Morgunblaðið - 15.10.1977, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.10.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 23 Landsþing Landssambands slökkviliðsmanna: Alyktar að stofnaður skuli skóli fyrir slökkviliðsmœn FIMMTA þing Landssambands Slökkviliðsmanna var haldið dag- ana 8.—9. október s.l. að Hótel Esju. Formaður sambandsins, Ár- mann Pétursson, setti þingið og þakkaði Gunnari Thoroddsen félagsmálaráðherra og Ölafi G. Einarssyni alþingismanni fyrir þátt þeirra í endurskoðun laga um hrunavarnir og brunamál. Þá tók Gunnar Thoroddsen til máls og ræddi m.a. um nauðsyn þess fyrir bæi og sveitarfélög að hafa vel þjálfað og vel útbúið slökkvilið til taks. Nokkrir aðrir tóku til máls og m.a. flutti Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri í Reykjavik erindi.sem nefndist Samstarf slökkviliða á höfuð- borgarsvæðinu. Miklar umræður urðu um öryggismál slökkviliðsmanna og var skipuð nefnd til að vinna að r Arleg ljósaperu- sala Lionsmanna í Garðabæ og Bessastaðahreppi LIONSKLUBBUR Garðabæjar og Bessastaðahrepps verður nú um helgina með sína árlegu ljósa- perusölu. Verður ágóðanum nú sem áður varið til ýmiss konar líknar- og menningarmála. Meðal nýrra verkefna, sem haf- in eru, má nefna aðstoð við starf- semi vistheimilisins á Vífilsstöð- um. Þar er unnið mjög veigamikið starf við meðhondlun fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða. því í samráði við stjórnvöld að koma á skóla fyrir slökkviliðs- menn. Mývetningar í viðbragðsstöðu MWETNINGAR eru um þessar mundir að búa sig undir viðbrögð vegna næstu hrinu á Kröflusvæð- inu, að því er Jón Illugason odd- viti tjáði Morgunblaðinu í gær. Var í gærkvöldi haldinn borgara- fundur á vegum Almannavarna- ráðs. þar sem Páll ^Einarsson, jarðeðlisfræðingur, m.a. kynnti jarðfræðilegar aðsta'ður á svæð- inu. Einnig var í gær gerð tilraun með neyðarsímakerfið I Mývatns- sveit, og tókst hún vel í flestu tilfelli. Landris heldur áfram á svæðinu með jöfnum hraða en að öðru le.vti er þar fremur kyrrt. Verið er að skipa um borð i skip erlendis rörum, sem komið gætu að notum við hraunkælingu i Mý- vatnssveit, ef þar skyldi brjótast upp jarðeldur, Vegna útskipunar á þessum rörum, þurfti aðili hér á landi að ná símasambandi við Danmörku og óskaði eftir því að fá heimild til að hringja. Verk- fallsverðir hjá Pósti og síma veittu hins vegar ekki umbeðna heimild. Flugleiðir í þýzkum sjónvarpsþætti um ódýr fargjöld KVIKMYNDATÖKUFLOKKUR frá þýzka sjónvarpinu Saar Rund- funk hefur lokið við töku kvik- myndar um Flugleiðir þar sem fjallað er um lágu fargjöldin yfir Atlantshaf. Rauði þráðurinn í myndinni er um það hvers vegna fólk fljúgi með Laker frá London í leiguflugi þegar önnur félög bjóða jafn hagstæð farfjöld í áætlunarflugi og er þar sérstak- lega beint augum að Flugleiðum. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða þá barst skrifstofu Flugleiða í Frankfurt fyrirspurn í siðustu viku frá Saar Rundfunk um Atlantshafsflugið, en þeir höfðu þá eftir athugun komizt að þeirri niðurstöðu að fargjöld Flugleiða frá Luxemburg til New York eru svipuð og fargjöld Lak- ers frá London þegar búið er að bæta við kóstnaði við að komast til London auk ýmissa ákvæða sem fylgja leigufluginu. Sveinn sagði að þessi kvikmynd væri gerð fyrir dagskrá I í þýzka sjónvarpinu fyrir útsendingar á fimmtudagskvöldum þegar fjall- að væri um mál sem væru ofar- lega á baugi, en að jafnaði munu um 25 millj. manna sjá þáttinn. Sveinn fór til Luxemborgar í fyrri viku til þess að aðstoða þýzku sjónvarpsmennina. Þar tóku þeir myndir af tveimur lendingum Flugleiðaþotu, en á leiðinni til íslands mynduðu þeir síðan flug- freyjur við störf í flugvélunum og í Keflavík mynduðu þeir lend- ingu með því að vera frammi í flugstjórnarklefanum. Kvað Sveinn sjónvarpsmennina hafa verið mjög ánægða með þá þjón- ustu sem þeir fengu við verk sitt. Síðan var haldið áfram til New York þar sem mynduð var aðstaða ýmissa flugfélaga, en aldrei aðrar flugvélar en vélar Flugleiða. M.a. verða í þættinum upplýs- ingar um Lufthansa og Pan Ameriean. INNLENT Hlutavelta Kvennadeildar S.V.F.Í. í Reykjavík Slysavarnakonur með hina f jölmörgu vinninga í sérstöku skyndihappdrætti. fyrir allt sem gert er til varnar þeim, þá þýðir ekki að slaka neitt á, heldur berjast áfram af öllu afli. En eins og allir vita þá þarf að gera meira, og allt kost- ar peninga. Nú leita þær enn á náðir Reykvíkinga og treysta því, að þeir komi sem flestir á hlutaveltuna á sunnud. 16. okt. Hefst hún kl. 2.00 i Iðnaðar- mannahúsinu við Hallveigar- stig. A hlutaveltunni verða eng- in núll, allir fá eitthvað. Svo i einu horninu verða þær með skyndihappdrætti, þar verða margir góðir vinningar. Einnig verða boðnir lukkupakkar, Vonast þær til þess að borgar- búar láti ekki verkfall og strætisvagnastopp aftra sér frá þvi að koma á hlutaveltuna, og um leið freista þess að fá marga góða hluti fyrir lítinn pening, um leið og þeir Ieggja sinn skerf til slysavarna i landinu. (Fréttatilk.vnning frá Kvennadeild SVFI.). Afli á úthaldsdag eykst hjá togurunum: Meðalskiptaverðmæti hjá GuðbjörguíS 1120 þús. kr. á dag ÞRÁTT fyrir stærri möskva, fleiri friðuð svæði og tal um minnkandi fiskgengd og ýmsar aðrar takmarkanir á sókn ís- lenzka togaraflotans, þá hefur meðalafli þeirra pr. úthaldsdag aukizt töluvert á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Meðalafli minni skuttogara hefur verið 9,5 lestir á dag á þessu ári, en í fyrra var meðalaflinn 8,7 lestir. Meðal- afli stærri skuttogara er nú 12.3 lestir en var í fyrra 11.0 lestir. Kemur þetta fram í yfiriiti't Landssambands ísl. útvegsmanna um aflamagn, aflaverðmaúi og út- haldsdaga togaranna frá 1. janúar s.l. til 15. september s.l. Þrir skuttogarar eru með yfir 1 milljón kr. skiptaverðmæti pr. út- haldsdag, allir af minni gerð. Eru það Guðbjörg ÍS, þar er maðal- skiptaverðmætið kr. 1.120.000, Júlíus Geirmundsson ÍS með kr. 1.064.000 og Bessi ÍS með kr. 1.033.000 á dag. Guðbjörg er jafn- framt aflahæsti skuttogari á land- inu yfir þennan tima, og er heild- araflinn 3.723 lestir og brúttó- verðmæti kr. 309.097.000. Harðbakur EA er með hæsta meðalskiptaverðmæti á úthalds- dag af stærri skuttogurum, eða 989.000 kr., þá kemur Svalbakur EA með 927,000 og þvi næst Ögri RE með 892.000 kr. Guðbjörg ÍS er ennfremur með mestan meðalafla á úthaldsdag, 14.8 lestir, og tveir næstu togarar af minni gerð eru Júlíus Geir- mundsson ÍS með 13.9 lestir og Bessi ÍS með 13.6 lestir. Vigri RE er með mestan meðalafla stærri skuttogara eða 14.7 lestir, þá kemur Ögri RE með 14.5 lestir og þá Harðbakur EA með 13.7 léstir. Hjá stærri skuttogurum er meðalskiptaverðmæti á kíló hæst hjá Sléttbaki EA kr. 73.80 á kíló, Svalbakur ‘EA hefur fengið þr. 73.70 á kíló og Kaldbakur EA kr. 72.30 á kiló, eh allt eru þetta togarar Utgerðarfélags Akureyr- mga. Bjartur NK er með hæsta meðalskiptaverð á kíló af minni skuttogurum eða kr. 79.40, þá kemur Ólafur Bekkur ÓF með kr. 79.30 og Rauðinúpur ÞH með kr. 77.00. Þorsteinn Viggósson sagði m.a. við opnunina: ,,Við högum inn- kaupum þannig að allt er sam- valið — ef kona ætlar að fá sér kjól þá á hún um leið að geta fengjð hér viðeigandi skó og tösku í stað þess að þurfa að leita dyrum og dyngjum að því sem með þarf til að ná heildarsvipn- um. Vegna álagningarreglna hér á tslandi eru þær vörur, sem hér fást, ódýrari en í nágrannalönd- unum, enda þótt flutningskostn- aður sé töluverður, en ég hef komist að þeirri niðurstöðu að til þess að trygéja að alltaf sé nægi- legt vörumagn i verzluninni sé nauðsynlegt að flytja vörurnar hingað í flugi." Það vakti athygli á tízkusýn- ingunni á Hótel Holti að MoonS- fötin voru öllu litskrúðugri en is- lenzkar konur klæðast alla jafna. Þorsteinn kvaðst þeirrar skoð- unar að þær væru smám saman að láta af íhaldssemi i sambandi við litaval, „enda veitir ekki af i akammdeginu", sagði hann. Þorsteinn Viggósson ásanit Maríu VYaltersdóttur í hinni nýju tízku- verzlun. Marteinn Viggósson, bróðir Þorsteins, og María Waltersdóttir munu veita Moons-verzluninni forstöðu, en sjálfur ætlar Þor- steinn að sjá um innkaupin ásamt Nellie og Peter Kops, sem hafa Norðurlandaumboð fyrir Moons, og reka verzlun með sama nafrii i Kaupniannahöfn. Næstkomandi sunnudag 16. okt. verða Slysavarnafélags- konurnar í Re.vkjavík með sína árlegu hlutaveltu. Þær hafa undanfarinn mánuð unnið baki brotnu við að safna munum á hlutaveltuna. Eru þær búnar að koma víða við f verzlunum og öðrum fyrirta>kjum hér í borg- inni og eins og alltaf áður hefur þeim verið tekið fádæma vel. Eru þær ákaflega þakklátar öllum þeim, sem stutt hafa þær í þessari stærstu fjáröflun þeirra á árinu. Kvennadeildin hér i Reykja- vík hefur alltaf verið sterkasta ' stoð Slysavarnafélagsins í fjár- öflun til slysavarna i iandinu. Hafa þær unnið ómetanlegt gagn með dugnaði sínum og áhuga á þessu góða málefni. Kvennadeildin hefur núna gert stóra pöntun á plastspelkum til notkunar í alvarlegum slysatil- fellum, sem gefa á til Stóll frá Módelhúsgögnum sem gefinn var sem vinningur. björgunarsveita SVFÍ viðs- vegar um landið. Þá hefur hún einnig veitt bjsv. Ingólfi i Reykjavik styrk til kaupa á björgunarbúnaði. Nú þegar sl.vsum fjölgar þrátt Moons — ný tízkuverzl- un í Þingholtsstræti I fyrradag var opnuð ný tízku- verzlun í Reykjavík. Eigandi verzlunarinnar er Þorsteinn Viggósson, sem mörg undanfarin ár hefur verið við veitingarekstur í Kaupmannahöfn. 1 hinni nýju verzlun, sem er til húsa í Þingholtsstræti 1, verða seldar tízkuvörur, sem nær eingöngu eru ítalskar, að mestu leyti frá fyrirtækinu Moons. S.I. þriðjudag var haldin tízku- sýning í Hótel Holti til kynningar á vörum þeim, sem seldar verða i Moons. Verzlunin leggur áherzlu á að hafa á hoðstólum bæði dag- og kvöldklæðnað, yfirhafnir og skófatnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.