Morgunblaðið - 15.10.1977, Page 38

Morgunblaðið - 15.10.1977, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 „Austri úrskurðaður sigurvegari eftir mánaðar umhugsun, en því síðan breytt með einu pennastriki" VEGNA umræðna manna á meðal og greinar —áij í Morgunblaðinu í gær vill undirritaður Htillega gera grein fyrir hlið Austra varð- andi úrslit keppninni f þriðju deild í haust og einnig leita nokkrar áleitnar spurningar á hugann. Eins og mörgum er kunnugt hefur Knattspyrnufélagið Fylkir verið úrskurðaður sigurvegari í 3ju deild. Það er hins vegar svo, að þremur dögum áður en Fylkis- mönnum var afhentur bikarinn hafði Austri frá Eskifirði verið Dýrðar- lítil íþrótta- helgi ÚTLIT er fyrir að þessi helgi verði heldur dauf og dýrðarlft- il á íþróttasviðinu, þar sem fþróttahúsin ( Reykjavfk sem áttu að verða aðalvettvangur fþróttastarfsins og fþróttamóta um þessa helgi verða lokuð vegna verkfalls BSRB og SFR. Á morgun áttu að fara fram í Laugardalshöllinni tveir leikir f 1. deildar keppni fslands- mótsins í handknattleik karla og einnig átti þar að hefjast 1. deildar keppni kvenna. Af þeim ieikjum verður senni- lega ekki. Hins vegar munu fara fram a.m.k. tveir leikir f 2. deild á morgun. Kl. 16.15 eiga HK og Fylkir að leika í fþróttahúsinu Asgarði í Garðabæ og kl. 15.00 eiga Grótta og Leiknir að leika á Seltjarnarnesi. Þá áttu að fara fram tveir leikir f 2. deild um helgina á Akureyri. Þrótt- ur átti að leika við KA kl. 16.00 í dag og við Þór kl. 14.00 á morgun. úrskurðaður sigurvegari í deild- inni. Þeirri ákvörðun var svo breytt á fundi hjá KSI og sama kvöld sent skeyti á Eskifjörð og tilkynnt um breytinguna. Daginn eftir var síðan drifið í því að afhenda Fylkismönnum bikarinn á mikilli hátíð í Árbæjarhverfinu. Við Austramenn höfum litlar skýringar fengið á þessu fram- ferði KSÍ og teljum við okkur þó manna helzt eiga að vita um hvers vegna Fylkir fékk sigurlaunin i deildinni. Ættu stjórnarmenn í KSI eða formaður sambandsins að eiga innangengt i Morgunblað- ið með „Sjónarhorn“ sem svar við spurningum okkar. Við teljum okkur hafa öruggar heimildir fyrir því að Fylkismenn hafi beitt miklum þrýstingi þegar fréttist að Austri hefði hreppt hnossið. Þeir vissu sem var, að ef þeir fengju ekki titilinn væri þátt- taka þeirra í Reykjavíkurmóti meistaraflokks næsta vor alls ekki tryggð. Allt þetta mál er hið furðuleg- asta og heimtum við skýringar. Það tók KSÍ upp undir mánuð að kveða upp úrskurð sinn um sigur- vegara í deildinni. Þeim úrskurði er siðan breytt með einu penna- striki aftur að Austri hafi verið sigurvegari í þriðju deild i þrjá daga. Af hverju? ? ? Það kemur vissulega upp á hug- ann sú staðreynd að Austri er félag fjarri bækisstöðvum KSI og er þess vegna ekki í eins góðri aðstöðu og Fylkir til að fylgjast með gangi mála og leggja orð i belg þegar þess er þörf. Getur verið að þetta hafi haft áhrif á ákvörðun stjórnar KSÍ? ? ? Að lokum sendum við Fylkis- mönnum hamingjuóskir með góð- an árangur í sumar og 1. eða 2. sætið í þriðju deildinni. Við send- um þeim einnig baráttukveðjur og hlökkum til að hitta þá i drengilegum leik í 2. deildinni næsta sumar. Þessum skrifum er alls ekki bent gegn þeim heldur hringiandahætti stjórnar KSÍ. Leifur Helgason, þjálfari Austra. Þrfr afreksmenn: Óskar Jakobsson, Erlendur Valdimarsson og Hreinn Halldórsson. Allir verða þeir að treysta mest á sjðlfa sig við æfingar sfnar. Þjálfunarmál frjálsíþrótlamanna eru í ólestrí FÖSTUDAGINN 7. október reit formaður Frjálsíþróttasambands tslands, FRf, grein um þjálfunar- mál í Morgunblaðið. Þar sem þessi mál eru í miklum ólestri hefði e.t.v. mátt búast við hvöss- um og stefnumarkandi skrifum um þessi mál þar sem FRÍ er yfirumsjónaraðili frjálsíþrótta í landinu. Þennan þráð vantaði þó í skrifin. Þau skulu þó ekki löstuð hér, heldur fjallað örlítið um málið að gefnu tilefni. Þaö er kunnara en frá þurfi að segja, að skipulag og stöðug þjálf- un er undirstaða árangurs í hvaða íþrótt sem er, og því betri kost sem íþróttamenn óg þjálfarar eiga á henni þeim mun meiri lík- ur á árangri. Ekki verður efazt hér um að forystumenn frjáls- íþróttamála geri sér grein fyrir þessu, en hins vegar finnst undir- rituðum, að FRÍ, opinber stjórn- andi íþróttarinnar, hafi unnið of lítið á þessum mikilvæga vett- vangi starfsins. Reynist það mis- skilníngur óskar undirritaður leiðréttingar. í takmarkaðri um- ræðu um þessi mál, þá sjaldan hún hefur átt sér stað, hafa menn alltaf borið fyrir sig fjármagns- leysi hreyfingarinar og gefizt upp við svo búið án þess að reyna að breyta hinu alvarlega ástandi. Undirritaður er þeirrar skoðunar, að hægt sé að gera mikið átak i þjálfunarmálum íslenzkrar frjáls- íþróttahreyfingar með því að byggja á sjálfboðastarfinu, svo sem gerist víða erlendis. TVÆR MEGfNMEINSEMDIR Meginmeinsemd þjálfunarmála íslenzkrar frjálsiþróttahreyfingar er sú, að ekki fyrirfinnst neitt „kerfi“, að frumkvæði og með stuðningí FRÍ, sem skipulegt þjálfunarstarf getur þróazt innan. Það kerfi, sem um ræðir, fyrir- finnst í öllum öðrum löndum og vantar okkur nauðsynlega eitt- hvað sambærilegt svo skipulags- leysið, sem nú blómstrar, hefti ekki frekari framfarir. Ýmsar leiðir eru til í þessu sambandi og er undirritaður tilbúinn að ræða sínar hugmyndir, þótt ekki skuli farið nánar út í slíkt hér. Málið er að menn aðhafist eitthvað. Önnur meginmeinsemdin er, að ekkert samband er haft við is- lenzka frjálsiþróttaþjálfara um þjálfunarmál i hinum viðtækasta skilningi, samanber viðræður undirritaðs við nokkra þjálfara, svo og viðtal við Guðmund Þórar- insson, fremsta frjálsíþróttaþjálf- ara íslendinga, í íþróttablaðinu. Eflaust er þetta afleiðing þess, að ekkert aðhalds„kerfi“ fyrirfinnst, sem áður er greint frá, en þetta sambandsleysi er mjög alvarlegur hlutur að mati undirritaós. Viða erlendis eru það þjálfararnir sem ráöa mestu um skipulag keppnis- starfsins. Þar er starfið grósku- mikið, árangursríkt og vel skipu- lagt á öllum sviðum. FÁTTLAÐAR MENN TIL ÞJALFUNAR Mjög fáir hafa tekið að sér eða fengizt við frjálsíþróttaþjálfun hérlendis á síðsta áratugnum. Ástæðan er að miklu leyti sú, að þjálfun fer eingöngu fram innan félaganna. Þar hafa menn heldur ekki verið nógu vakandi fyrir möguleikum sjálfboðastarfsins. Hafa félögin aðeins fengið einn' mann til að annast alla þjálfun að undanskildu einu félagi, ÍR, sem nú hefur þremur föstum frjáls- íþróttaþjálfurum á að skipa, auk þess sem fleiri koma til með að aðstoða öðru hverju. í þessu máli er það skoðun undirritaðs að fátt laði fólk til starfa í hreyfingunni, allavega til þjálfunarstarfa, en nú er hér á landi sægur manna, sem býr yfir þeirri þekkingu, sem gæti ýtt undir miklar heildar- framfarir, fengi hún að renna í réttum farvegi. Fullyrt skal meira að segja hér, að fátt laði menn til að stunda frjálsíþróttir, alla vega hvetur fátt menn til að setja markið hátt og stefna til afreka, án þess að nokkrum skuli um það kennt. Þau afrek sem nást í dag og hafa náðst á allra síðustu miss- erum, eru tilkomin vegna keppni þessara fáu einstaklinga við sjálfa sig og einfalda þrá þeirra eftir að rísa upp úr meðalmennskunni sem tröllrfður þjóðfélaginu. GOTTSKIPULAG — GÓÐUR ÁRANGUR Ef hinum rétta aðila, þ.e. FRÍ, tekst að koma skipulagi þjálfun- Framhald á bls. 25 r Kjaradeilunefnd gaf undanþágu fyrir minni húsin en verkfallsverðir lokuðu þeim samt Öll íþróttahús I Reykjavík hafa verið lokuð síðan s.l. mið- vikudagskvöld, og stærri húsin, þar sem kappmót eru haldin, hafa verið lokuð frá því að verkfall BSRB og SFR skall á. Er þetta í fyrsta sinn sem verk- föll hindra starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar. Þar sem þvi starfi hefur jafnan verið sýnd- ur skilningur og gefnar undan- þágur í verkföllum ASÍ. Hefur ASÍ meira að segja gefið undanþágu tíl þess að iþrótta- flokkar gætu farið til útlanda og tekið þar þátt í mótum, sem búið var að boða þátttöku í. Að þessu sinni var ekki um slíkt að V ræða og var um tíma útlit fyrir að Valur og FH yrðu úr leik í Evrópubikarkeppninni i hand- knattleik. i fyrrakvöld náðu liðin þó sambandi við rétta aðila innan Handknattleikssambands Evrópu, og fengu þau átta daga frest. Verði verkfallið ekki leyst innan þess tíma, er ekki gott að segja hvernig fer, en IHF virðist líta það mjög alvar- Iegum augum, ef lið mæta ekki til leikja í Evrópukeppninni, og má nefna að finnska liðið Kiff- en, sem leikur við FH í Evrópu- bikarkeppni bikarhaía ætlaði sér að gefa leikina, en gat það ekki vegna sekta og refsiað- gerða sem IHF hefði þá gripið til. Sótt um undanþágu Daginn áður en BSRB og SFR verkfallið hófst skrifaði íþróttabandalag Reykjavíkur kjaradeilunefnd bréf og óskaði eftir undanþágu fyrir íþrótta- húsin og s'undstaðina í Reykja- vík. Áttu flestir von á því að undanþágan fengist, enda í samræmi við það sem fyrr hef- ur gerst. Bréfið sem IBR sendi nefndinni var svohljóðandi: „Sú hefó hefur skapast á undanförnum árum, að starf- semi íþróttamannvirkja borgar- innar hefur verið leyfð í verk- föllum aðila innan A.S.Í. með sérstökum undanþágum. Vér leyfum oss því með tilvísun til framanritaðs, að sækja um undanþágu fyrir áframhald- andi starfsemi iþróttamann- virkja, Reykjavikurborgar, ef til verkfalls Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar skyldi koma: 1) Laugardalshöll og Iþrótta- hús Hagaskóla vegna kvöld- æfinga og íþróttamóta. 2) íþróttasali skólanna í Reykjavik vegna kvöldæfinga. 3) Sundstaði borgarinnar.“ Málaleitan synjað Kjaradeiiunefnd tók erindi ÍBR til umfjöllunar og ákvörð- unar á fundi sínum á þriðjudag kl. 18—19. Synjaði nefndin ósk ÍBR um að Laugardalshöll og sundstaðirnir mættu vera opn- ir, en veitt var leyfi til þess að aðrir iþróttasalir mættu vera opnir unz þvottatæki væru upp- urin og þjónustu húsvarða væri þörf til endurnýjunar. Var þetta leyfi gefið á þeirri fors- endu að menn þeir er sæju um Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.