Morgunblaðið - 16.10.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 16.10.1977, Síða 1
68 SÍÐUR 229. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nýjar reglur um heims- meistaraeinvígid í skák Caracas. 15. október. Reuter. NÝJAR reglur um heims- meistaraeinvígið í skák hafa verið samþykktar á 49. alþjöðaskákþinginu í Caraeas og koma í stað gamla kerfisins sem hefur verið umdeilt. Þingið samþykkti einnig að heimsmeistarinn skyldi halda titlinum í eitt ár í stað þriggja áður. Karpov vill tefla vid Fischer. Samkvæmt hinum nýju reglum sem Alþjóðaskák- sambandið (Fide) hefur Langferðabifreið rænt í Japan í gær Nagasaki, 15. október. AP TVEIR grímuklæddir menn vopnaðir haglabyssum og sprengjuefni rændu í dag lang- ferðabifreið með 20 manns, Hillary hressari Nýju Delhi. 15. október. AP. SIR EDMUND Hillary, sem fyrst- ur manna kleif Mount Everest, veiktist f fjallgöngu í 17.000 feta hæð í Himalaya-fjöllum í gær og var fluttur í þyrlu til bæjarins Dareilly þar sem hann er á góðum batavegi. Hann hyggist snúa aftur til félaga sinna úr fjallgöngu- leiðangrinum eftir stutta hvild. Sir Edmund Hillarv skammt frá Nagasaki f Japan. Segjast mennirnir vera félagar í víkingasveitum ASO Rauða hers- ins, sem ekki hefur heyrst um áður og ekki vitað hvort er í tengslum við Rauða herinn, hryðjuverkasamtökin, sem rændu farþegaþotunni í fyrri viku og fengu 6 féiaga sína lausa úr haldi og 6 milljón dollara í skiptum fyrir farþega og áhöfn þotunnar. Mennirnir hafa krafist að fá að tala við háttsetta japanska em- bættismenn. þ.á m. dómsmálaráð- herra landsins, en þeir höfðu ekki skýrt frá kröfum sínum, er Mbl. fór í prentun síðdegis í gær. samþykkt hlýtur sá sem fyrst vinnur sex skákir heimsmeistaratitilinn. Jafntefli reiknast ekki með og fjöldi skáka í loka- einvíginu verður ótak- markaður. Samkvæmt gamla kerfinu skulu 24 skákir tefldar og jafntefli talin með. Þar sem Bobby Fisch- er fyrrverandi heims- meistari var óánægður með þessar reglur hætti hann þátttöku í lokaúrslit- um 1975 og þar með glataði hann titlinum og Anatoly Karpov varð heimsmeist- ari. Karpov sótti þingið í Caracas og sagði blaðamönnum: „Það voru mistök að ná ekki samkomulagi urn þetta 1975 þegar ég átti að tefla við Fischer. Ég vil mjög gjarnan tefla við hann og ég helda að nú séu mjög góðar likur á því.“ Karpov teflir annað hvort við Viktor Korchnoi eða Boris Spassky um heimsmeistaratitil- inn. Einvígi Korchnois og Spasskys hefst 14. nóvember í Hollandi. Karpov vann 22 skákir og gerði þrjú jafntefli i fjöltefli í Caracas. BÆJARLÍFIÐ — Svona Iftur spegilmynd af haustinu út f þéttbýlinu. I stað lygna pollsins sem Ijósmyndarinn hefði-fundið sér uppi f sveit til þess að láta konuna og tréð speglast í finnur borgarljósmyndarinn sér það sem alltaf er tiltækt, nefnilega þakið á rétt einni blikkbeljunni. (Ljósm: Friðþj.) Hótuðu að myrða Schleyer og sprengja þotuna fyrir hádegi Bonn. 15. október. AP HELMUT Schmidt, kansl- ari V-Þýzkalands, sat síðdegis í dag á neyðar- fundi með ríkisstjórn sinni og nefnd þeirri, sem skipuð var til að fjalla um ránið á Hanns Martin Schleyer og nú ránið á v- þýzku Lufthansaþotunni, þar sem 4 flugræningjar halda um 90 manns í gíslingu á flugvellinum í Dubai. Hafa ræningjar Schleyers hótað að taka hann af lífi kl. 08.00 í fyrramálið, sunnudag, ef 11 félögum þeirra í fang- elsum í V-Þýzkalandi verði ekki sleppt, og flug- ræningjarnir hafa hótað að sprengja flugvélina í loft upp með öllum innanborðs kl. 12 á hádegi ef ekki verði gengið að kröfum þeirra um, að 11- menningunum verði „Okkur er haldið sem gíslum í Reykjavík,, Utlendingarnir senda neydarkall til erlendra fréttastofa Ósló, 15. október. AP. tlTLENDINGARNIR sem lokaðir eru inni vegna verkfaila opinberra starfsmanna á Isiandi hafa sent neyðarkall til umheims- ins og beðið erlendar fréttastofur að skýra frá nauðum sínum til að hjálpa þeim að komast úr landi. Norskur læknir, Tore Midtvedt, sagði í samtali við Aftenposten, en blaðamaður náði af hendingu sambandi við hann í Reykjavík, að útlendingunum væri haldið sem gíslum af verkfallsnefnd opinberra starfsmanna, sem hefði sagt þeim, aö hún teldi það jákva*tt fyrir sig að geta notað útiendingana til að leggja áherzlu á kröfur sfnar. Midtvedt, sem er aðstoðarlæknir við ríkis- sjúkrahúsið i Ösló, var á leið á læknaþing i New York, er hann lokaðist inni. Sagði hann að engar flugvélar fengju að fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli og hefði sænski sendiherrann í Reykjavík tekið að sér að reka mál útlendinganna við íslenzk stjórnvöld. Fréttamaður AP-fréttastofunnar i Ösló náði sambandi við bandariska konu, sem einnig er lokuð inni í Reykjavik, frú Renötu Blechinger. Frú Blechinger, sem starfar við ferðaskrifstofu i New York, sagðist hafa komið til íslands á þriðjudag með Loftleið- um, en sér hefði ekki verið sagt frá verk- fallinu. Sagðist hún ekki hafa getað látið atvinnuveitanda sinn í New York vita, né fjölskyldu sina, því að hún og aðrir útlend- ingar fengju ekki að senda skeyti eða hringja til útlanda. Bað hún AP að láta umheiminn vita hvað væri að gerast ,,til að við komumst frá Reykjavík eins fljótt og mögulegl er“. sleppt úr haldi ásamt tveimur palestínskum hryðjuverkamönnum, sem eru í fangelsum í Tyrk- landi, og 15 milljón dollara lausnargjald. Er þess krafist að v-þýzka stjórnin sendi flugvél með hryðjuverkamennina til S-Yemen Sómalíu eða Vietnams að því er talsmaður Bonnstjórnarinnar skýrði frá i dag. Fregnir frá Bonn í dag hermdu að v-þýzka stjórnin hefði ætlað að greiða 15 milljón dollara lausnargjaldið, en hætt við það, er fjölmiðlar í V-Þýzkalandi höfðu skýrt frá ákvörðuninni. Fólkið um borð í þotunni hefur fengið mat og drykk um borð, en ræningjarnir hafa neitað að leyfa þremur sjúklingum að fará frá borði og 7 börnum. Hins vegar leyfðu þeir að börnunum yrðu send leikföng til að dunda sér við. Ræningjarnir eru, eins og áður hefur verið skýrt frá, tveir karlar og tvær konur. Þotunni var rænt á fimmtudag skömmu eftir flut- tak frá Mallorka á leið til Frank- furt, en Hanns Martin Schleyer var rænt 5. september af hryðju- verkamönnum úr Rauðu herdeild Baader-Meinhofsamtakanna. Flugræningjarnir segjast vera félagar í samtökum til baráttu gegn heimsvaldasinnum og aðgerðirnar séu framhald af ráni Schleyers.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.