Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 21 Hrefna Benediktsson hann var þess alls ekki umkom- inn að gera þessa ráðstöfun, svo mark mætti telja á. Háskölinn er ekki vel að þvi kominn að „eiga" Herdisarvík og forsvars- mönnum hans er ekki annað en vorkunn að því að telja sig hafa einhverjar siðferðilegar skyld- ur um minningu Einars þessa vegna. „En ég vil enduraka það, sem ég hef áður sagt, að ég tel það ágætt að bækur pabba skyldu hafna í Háskólabókhlöð- unni. Það var lán í óláni," sagði Hrefna. „Hvað þessar ráðstafanir eigna Einars snertir má margt segja og ætla ég mér þegar þar að kemur, að koma atriðum á framfæri, sem mér vitanlega hafa aldrei verið rædd opinber- lega. Ég vil þó við þetta tæki- færi ekki láta hjá líða að minn- ast á Brága h.f. Ég hef líka óskað þess að fá að sjá gjörning þann, sem Einar á að hafa undirritað þá er hann seldi félagi þessu útgáfuréttindin að öllum verkum sínum árið 1938, aðeins tveimur árum áður en hann lézt. Reyndar fer tvenn- um sögum af þvi, hvort Einar hafi selt Braga h.f. eða gefið félaginu útgáfuréttindin. Upp- hæðin, sem nefnd er, ef sala hefur verið, er 7000 krónur, sem þá voru víst um 1000 doll- arar. Að vísu er það meira en sama upphæð nú, en illa þekkti ég pabba, ef hann hefði verð- lagt sjálfan sig í slíkum upp-. hæðum. Ef hann hugsaði yfir- leitt i tölum, voru upphæðirnar hærri en svona smásporslur. Eg hef fyrir fullt og allt hreinsað föður minn af orðrómi um, að hann hafi þjáðst af sjúk- dómi, sem ég nefni ekki framar á nafn í sambandi við hann. En hinu fær enginn breytt, að krufningarskýrsla hans, sem fyrr lá eins og mara á afkom- endum, sýnir það að hann hafði mikla æðakölkun. Þetta var vafalaust skýringin á því hversu fljótt hann eltist og and- leg hrörnun hans varð mikil. Það var alkunna á þessum tima, að á síðustu árum sínum var faðir minn algjörlega „senil". Samningurinn við Braga h.f. — og hann skora ég á félagsmenn- ina að leyfa mér að sjá — er vitanlega hrein markleysa og verri, ef nokkuð er, fyrir við- komandi en ráðstöfunin á Her- dísarvík." Hrefna sagðist vilja ljúka spjalli sinu með smá sögu um Einar og eignir hans, sem henni hefði verið sögð nýlega. Sagan hefði ekki farið margra á milli og væri vist áreiðanlega sönn. A efri árum Einars bar svo til, að útgerðarmaður einn i Reykjavik fékk augastað á landrými i Laugarnesi undir saltfiskreit. Enginn virtist þó vita hver átti þessa landspildu. Við eftirgrennslan kom í ljós, að um var að ræða þinglesna eign Einars frá fyrri árum. Þetta vissu aðrir ekki og sjálfur hafði hann gleymt því, en um ævina eignaðist Einar og farg- aði geysimiklum eignum, bæði húsum, jörðum og hlunnindum. En þegar gamli maðurinn nú frétti, að hann ætti þessa land- spildu á Laugarnesi, sem falazt væri eftir, hýrnaði yfir honum og hann sagði: „Þarna sjáið þið — maður á nú sitt af hverju." samkomulaginu og sagði að þær hefðu verið til Carters komnar frá þeim aðilum i Bandaríkjun- um sem hefðu hagsmuna að gæta varðandi smíði hergagna í landinu. Um tima virtist sem við vær- um enn á barmi kalda stríðsins. Áskorun Carters á ráðamenn í Moskvu um að virða mannrétt- indi kom Kremlverjum til að álíta, að hin nýja stjórn i Bandarikjunum leyfði sér að rengja pólitíska stöðu stjórnar- fyrirkomulagsins í Sovétríkjun- um og hernaðarstyrkleika þeirra. A Vesturlöndum voru margir — jafnvel þeir sem vin- veittir eru Bandarikjunum — þeirrar skoðunar, að aðgerðir Carters væru stórkostleg mis- tök, sem framkvæmdar væru af Victor Zorza nýrri, hrokafullri rikisstjórn sem hefði ean ekki vitneskju um i hverju alþjóðlegt vald felst, og hvöttu ráðamenn til þess að draga sig til baka, áður en það væri of seint. En á sama tíma og Carter gerðist varfæmar i i orðum sin- um um brot gegn mannréttind- um, var hann seinn "til að gera- nokkrar grundvallartilslakanir á stefnu sinni. Þess í stað voru hann og að- stoðarmenn hans á fundum með fréttamönnum, og reyndu þar að útskýra það, að þeir fylgdu vel grundaðri en ekki aðeins ögrandi stjórnarstefnu. Að áliti fólksins í landinu jafnt sem Kremlverja væru Bandu- ríkin i hnignun eftir Vietnam- stríðið og Watergate-hneykslið. Þessi nýja ríkisstjórn heföi tek- ið upp ákveðna stefnu til að endurvekja stolt Bandarikja- manna og á sama tima að draga kjark úr Kremlverjum til að þeir notfærðu sér ekki ætlaðan veikleika Bandarikjanna, eins og þeir hefðu gert í Angóla. Það gæti tekið langan tima fyrir Ráðstjórnarrikin að breyta þessari skoðun sinni og það gæti verið nokkur áhætta í þvi fólgin að láta Bandarikin virðast svo árásargjörn, en Carter var ákveðinn í að standa fastur fyrir. Hann vildi gefa Sovétmönnum þann tíma sem þeir þyrftu til að venja sig við þessar nýju aðstæður og hann gerðí sér grein fyrir þvi að Kremlverjar gengju i gegnum erfiða endurskipulagningu á Framhald ábls. 27 Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi: Er dauðinn edlilegur? Margir veigra sér við að ræða um dauðann, þó að líf og dauði tengist órjúfanleg- um böndum. Margt er það í fari okkar, sem ýtir undir þá skoðun, að menn eigi ekki að láta tilfinningar sínar í Ijósi, „ekki eigi við að vera sorgmæddur" og að það sé jafnvel ósæmilegt að gráta. Mörgum finnst erfitt að ræða um dauðann. Fyrir marga er orðið „dauði" eða „andlát" tengt sársauka og erfiðu tíma- bili, oft fyllt kvíða, angist og óöryggi á margan hátt. Sjálf- sagt er það einnig þess vegna m.a., sem margir eiga erfitt með að ræða um dauðann við börn sín. En þeir eru líka til, sem finnst það óviðeigandi að ræða þessi málefni við börn sín og eiga með þvi á hættu að auka á óöryggi þeirra og óvissu, sem oft ríkir um dauðann og það, sem honum fylgir. Á erfiðum tímum, við alvar- leg slys, sjúkdóma, andlát o.þ.u.l. heyrum við gjarna sagt einhverjum til hróss e-ð á þessa leið: „hún stóð sig afburða vel" — „hann kvartaði aldrei allan tímann" — „hún er svo andlega sterk, hún grætur aldrei" o.s.frv. En um leið og þetta er sagt, ýtum við undir þá skoðun, að maður eigi helst ekki að láta tilfinningar sinar í ljós, það sé jafnvel ósæmilegt að gráta, syrgja vina sina o.s.frv. Vinamissir er oft mjög erfið- ur og svo sársaukafullur, að það getur tekið mörg ár að græða þau sár, sem myndast undir slíkum kringumstæðum. Oft reynist auðveldara að ræða um dauðann út frá trúar- legum og heimspekilegum sjón- armiðum eins og: — trúir þú á framhaldslif? — er líf eftir dauðann? — hvaða skoðun hef- ur þessi eða hinn trúflokkurinn á lífi að loknu jarðn. lífi? o.s.frv. Úm þetta atriði er oft fjallað í fjölmiðlum og ætla ég því að hlaupa yfir það atriði þótt mik- ilvægt sé, en rita fyrst og fremst um lífið, sem við lifum hér-og-nú og þær mannlegu hliðar, sem snúa beint að okk- ur, þegar dauða ber að höndum, sjúkdóm, slys o.þ.h. og hvernig við bregðumst við á ýmsan hátt og mætum þessum erfiðleikum. Greininni verður skipt í 4 að- alkafla, sem fjalla um: 1) sorg, 2) sorgarviðbrögð, 3) afstöðu til dauðans og 4) börn og dauð- ann. I. hluti Þórir S. Guðbergsson hefur verið kennari um margra ára skeið í Reykjavík og skólastjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd í nokkur ár. Hann hefur á undanförnum árum stundað félagsráðgjafa- nám í Noregi og vinnur nú hjá Sálfræðideildum skóla í Reykjavfk. Þórir er einnig þekktur sem barnabókahöfundur, en hann hefur ásamt konu sinni Rúnu Gísladóttur, haft umsjón með Barna- og fjölskyldusíðu Morg- unblaðsins. Sorg. Við þekkjum sennilega flest þær kringumstæður, þegar börn okkar hafa mætt mótlæti eða erfiðleikum og við segjum eitthvað á þessa leið: — Hættu nií þessu voli, drengur. Aldrei lét hann bróðir þinn svona! — Vertu bara glöð og hress eins og hún Anna. Þetta er ekki svona voðalega erfitt! — o.s.frv. Samt vitum við e.t.v. innst inni, að bræðurnir eru ekki eins, og við þurfum oft og á mismun- andi tímum á huggun og hlýju að halda. Og „dóttir okkar" er sorgmædd á þessu andartaki, sem hún kvartar og að baki þess geta legið ýmsar ástæður (og það skiptir hana ekki svo miklu máli, þó að allar Önnur og Jónar séu glöð og hress næt- ur og daga — það er engin huggun fyrir hana á þessari stundu!). Og börn þurfaað fá að vera sorgmædd „i friði" án þess að við séum að „skipa" þeim að hætta því og um Ieið að ýta undir þá skoðun, að við eig- um ekki að láta tilfinningar okkar i ljósi og að það sé næsta ósæmilegt að gráta. Við vitum einnig, að fullorðið fólk segir i fyllstu einlægni við erfiðar kringumstæður: — Stattu þig vel. Þetta líður fljótt hjá. — Reyndu bara að brosa og bera þig vel. Þú átt þó tvö heil- brigð börn eftir — o.s.frv. Ötrúlega margt virðist ýta undir þá skoðun, að álíta sorg ónauðsynlega, við eigum að „harka af okkur" „bera okkur karlmannlega". En við getum einmitt aukið álag syrgjandans með slíkum hugsunarhætti og orðalagi. Hann er í fyrsta lagi yfirkominn af sorg yfir missi ástvinar síns, og i öðru lagi fær hann auk þess slæma samvisku, hann má helst ekki láta tilfinn- ingar sínar i ljósi, sorg hans má ekki sjást. Ég las einu sinni grein eftir norska konu, þar sem hún skrif- ar um reynslu sina, eftir að hafa misst tvö börn. Hún lýsir tilfinningum sínum og hugsun- um, dvöl þeirra á sjúkrahúsi, samskiptum við lækna og hjúkrunarlið og segir m.a., að flestir foreldrar óski þess, að þeim sé sagður allur sannleikur og að þau fái að fylgjast með gangi mála frá degi til dags. Það sé að vísu erfitt hlutverk að „segja sannleikann" og að það sé alls ekki sama, hvernig það sé gert — en flestir óski eftir sem nánustum upplýsingum um málin og að þau séu skýrð fyrir þeim með einföldu og venjulegu orðalagi, sem al- menningur skilji, jafnvel með skýringarmyndum, teikningum o.þ.h. „Læknar eru oft i erfiðri að- stöðu," segir hún, „en við ósk- um ekki eftir þvi, að læknar segi, að við eigum að reyna að taka þessu vel, vera hughraust o.s.frv. Það er betra, að læknir- inn segi:-„Nú líður þér illa. Og þu hefur fullan rétt til þess. Ég get ekki huggað þig. En ég er hérna. „Og það er einmitt það, sem ég legg áherslu á. Nærvera fólks," segir hún, „ er miklu betri og dýrmætari en róandi lyf. Læknar eða aðrir, sem þora að halda í hendur á fólki eða leggja arma sina um axlir þeirra, eiga mikið t.þ.a. gefa fólki, sem fyllt er örvæntingu." Móðirin leggur þvi ríka áherslu á, að allir fái að syrgja ,,í friði". Það séu ofur eðlileg og mannleg viðbrögð. „Allt líf er verðugt," segir hún, „hvort sem það varir i 5 mánuöi eða 70 ár. Hvort sem við eigum 5 börn og missum eitt eða aðeins eitt og missum það. Við erum fyrst og fremst sorgmædd yfir þvi, sem við erum að missa eöa höfum þegar misst, án tillits til sorgar annarra. Við getum heldur ekki metið lífið eftir tímalengd þess.. . Dauðinn kom til okkar siðla kvölds í júní. Við vorum ein með dóttur okkar. Hjúkrunar- fræðingurinn kom öðru hverju inn til okkar. Hið síðasta. sem dóttir okkar sá, voru andlit okk- ar, það síða'sta, sem hún fann fyrir voru hendur okkar og það síðasta, sem hún heyrði voru hvíslandi raddir okkar. Og þeg- ar lif hennar slokknaði og dyrn- ar lukust endanlega að baki hennar, var 5 mánaða lífi lokið — en það var samt lif." Allt hefur sinn tima. Lika sársauki og sorg. Við lifum i veröld þar sem vélar. tækni, tölvur, vinna og hraði eru að ná undirtökum i lífi okkar. veröld. sem óðast er að gleynia ölkmi þeim mannlegu þáttum lífsin.s, sem gerir það þess virði aö lifa þvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.