Morgunblaðið - 15.10.1977, Side 37

Morgunblaðið - 15.10.1977, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÖBER 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 notaða hér áður fyrr, en það er varðandi fjáröflun. Mætti ekki taka upp aftur vegatoll í ein- hverri mynd, þá á ég við beinan toll, en ekki innifalinn í hinum eða þessum rekstrarlið bílanna. Víða erlendis eru vegatollar al- gengir, ég veit náttúrlega ekkert hversu vinsælir þeir eru en vænt- anlega fjáröflunarleið samt. Er það einhver voðaleg goðgá að taka upp vegatoll 1 einhverju formi á þeim vegum, sem búnir eru varanlegu slitlagi eða öllu heldur á þeim vegum sem verða búnir varanlegu slitlagi á næstu árum. Þetta myndi án efa gefa einhverjar tekjur og menn myndu ekki finna eins fyrir þess- um útgjöldum og bensínhækkun- um, þær verða áreiðanlega nógu margar samt. (Gengishækkun, er- lend hækkun, dreifingarkostnað- arhækkun o.fl. o.fl.) Ég held að álögur á bifreiðaeig- endur í landinu séu orðnar alltof miklar. Við verðum að viður- kenna að bfllinn er ekki lengur Ieiktæki og sport fárra manna og ríkra heldur nauðsynjahlutur, sem margir geta ekki verið án og því alrangt að leggja svo mikla skatta á bifreiðaeigendur að þeim sé nánast gert það ómögulegt að reka þá. Hvað um það, ég vona að menn vilji tjá sig eitthvað um þessar hugmyndir, sem hér koma fram, mér finnst það alveg nauð- synlegt að bifreiðaeigendur láti i sér heyra meira og held að við séum of aðgerðalitil, okkur vantar meiri samstöðu eins og það heitir. Bifreiðaeigendi.“ Velvakandi tekur undir það með þessum bifreiðaeiganda að vel mætti ræða þessar hugmyndir og aðrar, sem menn eru e.t.v. með í kollinum um vegamál og bensin- verð og fleira tengt rektrarkostn- aði bifreiðaeigenda og hvetur hann til þess að menn sendi linu, þær má leggja inn : afgreiðslu blaðsins eða hringja milli kl. 10 og 11 f.h. 0 Fyrirspurnir til verkfallsmanna Nokkrir félagar í leikfimi hafa sent Velbakanda spurn- ingar, sem þeir vilja beina til forráðamanna BSRB og fara þær hér á eftir: 1. A Islandi er nálægt 5. hver vinnandi maður I opinberri þjón- ustu. Við höldum að það megi þeim fækka um 10% að meðaltali, misjafnt eftir fyrirtækjum og stofnunum. Að þessu gerðu væri öruggiega hægt að hækka kaup hinna nægilega. Hvað segja BSRB menn um þetta? 2. Við teljum að það þekkist að fólk i vinnu hjá því opinbera drolii í dagvinnunni til að fá eftir- vinnu. Er það rétt? 3. Er haft eftirlit með að fólk í opinberri þjónustu taki ekki nema hálftima í mat þar sent svo er samið um? 4. Er haft eftirlit með því að fólk, sem kaupir stórlega niður- greiddan mat af rikinu, telji það til hlunninda? 5. Er hugsanlegt að talsverður hluti opinberra starfsmanna treysti sér ekki til að taka störf á hinum almenna vinnumarkaði? Nokkrir félagar f leikfimi." Þessum spurningum er hér með beint áfram til þeirra, sem gætu svarað, en það þurfa sjálfsagt margir aðilar að svara ef vel á að vera t.d. varðandi skattamál, en varla er hægt að búast við svörum skattstofunnar meðan hún er væntanlega í verkfalli. Þessir hringdu . . 0 Leiðrétting Þessi sami maður benti á að ökuskýrteinið fslenska væri nú 8x10,5 sm, en ekki 5x9 sm eins og nefnt var hjá Velvakanda í fyrra- dag undir fyrirsögninni Of stór skirteini. En þessi villa skrifast ekki á reikning konunnar í Kefla- vík heldur Velvakanda, þvi eitthvað höfðu tölurnar snúizt við í meðförum hans. 0 Gera aðeins skyldu sína Starfsmaður á Keflavíkur- flugvelli hafði samband við Vel- vakanda og vildi benda á nokkur atriði varðandi umferð um hliðið og völlinn: — Mér finnst það nú hálf- hlægilegt að halda að hver sem er ætti óhindrað að fá að fara þarna um flugvallarsvæðið, eins og bor- ið hefur á í sambandi við þessar aðgerðir í hliðinu. Þessir lögreglumenn, sem eru beztu menn, eru aðeins að gera skyldu sína og framfylgja því sem þeim ber. Við sem vinnum hjá varnar- liðinu þurfum oft að fara inn á ,,heit“ svæði hjá þeim og þá er það algert skilyrði að vegabréfið sé i lagi. Hef ég þar af leiðandi ekki orðið fyrir óþægindum af þessum sökum, nema hvað maður hefur þurft að bíða lengi vegna hinna, sem ekki hafa sin skilríki i lagi. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóölega skákmótinu í Sao Paulo í sumar kom þessi staða upp i skák Brasilíumannanna Hermans, sem hafði hvítt og átti leik, og Rocha. 31. H7xd6+ — cxd6, 32. IIxd6+ — Kf5, 33. Dd3+. Svartur gafst upp. Eftir 33 . . . De4, 34. Hd5+ tapar hann drottningunni og eftir 33 .. . Kg4, 34. Dh3 er hann mát. HÓGNI HREKKVÍSI 0 ©1977 >'* McNaught Syod., lac. Þad segir hér í blaðinu, að nokkrum skipum í flotanum hafi hlekkzt á! Bazar og kaffisala Kvennadeild Barðstrendingafélagsins í Reykja- vík hefur bazar og kaffisölu sunnudaginn 16. október n.k. kl. 2 e.h. í Domus Medica. Margt góðra muna og gómsætar kökur. Allir velkomn- ir. Kvennadeildin. Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa, allsherjar at- kvæðagreiðslu, í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur, um kjör fulltrúa á 1 1 . þing Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna. Kjörnir verða 52 fulltrúar, og jafn margir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjörstjóra fyrir kl. 1 2, mánudaginn 17. okt. n.k. Kjörstjórnin. Vegg- og loftklæðningar á ótrúlega hagstæðu verði Koto Kr. 1.990 - Gullálmur Kr. 2.590 - Oregon pine Kr. 3.150- Eik Kr. 3.370 - Teak Kr. 3.370 - Hnota Kr. 3.440 - Palisander Kr. 3.580 - Strigaáferð Kr. 1.410- Öll verð pr. fermeter — með scluskatti. Ennfremur eigum við furu- og grenipanel í 6 mismunandi gerðum. Gerið verðsamanburð — það borgar sig. ^Bif^ípMvjvii'örui'erzíwMÍi^, BJÖRNINN, Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavik Kjúklingar 990 kr. kg. 10 stk. í kassa. Unghænur 690 kr. kg. 10 stk. í kassa. Opið til hádegis Laugalæk 2, REYKJAVIK, Simi 3 5o2o

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.