Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTOBER 1977 Frá fundi forystumanna BSRB með fréttamönnum í gær % Forystumenn Banda lags starfsmanna ríkis og bæja gengust fyrir fundi með fréttamönn- um í gær og var þar greint frá helztu málum, sem komið hafa upp í verkfallinu. Sátu fund- inn með fréttamönnum þeir Kristján Thorlacius, formaður BSRB, Har- aldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, Einar Ólafsson. formaður Starfsmanna- félags ríkisstofnana og Guðni Jónsson, formað- ur í verkfallsnefnd BSRB og stjórnarmaður í sam- tökum barnaskólakenn- ara. Verður hér rakið það sem fram kom á fundinum í gær. Fylgjum fast eftir verkfalli húsvarða Guðni Jónsson, formaður Verkfallsnefndar BSRB hafði orð fyrir þeim félögum er rakin voru viðhorf BSRB til verkfalls húsvarða í menntaskólum og öðrum menntastofnunum. Sagði Guðni að húsverðir væru í flestum tilfellum innan Starfs- mannafélags ríkisstofnana og meðal þeirra verkefna væri að opna skólahúsin að morgni, loftræsta, stilla hitakerfi og raf- magnskerfí. Að kvöldi lokuðu þeir siðan húsunum og breyttu hita og rafmagni fyrir nóttina, lokuðu gluggum og slíkt. Það færi því ekki milli mála að það væri verkfallsbrot ef aðrir gengju í þeirra störf. Hús- vörðum hefði verið veitt undan- þága til að annast eignaeftirlit og öryggisvörzlu í skólunum, en umfram það mættu þeir ekki starfa og ekki aðrír ganga í þeirra störf Þættí BSRB það furðulegt ef stjórnvöld teldu sig þess umkomin að brjóta á ský- lausum rétti þessara einstakl- inga. Hefði BSRB samþykkt að fylgja fast eftir verkfalli hús- varða. Útifundur á Lækjatorgi BSRB efnir í dag klukkan 13.30 til útifundar á Lækjar- torgi og verða mál þess fundar að kanna stóðuna i kjaramálum og verkfallinu. Fundarstjóri verður Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, en ræðumenn þeir Haraldur Steinþórsson, Valgerður Jónsdóttir, Valgeir Gestsson, Ólafur S Ólafsson, Ágúst Geirsson og Einar Ólafs- son. Á fundinum í gær kom fram að Þórhalli Halldórssyni, for- manni Starfsmannafélags Reykjavikurborgar, var boðið að tala á fundinum, en hann afþakkaði það. Lúðrasveitin Svanur leikur áður en fundurínn hefst í dag. Ströng viðurlög við lagabrotum Einar Ólafsson hafði orð fyrir BSRB-mönnum þegar talið barst að sjúkrahúsum og verk- fallsvörzlu þar eins og greint hefur verið frá í Morgunblað- inu. Sagði Einar að mikill órói ríkti í heilbrigðisþjónustunni. Stafaði sá órói af rangri fram- kvæmd laga um verkfall opin- Frá blaðamannafundinum í gær, Guðni Jónsson, Einar Ólafsson, Haraldur Steinþórsson og Kristján Thorlacius. „Höfuðstyrkur BSRB fólg- inn í víðtækri samstöðu" (I.jiimd Knaþjófur) Formaður BSRB gengur af fundi forsætisráðherra f gær, en þar var fjallað um „telex-málið". berra starfsmanna. Hefði mis- farist að gera nákvæma lista yfir það starfsfólk, sem ætti að starfa á sjúkrahúsum í verkfall- inu. Hefði BSRB borist margar kvartanir frá umbjóðendum þeirra á sjúkrahúsum og því hefði málið verið kannað gaumgæfilega. Hefði BSRB fengið í hendur afrit af frumgögnum þeim, sem Kjaradeilunefnd vann eftir og væru það vinnulistar frá 15. febrúar. Samkvæmt úrskurði Kjaradeilunefndar væri látið fólk, fólk sem væri hætt á sjúkrahúsunum eða statt er- lendis skyldað til að vinna í verkfallinu. Einnig væri fólk við störf, sem ekki væri á listunum og ynni því kauplaust í verkfall- inu. Erindi verkfallsvarða á Land- spítalann hefði alls ekki verið að skapa óróa, heldur að kippa málunum i liðinn og til að knýja kjaradeilunefnd til að virða rétt BSRB og fólks í samtökunum. Ef kjaradeilunefnd hefði ekki gert átak í þessum málum nú þegar gætu alvarlegir hlutir gerzt í heilbirgðisþjónustunni. Það hefði ekki átt að vera neinn vandi að hafa þessa hluti á hreinu þegar kom til verkfalls- ins, fyrirvarinn hefði verið það mikill. Sökin væri öll hjá stjórn rikisspítalanna og kjaradeilu- nefnd, ekki BSRB. Væri kjara- deilunefnd að brjóta landslög með þvi að hafa ekki fullkomna lista yfír þá, sem eiga að starfa í verkfalli. Viðurlög við slíku væru sektir stöðumissir eða varðhald. — Þetta eru vammir þeirra, sem áttu að undirbúa þessi mál, sagði Einar Ólafs- son. Um það mál, sem kom upp í gærmorgun, er 1 2 af starfsfólki Landspitalans hætti störfum, sögðu BSRB-menn að fólkið hefði mætt til starfa klukkan 8 um morguninn. Þá hefðu ekki legið fyrir Ijósir pappirar frá kjaradeilunefnd um að fólkið ætti að vinna Hefði verið haft samband við nefndina og hún ætlað að afgreiða málið eins fljótt og auðið væri. Þegar ekki hefði verið komið svar frá nefndinni klukkan 9 f.h. hefði fólkið farið af vinnustaðnum af sjálfsdáðum. Vilja hafa 1 7 telexnúmer opin — 233 lokuð Formaður BSRB, Kristján Thorlacius, gerði grein fyrir telexmálin.u svokallaða. Sagði hann að Landssíminn væri með 250 telexnúmer, væru sendi- ráð og ríkisstofnanir með 17 númer, en ýmsir viðskiptaað- ilar, eins og bankar, fjölmiðlar og fyrirtæki ýmiss konar með 233 númer. Hefði BSRB kann- að hvort hægt væri að loka hluta af þessum tækjum og tæknimenn sýnt fram á að hægt væri að taka einstök númer úr sambandi. Sagði Kristján að Seðlabank- inn hefði sótt um undanþágu til að telex fyrirtækisins væri opinn í verkfallinu, en kjara- deilunefnd hafnað þeirri beiðni. Kjaradeilunefnd hefði hins vegar úrskurðað að telex- stöðín skyldi opnuð á ný eftir að póst- og símamálastjóri hefði látið loka henni eftir að götunarspjöld, sem mæla gjöld telexnotenda, hefðu verið búin í stöðinni. Þarna hefðí komið greinileg þversögn í starfi kjaradeilunefndar, fyrst hefði hún neitað Seðlabankanum, en síðan opnað fyrir öll númerin, eftir að þeim hafði verið lokað. Fór Kristján Thorlacius á fund Geirs Hallgrimssonar for- sætisráðherra út af þessu máli í gær og siðan til Halldórs E. Sigurðssonar, póst- og síma- málaráðherra. Sagðist Kristján hafa rakið þessi mál við ráð- herra og bent á að kjaradeilu- nefnd hefði þverbrotið lög og farið útfyrir sitt verksvið með þvi að hafa afskipti af þessu máli. Það væri hvorki öryggis- né heilsugæzla að telex-tæki fyrrnefndra 233 fyrirtækja væru opin. Sagði Kristján að BSRB hefði boðið að tækjum fyrirtækjanna 233 yrði lokað, en hinum 17 tækjum sendi- ráða og rikisstofnana yrði hald- ið opnum. Hefði ekki enn kom- ið svar við þessu og væru nú verkfallsverðir við skápa þá sem geyma telexstöð Lands- simans. jt Sagði Kristján að götunar- spjöldin sem skráðu kostnað væru nú væntanlega búin og því notuðu 250 aðilar telex- þjónustuna ókeypis. Hefði það eðlilega i för með sér tekjumissi og verkfallsbrot. Skipulagið orðið gott á verkfallinu Aðspurður um það hvort eitt- hvað hefði komið fram á fund- unum með ráðherrunum um ný tilboð í kjaradeilunni, sagði Kristján að svo hefði ekki verið. Um það hvort sáttafundur væri e.t.v. á næsta leyti sagði Krist- ján að sáttasemjari hefði ekki sýnt neitt frumkvæði i þessari deilu og enginn sáttafundur verið boðaður. Um það að starfsmenn Reykjavikurborgar hefðu nú samið við viðsemjendur sína sagði Kristján að það væri alltaf veikt i deilu að sundra samtök- um. Hins vegar væri Reykjavik- urborg og starfsmenn hennar sjálfstæðir samningsaðilar og við þvi væri ekkert að segja þó þeir næðu samningum fyrir sitt leyti. Hins vegar sagði Kristján að honum fyndust samningarn- ir í Reykjavik ekki góðir og of lítil hreyfing væri í þeim frá síðasta tilboði rikisstjórnarinnar í deilunni við BSRB. Hins vegar væru samningarnir á Akranesi á margan hátt mjög góðir. Að lokum sagði Kristján Thorlacius að hann teldi skipu- lag verkfallsins mjög gott eftir nokkra erfiðleika fyrstu dag- ana. Nú væri verkfallið svo gott sem algjört og mikil og viðtæk samstaða væri meðal fólks. Langir biðlístar væru með fólki, sem vildi starfa fyrir samtökin í verkfallinu. BSRB væri nú að komast á það stig að fá stöðugt meira samband við fólkið og það væri gleðilegt. Höfuðstyrk- ur BSRB væri fólginn í viðtækri samstöðu eins og allsherjarat- kvæðagreiðslan um sáttatilboð- ið sýndi, það væri bezti mæli- kvarðinn á samstöðuna. BSRB biður blaðamenn afsökunar A FUNDI BSRB í gær barst talið lftillega a» Keflavíkur- hliðinu og þeim atburðum, sem þar hafa átt sér stað í verkfailinu. Báðust bæði Kristján Thorlacius og Harald- ur Steinþórsson afsökunar á þeim mistökum, sem starfs- mönnum urðu á, er þeir mein- uðu blaðamönnum að fara inn á Keflavíkurflugvöll til starfa sinna. Sögðu þeir að það væri að sjálfsögðu vil.ji BSRB að blaðamenn fengju að fara allra sinna erinda vegna starfs sfns, en þarna hefði verið um mistök starfsmanna að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.