Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16 OKTÓBER 1977 17 M Yfirborðið er slétt og fellt... tjöldin eru fornar dyggðir á förum en bak við Sjá Stríð & streita I I I I GAGNÁRÁS — Sovéska skopritið „KrókodíM" hefur að undanförnu verið með gagnárásartilburði gegn þeim mönn- um vestan tjalds sem finnst lítið um nýju stjórnarskrána þeirra Sovétmanna og telja frelsið þar eystra satt best að segja fremur bágborið í heild þrátt fyrir yfirlýsingar sovésku leiðtoganna um hið gagnstæða. Hér eru tvær ádeilumyndir úr ritinu sem báðum er beint gegn vesturlöndum. Á annarri kynnir sovéskur verkamaður sér hin fögru fyrirheit nýju stjórnarskrárinnar og afgreiðir hóp erlendra gagnrýnenda með þessum orðum: „Hættið þessu nöldri. Þið flækist bara fyrir." Á hinni myndinni situr bandarískur lögregluforingi fyrir aftan röð af kylfum sem bera áletrunina „ritfrelsi", „málfrelsi", „jafnrétti", „fundafrelsi" og „rétturinn til vinnu". Hann er að gefa fyrirskipun: „Jæja, liðþjálfi, lemjið grund- vallaratriði stjórnarskrár okkar inn í haus kröfugöngu- manna." Æska í hverjum dropa — eða hvað ? Það hefur löngum þóft nokkur galli á lífinu, að menn byrja að déyja um leið og þeir fæðast Dauðinn er eina örugga staðreynd llfsins og fram hjá honum verður ekki komizt Hins vegar geta menn reynt að treina tóruna En það er lítið gaman að lifa blaktandi skar Þess vegna hafa menn lengi leitað ráða til að halda æsku sinni sem lengst Betur verður víst ekki gert. Nú hefur alltaf verið vitað, að menn geta verið ungir fram I andlátið, ef þeir lifa skynsamlegu lífi Þvl miður er skyn- samlegt Ifferni jafnerfitt og það er skynsamlegt Og þess vegna hefur menn lengi dreymt um það, að fynd- ist töfralyf, sem héldi þeim sprell- frlskum til dauðadags í fornum rit- um (og reyndar ritum frá öllum öldum) er getið um fjölmörg þess konar lyf, og ber hvert af öðru, Raunar voru fornmenn svo bjartsýn- ir, að þeir trúðu á ódáinsdrykkí — og brugguðu þá En þvi miður munu nú flestir látnir, sem þeirra neyttu, og það þótt þeir drykkju á sig stóran belg. Nú orðið trúa menn ekki lengur á ódáinsdrykki Aftur á móti halda fjölmargir enn I trúna á töfralyf, sem ekki þurfi nema dreypa á endrum og eins og haldi þeir þá æsku sinni allt til enda Og enn koma fram ný töfralyf með hæfilegu bili, Það nýj- asta heitir Geróvital H3 Það er nú orðið svo eftirsótt I Bandarikjunum, að liggur við æði Meinið er, að bannað er að flytja það inn Er þvi þess vegna smyglað i stórum stil (10 millj. dollaravirði á ári), en þeir sem ekki eru í kunningsskap við smyglara gera sér ferðir til Mexíkó að sækja það Vísindamenn bandariska Mat- væla- og lyfjaeftirlitsins halda þvi fram, að hvorki sé sannað, að lyfið sé hættulaust né, að það geri nokk- urt gagn Og margir læknar stað- hæfa, að þetta sé algerlega gagns- laust glundur, bara einn Kínalifs- elixirinn i viðbót Þeir, sem á lyfíð trúa kalla það aftur á móti „heilsu- brunn' og „lifslind', og ber þarna allnokkuð á milli. En almenningur, sem hniginn er á efri ár og farinn að sakna æskunnar kaupir blönduna dýrum dómum Sá sem fann upp Geróvitalið, heit- ir Ana Aslan og var lengi forstöðu- maður rannsóknarstofnunar öldrun- ar í Búkarest í Rúmeniu Hún fann lyfið upp fyrir rúmum tuttugu árum, en reyndi það á hundruðum sjúkl- inga áður en hún gerði það upp- skátt Hún taldi sig hafa læknað sundurleítustu kvilla með þvi — liðagigt, skalla, hrukkur og jafnvel kyndeyfð, en læknar voru tregir að trúa Einkum þó af þvi, að þeir fengu ekki betur séð en Geróvítalið væri mestan part nóvócanupplausn, en nóvócain er þekkt verkjalyf. Veitt- ist þeim erfitt að skilja hversu það mætti vera, að verkjalyf eyddi kyn- deyfð og örvaði hárvöxt Reyndar eru i lyfinu ýmis efni önnur, geymsluefni t d , öll i mjög litlum mæli en gætu þó valdið einhverjum breytingum á áhrifum nóvócainsins í likamanum Almenningur lagði ekki eyrun við úrtölum læknanna Geróvitalið var brátt farið að seljast um allar jarðir, og seldist grimmt Það er nú leyft i fleiri en 60 löndum, og er það til dæmis um neyzluna. að einar 1 5 milljónir manna i Vestur-Þýzkalandi einu. svelgja lyfið að staðaldri Margir frægðarmenn, sem komust til hárrar elli drukku Geróvital ómælt, og hefur það verið notað rækilega i auQlýsingum Til dæmis Framhald á bls. 23 SKÁLKASKJÓL — I svita- baði i syndabæli Sauna er mikil þjóðarstofnun í Finnlandi, eins og kunnugt er, og má kallast einn af hymingarstein- um finnskrar siðmenningar. Saunaboð eru á ollum finnskum heimilum, sem rísa undir því nafni, og eru þessi þing höfð i svo miklum heiðri, að fátt er Finnum helgara nema ef vera skyldi þjóð- fáninn. í allmörg ár hafa Finnar fram- leitt þennan þjóðardýrgrip sinn i stórum stil og flutt út, svo að aðrir mættu njóta, og verður að leggja þeim það til ævarandi lofs. En laun heimsins eru vanþakklæti. Og illa hafa villimennirnir á meg- inlandi Evrópu launað Finnum það, að þeir færðu þeim saunað. Hróplegast er þó vanþakklæti Belga. Þeir keyptu þennan finnska helgidóm, sauna, þetta tákn hreins og heilbrigðs lifernis, i stór- um stil og settu upp i nuddstofum, sem þeir kalla svo og ættu að réttu lagi að hafa innan gæsa- lappa. Er nú komið svo illt orð á sauna, að alþýða manna viða um / \ heim veit það helzt um Finna, ef hún er spurð, að þeir fundu upp það hræðilega ólifnaðarapparat saunað. Eru Finnar varnarlausir við þessum ósköpum og munu gráti næst: saunað saurgað, og þeim kennt um allt saman . . . í Brussel i Belgíu eru fleiri opin berar saunastofur en i nokkurri borg annarri að Helsinki frátalinni í Brússel eru 79 stofur; hins vegar ekki nema 20 i London, sem er þó átta sinnum mannfleiri (reyndar er ýmislegt fleira einkennilegt að finna i Brússel. Þar eru t.d. 236 ..fótasérfræðingar" og er það einn um hverja 4250 borgarbúa. Ann- að hvort hafa Brússelbúar bezt hirta fætur i heiminum ellegar hér er maðkur i mysunni (sbr. starfs- heitið)). En auk þeirra eru einar 70 óopinberar saunastofur — og þær eru verri. Samvizku minnar vegna ætla ég að vara menn við þeim, þótt ég eigi á hættu málsóknir og fosóknir fyrir atvinnuróg. Ég ætla að segja það berum orðum: ef menn þurfa endilega að labba sig inn i saunastofu i Brússel er bezt, að þeir séu gjörspilltir fyrir. Það er þá bættur skaðinn. Og nú er ekki mér að kenna ef illa fer. En aum- ingja Finnarnir . . . — DAVID HAWORTH. verða að gegna herþjónustu aMt að sjö mánuðum á ári Hefur drykkjuskapur þeirra stóraukizt bæði meðal her- manna og ástvina þeirra, einkum eiginkvenna. Her- mennirnir drekka til að bæja burt óttanum við dauðann, en konurnar til að sefa óviss- una og kvíðann um afdrif þeirra. Telja eiginkonur her- manna nú u.þ.b. helming þeirra, sem leita til AA- samtakanna um hjálp við of- drykkju. Til dæmis um það hve drykkjuskapur og önnur eiturlyfjaneyzla hefur aukizt geysilega má nefna, að f fyrra fjölgaði afbrotum tengdum áfengisneyzlu um 18.1 % en öðrum fiknilyfja- brotum um 93.9%. . . Konur hermanna virðast hafa orðið manna verst úti af völd- um ófriðarins. Mjög margar þeirra þola alls ekki aðskiln- aðinn við menn sina og bug- ast. Á undan förnu ári leituðu fjórum sinnum fleiri hjálpar hjá Samverjasamtökunum en árið áður, og voru það mest- an part eiginkonur her- manna. Hjónaskilnaður verður líka æ algengari. í fyrra fengu 841 hjón lögskilnað; voru það 200 fleiri en fyrsta ófriðarár- ið — og þó fækkar hvítum mönnum í landinu um 1000 á mánuði hafa verið taldar fáeinar raunir hvitra Ródesiumanna af völdum ófriðarins Aftur á móti fara minni sögur af því, sem blökkumenn hafa mátt þola. Eru þeir þó margfalt fleiri en hinir, og. strir. Má fullvist telja, að þeir hafi orð- ið hart úti. Þeir hafa verið fluttir að heiman i stórum stil og settir niður i viggirtum „verndarbúðum". Þeim, sem 'komið hafa gestir i þessar búðir ber saman um það, að allt líf fólksins hafi gengið mjög i skorðum, og sam- félagsvandamálum stórfjölg- að — PAUL ELLMAN. Hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.