Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 fttpntÞIofrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjorn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. sími 22480. Askriftargjald 1 500.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Starfsfriður sjúkrahúsa rof inn Það hefur verið grundvallarregla í verkföll- um hér á landi, að starfsemi sjúkrahúsa hefur ekki verið hindruð. Þvert á móti hafa verkalýðsfélögin bein- línis lagt sig fram um að greiða fyrir starfsemi sjúkra- húsanna, þegar þau hafa verið í verkfalli. Nú sýnast nýir siðir teknir upp í þessum efnum með verkfalli því, sem nú stendur yfir á vegum BSRB. í fyrradag komu verkfallsverðir frá BSRB í heimsókn á Landspítalann og gerðu athugasemdir við yfirmenn deilda þar, um starfsfólk, sem ekki var á nafnalistum er þeir höfðu undir höndum. Þessi heimsókn skapaði óróa meðal starfsfólks. Um hana sagði Georg Lúðvíksson, forstjóri Ríkisspítalanna, í viðtali við Morgunblaðið í gær: ,,Við vonum, að við fáum ekki slíkar heimsóknir aftur og við undrumst þær, því í mörgum verkföllum Alþýðusambands íslands minnist ég þess ekki, að okkur hafi nokkurn tímann verið gert ónæði. ASÍ hefur þvert á móti viljað greiða götu spítalanna eins og þurft hefur með og aldrei nokkurn tímann stofnað til vandræða. Það kemur okkur því undarlaga fyrir sjónir er BSRB telur þaö leið til sigurs að reyna að hefta störf spítalanna." Kjaradeilunefnd, sem lögum samkvæmt hefur úr- skurðarvald um það, hvaða starfsemi skuli halda áfram í verkfalli opinberra starfsmanna hefur ákveðið, að Hjúkrunarskólinn skuli starfa áfram, vegna þess að störf hjúkrunarnema eru talin nauðsynleg til þess að tryggja eðlilega starfsemi spítalanna. Þegar þetta var samþykkt á fundi kjaradeilunefndar var Kristján Thorlacíus, for- maður BSRB, viðstaddur og vitað er, að hann, ásamt formanni Hjúkrunarfélags íslands, Svanlaugu Árnadótt- ur, lýsti því yfir, að neyðarástand mundi skapast á spítölum, ef hjúkrunarnemar væru ekki að störfum. Þrátt fyrir þennan úrskurð Kjaradeilunefndar og yfir- lýsta skoðun formanns BSRB gerðist það í fyrradag, að verkfallsverðir BSRB loka Hjúkrunarskólanum. Um þennan atburð sagöi Ólafur Ólafsson landlæknir, að með þessari aðgerð hefði BSRB farið gróflega út fyrir verk- svið sitt. Loks hefur það gerzt í málum sjúkrahúsanna í þessu verkfalli BSRB, að nokkrir starfsmenn endurhæf- ingardeildar Landspítalans urðu að hverfa frá vinnu vegna afskipta verkfallsvarða BSRB. Þessar truflanir af hálfu BSRB á starfi sjúkrahúsa eru almenningi að vonum með öllu óskiljanlegar. Það á við í þessari vinnu- deilu, sem öðrum, að bezt fer á því að spara stóru orðin, en ef stór orð eiga einhvern tíma við er það vissulega, þegar hafðir eru uppi augljósir tilburðir til þess að trufla starfsemi sjúkrahúsa og valda óþægindum í rekstri, þótt vinnudeilur standi utan veggja þeirra. Með truflunum á starfsemi sjúkrahúsa hefur Bandalag starfsmanna ríkis og bæja brotið þá grundvallarreglu, sem jafnan hefur verið í heiðri höfð á íslandi, að sjúkrahús skuli standa utan við vinnudeilur og verkföll skuli engin áhrif hafa á rekstur þeirra. Svo óskiljanleg er sú afstaða BSRB, sem fram hefur komið gagnvart sjúkra- húsunum, að sú spurning hlýtur að vakna hvort fram- kvæmd þessa verkfalls BSRB sé stjórnlaus með öllu, Þeirri spurningu er ekki varpað fram að ástæðulausu. Erlendur ríkisborgari, sjúkur, hafði fengið undanþágu til þess að hverfa úr landi og hafði þá undanþágu skriflega frá BSRB. Er viðkomandi kom á flugvöllinn voru þar fyrir verkfallsverðir frá BSRB, sem höfðu skriflega undanþágu frá BSRB að engu og kröfðust sérstaks læknisúrskurðar fyrir sig. Hvað er hér að gerast? Starfsfriður sjúkrahúsa er heilagur svo og öll umönn- un sjúkra. Forsvarsmenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hljóta þegar í stað að sjá til þess, að öll afskipti verkfallsvarða af starfsemi sjúkrahúsa verði stöðvuð. „Maður á nú sitt af hverju...." Spjallað við Hrefnu Benediktsson, dóttur Einars Benediktssonar, skálds, um síðustu ár föður hennar Á undanförnum mánuðum hefur sitthvað birzl í dagblöð- um um elliár Einars Benedikts- sonar skálds og umdeiidar ráð- stafanir á eignum hans. Katrín Hrefna, dóttir Einars, sein BiT- sett er f Los Angeles, átti upp- haf að skrifum þessum. Er hún nú enn stödd hér á landi vegna málareksturs út af eignum föð- ur hennar, en börn Einars Benediktssonar erfðu ekkert eftir hann. Morgunblaðið innti Hrefnu eftir því, hvort hún hefði fyigzt með þessum blaða- skrifum um föður hennar undanfarið. Hrefna sagðist halda, að sér hefðu verið sendar þessar blaðagreinar og hefði þar margt komið fram, sem sýndi skilning og samúð á því, sem hún hefði vakið máls á og um leið mikla virðingu fyrir verkum Einars. Þetta væri hún þakklát fyrir og vildi til dæmis nefna einkar smekklega grein eftir Jóhannes Helga, sem hann skrifaði í Morgunblaðið í ágúst í tilefni greinar eftir Elínu Pálmadóttur, sem var í blaðinu nokkru áður. Hjá Elínu kom það fram, að Einar hefði verið ánægður þegar hann gaf Há- skóla tslands Herdísarvík, sem hann hefði talið að þá væri komin í góðar hendur. Meðferð- in á Herdísarvik og leðurhús- gögnum, sem þar væru, og mik- ið verið rædd síðar, hefði hins vegar leitt Jóhannes Helga að þeirri niðurstöðu, að grein Elín- ~ar~fieToT"vel getað heitið „Er ísland skrýtla?" Hrefna sagðist vilja árétta það, sem hún hefði áður látið hafa eftir sér, að þrátt fyrir itrekaðar tilraunir undanfarin ár hefði henni ekki tekizt að fá að sjá gjafabréfið vegna Her- dísarvíkur með undirskrift Einars. Hún sagðist hafa farið þeirra erinda til sýslumannsins á Selfossi árið 1971 að fá aó sjá þetta gjafabréf. í ljós hafi kom- ið, að á sýsluskrifstofunni hafi verið afrit af gjafabréfinu, sem þinglesið hafi verið, en á því hafi verið undirskriftir vott- anna en ekki Einars sjálfs. Elin Pálmadóttir hafi bent á, að texti þessa gjafabréfs hafi verið prentaður í Arbók Háskóla is- lands og hefur svo staðfestingu annars vottsins, sem ýmist er nefndur Guðni eða Gisli Gests- son, um undirritunina. ,,En þvi í ósköpunum fæ ég ekki að sjá frumritið með undirskrift föð- ur míns?" sagði Hrefna og bætti við: ,,Ég vil skora á Elínu Pálmadóttur að hún sjái svo til, að mér verði sýnt þetta skjal." Hrefna sagði það annars býsna fróðlegt, sem Kristján Albertsson hefði nú alveg ný- verið upplýst um prófessorstitil Einars í þessu gjafabréfi. Eftir þvi sem hún vissi bezt kærði hann sig ekki um aðra nafnbót en skáld eða sýslumaður, ef ein- hvers titils þurfti við. Vafalaust væri það rétt, sem Kristján segði, að hann hefði „látið aðra um það handverk" að semja gjafabréfið. En vissi hann raun- verulega um innihaldið? Hrefna sagði, að auðvitað væri gott til þess að vita, að Háskóli Íslands hefði fyrirætl- anir um að efla starf sitt um að halda í heiðri minningu Einars og verka hans. „Ekki held ég þó að ásigkomulag þessara leður- Jiúsgagna, sem hann kom víst með frá Þýzkalandi árið 1925, breyti miklu um það hvort verk hans verða metin að verðleik- um," sagði Hrefna. Ekki sagðist hún hafa vitað það fyrr, að skáldið William Heinesen væri sá sérfræðingur um föður hennar, að hann gæti bætt þekkingu heimamanna á Einari með árs fyrirlestrahaldi. Ann- ars sagðist hún síður en svo vilja eiga í neinum útistöðum við Guðlaug Þorvaldsson, rekt- or, eða aðra forráðamenn Há- skóla íslands, sem vafalaust væru góðir menn og gegnir. Það var ekki í þeirra starfstíð né fyrir þeirra tilstilli að Her- dísarvík komst í hendur Há- skólans. En hvað sem þessu dul- arfulla gjafabréfi liði, yrði sú staðreynd ekki umflúin, að á þeim tíma, sem Einar á að hafa „gefið" Herdísarvik, var hann ellihrumur að þvi marki, að Salt-samkomulag framundan? Okkur ætti nú að vera farið að lærast að vantreysta vís- bendingum um skyndileg batn- andi samskipti milli Washing- ton og Moskvu, Iíkum þeim sem við nú þykjumst verða vör við, en vonum þó ávallt það bezta. Þegar Carter forseti segir, eins og hann sagði í ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna, að Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin „eygi" Salt-samkomulag, þá er ljóst að slíkur sigur sem Henry Kissinger keppti árangurslaust að í tvö ár, er framundan, ef hann hefur ekki þegar verið unninn. Hvernig hefur þetta tekizt? Það eina sem þegar má greina er, að andinn er annar og full ástæða er til að trúa þvi að verulegur árangur hafi náðst í einkaviðræðum, sem ný- lega áttu sér stað á milli banda- riskra og sovézkra embættis- manna. Raunar gekk hvorki né rak fyrr en Andrei Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna notfærði sér heimsókn sína á þing Sameinuðu þjóðanna til að sannfæra rikisstjórn Banda- ríkjanna um að Moskva væri nú reiðubúin til að samþykkja þann umræðugrundvöll sem Carter hefði gert að tillögu sinni, en Sovétmenn þvertekið fyrir fyrr á þessu ári. Það sem Carter vildi ræða var ekki aðeins um takmarkanir á framleiðslu hergagna heldur einnig að draga stórlega úr þeim hergagnabirgðum sem báðir aðilar eiga þegar yfir að ráða. Moskva vildi að Carter viðurkenndi fyrst þau takmörk sem Kissinger og Ford sam- þykktu í Vladivostock árið 1974. Viðbrögð Sovétmanna við þeirri tillögu Cyrus Vance, sem hann bar fram í heimsókn sinni í Moskvu í marz s.l., að þjóðirn- ar skæru niður vopnabúnað sinn, væru mjög fjandsamleg — jafn fjandsamleg og tilboð Bandaríkjamanna var í augum ráðamanna í Moskvu. Pravda vísaði þessum tillög- um á bug sem kröfum um „ein- hliða afvopnun" Ráðstjórnar- ríkjanna. Blaðið leit á þær sem ruddalegt brot á Vladivostock- Grómýkó og Carter ræðast við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.