Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 17 Magnús Sigurlásson (t.v.) í stfunum hjáfénu. Kjötskrokkarnir hreinsaðir. Magnús sagði aó öll vinna varð- andi slátrunina færi fram i Þykkvabæ, slátrunin sjálf, frá- gangur á kjöti og innmat, söltun á gærum og einnig eru hausar sviðnir. Löppum er hent en þeir sem áhuga hafa á geta fengið þær gefins. Magir svíða lappir i heima- húsum, enda herramannsmatur. Kjötið og sláturafurðirnar fara mestan part til Reykjavikur en á veturna er dálítil kjötvinnsla i Þykkvabænum. Aldrei töf við slátrunina Að lokum var Magnús spurður aðeins nánar um nýju fláningsað- ferðina, sem hann hefur tekið upp í slátrhúsi sínu. Magnús sagði að þessi aðferð hefði verið fyrst reynd á Svalbarðseyri i fyrra. Fór Magnús þá norður að kynna sér aðferðina og hefur nú tekið hana upp í endurbættri mynd. Magnús hefur komið fyrir tveimur talíum í loftinu, sem aldrei verði töf á slátruninni. Sú minni hefur 36 metra toghraða á mínútu og 125 kg kraft og er hún aðallega notuð við slátrun sauðfjár en sú stærri hefur 24 metra toghraða á mínútu og 500 kg togkraft og er hún aðal- lega notuð við stórgripaslátrun. En annan útbúnað i sláturhúsinu svo sem færibandaútbúnaðinn hefur Magnús sjálfur smiðað og hefur hann þá stóru kosti að vera hljóðlaus og laus við alla mengun. Það var unnið kappsamle'ga í sláturhúsi Magnúsar Sigurlásson- ar þegar Morgunblaðsmenn kvöddu og óku úr hlaði. ibúar Þykkvabæjar unnu samhentir að slátruninni eins og þeir hafa gert um aldir, en Þykkvibær mun vera elzti þéttbýliskjarni landsins eða allt frá ofanverði 11. öld. Þar sett- ust að til forna menn, sem voru að flýja höfðingjavaldið íslenzka. Settust þeir að i þeim miklu mýr- um sem þarna voru í þá daga og lifðu að nokkru einangraðir. Sam- heldni ibúa Þykkvabæjar á sér því djúpar rætur, að því er Magnús Sigurlásson sagði okkur að lokum. — SS. Skáldið á Egilsá Guðmundur L. Friðfinnsson: MALAÐAGLER. 54bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Akureyri, 1977. Guðmundur L. Friðfinnsson er einn okkar ágætustu skáld- sagnahöfunda. En ljóðabók hef- ur hann ekki sent frá sér fyrr en nú, má ég segja. Guðmundur er bóndi og viðhorf hans mark- ast af því. En vinnubrógð hans eru að ýmsu leyti atvinnurit- hófundar. Málað á gler er Iítil bók en fáguð. Miðjan í yrkisefn- unum er náttúran, séð með aug- um bóndans sem nytjar hana og með augum skáldsins sem nýt- ur hennar'og les táknmál henn- ar. Skáldið tengir við náttúruna flestar sínar ihuganir um lif og dauða, veltir fyrir sér lifsgát- unni — án þess vitanlega að leitast við að ráða hana — er aðeins forvitinn áhorfandi að síendurnýjun lífsundursins og umfram allt aðdáandi þess. »Allt streymir,« sagði spek- ingurinn og hafði þá vitanlega fyrir sér dæmi náttúrunnar. Breytingarnar, streymið í náttúrunni verða skáldinu á Egilsá hugtækast yrkisefni: árstiðaskipti, kviknun lífs og slokknun, háttbundinn straum- ur timans. Hringrás lífsins er lika upphaf trúar og þvi er ekki að furða að þessi ljóð eru með trúarlegu ivafi. En fyrst og fremst verður náttúran viðmið- un og mælikvarði fyrir mann- lifið sem er raunar hluti af hehni og lýtur lögmálum henn- ar. Bernskan á samleið með frumgróðri vorsins, höfugur ilmur sumarsins minnir á ást- ina, haustfölvinn boðar dauða. Skáldið sér þetta allt i sam- hengi, allt er þetta skylt, sam- anber kvæðið Frændsemi: Þegar ilmur grasanna slrýkur malbik götunnar léttum lofa og lindin i hlfoinni hnlgur kyrrlát f þahgskoga bylgjandi hafs svffur vorblær um völlu. Finn ég frændseml alls. Þetta ljóð, sem ég tel til hinna béstu i bókinni, er í fyrsta hlutanum. Sólaeyjatrú heitir hann. Ljóðin í þeim kafla eru fyrst og fremst vorljóð í einum eða öðrum skilningi. Annan kaflann nefnir skáldið Hrímdögg. Þar andar haust- blær eins og nafnið bendir til. Þar er meðal annars ljóðið El Bókmennllr eftir ERLEND JÓNSSON sem ég tilfæri hér sem dæmi þess hve Guðmundi tekst vel að setja saman örstutt og hnitmið- uð smáljóð: éi: Hrfmnútt i júnf hnfpinn smáfugl ámel. Frýs nú blómio — brekkunnar góöu ihel? Hér bindur Guðmundur ljóð sitt i rím án þess þó að láta of mikið á því bera; skipar orðum svo i ljóðlínur að það verður ekki drottnandi. Eigi að síður marka rimorðin upphaf og endi ljóðsins. Annað ljóð, jafnhag- lega ort, nefnist Skugginn og er svona: t gróandi grasinu láskuggi barnsins — saklaus ogsmár. Arblik áfjöllum. Hreykir sér skugginn vaxinn úrgrasi — voldugur, stór. Blóo er á fjöllum. Hér notað skáldið táknmál — til að segja mikið i fáum orðum og höfðar þá eins og endranær til náttúrunnar. Siðasti hluti bókarinnar — en Guðmundur L. Friðf innssoii hún skiptist í þrjá hluta — ber svo heitið Dropinn og eilífðin, sex kvæði. Þar er að finna svo sem niðurstóðu eða uppgjór skálds og bónda. Guðmundur litur yfir farinn veg, virðir lífs- starf sitt í sjónhending, segir hvað hann ætlaði og hvernig ræst hefur úr. Framlag sitt metur hann á við dropa í eilífð- arhafinu. Siðasta kvæðið heitir Vikadrengur — bóndinn lætur heita svo að hann sé vikadreng- ur skaparans. í upphafi hugðist hann hjálpa honum að skapa, tók að plægja akur hans. En plógfarið varð aðeins gröf hinna björtu vona skáldsins. Fræin, sem hann hugðist sá, fuku úr höndum hans og að Iokum stendur hann »á blásnu barði«. Honum er þó ekki í hug að gefast upp. Sú er heitust ósk hans að hann megi áfram vera vikadrengur skaparans »og láta laufblað gróa«. Og með því lýk- ur bókinni. Guðmundur L. Friðfinnsson er höfundur kominn á efra ald- ur. Hann hefur lifað hinar margfrægu breytingar á ís- lensku þjóðlífi, frá miðalda- búskap til jeppaaldar; frá rím- uðum kveðskap og sýmbólisma til atómskáldskapar og opins ljóðs. Allra þessara breytinga gætir í ljóðum hans. Þarna eru áhrif frá skáldum sem eru ekki lengur i tisku. Samsetningur eins og »anganlundur«, »ylfrjór« og »blæmildur« er ekki það frumlegasta í þessari bók. Tengsl Guðmundar við þau nýrómantisku skáld og sýmbólista sem létu að sér kveða á uppvaxtarárum hans eru auðsæ. En Guðmundur hef- ur líka fylgst með. Og mér er óhætt að segja að honum takist undravel að tengja hið gamla, sem honum er sýnilega kært, við hið nýja sem hann virðir og metur að vissu marki. Að öllu athuguðu og samanlögðu eru ljóð hans nútimaskáldskapur og höfða til líðandi stundar. Guðmundur var nokkurn tíma að finna sinn rétta tón í skáldsagnarituninni. Það sýnir áræði hans að hann skuli nú reyna fyrir sér á nýjum vett- vangi þar sem kröfur eru óvægilegar og viðurkenning liggur hreint ekki á lausu. Ekki má svo gleyma að geta þess að bókin er smekklega úr garði ger frá hendi útgefanda og Anna María Guðmundsdótt- ir, sem myndskreytti, fer mjúk- um hóndum um ljóð afa síns. Erlendur Jónsson Flóamarkaður Fimleikadeildar Gerplu Fimleikadeild íþróttafélags- ins Gerplu heldur í dag flóa- markað i Hamraborg 1, Kópa- vogi. Einnig verða þarna á boð- stólum kökur og happdrætti. Þessi flóamarkaður er liður i fjáröflun deildarinnar, sem rennur beint til áhaldakaupa. Þarna verður margt góðra muna og fatnaðar. Dregið verð- ur í happdrættinu 15. október og verða númer birt í dagblöð- um. Flóamarkaðurinn hefst kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.