Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 27 Fjórar ferð- ir innanlands 1 GÆR tókst að fara fjórar ferðir f innanlandsfluginu; tvær til Akureyrar, eina til Húsavíkur og eina til Sauðárkrðks. Allt innan- landsfiug er sjðnflug og byggist því á gððu skyggni. Breytist veður meðan vél er I lofti og takist henni ekki að ljúka ferð sinni á áætlunarstað, eru gefnar undan- þágur til að vélin fái blindflugs- heimild og megi fljúga til þess staðar sem hún fór upphaflega frá. — Crosby Framhald af bls. 1 Oscars-verðlaun fyrir leik sinn í myndinni „Going May Way" þar sem hann kom fram í prestshlutverki. Hann var aðal- lega frægur sem leikari fyrir svokallaðar „Road" kvikmyndir sem hann lék í ásamt Bob Hope og Dorothy Lamour. Hann sagði nýlega að hann hefði haft mest gaman að leika í „High Society" með Grace Kelly og Louis Arm- strong. Þegar Crosby var ekki að syngja eða leika var hann venjulega að finna á golfvellin- um — eða við laxveiðar. Hann kom oft til íslands til að veiða lax, siðast í sumar. Hann var að leika golf i dag með spænska golfmeistaranum Manuel Pineiro gegn tveimur spænskum andstæðingum þeg- ar hann hneig niður eftir 11. holuna á veili La Moraleja- klúbbsins. Hann var strax flutt- ur í Cruz Roja-sjúkrahúsið þar sem hann lézt af hjartaslagi. Crosby var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Dixie Lee, sem lézt fyrir riimum 20 árum, og þau áttu tvo syni. Hann kvænt- ist siðari konu sinni, Kathryn Grant, 1957, og þau áttu tvo syni og eina dóttur. Crosby og Kathy kona hans voru i London fyrr í mánuðinum. Hún fór heim til Bandarlkjanna og Bing til Spánar að spila golf. Nokkur frægustu lög hans eru: „When the Blues of the Night" (einkennislag hans), „White Christmas" (mestamet- söluplata allra tima). -------------« » ? — Höfum í... . Framhald af bls. 3. rettui a samninysiimanuin yrou gerðar breytingar á vísitölureglum almennra kjarasamninga i landinu á gildistima samnings. í umræðunum kom fram gagnrýni á fundinn á Hótel Sögu. Töldu ræðumenn undirbúning þess fundar og framkomu stjórnarmanna þar hafa orðið til þess að fella það samkomulag sem þar var til um- ræðu Sögðust menn fagna þeim undirbúningi og þeirri kynningu sem hinn nýi samningur fengi nú. Hvöttu flestir fundarmenn til að samningurinn fengi atkvæði sam- kvæmt samvizku manna. Þórhallur Halldórsson kvaðst viðurkenna að undirbúningur Sögufundarins og meðferð þar hefði orðið til að fella það samkomulag sem þar hefði ver- ið til umræðu. En við höfum nú i höndunum mun betra samkomulag og vona ég að fólk greiði því at- kvæði sitt i atkvæðagreiðslunni um helgina. sagði Þórhallur að lokum Það vakti athygli fundarmanna er þeir komu til fundar, að fyrir utan Skúlatún 2 dreifði útsendari Einingarsamtaka kommúnista marx- ista-leninista, flugunti þar sem for- ystumönnum starfsmannafélagsins var úthúðað. voru þeir sagðir m.a. „uppkeyptir einstaklingar i röðum vinnandi alþýðu", svo vitnað sé í ritið. í þvi voru einnig ýmis pólitisk slagorð, sem fundarmenn töldu ekki eiga heima i sinni kjarabaráttu. I fundarlok voru þessir dreifiaðilar orðnir þrír og dreifðu þá einnig Neista. m.a. skiptaráðherra lagðí í þessum sambandi áherzlu á mikilvægi oliunnar úr Norðursjó og sagði að þróunin stefndi til verulegs greiðsluafgangs. í París var tilkynnt að í fyrsta skipti i tvö ár hefði orðið afgang- ur á viðskiptajöfnuði Frakka i september eða 84 milljónir doll- —Nóbelsverðlaun Framhald af bls. 1 hólmi þar sem hann starfaði unz hann Iét af störfum 1965. A árunum eftir 1930 hvöttu Ohlin og aðrir ungir hagfræð- ingar til aukinna ríkisafskipta í samræmi við hugmyndir John Maynard Keynes. Hann varð formaður Frjálslynda flokksins 1944 og var um skeið viðskipta- ráðherra f sænsku stríðsstjórn- inni. Ohlin var harður ræðumaður og gagnrýndi það sem hann kallaði skriffinnskuþróun Svia. Litlu munaði að hann yrði for- sætisráðherra þegar jafnaðar- menn töpuðu fylgi i kosningun- um 1948 og 1957. Hann var leið- togi stjórnarandstöðunnar til 1967. Prófessor Meade stundaði nám i Oxford og Cambridge og varð lektor i Oxford. Hann var einn helzti hagfræðiráðunautur brezku stjórnarinnar í strfðinu og varð prófessor við London School of Economics 1947. Tiu árum siðar fór hann til Cam- bridge en dró sig i hlé 1968. Hann átti mikinn þátt í stofnun alþjóðatollamálastofnunarinn- ar GATT. Nýlega lauk hann við könnun á brezka skattakerfinu og skýrsla hans verður birt f jantiar. — Óróavika Framhald af bls. 1 ummæli hans voru túlkuð þannig að ekkert yrði gert þótt dollarinn haldi áf ram að lækka. Bankastjóri japanska seðlabankans svaraði í dag ummælum Blumenthals á þá leið að þau hefðu verið „óvarkár" og leitt til siðustu hækkunar yens- ins. Síaukinn greiðsluafgangur Jap- ana hefur sætt gagnrýni, en þeir hafa sýnt merki þess að þeir ætli að draga úr greiðsluafganginum og það ætti að draga úr hækkun yensins og hjálpa dollarnum. í London var tilkynnt í dag að 266 milljóna punda afgangur hefði orðið á greiðslujöfnuði Breta í september og 526 milljóna punda afgangur miðað við. 665 milljón punda halla á fyrsta helm- ingi ársins. Edmund Dell vió- — Þroskahjálp á Suðurnesjum Framhald af bls. 5. vandamál barnsins ekki. Sér- fróðir menn segja að best sé að bregðast skjótt við meðan barnið er á unga aldri. Bilið er þá minnst milli þroskaheftra barna og ann- arra, en ef ekkert er að gert verð- ur það enn meir siðar. Það er vissulega réttmætt að sýna for- eldrum samúð, en vorkunnsemi hjálpar engum. Ég kemst ekki hjá þvi að minn- ast á þá hlið sem snýr að öllum almenningi. Það má viða sjá dæmi um þroskahefta afstöðu almenn- ings. Tökum dæmi um fólk, sem við köllum þroskað í daglegu tali. Ef til vill var það þú eða ég. Við vorum að fá okkur sundsprett i laug út á landi. Allt i einu ber að bifreið með hóp af þroskaheftum börnum. Og viti menn, þegar þau voru komin í laugina, þá fórum við hin upp úr. Var það ekki til þess að sýna að við vildum ekki vera talin með þeim. En einmitt vegna þess, að við fórum upp úr létum við í ljós vanþroska okkar. Þessi saga er því miður sönn. Minnumst þess, að þroskaheftir hafa sama rétt á að lifa og við hin. Málefni þroskaheftra eru einn- ig stjórnmálalegs eðlis. Hafa þeir sem berjast fyrir málum á Al- þingi gleymt þeim sem ekki geta greitt atkvæði? Ég trúi því að flestir stjórnmálamenn vilji vel, en þeir valda oft hrikalegum von- brigðum. VIII. _______LOKAORÐ_______ Um 100 börn teljast þroskaheft á Suðurnesjum. Ef byggðarlögin á Suðurnesjum sameinast um að kalla þá sem valdið hafa til ábyrgóar, þá fara hlutirnir að ger- ast. En það þarf samstöðu til þess að svo verði. Vekjum þá sem blunda og höldum þeim vakandi, sem beina sjónum sínum að mál- efnum þroskaheftra. Neitum þvi í sameiningu, að Suðurnes geti hvað eftir annað verið afgreidd sem nýlenda Reykjavíkursvæðis- ins, og þarfir þeirra sem hér búa sniðgengnar, ekki síst þeirra sem enga rödd hafa til þess að koma málum sinum á framfæri. Siðast en ekki síst vil ég ítreka, að erindi Krists og boðskapar hans við þennan heim var og er að gera hann mennskari. Ef við vilj- um kallast kristnir, þá hljótum við að taka þátt i þeirri baráttu, sem háð er fyrir auknum mann- réttindum i heiminum. Köllum menn til ábyrgðar um þetta mannúðarmál, sem öllum ætti að vera hugleikið. Höldum þeirri gióð lifandi, sem þegar hefur ver- ið kveikt. Hún kviknaði með þeim boðskap, sem hljómaði fyrir nær tvö þúsund árum og bergmálar nú í sálminum góða: Eigi stjörnum ofar á ég þig að finna, meðal bræðra minna mfn þú leitar Guð. Hvar sem þrautir þjaka, þig ég heyri biðja: Viltu veikan styðja, vera hjá mér þar? „Viltu veikan styðja, vera hjá mér þar?" Hvert er svar þitt við þeirri spurningu? Svörum henni i yerki með þvi að ná sigri í málefn- um þroskaheftra á Suðurnesjum. Sú viðleitni, sá kærleikur í verki, mun efla og styrkja þroskahefta á sama hátt og sólin fær veikan gróður til að vaxa og dafna með töfrum sinum og fegurð. — Minning Jónína Framhald af bls. 31. án þess aó fá mat og drykk og aldrei gleymdust hestarnir, alltaf var til tugga fyrir þá. Þetta þótti sjálfsagður hlutur og aldrei króna tekin fyrir, þó efnin væru litil. Það sannaðist á þeim gamla mál- tækið, þar sem hjartarúmið er nóg, verður húsrúmið það líka. Tveimur árum eftir andlát Helga fluttist hún til Reykjavíkur með yngri fósturson sinn og átti þar heima í tíu ár en fluttist þaðan í Kópavog þar sem hún dvaldist þangað til hún fór á Hrafnistu, en þar dvaldist hún síðastliðin níu ár. Þar naut hún umhyggju og mjög góðrar hjúkrunar síðustu stundirnar. Einnig vil ég geta stofusystur hennar, og hversu vel hún reyndist henni. Að leiðarlokum þakka ég ömmu öll liðnu árin og allt það sem hún hefur fyrir mig gert. Smári Þ. Sigurðsson. — SALT- samkomulag Framhaldaf bls. 21 stefnu sinni, — en þetta væri óhjákvæmilegt því þeir hefðu horft upp á niðurlægingu Bandaríkjanna og því hefði endurvakið sjálfstraust Banda- ríkjamanna komið þeim í opna skjöldu. Carter bjóst við því að erfið- leikar yrðu i samskiptum þjöð- anna í nokkra mánuði, en aó lokum myndu Sovétrikin breyta stefnu sinni og Moskva verða samvinnuþýðari en áður. Þetta virðist vera upp á ten- ingnum að miklu leyti vegna þessara aðgerða Carters, sem hann framkvæmdi undir hand- leiðslu Zbigniew Brzezinski. En þessi árangur er ekki einhliða. Ráðstjórnarrikin hafa slakað á kröfum sinum, en það hafa Bandaríkjamenn einnig gert — eins og Carter hefur lýst yfir. Hvita húsið hefur nálgazt nokk- uð skoðanir Kremlverja á mál- efnum Mið-Austurlanda, og það hlýtur að hafa verið nokkur hjálp þeim leiðtogum Sovét- manna, sem halda vildu áfram samningaviðræðum við Banda- ríkjamenn. Því þá gátu þeir reynt að sannfæra þrjózkari samstarfs- menn sina um, að ástæða væri til að hafast eitthvað frekara að. Saltsamkomulagið er ekki enn komið á lokastig og báðir aðilar hafa gætt þess að leggja áherzlu á það, að nokkur mikil- væg ágreiningsefni væru enn óleyst. En þótt hvorugur vilji láta hafa það eftir sér opinber- lega um hvað hafi samizt og hvað ekki, haf a þeir sagt nóg til þess að það er ljóst, að grund- vallarárangur hefur náðst. Þar sem báðir álita Salt- samkomulagið vera lykilinn að detente, þá er full ástæða til að búast við bættum samskiptum þjóðanna. En á meðan við verðum að bíða eftir opinberum yfirlýs- ingum til að greina nákvæm- lega hver árangurinn er orðinn, er það engum vafa bundið að andinn er annar — og það er mjög mikilvægt, þótt einhverjir hafi megnustu ötrú á „andan- um" einum saman. Breytingin hlýtur að vera þeim sérstaklega ljós, sem yfirgáfu Washington fyrir stuttu — eins og ég — þegar gagnkvæmar ásakanir og vantraustsyfirlýsingar voru i hámarki, og hafa snúið þangað aftur nú og finna að samskiptin fara síbatnandi. Slik fjarvera er góð mælistika á árangurinn. Það er ljóst, að koma Gromykos sjálfs til Bandaríkj- anna hefur hjálpað til við að sannfæra hann um að aðstæður væru nú hagstæðari til samninga. Það getur verið að um hin flóknu vandamál varð- andi Saít þurfi að semja með varfærni, en afstaða Carters til mannréttinda er Kremlverjum næstum jafn mikilvæg. Kreml- verjar hafa oft sagt, að afdrátt- arlaus afstaða Carters til mann- réttinda væri ekki i samræmi við „detente", sem ein gæti tryggt frið í heimi, þar sem ekki yrði þverfótað fyrir kjarn- orkuvoþnum. Þessi rök studdi Kissinger harðlega. Gromyko kom til Bandarikj- anna til að heyra, að „mannrétt- indi gætu ekki verið eina tak- markið i utanrikisstefnu okk- ar", að leið sem hjálpaði Banda- ríkjunum að nálgast eitt af markmiðum sinum, eins og mannréttindin „gæti fært okk- ur fjær öðrum markmiðum". En að þessu sinni var það ekki Kissinger sem talaði, heldur Carter sjálfur, í grein sem skrifuð var fyrir blaðið Balti- more Sun óg endurútgefin út um allan heim. Það er þessi breytta afstaða, sem hefur stuðlað að því að sannfæra Kremlverja, um að timi sé til kominn að snúa sér að grundvallarmálefnum. Victor Zorza, 1977. Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Reykjavikurborgar og Starfsmannafélags Reykja víkurborgar Atkvæðaqreiðslan fer fram í MIÐBÆJARSKÓLANUM laugardaginn 15. okt. frá 10—20 og sunnudaginn 16. okt. frá kl. 10—19. Skrifstofa vegna atkvaeðagreiðslunnar verður að Tjarnargötu 12 Simar skrifstofunnar eru: Yfirstjóm: 28237 Hún verður opin frá kl 9—24 í dag og á morgun Þar liggur samningurinn frammi til nánari athugunar fyrir félagsmenn, svo og kjörskrá. Kjorskrá 28561 Samningurinn: 28544 FÉLAGAR - FJOLMENNUM TIL ATKVÆÐAGREIÐSLUNNAR: - KJ0SUM SNEMMA: SAMEINUMST UM BÍLFAR Á KJÖRSTAÐ M.i&i'm t.< i i < i Im««M<MMAMUMU#JMMi*MÍ>MJJ1W*1>I I > . I < I •« -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.