Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKT0BER 1977 3 Öllum í hag að þingmenn líti svolítið hærra og víðara en bara um sitt eigið kjördæmi - segir Ellert B. Schram, fyrsti þingmad- ur Rvíkur í f járveitinganefnd í nær 30 ár ,,ÉG lit á kjör mitt i fjárveitinga- nefnd Alþingis fyrst og fremst sem viðurkenningu á þvi, að alþingis mönnum hafi þótt rétt að Reykvik- ingur fengi a8 tala sinu máli i nefndinni frekar en það, að Reykjavik hafi verið svo óskap- lega fyrir borð borin i störfum nefndarinnar undanfarin ár, að þess vegna hafi þurft að koma Reykviking inn i nefndinga," sagði Ellert B. Schram, alþingis- maður, i samtali við Mbl. i gær, en Ellert var nú kjörinn i fjárveitinga- nefnd Alþingis. ..Það má út af fyrir sig segja, að þetta kjör sé nokkuð sögulegur við- burður, þegar þess er gætt að Reyk- víkingar hafa ekki átt fulltrúa í fjár- veitinganefnd síðustu hartnær þrjá- tiu árin," sagði Ellert. „En kjör mitt tel ég vott um viðurkenningu þess að það sé talið eðlilegt að Reykjavík sem stórt og öflugt byggðarlag og kjördæmi eigi fulltrúa i þessari áhrifamiklu þingnefnd Það hefur lengi verið sótt á það af hálfu Reykvikinga að fá fulltrúa i fjárveitinganefnd, en það hefur ekki fengizt fram fyrr en nú.” — Hvers vegna einmitt nú? „Það er sennilegast vegna þess að nú ríkir meiri skilningur meðal þing- manna en áður á þvi að Reykjavík eigi fulltrúa i nefndinni. Þetta er ef til vill einn anginn af umræðunni um byggðastefnu og hagmuni einstakra byggða og kjör- dæma. Hins vegar er ég þvi ákaflega andvígur, að verið sé að etja saman einstökum byggðarlögum eða kjör- dæmum. Ég hefði haldið að það mætti reka skynsamlega byggðar- stefnu með samstarfi og er á móti þvi að menn starfi eingöngu með hagsmuni einhvers eins byggðarlag i huga Ég lit fyrst og fremst á mig sem alþingismann einnig i sam- bandi við fjárveitinganefnd og von- andi fer nefndarstarfið ekki i þref milli staða Reyndar er ég sannfærð- ur um að slíkt þref, verður ekki — Þannig að kjör þitt er ekki eins Ellert B. Schram konar syndakvittun Alþingis gagn- vart höfuðborginni? „Ekki túlka ég það svo Öll kjör- dæmi landsins hafa sótt á um að fá fjárframlög til framkvæmda hjá sér. Það hefur auðvitað ekki allt hafzt fram, og við skulum reikna með að það hafi ekki komið verr niður á Reykjavík en öðrum kjördæmum En auðvitað hlýt ég að gæts hags- muna minna umbjóðenda. en það hljóta menn að skilja, að það er þeim í hag sem öðrum að þingmenn líti svolítið hærra og víðara en bara um sitt eigið kjördæmi Ég mun að sjálfsögðu í fjárveitinganefnd út- skýra sjónarmið Reykjavíkur og ýmissa aðila í höfuðborginni, en það gefur auga leið, að einn flyt ég engin fjöll Til þess þarf samstarf og ég vænti góðs samstarfs við alla aðra fulltrúa i nefndinni ” — Eru það einhver sérstök mál sem þú hefur hug á að berjast fyrir i fjárveit- inganefnd, eða ef til vill einhverjar breytingar, sem þú vilt fá þar fram? „Ég geri mér fullkomlega Ijóst, að það er griðarlega mikið starf að vera í þessari nefnd og að það kostar bæði tima og fyrirhöfn að setja sig inn i þennan griðarlega lagabálk, sem fjárlögin eru. Hins vegar stendur mér -sem öðrum ógn af þvi hvað fjártögin hækka nú mikið milli ára og tel að halda verði uppi sterku aðhaldi á útþenslu rikisgeirans Nú svo eru það ýmsar smærri fjárveitingar sem ég er óánægður með Þar vil ég nefna framlög til iþrótta og mannúðarmála, sem ég tel af alltof skornum skammti Það hlýtur að vera unnt að hækka fjár- veitingar til þessara mála, án þess að þau þurfi að hafa svo mikil áhrif á niðurstöðutölur fjárlaganna ekki hvað sizt ef menn taka sig nú á og hafa styrka stjórn á stóru hlutunum, sem gera útslagið varðandi heildar- niðurstöðuna.” sagði Ellert B Schram Þykkvibær: Bændur uggandi um f ramtíð héradsins sem kartöfluræktarhérads BÆNDIIR 1 Þykkvabænum eru uggandi um framtfð héraðs sfns sem karföfluræktarhéraðs, að þvf er Yngvi Markússon í Oddsparti, formaður búnaðarfélagsins f Þykkvabæ, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær. Þykkvibaer hefur verið og er mesta kartöfluræktarhérað lands- ins. Undanfarin þrjú ár -hefur uppskera gjörsamlega brugðist i Þykkvabæ og er það fyrst og fremst rakið til kólnandi veðr- áttu. Meðalhiti hefur farið lækk- andi, klaki hefur haldist lengur í jörðu en áður hefur þekkst og stórviðri á vaxtartíma kartafln- anna hafa dregið úr vexti þeirra. Er nú svo komið, að sögn Yngva, að á takmörkunum er að hægt sé að rækta kartöflur i stórum stil í Þykkvabæ, og bjóst hann við þvi að bændur myndu stórauka sauð- fjárbúskap á næstu árum. Nú liggja fyrir nákvæmar tölur um kartöfluuppskeruna hjá bændum i Þykkvabæ nú i haust. Hún reyndist vera 27 þúsund tunnur upp úr görðum eða 17—18 þúsund tunnur i sölu. 1 fyrra var Ingvi Markússon bóndi í Oddsparti — taismaður kartöflubænda í Þ.vkkva- bæ. uppskeran 23.300 tunnur og var hún öllu betri en í ár þvi nú var meira land lagt undir kartöflu- rækt en i fyrra. Árið 1974 var siðasta verulega góða kartöfluár- ið. Þá var uppskeran 53 þúsund tunnur og var það 9—10 föld upp- skera en núna i haust er uppsker- an aðeins fjórföld. Yngvi sagði að hagur kartöflu- bænda væri ákaflega slæmur eft- ir þrjú slæm ár. Siðast fengu þeir lán úr Bjargráðasjóði en að sögn Yngva telja þeir ekki rétt að knýja þar á dyr aftur. Það hefur aðeins bætt úr fyrir bændum að flokkun kartaflna hefur verið breytt tvisvar á tveimur árum þannig að nú flokkast smærri kartöflur i 1. flokk en áður. „Það er ekki annað fyrir okkur að gera en herða sultarólina," sagði Yngvi. Yngvi Markússon sagði að lok- um, að næsta sumar myndu bænd- ur í Þykkvabæ draga verulega úr kartöflurækt og taka upp kvik- fjárbúskap og þá aðallega sauð- fjárbúskap í auknum mæli. Nægi- legt land væri til heyöflunar og eins ættu bændur i Þykkvabæ góða, afrétti, hálfan Holtamanna- afrétt á móti Asahreppi, Safa- mýri, sem væri mjög heppileg til sauðfjárbeitar og 40 ferkilómetra hálfræktað land á söndum. 1 5. nóvember—22. nóvember. 7 dagar Verð: frá kr. 61.000.+ “. Flugfar. gisting. morgunverður og flugv skattur Ferðaskrifstofan Með Útsýn til annarra landa,. AUSTURSTRÆTI 17, II HÆÐ SIMI 26611 - 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.