Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKT0BER 1977 39 Undantekn- ing ef ekki er uppselt á bíó VERKFALL BSRB hefur ma. haft þær afleiðingar að fólk þyrp- ist f kvikmyndahús f höfuðborg- inni og segja má að það sé undan- tekning ef ekki er uppselt á sýn- ingar kvikmyndahúsanna þessa dagana. Kemur eflaust margt til, en þungt á metunum er verkfall hjá starfsmönnum sjónvarpsins. Einn er þó sá framkvæmdar- stjóri kvikmyndahúsanna, sem ekki er ýkja hrifinn af verkfall- inu. Sá er Friðfinnur Ölafsson i Háskólabiói. Þar eru sýningar- menn, dyraverðir og miðasölu- stúlkur í BSRB og þvi í verkfalli. Sagði Friðfinnur i viðtali við Mbl. í gær að honum fyndist það ósanngjarnt að loka einu kvik- myndahúsi meðan hin væru opin. Hefði verið sótt um undanþágu, en henni verið hafnað. Enn stendur 1 stappi um um- ferð inn á Keflavíkurflugvöll LÖGREGLUMENN á Keflavíkur- flugvelli takmarka enn umferð inn á flugvöllinn og er hún að miklu leyti bundin við þá sem lögreglumenn geta gengið úr skugga um að séu á starfsmanna- skrá fyrirtækja á flugvellinum. Lögreglumenn staðhæfa að með þessu fylgi þeir einungis settum reglum en af hálfu varnarmála- deildar utanrlkisráðuneytisins er þvl haldið fram að lögreglumenn- irnir túlki þessar reglur að eigin geðþótta hverju sinni. Samkvæmt úpplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá skrifstofu lögreglustjóra á Keflavíkurflug- velli og talsmanni'verkfallsnefnd- ar BSRB urðu ekki neinar veru- legar tafir við hlið Keflavikur- Mývatnssveit: Skjálftun- um fækkar stöðugt FRA og með gærdeginum byrjaði stöðug vakt við skjálftamælana í Reynihlfð I Mývatnssveit og verð- ur framvegis vakt allan sólar- hringinn svo lengi sem þörf verð- ur talin á. Bryndfs Brandsdóttir var á vakt i gær og sagði hún að skjálftum fækkaði með hverjum deginum. 1 gær voru þeir taldir 70 á sólar- hring en voru 79 sólarhringinn á undan. Sagði Bryndis að það væri álit vísindamanna, að síðasta um- brotahrina væri nú að fjara út. Bryndís er félagi i BSRB en undanþága var veitt til þess að félagar BSRB fengju að starfa við skjálftavaktina i verkfallinu. Bréf menntamálaráðimeyt- is tíl forráðamanna skóla GERT ER ráð fyrir þvf að hinar æðri menntastofnanir hefji kennslu á nýjan leik eftir þessa helgi, eins og kom fram f Mbl. f gær og hefur blaðinu borizt frétt þessa efnis frá menntamálaráðuneytinu: „Ráðuneytið ritaði f gær svofellt bréf til forstöðumanna Háskóla tslands, Kennaraháskóla tslands, Tækniskóla tslands, menntaskóla og fjölbrautaskóla: „Nokkru fyrir hádegi þriðju- daginn 1. þ.m. gengu verkfalls- verðir frá BSRB í skóla, þar á meðal Háskóla tslands og fleiri skóla, þar sem langflestir starfs- menn eru utan þeirra samtaka og kröfðust þess að skólunum yrði lokað. Var það i sumum tilvikum eingöngu rökstutt með þvi, að húsverðir skólanna væru innan samtaka BSRB. Forstöðumenn sumra skólanna hringdu i mcnntamálaráðuneytið. Var þeim ráðlagt að hætta fremur kennslu en eiga í útistöðum við verkfallsverði. Ráðuneytið hefir síðan leifað álits nokkurra lögfræðinga um lögmæti þess að stöðva kennslu vegna aðildar húsvarða að BSRB. Eru þeir á einu máli um að slfkt sé ekki lögmætt. flugvallar f gær. Þó greinir Dag- blaðið frá því að blaðamanni þess hafi verið meinaður aðgangur að flugvellinum og einnig aðstand- endum Islendingá, sem komu með Flugleiðrþotu til íslands frá New York. Guðni Jónsson hjá verkfalls- nefnd BSRB upplýsti Mbl. um það í gær að lögreglumenn frá Kefla- vík hefðu komið á fund nefndar- innar í gær og kynnt henni þær reglugerðir, sem ætlast væri til að farið væri eftir við löggæzlu á flugvellinum, og kvað hann um- ferð um hlið Keflavíkurflugvallar vera að mestu komna í fast horf, en hún væri bundin við þær starfsmannaskrár sem frammi lægju hjá lögreglumönnum í hlið- inu. Þó kvaó hann aðila hafa orðið ásátta um að ekki skyldu í fram- tíðinni settar hömlur á ferðir blaðamanna um flugvöllinn eða hindra þá í upplýsingaöflun með öðrum hætti, enda slíkt engum til góðs. Páll Asg. Tryggvason, sendi- herra og deildarstjóri varnar- máladeildar utanrikisráðuneytis- ins, kvað hins vegar starfshætti lögreglumannanna á Keflavikur- flugvelli i engu samræmi við skilning ráðuneytisins á þeim og andstæða úrskurði kjaradeilu- nefndar um að lögreglumennirnir skyldu starfa með sama hætti og endranær og einungis halda uppi lágmarksöryggisgæzlu. Þarna væri þvert á móti hatdið uppi hámarksöryggisgæzlu og það sýndi sig að lögreglumennirnir túlkuðu reglugerðir i þessu efni að eigin geðþótta frá einum degi til annars. Grunnskólakennar- ar opna bækistöð STÉTTARFÉLAG barnakennara í Reykjavík og Félag gagnfræða- skólakennara í Reykjavfk hafa opnað bækistöð 1 samkomu- salnum að Hallveigarstöðum v. Túngötu (kjallara). Þar verður, meðan verkfall stendur yfir, haft „opið hús“ milli kl. 15 og 17 daglega. Að því áliti fengnu telur ráðu- neytið rétt að kennsla fari fram að svo stöddu í þeim skólum a.m.k. þar sem allir kennarar taka laun eftir kjarasamningum stétt- arfélaga utan BSRB, þar á meðal i skóla yðar. Ráðuneytið treystir því að lögmætt skólastarf geti far- ið fram og felur forstöðumönnum skóla að vinna að því af festu og lipurð." Kennt í HÍ á mánudag I FRÉTT frá Háskóla Islands kemur fram, að kennsla hefst aft- ur 1 öilum deildum og námsbraut- um Háskóla lslands mánudaginn 17. október 1977. Engin ástæða til ingahúsun, segir BSRB SKRIFADI lögreglustjór- anum f Reykjavfk bréf f f.vrradag þar sem bent var á að æskilegt væri að vínveitingahúsum yrði lokað og til vara að vínveitinga- leyfi húsanna yrðu afturkölluð. Að sögn Kristjáns Thorlacius, að loka vínveit- lögreglustjóri formanns, BSRB, svaraði lög- reglustjóri þvi til, að ástandið hefði aldrei verið eins gott og rólegt hjá lögreglunni. Hann sæi þvi ekki ástæðu til að slikt yrði gert, en ef ástandið breyttist til hins verra þá myndi hann hafa þetta í huga. 01 01 01 01 01 01 01 ín Bingó kl. 3 í dag. Aðalvinningur vöruúttekt fyrir 25.000.— kr. 01 01 01 01 01 01 01 B]E]E]B]S]E]E1E1E]E1E1E1E1E1E1E1E1S1B1B1B1 KVENNADEILD SLYSAVARNAFELAGSINS I REYKJAVIK: HLUTAVELTA ÁRSINS verður í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg á morgun sunnudaginn 16. okt. kl. 2 e.h. Fjöldi góðra muna, engin núll, miðinn aðeins kr. 100.00. Sðrstakt happdrætti, glæsilegir vinningar. W .Kvennadeildin Dregið úr lukkumiðum á sunnudag BINGO — SIGTUNI Þriðja stór-bingóið verður í Sigtúni, sunnudag kl.15. Húsið opnað kl. 14.00. Ath Dregnar verða 4 Kanarieyjaferðir ásamt öðrum glæsilegum vinningum. ________ Heimilistæki frá Philips. með hverjum 4 bingóspjöldum er ókeypis „lukkuseðill", sem getur einnig orðið ávísun á Kanarieyjaferð Einnig verður dregið úr lukkuseðlum úr tveim fyrstu bingóunum. STYRKIÐ ÍÞRÓTTASTARFSEMI UNGA FÓLKSINS. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ LEIKNIRi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.