Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÖBER 1977 7 píþróltlrB 1 T^kfSietnd^æBhefur slegtð VaUmervn og FH-lnga út úr Evrópufceppnlnnl I handknattleik: Beiðni Vals og FH um imdan- þágu til að komast til Fær- eyja og Fiimlands var hafnað „Vonbrigði með verkfallsnefnd” Eftirfarandi frétt (frásögn) birtist í ramma á íþróttasíðu dagblaðsins Tímans í gær: „SOS-Reykjavík — Við höfum orðið fyrir afskaplega mikium von- brigðum með verkfaiis- nefnd BSRB, fyrir að hún skyldi ekki veita undanþágu, til að Valur og FH kæmust til Fær- eyja og Finnlands, til að leika Evrópuleiki sína. Eg sé ekki, að undanþágan hafi haft nein áhrif, sagði Sigurð- ur Jónsson, formaður H.S.Í., þega Tíminn hafði samband við hann. — Valsmenn hafa reynt mikið að fá undanþágu til að kom- ast til Færeyja, og við höfum reynt að veita þeim aðstoð. Við höfum komið algjörlega að lok- uðum dyrum. — Það er vonlaust að tala við þessa menn, þeir verða að reyna að sýna vald sitt, þessir aumingja menn. — Það var auðsótt fyrir okkur að fá undan- þágu hjá verkalýðs- félögunum, i þau skipti sem við höfum leitað til þeirra, þegar þau voru í verkföllum. Þá hafa þau sagt, elskurnar mínar, við erum ekki í verkfalli við ykkur og það er sjálfsagt að veita ykkur undanþágu, ef hægt er að koma því við. En hjá BSRB var undanþágu okkar algjörlega hafnað. — Hvað bar nefndin fyrir sig í sambandi við að hafa hafnað Vals- mönnum um undan- þágu? — Þetta eru ekki menn, sem þurfa að bera neitt fyrir sig. Þetta eru mennirnir, sem ráða landinu í dag. Þetta er nú ekkert smá- ræði, ef þú kæmir þarna og horfðir á þessa nefnd — u.þ.b. 25 manns, sem situr þarna og dæmir. Það var svo mikill alvöruspipur á biessuðum mönnunum, að maður fylltist ábyrgðart ilfinningu þegar við komum þarna í salinn, sem þeir hafa lagt undir sig. — Það stefnir allt í þá átt að bæði Valur og FH verði dæmd úr Evrópukeppninni? — Við eigum alveg eins von á því og ekki nóg með það, spurningin er, hvort fslen/k lið eru ekki einnig úr leik á næsta ári. Þá munu félögin þurfa að borga háar sektir fyrir að mæta ekki til leiks. — Við skýrðum þetta fyrir verkfallsnefnd BSRB, en það var ekki tekið til greina.“ Átak gegn um- ferðarslysum Það er ekki margt sem veldur meiri hörmungum, fleiri dauðsföllum, alvarlegri örkumlum eða meiri röskun á Iffi og högum einstaklinga og fjöl- skyldna en sú háa tíðni umferðarslysa, sem staðreynd er hér á landi. Haust og vetur, með skammdegi, myrkri fsingu og snjóa- lögum. bjóða heim fleiri hættum í umferð en aðrir ártímar. Þá get- ur það skipt sköpum um lff og heilsu að farar- tæki og stjórnandi þess séu vel í stakk búin, hvað búnað bifreiðar og stjórnunarhæfni snert- ir — og taki fullt tillit til þeirra akstursskil- yrða, sem hverju sinni eru fyrir hendi, sem og umferðarreglna. Gang- andi vegfarendur þurfa og að fara út í yztu æsar eftir boðnum reglum, er þeir eiga leið um ak- brautir. Samhuga átak til að koma í veg fyrir um- ferðarslys getur áorkað mjög miklu til góðs. Þegar fjölmiðlar hafa hafið herferð, samátak, gegn umferðarslysum, hefur tíðni þeirra ætíð lækkað um sinn. Það er þörf á slíku samátaki næstu vikur og mánuði. i iílcðður á morgun DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd., með hinum nýja messu- söng Ragnars Björnssonar dóm- organista. Séra Þórir Stephensen. Messa kl. 2 síðd. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Séra Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir alt- ari ásamt Jónasi Gíslasyni dócent. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Frank M. Halldórsson. Fermingamessa kl. 2 síðd. Báðir prestarnir. FRlKIRKJAN Reykjavik. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2. síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. HATEIGSKIRKJA Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Arngrimur Jónsson. Síð- degisguðsþjónusta kl. 5. Séra Tómas Sveinsson. FlLADELFlUKIRKJAN Safn- aðarguðsþjónusta kl. 2 siðd. Athugið: Aðeins fyrir söfnuð- inn. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gislason. LAUGARNESKIRKJA Barna- guðsþjónusta kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. DÓMKIRKJA Krists Konungs, Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág- messa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 siðd. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Messa í Bústaðakirkju kl. 10.30 árd. Ferming og altarisganga. Séra Lárus Halldórsson. HJALPRÆÐISHERINN Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 siðd. Heimilasambandið tekur þátt í samkomunni. Lautinant A. Evju. SUNNUDAGASKÓLI K.F.U.M. Sunnudagaskóli fyrir öll börn að Amtmannsstfg 2B klukkan 10.30 árd. BÚSTAÐAKIRKJA Barnasam- koma í Bústöðum fellur niður. Fermingarmessur Breiðholts- presta kl. 10.30 árd. og kl. 2 síðd. Séra Ölafur Skúlason. SELTJARNARNESSÓKN. Guðsþjónusta verður kl. 11 árd. í Félagsheimilinu. Séra Guð- mundur Öskar Ölafsson. LANGHÓLTSKIRKJA. Barna samkoma kl. 10.30 árd. Séra Arelíus Nielsson. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Ræðuefni: Hann sá gegnum holt og hæðir. Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. ARBÆJARPRESTAKALL. Barnasamkoma í Arbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í i Arbæjarkirkju kl. 2 síðd. — Ferming og altarisganga. Séra Guðmundur Þorsteinsson. KIRKJA ÓAða safnaðarins. Messa kl. 2 siðd. Séra Emil Björnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL FELLA- OG HÓLASÓKN. Fermingarguðsþjónusta og alt- arisganga í Bústaðakirkju kl. 2 síðd. Séra Hreinn Hjartarson. Barnaguðsþjónustan í Fella- skóla fellur niður vegna verk- falls BSRB. ELLI- OG HJÚKRUNARHEIM- ILIÐ Grund. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn L. Jónsson prédikar. Fél. fyrrverandi sóknarpresta, HALLGRlMSKIRKJA Messa Ferming og altarisganga kl. 11 árd. A þriðjudaginn klukkan 10.30 árd. Lesmessa, beðið fyrir sjúkum. Séra Ragnar Fjalar LárUsson. LANGSPlTALINN. Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. ASPRESTAKALL. Messa að Norðurbrún 1 kl. 2 síðd. Séra Grímur Grímsson. GÚÐSPJALL DAGSINS Matt. 9: Jesús læknar hinn lama. LITUR DAGSINS: Grænn. Táknar vöxt. Einkum vöxt hins andlega lífs. KARSNESPRESTAKALL. Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta i Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. Séra Árni Pálsson. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma í Safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11 árd. Guðsþjónusta i Kópa- vogskirkju kl. 2 siðd. Ferming og altarisganga. Séra Þorberg- ur Kristjánsson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðdeg- is. MOSFELLSPRESTAKALL. Lágafellskirkja: Fjölskyldu- messa kl. 2 síðd. Séra Birgir Ásgeirsson. VIÐISTAÐAPRESTAKALL. Barnasamkoma i Viðistaða- skóla fellur niður vegna verk- falls BSRB. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. i Hafnarfjarðarkirkju. Safnaðarfundur i Góðtemplara- húsinu eftir messu. Sjá nánar i Dreifibréfi. Séra Sigurður H. Guðmundsson. FRlKIRKJAN i Hafnarfirði. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sérstaklega er vænzt ferming- arbarnanna og foreldra þeirra. Séra Magnús Guðjónsson. NJARÐVlKÚRPREfiTAKALL. Sunnudagaskóli i Stapa kl. 11 árd. og i Safnaðarheimili Innri- Njarðvíkurkirkju kl. 1.30 síðd Séra Páll Þórðarson. KEFLAVlKURKIRKJA. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Sóknarprestur. GRINDAVlKURKIRKJA. Barnasamkoma kl. 11 árd. Sóknarprestur. KIRKJUVOGSKIRKJA. Messa kl. 2 síðd: Sóknarprestur. ÚTSKALAKIRKJA. Messa kl. 2 siód. , STOKKSEYRARKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Almenn guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Björn Jónsson. Sölubörn Merkjasala Blindravinafélags íslands, veröur á sunnudaginn 16. okt. n.k. og hefst kl. 10 f.h. Merkin verða afhent úr bílum, sem verða við flesta barnaskóla í Reykjavík, Kópavogi og Hafnafirði. ---------\ Góð sölulaun _________> Sölubörn komið og seljið merki til hjálpar blindum. Foreldrar leyfið börnunum að selja merki Blindravina- félags íslands. 'SUMAfí/Ð 78 km Nokkur sumarhús og hjólhýsi verða se/d með eftirfarandi kjorum. 0 Va greitt þegar^kaup eru ókveðin | 2/4 greitt ( vetur, fram að afhendingu hússins ( vor 0 V• linað fram á haust 1978. Bæði sumarhúsin og hjólhýsin er hægt að sy-na nuna Vinsamlega athugið að sumarhús og hjólhýsi verða aðeins flutt inn næsta ár gegn staðfestum fyrirframpöntunum GÍSLIJ0NSS0N & C0 HF Sundabora 41. Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.