Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTOBER 1977 19 Hér er ekki um að ræða flugslys eins og virðist við fyrstu sýn, heldur atriði, sem sett var á svið við töku sjónvarpsþáttar, Emergeney (Ne.vðarútkall) í Los Angeles. 100 lítrar af bensíni voru notaðir til að búa til eldsúluna, en gerð atriðisins, sem fjallar um flugvél er ferst í íbúðahverfi, kostaði 9 milljónir ísl. kr.______________________________ Áköf leit að ræningj- um litlu telpunnar Foreldrar greiddu 420 millj. í lausnargjald Genf, 14, október. Reuter. MIKIL LEIT fer nú fram f Sviss ad ræningjum litlu bólivísku teipunnar, Graziellu Ortiz, sem skilað var heilli á húfi f gær eftir að foreldrar hennar höfðu greitt 2 milljón dollara lausnargjald fyrir hana (420 milljónir fsl. kr.). Graziellu, sem er 5 ára, var rænt fyrir utan heimili foreldra hennar í Genf fyrir 10 dögum. Hefur ræningj- anna ákaft verið leitað, þrátt fyrir að foreldrar hennar vildu ekki veita lögreglu né fjölmiðlum nokkra aðstoð af ótta við að hún yrði myrt. Höfðu ræningjarnir gefið fyrirmæli um að lögreglu og blöðum skyldi haldið utan við málið. Faðir Graziellu, Jorge Ortiz, sem er listmunasali og systurson- ur bólivíska tinjöfursins Antenor Pations, reiddi lausnargjaldið af höndum í Sviss, en hann hefur ekki viljað skýra frá hvernig hann hélt sambandi við ræningj- ana. Yfirvöld í Sviss hafa fyrir- skipað öllu lögregluliði landsins að taka þátt í leit að ræningjun- um, því þau óttast mjög að náist þeir ekki muni fleiri mannræn- ingjar leita miða i Sviss, þar sem mikill fjöldi auðugra fjölskyldna á heimili. Segja yfirvöld alls ekki víst að Graziellu hafi verið haldið í gíslingu í Sviss, og benda á að heimili hennar sé mjög skammt frá frönsku landamærunum svo og staðurinn, þar sem hún fannst, Fruit Bar mótelið við Etoy. Skotið á 3 Banda- ríkjamenn undan strönd Vietnams Bankok, 14. október. Heuter. EKKERT hafði í kvöld spurzt til þriggja ungra Bandarfkjamanna, sem sendu út neyðarkall frá snekkju, sem þeir voru f undan ströndum Vietnam f tnorgun og sögðu að skotið væri á sig og skip væri f þann mund að sigla þá niður. Bandarfkjamennirnir 3, tveir karlmenn og kona, sem bjuggu í Bangkok voru á 12 metra langri snekkju og fóru frá baðstaðnum Pattaya á Thailandi á mánudag áleiðis til Brunei. Leit var hafin eftir að neyðarkallið barst, en hefur engan árangur borið. Nokkuð er af sjóræningjum í Thailandsflóa, en einnig hafa varðskip Thailendinga, Kambódíumanna og Vietnama verið aðsópsmikil við fiskiskip annarra þjóða. Barnard grœddi Simp- ansahjarta í mann Höfðaborg, 14 október Reuter S-AFRÍSKI skurðlæknirinn Christ ian Barnard græddi i nótt hjarta úr simpansaapa i mann og tókst upp- skurðurinn vel að sögn talsmanns Groote Schuur sjúkrahússins i Höfðaborg. Flytja þurfti manninn aftur á skurðarborð síðdegis i dag, þar sem blæða tók úr skurðinum, en ekki var talið að þð væri hættu- legt. Simpansahjartað var grætt i manninn til að aðstoða hans eigið hjarta, sem var að gefast upp, tgkk- ert mannshjarta var fyrir hendi tii flutnings Aðgerðin tók 4 klst Fyrir nokkru reyndi Barnard að græða baboonsapahjarta i unga konu i neyðartilfelli, en hún lézt eftir nokkr- ar klukkustundir, þar sem hjartað var ekki nægilega sterkt Barnard sagði þá að hann myndi í framtíð- inni nota simpansahjörtu, þau væru sterkari og minni hætta á að líkam- inn hafnaði þeim Ekki hefur verið skýrt frá nafni eða aldri hjartaþeg- ans Norðmönnum sagt að herða sultarólina Ösló, 14. október. Reuter. PER KLEPPE, fjármálaráðherra Noregs, lagði í gær fram fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, þar sem Norðmönnum var tjáð að þeir yrðu að herða sultarólina á næsta ári og sætta sig við nær engar launahækkanir.! f járlögunum er gert ráð fyrir hækkunum á ýmsum neyzluvörum, áfengi, tóbaki, símaþjónustu, fargjöldum og bensíni og iðnfyrirtæki verða að greiða 20% hærra rafmagnsverð. Kleppe sagði að höfuðmarkmið vinnuleysi um 1% af vinnufæru aðeins til að mæta verðhækkun- fólki. um. ríkisstjórnarinnar væri að koma í veg fyrir atvinnuleysi og að berj- ast gegn verðbólgu. Norðmenn tókust á við efnahagskreppuna i heiminum með því að taka lán erlendis út á væntanlegar tekjur af olíuvinnslu og vaf það fé notað til fjárfestinga og til að viðhalda atvinnu. Verðbólgan i landinu er nú um 8% á ársgrundvelli og at- Kleppe sagði í ræðu sínni að fjárlögin væru bitur lyfjaskammt- ur, en ekki þó ekki neyðar- ástandslög. í fjárlögunum er ekki gert ráð fyrir að aðrir fái kaup- hækkun en bændur, eftirlauna- og láglaunafólk. Gert er ráð fyrir nokkurri *fkjuskattslækkun. en Kleppe spáði því að hnignun yrði í iðnaði á næsta ári og sam- dráttur í fjárfestingum. Tekjum af olíunni myndi seinka og halli yrði á vöruskiptajöfnuði um 16 milljarðar fsl. kr. Niðurstöðutölur fjárlaganna eru 70.8 milljarðar n. kr., sem er 7.1% hækkun frá síð- asta ári. Ein milljón dollara hvarf án ummerkja Cicaco. 14. oktöber. Rt d.cr, Bankastjórar l.st National Bank í Chicago sitja nú og velta fyrir sér hvernig 1 milljón dollara í reiðufé geti hafa horfið sporlaust úr þeninga- geymslum þeirra. Þetta mun hafa gerst einhvern- tíma milli lokunar á föstudagskvöld til opnun- ar á þriðjudagsmorgni, en frídagur var í Banda- ríkjunum á mánudag. Bandaríska alríkislög- reglan rannsakar nú mál- ið, en enn hefur ekkert komið í ljós, sem varpað gæti ljósi á hvarfið. Bankastjórarnir sögðu fréttamönnum að pen- ingarnir kæmust fyrir í meðalstórri peninga- tösku. Innritun a AKU REYRI Mánudaginn 17. október og þriðjudaginn 18. október kl. 1 — 7 báða dagana í Alþýðuhúsinu, Akureyri, sími 23595 framhald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.