Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 —ÁUIAMKV ^) Bókin 30. marz 1949 hefur valdið íslenzkum róttæklingum nokkr- um áhyggjum, og hvor tveggja er fróðleg, bókin og gagnrýni þeirra f * eftir HANNES GlSSURARSON Fróðleg bók Á síðasta ári kom út bókin 30. marz 1949 — innganga íslands í Atlantshafsbanda- lagið og óeirðirnar á Austurvelli eftir Baldur Guðlaugsson lögfræðing, sem reit fyrri bókarkaflann, og Pál Heiðar Jónsson frétta- mann, sem reit hinn siðari Til þess eru einhverjar ástæður, að utanrikisstefna íslend- inga, samvinna þeirra við aðrar vestrænar þjóðir um varnir og viðskipti, hefur verið deiluefni á íslandi, en ágreiningur er ekki teljandi um Atlanzhafsbandalagið i öðrum aðildarrikjum þess (Og ..evrópukommún- istarnir" eru sumir orðnir stuðningsmenn þess — að minnsta kosti i orði kveðnu ) En íslendingar deila enn um það. hvort verja eigi landið eða ekki, en aðrar lýðræðisþjóðir um hitt, hvernig eigi að verja það Sam- eignarsinnar á íslandi hafa ekki allir skilið nauðsyn varna á viðsjárverðum timum eins vel og Einar Olgeirsson, sem sagði i Þjóð- viljanum 3 febrúar 1939: „Við eigum strax að leita tryggingar Bandarikjanna og annarra rikja fyrir sjálfstæði voru og friðhelgi. svo að við séum ekki einangraðir og varnarlausir." En vegna þessa sérstæða stjórnmálaviðhorfs á íslandi hefur bókin valdið nokkrum áhyggj- um með andstæðingum aðildarinnar að Atlanzhafsbandalaginu. Árni Bergmann bók- menntagagnrýnandi reit „sunnudagspistil" um hana i Þjóðviljann 19 desember 1976, Guðsteinn Þengilsson læknir ritdóm i Dag- fara. blað „herstöðvaandstæðinga" 30. marz 1977, Svavar Gestsson lögfræðingur grein í 1 hefti Réttar 197 7 og Gunnar Karlsson sagnfræðingur ritgerð i 2 hefti Timarits máls og menningar 19 77 Allir gagnrýna þeir efnisval og efnistök Baldurs og Páls Heiðars, og í þessari grein ætla ég að gera bókina og gagnrýni hennar að umtalsefni, enda er hvor tveggia fróðleg. Gagnrýni bókarinnar Bókin 30. marz 1949 er alls ekki galla- laus. þó að gallarnir fari eftir þeim mæli- kvarða. sem á hana er lagður Hver er réttur mælikvarðinn? Ég held. að telja verði hana verk rannsóknarblaðamanna (i betri merk- ingu þess orðs), en ekki fræðimanna, litlu sem engu er bætt við fræðilega þekkingu okkar, bókinni er umfram allt ætlað að vera söltfbók um athyglisverðan atburð Ég sakna sjálfur greiningar islenzkra stjórnmála árið 1949 og mats á hagsmunum Islendinga i markaðsmálum Smávægilegir gallar á bók- inni eru þeir, að nafnaskrá vantar og að prentvillur eru allt of margar En stórvægileg- asti gallinn á henni er sá, að höfundarnir hafa ekki fulla yfirsýn yfir efnið, kunna ekki að greina kjarnann frá hisminu, þess vegna er bókin miklu lengri en efnið gefur tilefni til, 290 bls Vandi sérhvers sögumanns er að draga fröðleik sinn saman til skilningsauka öðrum, vinna úr honum, kunna að velja og hafna Hann kann það, ef orði er ekki of- aukið En bókin er læsileg þrátt fyrir þennan galla, og hún ber með sér sanngirni og hófsemi höfunda Fengur er að slíkum rann- sóknarblaðamönnum, og ég tel. að allir áhugamenn um islenzk stjórnmál verði að lesa bókina. En gagnrýni sameignarsinna á hana er ekki fræðileg, heldur hugmynda- fræðileg. Grein Svavars Gestssonar er reynd- ar marklaus, hann beitir áróðursbrögðum kappræðufunda, sem koma engum skynsöm- um manni við Hún er einungis heimild um tilfinningalif hans. Grein blaðamannsins Árna er miklu skynsamlegri en ritstjórans Svavars Árni, Guðsteinn og Gunnar telja allir höfundana hlutdræga og finna að skiln- ingi þeirra á upphafi Kalda stríðsins. stofnun Atlanzhafsbandalagsins. aðild íslendinga að því og upphafi átakanna á Austurvelli 30 marz Staðreyndir um Kalda stríðið Árni Bergmann er sammála ónefndum sagnfræðingum um það. að „bandariskir ráðamenn hafi viljað neyta efnahagslegs máttar og kjarnorkuyfirburða til að þvinga fram endurskoðun á póhtiskum niðurstöðum styrjaldarinnar i Austur-Evrópu, einmitt með- an Sovétríkin voru mjög i sárum" Og Gunnar Karlsson tekur það til dæmis um hlutdrægni bókarhöfunda, að þeir hafni „næsta hvatvislega þeirri hugmynd að stofn- un Atlantshafsbandalagsins hafi i raun verið útþensla bandarikjamanna". Ástæða er til þess að lita á þessa kenningu í Ijósi örfárra staðreynda Hverjar voru „pólitiskar niður- stöður styrjaldarinnar í Austur-Evrópu"? Kúgun sameignarsinna Um það er ekki deilt Þjóðviljinn sjálfur véfengir það ekki — eins og hann gerði árið 1 949 Og slikum „pólitískum niðurstöðum" ber að reyna að breyta En hvaða staðreyndir má hafa til marks um það, hverjir voru upphafsmenn Kalda striðsins? Ég get nefnt nokkrar: (1) Bandarikjamenn áttu einir kjarnorkuvopn á þessum árum, en notuðu þau ekki gegn Kremlverjum (2) Bandarikjamenn afvopn- uðu her sinn að heimsstyrjöldinni lokinni, M marz hermönnum þeirra fækkaði úr 1 2 milljónum i 1 mílljón. en Kremlverjar ekki, höfðu að minnsta kosti 4 milljónir manna undir vopn- um. (3) Bandarikjamenn veittu öllum norður- álfuþjóðunum, sem það vildu, fjárhagsað- stoð, Marshallaðstoðina. sem gerði þær sjálfstæðari i efnahagsmálum (4) Herir Kremlverja lögðu undir þá Pólland, Austur- Þýzkaland, Ungverjaland, Tékkóslóvakiu, Búlgariu, Rúmeníu auk Eystrasaltsríkjanna Hvaða afstöðu ber að taka til þessara stað- reynda? Sú er hæpin, svo að ekki sé meira sagt, að „heimsvaldastefna" Bandarikja- manna hafi valdið Kalda striðinu Bandaríkin og Atlantshafsbanda- lagið Sá einn sannleikur er i máli sameignar- sinna, að utanrikisstefha allra stórvelda, bæði Bandarikjanna og Ráðstjórnarrikjanna, miðar að því að auka völd þeirra á alþjóða- vettvangi En munurinn á utanrikisstefnu Bandarikjanna og Ráðstjórnarrikjanna. sem áðurnefndar staðreyndir eru til marks um, er rökréttur vegna þess, að eðlismunur er á „innri gerð" þessara stórvelda, ef svo má taka til orða Annað er lýðræðisriki, hitt einræðisriki Utanrikisstefna lýðræðisrikis er að öllu jöfnu friðsamleg, þvi að almenningur er friðsamur, en utanrikisstefna einræðisríkis fer eftir valdhöfunum, hún er „útþenslu- stefna". Gunnar Karlsson segir i grein sinni um bókarkafla Baldurs: „Af einhverjum ástæðum virðist hann ekki heimfæra upp á Bandarikin það stjórnmálafræðilega lögmál sem hann setur fram i umræðu um útþenslu sovétmanna i Austur-Evrópu (bls. 1 9); „Það er eðli stórvelda að breiða úr sér yfir tóma- rúm"." Af þessum ástæðum er „lögmálið" ekki eins nothæft um Bandarikin og Ráð- stjórnarrikin. Það, sem skiptir máli. er, að öll stórveldi eru i „ytri" skilningi sömu gerðar, en ekki í „innri" skilningi, og þess vegna má ekki leggja þau að jöfnu Aðstaða íslendinga, sem eru á „áhrifasvæði" Bandarikjamanna, er önnur en aðstaða Tékkóslóvaka. sem eru á áhrifasvæði Kremlverja. Og hver er sá heil- vita sagnfræðingur, sem hefur rannsakað forsögu Atlantshafsbandalagsins og segir, að það hafi veriö stofnað vegna „útþenslu Bandarikjanna"? Norðurálfurikín vildu flest sterkari tengsl við Bandaríkin árið 1949 en Bandaríkjamenn sjálfir — til þess að tryggja varnir sinar Þessi söguskoðun róttæklinga steytir á skeri staðreyndanna, en þeim, sem vilja fræðast um sögufalsanir fáeinna sam- eignarsinna, visa ég á bókina The New Left and the Origins of the Cold War eftir bandariska prófessorinn Robert James Maddox I Aðild íslendinga að Atlantshafsbandalaginu Baldur Guðlaugsson reifar i bókarkafla sinum rökin, sem stuðningsmenn aðildarinn- ar að Atlantshafsbandalaginu færðu fyrir henni: Þau voru i sem fæstum orðum þessi: (1) Kremlverjar ógnuðu norðurálfuríkjunum og valdajafnvægi í álfunni, ef ekki var að gert. (2) Sameinuðu þjóðirnar voru gagnslitl- ar til friðargæzlu (3) Atlanzhafsbandalagið var til varnaðar. ekki hernaðar. (4) Skipulag bandalagsins var lýðræðislegt, og skuldbind- ingar íslendinga drógu ekki úr sjálfstæði þeirra Herstöðvar voru ekki nauðsynlegar á íslandi á friðartimum (5) Hlutleysi íslend- inga var óhugsandí vegna legu landsins, hernaðargildis þess Menn geta sjálfir borið um gildi þessara raka að liðnum 28 árum. en vist er, að friðartiniar eru ekki i heiminum. En kjarni málsins er sá, að hagsmunir íslend- inga í varnarmálum og viðskiptamálum eru slíkir, að samvinna við vestrænar þjóðir i þeim málum kemur ein til greina — auk þess sem hugsjónir okkar eru hinar sömu og þessara lýðræðisþjóða Utanríkisstefna ís- lendinga miðar að þvi að tryggja tilveru þjóðarinnar á þessari eyju — tryggja varnir landsins, aðflutninga, útlenda markaði og menningu þjóðarinnar Og smáþjóð eins og hin islenzka verður að gera það með samn- ingum við aðrar þjóðir, ekki með yfirlýsing- um einum Sagnfræðingar, sem greina þessa stefnu án hins algenga orðagjálfurs íslend- inga, komast að þvi, að aðildin að Atlanzhafs- bandalaginu var íslendingum nauðsyn að gefnum aðstæðum. 011 rök andstæðinga aðildarinnar 1949 eru fallin, og íslendingar áttu þvi láni að fagna, að við lýðræðisþjóðirn- ar var að semja. en ekki Kremlverja. Flugumenn Kremlverja Róttæklingarnir segja i tilefni bókarinnar. að islenzka sósialista hafi ekki þurft að óttast árið 1949. En á þessum árum fylgdu foringj- ar Sósialistaflokksins Kremlverjum að mál- um, afkastamestu fjöldamorðingjum sögunn- ar, og nægir að visa til málgagna þeirra um það Ég gat þess i einni morgunblaðsgrein minni, sem Kristinn E Andrésson hafði eftir flokksbróður sinum, Brynjólfi Bjarnasyni, i nýbirtum „minnisblöðum um leynifundi þingmanna" um herstöðvarmálið 1945: „Brynjólfur Bjarnason sagðí, að ef víð yrðum neyddir til að fylgja annarri hvorri blokk, þá væri greinilegt að menn skiptust hér i flokka, Ásgeir og aðrir vildu fylgja vesturblokkinni, hann sagðist vilja fylgja Rússum." Þessi nýlega heimild er einungis eín af mörgum. íslenzkir sósialistar voru á bandi Kremlverja. En voru þeir i bandi þeirra? Færri gögn eru til um það, en fróðlegt verður að lesa skjöl Kremlverja um viðræður þeirra við fslend- inga, ef og þegar þau verða birt, og bera þau saman við nýbirt skjöl Bandaríkjastjórnar Foringjar Sósialistaflokksíns voru á þessum árum i nánu sambandi við Kremlverja, sóttu Ráðstjórnarríkin heim reglulega Ég veit. að þessi samskiptasaga er ótrúleg, þvi að flokk- ur sameignarsinna er nú á timum ekki svipur hjá sjón, flestar vígtennurnar hafa verið úr honum dregnar, Alþýðubandalagið minnir stundum á sauðargæru án úlfsins En honum má ekki gleyma. Átökin við Alþingishúsið Bókarkafli Páls Heiðars gerir tilraunir rót- tæklinganna til þess að segja helgisögur af átökunum frægu við Alþingishúsið 30. marz 1 949 að erigu Róttæklingarnir töldu á sin- um tima, að varnir lögreglu og varaliðs hennar við Alþingishúsið hefði verið ögrun við múginn, sem mótmælti aðildinni að At- lantshafsbandalaginu með grjótkasti, og hún og varalið hennar þess vegna átt sökina á átökunum. Og Arni Bergmann segir lævis- lega í grein sinni, að menn geti „vel velt þvi fyrir sér. hverjum það var i hag, að þetta lið birtist á spennustund og virkaði eins og olia á eld". Hvað gerðist? Um kl 13.30 hópuð- ust mótmælendur á Austurvöll, um kl. 14.00 tóku þeir að kasta grjóti i Alþingis- húsið, og næsta hálftimann var gerð hörð grjóthríð að þvi og lögreglunni, sem það varði. Um kl. 14.30 kallaði einn sósialistinn i hátalara. sem Sósialistaflokkurinn átti, að þingmenn flokksins væru fangar inni í þing- húsinu (en það var ósatt), við það æstist mótmælendamúgurinn svo, að lögreglan varð að kalla út varaliðið, sem var í þinghús- inu Kom til snarpra átaka, sem lauk með því, að lögreglan kastaði táragassprengjum á Austurvöll, og múgurinn dreifðist Páll Heið- ar telur í bókarkaflanum, að Sjálfstæðismenn hafi safnað varaliði lögreglunnar og að for- ingjar Sósíalistaflokksins hafi ekki skipulagt árásina á Alþingishúsið, og er hvort tveggja sennilegt Sósialistar geta þó ekki afsakað árásina, sem var gerð af stuðningsmönnum þeirra að undangengnum vitfirringslegum áróðri þeirra Þjóðviljinn boðaði þessa árás beinum orðum 2 7 marz 1949: „Þegar bandarikjalepparnir leggja hinn nýja land- ráðasamning fyrir Alþingi, munu Reykvíking- ar tugþúsundum saman koma og mótmæla til að hindra, að hann verði gerður." Varalið- inu verður alls ekki kennt um átökin, þegar atburðarásin er greind Eða áttu þeir ekki upptökin, sem köstuðu grjótinu, gerðu árásir á Alþingishúsið og kölluðu, að þingmenn sósialista væru fangar? Það var eftir það, sem varalíðíð var kallað út. Sjálfsögð skylda lýðræðissinna var að safna þessu varaliði og lögreglustjóra að taka við þvi, það kom i góðar þarfir, þótt ekki væri til annars en að sýna kommúnistum, að fullur varnarhugur réttarrikísins var með mönnum. En það var reyndar mikið áhyggjuefni stjórnmálamanna á þessum árum, hvað rikisvald var veikt á íslandi. Þetta skiptir mestu máli, en auk þess hefur Páll Heiðar fundið margar missagnir og fært til hins sanna. í grein sinni gagnrýnir Gunnar Karlsson hann þó fyrir athugaleysi. „Engin rannsókn er gerð á réttmæti þessa hjá Morgunblaðinu að kalla Margréti Önnu Þórð- ardóttur „kvensnift" (bls 250). 1 7 ára stúlk- una " Án efa bætir Gunnar úr þvi Griðrof sameignarsinna Lýðræði felst i þvi. að menn gefa hver öðrum grið, það er umfram allt friðsamleg lausn ágreiningsefna. Og griðrof verða i lýðræðisriki, þegar einhverjir menn sætta sig ekki við þessa lausn, beita ofbeldi Sameign- arsinnar á Islandi rufu griðin, þegar þeir gerðu árásina á Alþingishúsið 30. marz 1949 Það er þess vegna óverjandi. sem Gunnar Karlsson segir i grein sinni: „Stund- um kemur það fyrir að skammsýnn og hroka- fullur meirihluti valdhafa knýr fram ákvörun, sem stór minnihluti — eða jafnvel meirihluti — samfélagsins getur ekki sætt sig við. Þannig kemur brotalöm i samfélag og veikir alla byggingu þess uns úr er bætt. Ákvörðun- m sem alþingi tók 30. mars 1 949 var þess konar griðrof sem hafa sett svip á allt íslenskt þjóðlif upp frá því." En hvað um friðhelgi Alþingis? Hvað um ákvörðunarrétt Alþingis i lýðræðisrikinu íslandi? Hvað um haustkosn- ingarnar 1949, þegar 70—80% þ/óðarinn- ar kaus þá, sem aðildina höfðu kosið? Hvað um önnur aðildarriki Atlantshafsbandalags- ins? Það var gæfa Islendinga, að skammsýnn og hrokafullur minní hluti þjóðarinnar fékk ekki ráðið utanrikisstefnunni með ofbeldi •|HHHrtlli:l»HIIIHIIill»HIIMl!MrilíMII>llltltM»llí»llllllíUlllimM.*»i»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.