem nokkur kristileg félög í Reykjavík standa að. held- ur almenna sanikomu í I)óm- kirkjunni í kvöld kl. 20:30. Ræðu- maöur verður Astráöur Sigur- steindórsson. Um 200 manns eru skráöir til þátttöku og hefst hiö eiginlega ráðstefnuhald í húsi KFU.M og K viö Amtmannsstig kl. 9:30 í dag. Þrjár samkomur fyrir almenn- ing verða haldnar í Dómkirkjunni í tengslum við ráðstefnuna. Sú fyrsta var í gærkvöldi, næsta i kvöld og á sunnudagskvöldiö. Á samkomunni i kvöld talar Astráður Sigursteindórsson um efnið: Þér munuð öðlast kraft, en á lokasamkomunni á sunnudags- kvöld talar séra Jónas Gíslason, lektor, um efnið: 1 heiminum en ekki af heiminum. Félaqasamtök og áfengismál: SVEIFLURNAR MIKLU Góðlemplarareglan barst til Islands í ársbyrjun 1885. Það var norskur skósmiður sem flutti hana til Akureyrar. íslendingar, sem dvalið höfðu i Skotlandi og kynnst reglunni þar, tóku brátt við forustu um útbreiðslu hennar hér á landi. Þegar þetta var hafði verið unnið að bindindismálum með félaga- myndum um 30 ára skeið hér á landi. Jarðvegurinn hafði þvi verið erjaður og undirbúinn. Það er lika eilt hið glæsilegasta sem hægt er að benda á i sögu íslensku þjóðarinnar frá upphafi hve mjög hún þróaðist til bindindis á næstu áratugum eftir að reglan nam hér land. Má það vera til áminningar um það, að stundum verða gagngerar og örtagarikar þjóðlífsbreytingar á skömmum tima. A uk þess sem vannsl á i bindindismálum vann góðtemplarareglan sér ódauðlegan orðstir i menningarsögu þjóðarinnar sem fyrsti og mesti félagsmálaskóli islenzkrar alþjðu. Stúkuhúsin uróu víða fyrstu félagsheimilin, jafnl i höfuðstaðnum sem iþorpunum allt í kringum land. Á öðrum tug þessarar aldar lögfestu nokkrar þjóðir áfengisbann hjá sér. Hér er ekki tóm til að rekja þá sögu, en fljótt kom i Ijós að það er nokkuð annað að óska þess og greiða þvi atkvæði, aó þjóð sin sé laus við áfengi og að vaka trúlega yfir þvi, að grannar og góðkunningjar haldi þau lög. Mikið hefur verið um þaó talað, að bannið hafi verið skaðlegt bindindissemi og hefur þvi verið kennt um aukinn drykkjuskap síðan. Þó mun verða að leita annarra skýringa þar, þvi að drykkjuskapur hefur engu siður vaxið i þeim löndum sem aldrei voru bannlönd. Varla hefur bannið i Noregi skaðað bindindissemi i Danmörku eða bannið á íslandi aukið drykkjuskap i Færeyjum eða Bretlandi. Það er eitthvað annað sem veldur. HALLDÓR KRISTJÁ NSSON Kerta markaðurinn í Blómavali býður upp á alls konar kerti í þúsundatali með 1“ i afslætti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.