Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 33
A MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 33 fclk í fréttuiii Flóamarkaður Fimleikadeild fþróttafélagsins Gerplu Kópa- vogi, heldur flóamarkað í dag, laugardaginn 1 5. okt., að Hamraborg 1, Kópavogi kl. 2. Stjórnin. Vill breyta um hlutverk + Við erum vön að sjá Raymond Burr í fremur harðsnúnum hlutverkum á sjónvarpsskerminum en þó skín alltaf í gegn að hann er hlýr og mannlegur. Þannig er hann einnig í einkalífi sínu. !nnan fjögurra veggja heimilisins eySir hann tím- anum í að hugsa um orki- deurnar sínar, hitta vini sína og elda góðan mat. Hann á einnig mikið safn verðmætra listaverka. Þekktastur er Raymond Burr fyrir leik sinn i sjón- varpsþáttunum um „Perry Mason" og ,,!ronside". Hann er nú orðinn sextugur og segist hafa náð þeim aldri að tíminn skipti miklu máli Þess vegna muni hann hugsa sig vel um áður en hann tekur að sér ný hlutverk. „Perry Mason og ironside tóku fimm ár af ævi minni," segir hann. „Þegar ég var ungur leikari í New York og bjó í lítilli íbúð dreymdi mig um að eignast heimili þar sem ég gæti látið vinum mínum líða vel. Þessi draumur hef- ur rætst. Ég bý í húsi í Los Angeles og á annað á Fiji- eyjunum í Kyrrahafinu. Þangað eru vinir mínir allt- af velkomnir og geta fengið allt sem hugurinn girnist i mat og drykk. Ég hef með árunum orðið ágætis kokk- ur og finnst gaman að sýsla með potta og pönnur. Þeg- ar ég var ungur dreymdi mig einnig um að verða Sölufólk Ferðahappdrætti HSÍ Komið á skrifstofu HSÍ, íþróttamiðstöðinni, Laugardal laugardaginn 1 5. október kl. 9 — 1 2 og 13 — 15. Takið miða GÓÐ SÖLULAUN Handknattleikssamband íslands. 55», Öpiðídag 1 1d.9-lF PVKDEÐI IGLUGGATJOED SKIPHOITI17A SÍM117563 listmálari, en ég komst fljótlega að því að mig skorti hæfileika og ákvað því að safna listaverkum í staðinn. Ég var svo heppinn að eiga móður sem gaf mér tækifæri til að ferðast um heiminn og kynna mér listir og listasögu " Raymond Burr er í eðli sínu mikill mannvinur og hann hefur siðan árið 1951 heimsótt Okinawa, Japan, Filipps- eyjar, Vietnam og Kóreu til að skemmta hermönnum. Að lokum segir Raymond Burr „Næstu sjónvarps þættir sem ég tek þátt verða að vera bæði mann- legir og spennandi. ! fram- haldsþáttum sem gerðir eru i dag fyrir sjónvarp er aðal- persónan annað hvort læknir, lögfræðingur eða lögregla. Ef við hefðum haft sjónvarp fyrir 40 árum hefði örugglega verið meira um trúarlegt efni í því en er nú til dags. Þetta þykir mér leítt, þvi ég hefði gjarnan viljað vera með í gerð sjón- varpsþátta um trúarleg efni." segir Raymond Burr að lokum. + George Harrison fyrrverandi Bitill hefur fundið sér nýjan lífsmáta. Eftir að hann hitti kínverska lækninn Zion Yu, sem með nálarstunguaðferð læknaði Harrison af lifrarsjúkdómi heimsækir hann lækninn alltaf öðru hverju til að láta hann stinga sig með nálum. „Ég get ekki án þess verið," segir Harrison. Det Danske Selskap afholder Andespil sondag den 16. oktober kl. 20.30 pá Hótel Loftleiðir, Kristalsal. Medlemmer gratis ad- gang. Gæstebilletter kr. 150 — Pladerne kost- erkr. 300- stk. Mange fine gevnister. Dans eftir Andespillet. Det Danske Selskap heldur Andespil — Bingo sunnudaginn 16. októbesr kl. 20.30 að Hótel Loftleiðum, Víkingasal. Ókeypis aðgangur fyrir meðlimi. Aðgöngumiði gesta kr. 150 — Spjöldin kosta kr. 300. — Margir góðir vinningar. Dans verður að loknu „Andespillet". + Nýlega voru seJdir á uppboði hjá Sotheby í London eyrnalokk- ar úr gulli með smarögðum, perl- um og rúbínum sem Margrét syst- ir Elísabetar drottningar hafði átt. Hún vildi fá minnst 900 þús- und krónur fyrir þá en þeir seld- ust á rúmar 3 milljónir. Sagt er að eyrnalokkarnir hafi verið gjöf frá fyrrverandi eiginmanni hennar, Anthony Armstrong Jones. Tollstjórinn í Reykjavík tilkynnir Gjaldendur geta greitt gjöld sín í bönkum og sparisjóðum á gíróreikning embættisins nr. 88500 eða meðávísunumípóstkassaemb- ættisins i anddyri Tollhússins, Tryggvagötu 1 9. Upplýsingar um starfsemi embættisins meðan á verkfalli B.S.R.B. stendur verða veittar sem hér segir: Tollstjóraskrifstofan simi 1 8504. Tollbæzlan símar 24127 og 12969. Telexnúmer embættisins er 21 28 custom is. Tollstjórinn í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.