Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 eftir MAGNÚS FINNSSON Sovétmönnum er einkar gjarnt að ræða um frið og lýsa því, hve fríðelsk- andi þeir séu. Þetta urðum við islenzkir blaðamenn mjög svo varir við á sjö daga ferð okkar um Sovétríkin, en þrátt fyrir miklar skálaræður um frið og friðsam- lega sambúð þjóða og tillitssemi á yfir- borðinu við gesti sína, held ég að segja megi að allir islenzku blaðamennirnir hafi meira-eða minna haft það á tilfinn- ingunni að talsverðrar tortryggni gætti i þeirra garð og nokkuð náið væri fylgzt með þeim. Eins og áður hefur komið fram í Morg- unblaðinu bað ég um, áðúr en ég fór til Sovétríkjanna, að ég fengi að hitta að máli Andrei Sakharov, vísindamanninn fræga og andófsmanninn, sem svo óhræddur hefur verið við að iáta í ljós skoðun sína um sovétskipulagið. Hann getur það líka, þar sem hann „hefur lagt svo mikið til varna landsins". Ég reyndi árangurslaust að finna út heimilisfang þessa manns, en allt kom fyrir ekki, enginn vildi að sjálfsögðu aðstoða mig og simaskrá í Moskvu var ekki til. 1 dag- skránni, sem okkur var afhent yfir hina opinberu heimsókn, voru talin upp síma- númer, sem Rússarnir bjuggust við að við gætum notað. Voru það símanúmer i hinum opinbera bústað islenzka forsæt- isráðherrans í Moskvu, simanúmer í prótókoldeild, skandinaviudeild og pressu-deild utanrikisráðuneytisins í Moskvu, símanúmer hjá sendiherra ís- lands og símanúmerið á hótelinu, sem við sjálfir bjuggum á, Sovétskaya. Dagskrá heimsóknarinnar var nokkuð ströng og okkur blaðamönnum var i raun haldið við efni hennar eins og frekast var kostur. Ef hins vegar ekki var tími til formlegrar dagskrár var blaðamönnum boðið í kræsilega máls- verði, en sovézkur matseðill, ef þetta var hann í raun, er síður en svo dónalegur. Annan dag heimsóknarinnar kynnti sig fyrir mér maður, sem heitir Victor Anekin. Hann sagðist vera fréttamaður hjá sovézka útvarpinu og kvaðst hann hafa fengið það verkefni að taka viðtal við Geir Hallgrimsson. Spurði hann mig t.d. hvernig forsætisráðherrann væri í viðmóti við blaðamenn og hvort hann væri velviljaður þeim. Hann sagði mér jafnframt að viðtalið fengi hann um kvöidið. Kvaðst hann hafa mikinn áhuga á að heýra sjónarmið hins islenzka for- sætisráðherra. Þetta fannst mér í sjálfu sér allt eðli- legt. Þessi kunningi minn bað mig jafn- framt um að kynna sig fyrir öðrum ís- lenzkum fréttamönnum og gerði ég það. Gerði hann sig siðan heldur heimakom- inn í bíl okkar, sem Sovétstjórnin hafði útvegað okkur á meðan á dvöl okkar stæði og settist í framsætið við hlið bíl- stjórans. Þennan dag höfðum við rætt um það okkar i milli, að við vildum gjarnan fara í minjagripaverzlanir, svo- kallaðar berioskur, þar sem varningur er seldur fyrir gjaldeyri. Við spurðum Victor, hvar slíkar verzlanir væru og bauðst hann þá til þess að sýna okkur þær. Virtist okkur sem það væri einkar elskulegt af honum og fór hann með okkur í tvær slíkar. Eftir að við höfðum komið í fyrstu berioskuna, fórum við að hafa áhyggjur af að við værum að tefja þennan vin okkar og spurðum hann hvort hann þyrfti ekki að fara að vinna. Hann kvað nei við, þetta væri allt í lagi, hann hefði nógan tima — viðtalið' við Geir myndi hann ekki taka fyrr en um kvöldió. Eftir að hafa farið i þessar tvær verzlanir kvaddi hann okkur siðan og bjuggumst við ekki við að hitta þennan mann aftur. Þetta kvöld fórum við íslenzkir blaða- menn í samkvæmi í útjaðri Moskvuborg- ar og var það utan við hina opinberu dagskrá heimsóknarinnar að sjálfsögðu. Þegar við yfirgáfum hótelið um kvöldið, stóðu nokkrir leigubílar framan við það. Leigubílar í Moskvu eru ljósgulir og á hlið þeirra stendur stafurinn „T“ og beggja vegna er rönd með taflborðsreit- um, sem jafnan er á leigubilum. Einn slíkan ætluðum við að taka, en þá gaf sig allt í einu fram bifreiðarstjóri á svartri Volga-bifreið, sem sagðist vera næstur í röðinni. Við gátum auðvitað ekki mót- mæli því, en settumst inn í bílinn og gáfum upp heimilisfangið, sem við ætl- uðum til. Gjaldmælir var í þessum bíl, en grun hafði ég um að ekki væri um venju- legan leigubílstjóra að ræða. Síðar var okkur tjáð að þetta væri rikisbifreið og fullyrt var við okkur, að bifreiðarstjór- inn mvndi þá þegar er hann hefði skilað okkur á ákvörðunarstað, hringja og til- kynna, hvert við hefðum farið. Okkur var jafnframt sagt, að hver og einn bíl- stjóri, sem æki útlendingum, teldi það borgaralega skyldu sína að tilkynna slíkt. Þegar á ákvörðunarstað kom og við höfðum gert upp bílinn, renndi lögreglu- bíll fram hjá — undarleg tilviljun eða hvað? í þessu samkvæmi var dvalizt vió söng og skemmtilegheit fram á nótt. Klukkan var langt gengin í þrjú, er við fórum heim á hótel og þangað vorum við komn- ir rétt um klukkan þrjú. Við fórum beint I háttinn, enda átti snemma morguns að fara til Yerevan — þetta var sem sagt síðasta kvöld okkar í Moskvu í þessari ferð. Arla daginn eftir á flugvellinum I Moskvu birtist siðan vinurinn okkar, Victor Anekin, heldur syfjulegur. Ég hafði orð á því, að koma hans á flugvöll- inn væri óvænt. Hann kvaðst þá hafa fengið fyrirskipun frá yfirboðara sínum um að fara og fylgjast með heimsókninni til enda. Ég hafði og á orði að hann væri syfjulegur. Jú, hann hafði sofið lítið um nóttina — ekki komizt í rúmið fyrr en um klukkan þrjú, hefði verið að vinna allan timann að viðtalinu við Geir. Vió fórum Iíka í háttinn klukkan þrjú — undarleg tilviljun eða hvað? Ég fór nú að verða tortrygginn eins og mér virtust þessir gestgjafar mínir vera. Eg spurðist fyrir um það hvort Victor hefði í raun komið og tekið viðtal við Geir Hallgrímsson. Jú, það hafði hann raunar gert, en hann hefði komið við þriðja mann og þeir verið með tilbúnar spurningar. Eftir þessa óskipulögðu heimsókn okkar i Moskvu, virtist mér sem eftirlitið, sem með okkur var haft, ykist um allan helming. Victor vinur okkar vék næstum aldrei frá okkur og þegar viðræður Sarkissian, forsætisráð- herra Armeníu, og Geirs Hallgrimssonar fóru fram, sat hann hjá okkur Jóni Erni Marinóssyni, fréttamanni Rikisútvarps- ins. Um leið og Sarkissian talaði skrifaði hann niður mjög gaumgæfilega, en um leið og Geir talaði, ræddi Victor við okkur um heima og geima. Nú virtist hann ekki hafa sama áhuga á sjónarmið- um Geirs Hallgrímssonar og hann hafði haft deginum áður. Þá var áhuginn svo mikill að hann vann fram á nótt til þess að ná viðtalinu. Yfirleitt sendu íslenzku fréttamenn- irnir allar sínar fréttir heim á íelex, sem reyndist eina örugga tækið til þess að koma heim fréttum af heimsókninni. 1 Yerevan vorum við íslendingarnir farn- ir að tala mjög um þetta þrúgandi and- rúmsloft, sem okkur fannst, og þá til- finningu, sem við höfðum fyrir því, að ^gaumgæfilega væri fylgzt rneð öllum okkar gerðum. Datt okkur þá i hug, að við skyldum hætta að tala islenzku okkar á milli og ræða saman á dönsku. Kom okkur saman um að gaman væri að sjá, hvað gerast myndi, en í hópnum voru nokkrir íslenzkumælandi Rússar. Við töluðum saman á dönsku á telexherberg- inu i Yerevan og ekki höfðum við gert það nema í 10 til 15 minútur, þegar tveir Rússar úr fylgdarliði okkar komu og þurftu að fá að hringja til Moskvu. Þetta var i eina skiptið, sem við fengum heim- sókn inn á telexherbergin á meðan við vorum að senda heim — undarleg tilvilj- Tveir sovózkir túlkar, sem báðir töluðu íslenzku, Evgini Voronin (t.v.) og Joseph Podrazhanez. Viktor Anekin, sem sagðist vera fréttamaður sovézka útvarpsins. Ráðgjafi i blaðadeild sovézka utanríkisráðu- neytisins, Shaposhnikov, sá er sýndi svo mikinn áhuga á viðræðum flugstjórans og fréttamanns islenzka sjón- varpsins. Khrenkov, fulltrúi í blaðadeild utanríkisráðuneytisins. Hann var helzti fylgdarmaður okkar blaða- mannanna. Heimsókn blaðamanns Morgunblaðsins tii Sovétríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.