Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÖBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Starfsfriður sjúkrahúsa rofinn Það hefur verið grundvallarregla í verkföll- um hér á landi, aö starfsemi sjúkrahúsa hefur ekki verið hindruð. Þvert á móti hafa verkalýðsfélögin bein- línis lagt sig fram um að greiða fyrir starfsemi sjúkra- húsanna, þegar þau hafa verið í verkfalli. Nú sýnast nýir siðir teknir upp i þessum efnum með verkfalli því, sem nú stendur yfir á vegum BSRB. í fyrradag komu verkfallsverðir frá BSRB í heimsókn á Landspítalann og gerðu athugasemdir við yfirmenn deilda þar, um starfsfólk, sem ekki var á nafnalistum er þeir höfðu undir höndum. Þessi heimsókn skapaði óróa meðal starfsfólks. Um hana sagði Georg Lúðvíksson, forstjóri Ríkisspítalanna, í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Við vonum, að við fáum ekki slíkar heimsóknir aftur og við undrumst þær, því í mörgum verkföllum Alþýðusambands íslands minnist ég þess ekki, að okkur hafi nokkurn tímann verið gert ónæói. ASÍ hefur þvert á móti viljað greiða götu spítalanna eins og þurft hefur með og aldrei nokkurn tímann stofnað til vandræða. Það kemur okkur því undarlaga fyrir sjónir er BSRB telur það leið til sigurs að reyna aö hefta störf spítalanna.“ Kjaradeilunefnd, sem lögum samkvæmt hefur úr- skurðarvald um það, hvaða starfsemi skuli halda áfram í verkfalli opinberra starfsmanna hefur ákveðið, aö Hjúkrunarskólinn skuli starfa áfram, vegna þess að störf hjúkrunarnema eru talin nauðsynleg til þess að tryggja eólilega starfsemi spítalanna. Þegar þetta var samþykkt á fundi kjaradeilunefndar var Kristján Thorlacíus, for- maður BSRB, viðstaddur og vitað er, að hann, ásamt formanni Hjúkrunarfélags íslands, Svanlaugu Árnadótt- ur, lýsti því yfir, að neyðarástand mundi skapast á spítölum, ef hjúkrunarnemar væru ekki að störfum. Þrátt fyrir þennan úrskurð Kjaradeilunefndar og yfir- lýsta skoðun formanns BSRB gerðist það í fyrradag, að verkfallsverðir BSRB loka Hjúkrunarskólanum. Um þennan atburð sagði Ólafur Ólafsson landlæknir, að meö þessari aðgerð hefði BSRB farið gróflega út fyrir verk- svió sitt. Loks hefur það gerzt í málum sjúkrahúsanna í þessu verkfalli BSRB, að nokkrir starfsmenn endurhæf- ingardeildar Lar.dspítalans urðu að hverfa frá vinnu vegna afskipta verkfallsvarða BSRB. Þessar truflanir af hálfu BSRB á starfi sjúkrahúsa eru almenningi að vonum með öllu óskiljanlegar. Það á við í þessari vinnu- deilu, sem öðrum, að bezt fer á því að spara stóru orðin, en ef stór orð eiga einhvern tíma viö er það vissulega, þegar hafðir eru uppi augljósir tilburðir til þess að trufla starfsemi sjúkrahúsa og valda óþægindum í rekstri, þótt vinnudeilur standi utan veggja þeirra. Með truflunum á starfsemi sjúkrahúsa hefur Bandalag starfsmanna ríkis og bæja brotið þá grundvallarreglu, sem jafnan hefur verið í heiðri höfð á íslandi, að sjúkrahús skuli standa utan við vinnudeilur og verkföll skuli engin áhrif hafa á rekstur þeirra. Svo óskiljanleg er sú afstaða BSRB, sem fram hefur komið gagnvart sjúkra- húsunum, að sú spurning hlýtur að vakna hvort fram- kvæmd þessa verkfalls BSRB sé stjórnlaus með öllu, Þeirri spurningu er ekki varpað fram að ástæðulausu. Erlendur ríkisborgari, sjúkur, hafði fengið undanþágu til þess að hverfa úr Iandi og hafði þá undanþágu skriflega frá BSRB. Er viðkomandi kom á flugvöllinn voru þar fyrir verkfallsverðir frá BSRB, sem höfðu skriflega undanþágu frá BSRB að engu og kröfðust sérstaks læknisúrskurðar fyrir sig. Hvað er hér að gerast? Starfsfriður sjúkrahúsa er heilagur svo og öll umönn- un sjúkra. Forsvarsmenn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hljóta þegar í stað að sjá til þess, að öll afskipti verkfallsvarða af starfsemi sjúkrahúsa verði stöðvuð. „Maður á nú sitt af hverju.... ” Spjallað við Hrefnu Benediktsson, dóttur Einars Benediktssonar, skálds, um síðustu ár föður hennar Á undanförnum mánuðum hefur sillhvað birzt í daMblöð- um um elliár Einars Benodikts- sonar skálds og umdeildar ráð- stafanir á eignum hans. Katrín Ilrefna, dóttir Einárs, sem bú- sett er f Los Angeles, átti upp- haf að skrifum þessum. Er hún nú enn stödd hér á landi vegna málareksturs út af eignum föð- ur hennar, en börn Einars Benediktssonar erfðu ekkert eftir hann. Morgunblaðið innti Ilrefnu eftir því, hvort hún hefði fylgzt með þessum blaða- skrifum um föður hennar undanfarið. Hrefna sagðist halda, að sér hefðu verið sendar þessar blaðagreinar og hefði þar margt komið fram, sem sýndi skilning og samúð á því, sem hún hefði vakið máls á og um leið mikla virðingu fyrir verkum Einars. Þetta væri hún þakklát fyrir og vildi til dætjiis nefna einkar smekklega grein eftir Jóhannes Helga, sem hann skrifaði í Morgunblaðið í ágúst í tilefni greinar eftir Elínu Pálmadóttur, sem var í blaðinu nokkru áður. Hjá Elínu kom það fram, að Einar hefði verið ánægður þegar hann gaf Há- skóla íslands Herdísarvík, sem hann hefði talið að þá væri komin í góðar hendur. Meðferð- in á Herdísarvík og leðurhús- gögnum, sem þar væru, og mik- ið verið rædd siðar, hefði hins vegar leitt Jöhannes Helga að þeirri niðurstöðu, að grein Elín- ar hefði vel getað heitið ,,Er ísland skrýtla?“ Hrefna sagðist vilja árétta það, sem hún hefði áður látið hafa eftir sér, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir undanfarin ár hefði henni ekki tekizt að fá að sjá gjafabréfið vegna Her- disarvikur með undirskrift Einars. Hún sagðist hafa farið þeirra erinda til sýslumannsins á Selfossi árið 1971 að fá að sjá þetta gjafabréf. í ljós hafi kom- ið, að á sýsluskrifstofunni hafi verið afrit af gjafabréfinu, sem þinglesið hafi verið, en á því hafi verið undirskriftir vott- anna en ekki Einars sjálfs. Elin Pálmadóttir hafi bent á, að texti þessa gjafabréfs hafi verið prentaður í Arbók Háskóla ís- lands og hefur svo staðfestingu annars vottsins, sem ýmist er nefndur Guðni eða Gísli Gests- son, um undirritunina. „En því í ósköpunum fæ ég ekki að sjá frumritið með undirskrift föð- ur míns?“ sagði Hrefna og bætti við: „Ég vil skora á Elínu Pálmadóttur að hún sjái svo til, að mér verði sýnt þetta skjal.“ Hrefna sagði það annars býsna fróðlegt, sem Kristján Albertsson hefði nú alveg ný- verið upplýst um prófessorstitil Einars í þeSsu gjafabréfi. Eftir því sem hún vissi bezt kærði hann sig ekki um aðra nafnbót en skáld eða sýslumaður, ef ein- hvers titils þurfti við. Vafalaust væri það rétt, sem Kristján segði, að hann hefði „látið aðra um það handverk" að semja gjafabréfið. En vissi hann raun- verulega um innihaldið? Hrefna sagði, að auðvitað væri gott til þess að vita, að Háskóli Islands hefði fyrirætl- anir um að efla starf sitt um að halda í heiðri minningu Einars og verka hans. „Ekki held ég þó að ásigkomulag þessara leður- Jiúsgagna, sem hann kom víst með frá Þýzkalandi árið 1925, breyti miklu um það hvort verk hans verða metin að verðleik- um,“ sagði Hrefna. Ekki sagðist hún hafa vitað það fyrr, að skáldið William Heinesen væri sá sérfræðingur um föður hennar, að hann gæti bætt þekkingu heimamanna á Einari með árs fyrirlestrahaldi. Ann- ars sagðist hún síður en svo vilja eiga i neinum útistöðum við Guðlaug Þorvaldsson, rekt- or, eða aðra forráðamenn Há- skóla íslands, sem vafalaust væru góðir menn og gegnir. Það var ekki í þeirra starfstíð né fyrir þeirra tilstilli að Her- disarvík komst i hendur Há- skólans. En hvað sem þessu dul- arfulla gjafabréfi liði, yrði sú staðreynd ekki umflúin, að á þeim tíma, sem Einar á að hafa „gefið“ Herdísarvik, var hann ellihrumur að þvi marki, að Okkur ætti nú að vera farið að lærast að vantreysta vís- bendingum um skyndileg batn- andi samskipti milli Washing- ton og Moskvu, líkum þeim sem við nú þykjumst verða vör við, en vonum þó ávallt það bezta. Þegar Carter forseti segir, eins og hann sagði í ræðu á þingi Sameinuðu þjöðanna, að Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin „eygi" Salt-samkomulag, þá er ljóst að slíkur sigur sem Henry Kissinger keppti árangurslaust að í tvö ár, er framundan, ef hann hefur ekki þegar verið unninn. Hvernig hefur þetta tekizt? Það eina sem þegar má greina er, að andinn er annar og full ástæða er til að trúa því að verulegur árangur hafi náðst í einkaviðræðum, sem ný- Iega áttu sér stað á milli banda- rískra og sovézkra embættis- manna. Raunar gekk hvorki né rak fyrr en Andrei Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjarina notfærði sér heimsókn sína á þing Sameinuðu þjóðanna til að sannfæra ríkisstjórn Banda- ríkjanna um að Moskva væri nú reiðubúin til að samþykkja þann umræðugrundvöll sem Carter hefði gert að tillögu sinni, en Sovétmenn þvertekið fyrir fyrr á þessu ári. Það sem Carter vildi ræða var ekki aðeins um takmarkanir á framleiðslu hergagna heldur einnig að draga stórlega úr þeim hergagnabirgðum sem báðir aðilar eiga þegar yfir að ráða. Moskva vildi að Carter viðurkenndi fyrst þau takmörk sem Kissinger og Ford sam- þykktu í Vladivostoek árið 1974. Viðbrögð Sovétmanna við þeirri tillögu Cyrus Vance, sem hann bar fram í heimsókn sinni í Moskvu í marz s.l., að þjóðirn- ar skæru niður vopnabúnað sinn, væru mjög fjandsamleg — jafn fjandsamleg og tilboð Bandaríkjamanna var í augum ráðamanna í Moskvu. Pravda vísaði þessum tillög- um á bug sem kröfum um „ein- hliða afvopnun" Ráðstjórnar- ríkjanna. Blaðið leit á þær sem ruddalegt brot á Vladivostoek- Grómýkó og Carter ræðast við Salt-samkomulag framundan? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 21 Hrefna Benediktsson hann var þess alls ekki umkom- inn að gera þessa ráðstöfun, svo mark mætti telja á. Háskólinn er ekki vel að því kominn að „eiga“ Herdísarvík og forsvars- mönnum hans er ekki annað en vorkunn að því að telja sig hafa einhverjar siðferðilegar skyld- ur um minningu Einars þessa vegna. „En ég vil enduraka það, sem ég hef áður sagt, að ég tel það ágætt að bækur pabba skyldu hafna í Háskólabókhlöð- unni. Það var lán í óláni," sagði Hrefna. „Hvað þessar ráðstafanir eigna Einars snertir má margt segja og ætla ég mér þegar þar að kemur, að koma atriðum á framfæri, sem mér vitanlega hafa aldrei verið rædd opinber- lega. Ég vil þó við þetta tæki- færi ekki láta hjá líða að minn- ast á Brága h.f. Ég hef lika óskað þess að fá að sjá gjörning þann, sem Einar á að hafa undirritað þá er hann seldi félagi þessu útgáfuréttindin að öllum verkum sínum árið 1938, aðeins tveimur árum áður en hann lézt. Reyndar fer tvenn- um sögum af því, hvort Einar hafi selt Braga h.f. eða gefið félaginu útgáfuréttindin. Upp- hæðin, sem nefnd er, ef sala samkomulaginu og sagði að þær hefðu verið til Carters komnar frá þeim aðilum í Bandarikjun- um sem hefðu hagsmuna að gæta varðandi smíði hergagna i landinu. Um tíma virtist sem við vær- um enn á barmi kalda striðsins. Áskorun Carters á ráðamenn í Moskvu um að virða mannrétt- indi kom Kremlverjum til að álíta, að hin nýja stjórn i Bandaríkjunum leyfði sér að rengja pólitíska stöðu stjórnar- fyrirkomulagsins í Sovétríkjun- um og hernaðarstyrkleika þeirra. Á Vesturlöndum voru margir — jafnvel þeir sem vin- veittir eru Bandaríkjunum — þeirrar skoðunar, að aðgerðir Carters væru stórkostleg mis- tök, sem framkvæmdar væru af hefur verið, er 7000 krónur, sem þá voru víst um 1000 doll- arar. Að visu er það meira en sama upphæð nú, en illa þekkti ég pabba, ef hann hefði verð- lagt sjálfan sig í slíkum upp-. hæðum. Ef hann hugsaði yfir- leitt í tölum, voru upphæðirnar hærri en svona smásporslur. Ég hef fyrir fullt og allt hreinsað föður minn af orðrómi um, að hann hafi þjáðst af sjúk- dómi, sem ég nefni ekki framar á nafn i sambandi við hann. En hinu fær enginn breytt, að krufningarskýrsla hans, sem fyrr lá eins og mara á afkom- endum, sýnir það að hann hafði mikla æðakölkun. Þetta var vafalaust skýringin á því hversu fljótt hann eltist og and- leg hrörnun hans varð mikil. Það var alkunna á þessum tíma, að á síðustu árum sínum var faðir minn algjörlega „senil“. Samningurinn við Braga h.f. — og hann skora ég á félagsmenn- ina að leyfa mér að sjá — er vitanlega hrein markleysa og verri, ef nokkuð er, fyrir við- komandi en ráðstöfunin á Her- disarvik." Hrefna sagðist vilja ljúka spjalli sínu með smá sögu um Einar og eignir hans, sem henni hefði verið sögð nýlega. Sagan hefði ekki farið margra á milli og væri víst áreiðanlega sönn. Á efri árum Einars bar svo til, að útgerðarmaður einn í Reykjavík fékk augastað á landrými í Laugarnesi undir saltfiskreit. Enginn virtist þó vita hver átti þessa landspildu. Við eftirgrennslan kom í ljós, að um var að ræða þinglesna eign Einars frá fyrri árum. Þetta vissu aðrir ekki og sjálfur hafði hann gleymt því, en um ævina eignaðist Einar og farg- aði geysimiklum eignum, bæði húsum, jörðum og hlunnindum. En þegar gamli maðurinn nú frétti, að hann ætti þessa land- spildu á Laugarnesi, sem falazt væri eftir, hýrnaði yfir honum og hann sagði: „Þarna sjáið þið — maður á nú sitt af hverju." Victor Zorza nýrri, hrokafullri ríkisstjórn sem hefði enn ekki vitneskju um í hverju alþjóðlegt vald felst, og hvöttu ráðamenn til þess að draga sig til baka, áður en það væri of seint. En á sama tima og Carter gerðist varfærnar i i orðum sin- um um brot gegn mannréttind- um, var hann seinn'til að gera- nokkrar grundvallartilslakanir á stefnu sinni. Þess í stað voru hann og að- stoðarmenn hans á fundum með fréttamönnum, og reyndu þar að útskýra það. að þeir fylgdu vel grundaðri en ekki aðeins ögrandi stjórnarstefnu. Að áliti fólksins i landinu jafnt sem Kremlverja væru Banda- ríkin í hnignun eftir Vietnam- striðið og Watergate-hneykslið. Þessi nýja ríkisstjórn hefði tek- ið upp ákveðna stefnu til að endurvekja stolt Bandarikja- manna og á sama tima að draga kjark úr Kremlverjum til að þeir notfærðu sér ekki ætlaðan veikleika Bandaríkjanna, eins og þeir hefðu gert í Angóla. Það gæti tekið langan tima fyrir Ráðstjórnarríkin að breyta þessari skoðun sinni og það gæti verið nokkur áhætta í þvi fólgin að láta Bandarikin virðast ávo árásargjörn, en Carter var ákveðinn í að standa fastur fyrir. Hann vildi gefa Sovétmönnum þann tíma sem þeir þyrftu til að venja sig við þessar nýju aðstæður og hann gerði sér grein fyrir þvi að Kremlverjar gengju i gegnum erfiða endurskipulagningu á Framhald á bls. 27 Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi: Er daudinn eðMegur? Margir veigra sér við að ræða um dauðann, þó að líf og dauði tengist órjúfanleg- um böndum. Margt er það í fari okkar. sem ýtir undir þá skoðun, að menn eigi ekki að láta tilfinningar sínar ■ Ijósi, „ekki eigi við að vera sorgmæddur“ og að það sé jafnvel ósæmilegt að gráta. Mörgum finnst erfitt að ræða um dauðann. Fyrir marga er orðið ,,dauði“ eða „andlát“ tengt sársauka og erfiðu tíma- bili, oft fyllt kvíða, angist og óöryggi á margan hátt. Sjálf- sagt er það einnig þess vegna m.a., sem margir eiga erfitt með að ræða um dauðann við börn sín. En þeir eru líka til, sem finnst það óviðeigandi að ræða þessi málefni við börn sín og eiga með þvi á hættu að auka á óöryggi þeirra og óvissu, sem oft ríkir um dauðann og það, sem honum fylgir. A erfiðum tímum, við alvar- leg slys, sjúkdóma, andlát o.þ.u.l. heyrum við gjarna sagt einhverjum til hróss e-ð á þessa leið: „hún stóð sig afburða vel“ — „hann kvartaði aldrei allan tímann“ — „hún er svo andlega sterk, hún grætur aldrei" o.s.frv. En um leið og þetta er sagt, ýtum við undir þá skoðun, að maður eigi helst ekki að láta tilfinningar sinar í Ijós, það sé jafnvel ósæmilegt að gráta, syrgja vina sína o.s.frv. Vinamissir er oft mjög erfið- ur og svo sársaukafullur, að það getur tekið mörg ár að græða þau sár, sem myndast undir slíkum kringumstæðum. Oft reynist auðveldara að ræða um dauðann út frá trúar- legum og heimspekilegum sjón- armiðum eins og: — trúir þú á framhaldslíf? — er líf eftir dauðann? — hvaða skoðun hef- ur þessi eða hinn trúflokkurinn á lifi að loknu jarðn. lifi? o.s.frv. Um þetta atriði er oft fjallað i fjölmiðlum og ætla ég því að hlaupa yfir það atriði þótt mik- ilvægt sé, en rita fyrst og fremst um lifið, sem við lifum hér-og-nú og þær mannlegu hliðar, sem snúa beint að okk- ur, þegar dauða ber að höndum, sjúkdóm, slys o.þ.h. og hvernig við bregðumst við á ýmsan hátt og mætum þessum erfiðleikum. Greininni verður skipt í 4 að- alkafla, sem fjalla um: 1) sorg, 2) sorgarviðbrögð, 3) afstöðu til dauðans og 4) börn og dauð- ann. I. hluti Þórir S. Guðbergsson hefur verið kennari um margra ára skeið í Reykjavfk og skólasl jóri í Vogum á Vatnsleysuströnd í nokkur ár. Hann hefur á undanförnum árum stundað félagsráðgjafa- nám í Noregi og vinnur nú hjá Sálfræðideildum skóla i Reykjavík. Þórir er einnig þekktur sem barnabókahöfundur, en hann hefur ásamt konu sinni Rúnu Gísladóttur, haft umsjón með Barna- og fjölskyIdusíðu Morg- unblaðsins. Sorg. Við þekkjum sennilega flest þær kringumstæður, þegar börn okkar hafa mætt mótlæti eða erfiðleikum og við segjum eitthvað á þessa leið: — Hættu nú þessu voli, drengur. Aldrei lét hann bróðir þinn svona! — Vertu bara glöð og hress eins og hún Anna. Þetta er ekki svona voðalega erfitt! — o.s.frv. Samt vitum við e.t.v. innst inni, að bræðurnir eru ekki eins, og við þurfum oft og á mismun- andi tímum á huggun og hlýju að halda. Og „dóttir okkar" er sorgmædd á þessu andartaki, sem hún kvartar og að baki þess geta legið ýmsar ástæður (og það skiptir hana ekki svo miklu máli, þó að allar Önnur og Jónar séu glöð og hress næt- ur og daga — það er engin huggun fyrir hana á þessari stundu!). Og börn þurfa að fá að vera sorgmædd „i friði" án þess að við séum að „skipa" þeim að hætta þvi og um leið að ýta undir þá skoðun, að við eig- um ekki að láta tilfinningar okkar i ljósi og að það sé næsta ósæmilegt að gráta. Við vitum einnig, að fullorðið fólk segir í fyllstu einlægni við erfiðar kringumstæður: — Stattu þig vel. Þetta líður fljótt hjá. — Reyndu bara að brosa og bera þig vel. Þú átt þó tvö heil- brigð börn eftir — o.s.frv. Ötrúlega margt virðist ýta undir þá skoðun, að álíta sorg ónauðsynlega, við eigum að „harka af okkur“ „bera okkur karlmannlega". En við getum einmitt aukið álag.syrgjandans með slíkum hugsunarhætti og orðalagi. Hann er í fyrsta lagi yfirkominn af sorg yfir missi ástvinar síns, og i öðru lagi fær hann auk þess slæma samvisku, hann má helst ekki látá tilfinn- ingar sínar í ljósi, sorg hans má ekki sjást. Ég las einu sinni grein eftir norska konu, þar sem hún skrif- ar um reynslu sina, eftir að hafa misst tvö börn. Hún lýsir tilfinningum sínum og hugsun- um, dvöl þéirra á sjúkrahúsi, samskiptum við lækna og hjúkrunarlið og segir m.a., að flestir foreldrar óski þess, að þeim sé sagður allur sannleikur og að þau fái að fylgjast með gangi mála frá degi til dags. Það sé að vísu erfitt hlutverk að „segja sannleikann" og að það sé alls ekki sama, hvernig það sé gert — en flestir óski eftír sem nánustum upplýsingum um málin og að þau séu skýrð fyrir þeim með einföldu og venjulegu orðalagi, sem al- menningur skilji, jafnvel með skýringarmyndum, teikningum o.þ.h. „Læknar eru oft i erfiðri að- stöðu,“ segir hún, ,,en við ósk- um ekki eftir þvi, að læknar segi, að við eigum að reyna að taka þessu vel, vera hughraust o.s.frv. Það er betra, að læknir- inn segi:-„Nú liður þér illa. Og þú hefur fullan rétt til þess. Ég get ekki huggað þig. En ég er hérna. „Og það er einmitt það, sem ég legg áherslu á. Nærvera fólks," segir hún, „ er miklu betri og dýrmætari en róandi lyf. Læknar eða aðrir, sem þora að halda í hendur á fólki eða leggja arma sina um axlir þeirra, eiga mikið t.þ.a. gefa fólki, sem fyllt er örvæntingu." Móðirin leggur þvi rika áherslu á, að allir fái að syrgja „i friði". Það séu ofur eðlileg og mannleg viðbrögð. „Allt líf er verðugt," segir hún, „hvort sem það varir i 5 mánuði eða 70 ár. Hvort sem við eigurn 5 börn og missum eitt eða aðeins eitt og missum það. Við erum fyrst og fremst sorgmædd yfir þvi, sent við erum að missa eða höfum þegar misst, án tillits til sorgar annarra. Við getum heldur ekki metið lífið eftir tímalengd þess... Dauðinn kom til okkar siðla kvölds í júní. Við vorurn ein með dóttur okkar. Iljúkrunar- fræðingurinn kom öðru hverju inn til okkar. Hið síðasta. sem dóttir okkar sá. voru andlit okk- ar, þaö síðásta, sem hún fann fyrir voru hendur okkar og það síöasta, sem hún heyrði voru hvíslandi raddir okkai'. Ög þeg- ar lif hennar slokknaði og dyrn- ar lukust endanlega að baki hennar, var 5 mánaða lifi lokið — en það var samt lif." Alll hefur sinn tima. Lika sársauki og sorg. Við lifum i veröld þar sem vélar. tækni, tölvur, vinna og hraði eru að ná undirtökum i lífi okkar, veröld, sent óðast er að gleyma öllum þeim mannlegu þáttum lifsins, sem gerir það þess virði að lifa þvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.