Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÖBER 1977 13 Grjótaþorp er upphaf og kjarni Reykjavíkur. Það kemur vel í ljós í sögulegri könnun og merkilegri út- tekt á byggingarsögulegu gildi húsanna og ástandi þeirra, sem unnið hefur verið á vegum borgar- minjavarðar. Hér á síðunni birtast myndir af nokkrum húsanna, sem enn standa, og sögu þeirra, eins og hún er rakin í skýrslunni. Hugmyndir um breyting- ar á svæðinu hafa verið uppi allt frá 1927 án þess að komast í framkvæmd. Þess vegna hafa nýbygg- ingar ekki verið reistar á einstökum lóðum og mörg gömlu húsanna því fengið að standa. Nú er þessi skýrsla gerð og lögð fram til að auðvelda borgaryfir- völdum ákvarðanatöku um hvað verður um Grjóta- þorpið í nýju skipulagi, í ljósi breyttra viðhorfa til minja og gamalla húsa. Um byggingarnar sjálfar segir m.a.: „Auk þeirra sér- stæðu bygginga eins og Vinaminnis Mjóstrætis 3, Fjalakattarins (Aðal- strætis 8), verzlunarhús- anna í Aðalstræti 2, er þar fjöldi húsagerða . . . Er margbreytni húsanna í sjálfu sér vottur og um leið ávöxtur sögu svæðisins." Mjóstræti 4 1885 Egill Gunnlaugsson tómthúsmaður 1896 Lauritz Jörgensen málari 1906 Vigfús Jósefsson skipstjóri 1935 Þorsteinn Tómasson trésmiður 1954 Reykjavíkurborg Húsið var reist 1885 af Agli Gunnlaugssyni. Átti hann hálfa Arabæjarlóð. Stóð Arabær sem var tvíbýli, þar sem nú er Mjóstræti 2. Húsið er járnvarið timburhús, kjallari, ein hæð og ris með porti. Ein íbúð er í öllu húsinu, þvotta- hús og því um líkt í kjallara. Inngönguskúr er á vesturhlið hússins. Þrískiptir gluggar hafa verið settir á framhlið en fáar aðrar breytingar hafa verið gerðar. Húsið er lítið og snoturt og lætur lítið yfir sér. Ber að varðveita það sem dæmi um góð híbýli alþýðu- fólks. Tómthúsmaður reisti það fyrir sig sama ár og Vinaminni var byggt. Vestan hússins er girtur grasblettur með grenitrjám. Grjótagata 4 1797 Frú Mikaelsen 1812 Benedikt Gröndal yfirdómari 1830 Cristian Jacobsen kaupmaður 1852 Helga Egilsson ekkja 1855 Elin Thorsteinsson ekkja 1892 Einar Pálsson smiður 1902 Stefán Eiríksson myndskurðarmaður 1973 Reykjavíkurborg Á lóðinni stóð "Skálinn", torfhús sem var svefnskáli innréttinganna. Benedikt Gröndal yfirdómari mun hafa látið rífa bæinn og byggja hús, "Gröndalshús". Einar Pálsson snikkari reif það 1896 og byggði þar hús sem enn stendur. Einar var kunnur trésmiður í bænum og byggði m.a. Iðnaðarmannahúsið (Iðnó) 1897. 1900 - 1920 var Stefán -Eliríksson með teikniskóla og verkstæði í kjallaranum og tók sonur hans við verk- stæðinu. Húsið er járnvarið timburhús, tvær hæðir, kjallari og lágt ris. íbúð er á hvorri hæð og bókbandsvinnustofa í kjallaranum. Allar hliðar hússins eru jafnar og er það sjaldgæft. Gluggar og hurðir á hæðum hafa haldist óbreytt. Herbergjaskipan lítið brevtt. Öt- skurður hefur verið á vindskeiðum en er nú horfinn. Reykháfur er fjarlægður. Ekki eru önnur hús á lóðinni en stór tré í garðinum og rimlagirðing. Húsið er ómissandi. Það er bæði heillegt og á sér sess í sögu íslenskrar myndlistar því margir smiðir og listamenn lærðu þar hjá Stefáni Eiríkssyni hinum oddhaga. Æskilegt væri að útskurður yrði settur aftur á vindskeiðar þegar húsið yrði lagfært. Girðingu vantar um garðinn sem gæti orðið mjög fallegur. Aöalstræti 2 1780 Konungsverslunin danska 1790 Siinchenberg kaupmaður 1820 Bjarni Sívertsen kaupmaður og riddari 1830 Wellejus kaupmaður 1853 Robert Peters Tærgesen kaupmaður 1865 Waldemar Fischer kaupmaður 1907 H.P. Duus kaupmaður 1930 P.L. Mogensen lyfsali 1948 Verslunin Geysir Þar stóðu áðut hús konungsverslunarinnar, sem flutt voru í land, þegar verslunin var flutt úr Örfirisey árin 1779-80. Fyrir konungsversluninni var Johan Chr. Súnchenberg, sem jafnframt var yfirmaður inn- réttinganna. Þegar konungsverslunin var seld keypti Sunchenþerg hana og var hann fyrsti og helsti útlendi kaupmaðurinn í Reykjavík. Lét hann reisa faktors- ibúð fyrir sunnan krambúð sína (Aðalstræti 4) en áður hafði hann búið í aðalhúsi innréttinganna (Bergmanns- stofu, Aðalstræti 9). Eftir lát Sunchenbergs var ekki verslað að staðaldri í húsunum. Árið 1827 keupti þau Wellejus, danskur kaupmaður og rak þar verslun nokkur ár. T853 keypti Robert Peters Tærge- sen húsin, lét rífa þau og byggja nýja búð 1855, sem stendur enn við Aðalstræti. Var Tærgesen dugnaðar- maður mikill og var kosinn í fyrstu bæjarstjórn í Reykjavík 1848. Árið 1865 keypti Waldemar Fischer kaupmaður húsin og rak þar verslun um langt skeið. Lét hann reisa mörg geymsluhús á lóðunum báðum megin Fischersunds. Fischer fluttist til Kaupmannahafnar, en faktorar hans stýrðu versluninni, unni þar ýmsir menn sem síðar urðu kunnir kaupmenn og má þar nefna Þorlák O. Johnson og Guðmund Olsen. Arið 1907 keypti H.P. Duus verslunina og lét hann enn byggja við húsin og var þar síðar Ingólfs- Apótek. Undanfarna áratugi hefur húsið verið i eigu verslunarinnar Geysis sem þar er. Lengstum var íbúð á efri hæð hússins og bjuggu þar ýmist eigendur eða faktorar, en nú er verslunin í öllu húsinu. Húseignin skiptist i tvö meginhús, framhús, sem er gafl- sneitt og snýr út að Aðalstræti og bakhús. Er framhús tvær hæðir og ris og á bakhúsi er ris með porti, en lægri byggingar tengja þau saman. Öll húsin sem eru timburhús, hafa verið múrhúðuð og hafa bæði fyrir- komulags- og útlitsbreytingar verið gerðar á þeim. Verslun er á allri jarðhæðinni og hafa stórir sýningar- gluggar verið settir þar. A efri hæð framhúss hefur gluggum verið breytt og sumum á vesturhlið bakhúss.. Þegar húsið var múrhúðað, hafa allir listar og glugga- skraut, sem áður prýddu húsið, verið fjarlægð. Húsin eru,ómissandi vegna sögu sinnar, legu og gerðar. Á staðnum hefur einna lengst verið verslað í Reykjavík, enda var hér aðálathafnasvæðið. Byggingarnar eru dæmigerð verslunarhús, framhúsið eitt það elsta í bænum og með fyrstu tvílyftu húsunum þar. Húsin eru stór og sjást víða að og eru því stór hluti af mið- bæjarmynd Reykjavíkur. Þau eru tengd húsunum nr. 3 við Vesturgötu og mynda þau samstæða heild á mótum Vesturgötu og Aðalstrætis. Ásamt bakhúsum Aðal- strætis 4 móta þau götumynd Fischersunds sem er ein- stæð. Við útlitsbreytingar hefur heildarsvipur fram- hússins og hliði^, sem veit að Vesturgötu, breyst mjög. Væri æskilegt að færa útlit húsanna í eldra horf, sem samræmdist gerð þeirra. Séd niöur Fichersund Verslun Duus Aöalstræti 2, eitt fyrsta tvílyfta hús- íö á iandinu. 1903. (Ábs).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.