Morgunblaðið - 15.10.1977, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.10.1977, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 Sláturhús Magnúsar Sigurlássonar í Þykkvabæ heimsótt SLATRUN sauðfjár er víðast vel á veg komin sums staðar lokið. Morgunblaðsmenn heimsóttu á fimmtudaginn sláturhús Magnúsar Sigurlássonar I Þykkvabæ, en þar lýkur slátrun á mánudagskvöld. Magnús hefur tekið upp nýja tækni við slátrun- ina og nú í haust tók hann upp nýja aðferð við fláningu, sem aukið hefur stórlega hraða við slátrun og sparað mannskap við fláningu. Aður var flegið með höndunum en nú sér rafmagnstal- ía um að flá og með tilkomu þessarar nýju aðferðar er hægt að slátra 700 fjár á dag í sláturhús- inu í Þykkvahæ en áður var hægt að slátra 400—450 fjár á dag. I haust slátrar Magnús 11 þúsund fjár á 17 dögum en í fyrra slátraði hann 9,400 fjár á 21 degi. I slátur- tfðinni vinna 60 manns hjá Magnúsi og er enginn hörgull á fólki. „Fólk hér í Þykkvabæ er samhent frá gamalli tíð, alveg eins og ein stór fjölskylda og það þ.vkir sjálfsagt að hjálpast að við slátrunina," sagði Magnús. Nýja náningsaðferrtin Þégar Morgunblaðsmenn bar að var verið að slátra fé frá Þverá í Fljótshlíð, Féð beið slátrunar í afmörkuðum stium og þar réð ríkjum Runólfur Þorsteinsson réttarstjóri. Ur stíunum er féð leitt i biðklefa og þaðan í dauða- klefann, þar sem kindurnar eru deyddar tneð kólfbyssum, þ.e. kólfur gengur fram úr þeim og en deyðir kindurnar en næsta ár munu loftbyssur verða notaðar. Þvi næst eru þær lagðar á færi- band og 15—20 sekúndum eftir að kindurnar eru deyddar eru þær afhausaðar. Ef það er gert fyrr koma fram huppablæðingar í kjöti kindarinnar og það verður Sifíhvatur Hafsteinsson stjórnaði rafmagnstalíunni. Á myndunum tveimur sést vel hvernig nýja fláningsaðferð- in er framkvæmd. Þegar skrokknum hefur verið svipt úr gærunni er hann hengdur upp á krók og síðan gengur hann á færibandi í loftinu, þar sem hann er m.a. hreinsaður. óhæft til sölu. Síðan eru skrokkarnír lagðir á sérstaka vagna, sem ganga á brautum í gólfinu en Magnús var fyrstur allra hér á landi og ef til vill í heiminum til að taka upp þá að- ferö, en venjulega er þetta nefnt fyrirristuhringur. Næst er rist fyrir á kviðnum en nú kemur að taliunni, sem er í loftinu. Taug er fest í gæruna og talían er sett í gang og hún sviptír gærunni af skrokknum á nokkrum sekúnd- um. Fláningin hefur til þessa ver- ið verk margra manna sem flegið hafa með höndunum. Þegartalian hefur unnið sitt verk er tekið innan úr kindinni og alíur inn- matur pakkaður í neytendaum- búðir og kjötskrokkurinn er hengdur á færiband i loftinu og er hann síðan hreinsaður, metinn og viktaður og loks er honum komið fyrir í geymslu, þar sem skrokkurinn er hafður um tíma áður ep honum er komið fyrir í frysti. Þannig eru i. stuttu máii vinnubrögðin við siátrunina. Tengdafaðir Magnúsar Sigur- lássonar, Friðrik Friðriksson, Rafmagnstallur leysa mannshöndina af hólmi við fláningu sauðf jár Or sal sláturhússins. búnað húsanna. Ég flyt kjötið í geymslu i Sænska frystihúsið í Reykjavík og þaðan er það af- greitt til fimm verzlana á höfuð- borgarsvæðinu, sem ég skipti við, Vörðufell í Kópavogi, Hóla- garð, Vogaver, Vörumarkaðinn og Matvælabúðina i Reykjavík." Sem fyrr segir reiknar Magnús með að slátra 11 þúsund fjár nú í haust. Hann segir að lömb séu i meðallagi væn, 13-^13,5 kg meðalþyngd. „Þetta er nákvæm- lega stærðin sem fólk vill í dag, nú þegar læknarnir eru farnir að skipa fólkinu fyrir hvað það á að borða," segir Magnús. „Dilkarnir fara flestir í 2. flokk og kjötið er vel holdfyllt og fitulítið. Það vill enginn feitt kjöt nú til dags. Það versta er að kjötmatið fylgir ekki smekknum, feita kjötið sem fólk- ið vill helzt ekki borða fer i 1. fiokk en vinsæla kjötið í 2. flokk. Þessu þarf ða breyta hið allra fyrsta. Það hefur verið talað um að breyta þessu en ekkert orðið úr framkvæmdum. Flokkunin þarf að vera eftir vinsældum kjötsins en ekki gömium hefðum.“ Ljósm. Mbl. FriAþjófur. Kristfn (juðna- dóltir sér um að koma skrokk- unum fyrii I geymslu. reisti fyrsta sláturhúsið í Þykkva- bæ árið 1933. Það var 6,5x17 metr- ar og þótti stórt. Aður hafði hann slátrað í fimm ár í fjárhúsum og hesthúsum. Arið 1952 var nýtt sláturhús byggt og árið 1964 keypti Magnús sláturhúsið af tengdaföður sinum. Hefur hann aukið húsin og endurbætt og eru þau nú 1400 fermetrar og í bígerð eru frekari stækkanir. Gott kjöt úr Þykkvabæ „Öll húsin eru byggð og búin eftir gildandi reglugerðum um hreinlæti,“ segir Magnús. „Kjöt- kaupmenn í Reykjavík hafa sagt mér að kjötið héðan úr Þykkvabæ sé eitt albezta kjötið, sem þeir fái til sölu. Þetta eru meðmæli með Karli Kortssyni dýralækni á Hellu, sem er mjög hæfur dýra- læknir og kröfuharður um góðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.