Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 DOKUMENTA Þaó hefur veriö þungbúið veóur undanfarið, — það haustar snemma í Þýzkalandi það þessu sinni, veðrið hefur verið rysjótt og við bætist að sumarið kom ekki, eóa svo finnst mönnum hér, eru betra vanir og vísa til tveggja undangenginna góðsumra. — Hinni miklu sýningu á sam- safni framúrstefnu- og nýlista, er hefur hlotið nafnið „Dokumenta", og sem stendur jafnan yfir í nákvæmlega 100 daga lauk sl. sunnudag 2. október. Um þá helgi gekk fárveður yfir N-Evrópu og þótt það næði ekki Kassel i hámarki sínu var þar þungbúið veður, rok og regn- hryðjur í bland. Það var erfiðleikum bundið að skoða hina viðamiklu sýningu sem var í þrem stórúm bygg- ingum og það var þungt yfir högg- myndunum er dreift var um alla borgina, — og þótt höggmyndir geti ósjaldan fengið yfir sig magn- aðan, ófreskan svip við slíkar að- stæður var því ekki til að dreifa að þessu sinni. Þær hurfu margar nær alveg í dimmuna eða voru ósköp pasturs- og líflitlar. Máski hefði útisýningin lagst betur á mig í skaplegu veðri í sumar en ég verð þó aó viðurkenna að margt í framúrstefnu- höggmyndalist síð- ari ára er mér litt að skapi og finnst eiga lítið skylt við skúlptúr. Mér þykir þetta frekar leiðinleg þróun þar sem ég hef yfirleitt jafnan verið mjóg móttækilegur John Davies Englandi: „Nafnlaus hópmynd í eðlilegri stærð" 1976—77. fyrir nýjum viðhorfum i skúlptúr- list. Hvort þetta séu elliglöp hjá mér eða afturför' í skúlptúrlist mun tíminn leiða í ljós. Ég á erfitt með að melta skúlptúr, sem er að mörgu leyti frekar hugmynd, heimspeki eóa bókmenntir heldur en handfast rúmtak — en hins vegar get ég vel viðurkennt að þetta geti útaf fyrir sig talist gild list. „DOKUMENTA", er nafn á al- þjóðlegu yfirliti á því helsta sem talið er að hafi gerst i listaheimin- um milli sýninga er að sjónlistum lýtur, en sýningin er sett upp á fjögurra ára fresti. Að þessu sinni voru raunar fimm ár frá siðustu sýningu, sem mun hafa stafað af fjárhags- og skipulagserfið- leikum. Sýningarnar eru óhemju kostnaðarsamar enda mjög vand- að til uppsetningar þeirra, og þótt aðsókn sé mjög góð og skili ómældum beinum sem óbeinum arði til Kassel-borgar og í vasa íbúa hennar, þá gengur erfiðlega að fjármagna þær. I nær hvert skipti sem sýning hefur runnið sitt skeið hefur því verið spáð að þetta hafi verið siðasta sýningin, en einhvern veginn hefur þetta gengið til þessa þrátt fyrir alla framkvæmdarerfiðleika og hrak- spár. Fyrsta „Dokumenta“ — sýning- in opnaði dyr sínar snemmsumars árið 1955 og var framkvæmda- stjóri hennar málarinn Arnold Bode (1900—1977), en hann hef- ur jafnframt verið nefndur faðir, frumkvöðull og driffjöður hug- myndarinnar aó sýningunum. Svo undarlega vildi til að Bode lézt aðfararnótt mánudags, aðeins fáum stundum eftir að sjötta ,,Dokumenta“-sýningin hafði lokað dyrum sinum. Hafði hann nokkrum dögum áður tekið við verðlaunum stofnunar Paul Dietrichs, 8000 mörkum, sem sérstakri viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til „Doku- menta,, sem væri álitin virtasta og mikilvægasta sýning nútímalistar í veröldinni“. Lét Bode þá svo um mælt, að draumur sinn væri að lifa opnun „Dokumenta" árið 1981. Er prófessor Bode verð 75 ára sendu 108 listamenn viðs vegar að úr veröldinni honum málverk, teikningar, höggmyndir og grafík í viðurkenningarskyni fyrir störf hans og hlutdeild i þróun nútíma- listar. Margt merkiiegt hefur gerst á „Dokumenta“ og margt „tabúið“ brotið. Ég man t.d. eftir því að það var einmitt á „Doku- menta“ 1968, að pop-listih hlaut fyrst alþjóðlega viðurkenningu og söfn um allan heim tóku við sér. í dag er pop-listin orðin sigild og mjög áberandi á hinum virtustu söfnum, þykir jafnvel víða gamal- dags og úrelt i listheiminum. Var það áberandi á sýningunni í ár að sumir amerískir pop-frumkvöðlar voru með krampakennda tilburði til að endurnýja og víkka tjáningarsvið sitt. Að þvi er ég best veit, þá hefur íslenzkum myndlistarmönnum aldrei verið boðið að sýna sérstak- lega i Kassel, sem má hiklaust skrifast á reikning heimsþekkts ódugnaóar þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Erum við helst frægir fyrir þetta atriði erlendis og má vel vera að þetta heyri undir ein- hvern ismann i nýlistum heims- ins. — En í ár er eitt verk eftir Islending á sýningunni og á hér í hlut Magnús Pálsson myndlistar- maður og fyrrum leikmynda- gerðarmaður. Hvernig þátttaka hans er til komin hef ég ekki hugmynd um en máski hefur hann hér notið vináttu og velvild- ar Dieter Roth, sem er stórt nafn hér í Þýskalandi og á mörg verk á sýningunni. En hvað um það, hér er vonandi brotið blað i alþjóð- legum samskiptum Islendinga við umheiminn á myndlistarsviði. Ég vil skjóta þvi hér aó, af gefnu tilefni, aó hvorki Erró né ís- lendingarnir i Amsterdam og fél- agi þeirra Ben Sveinsson í Dússel- dorf hafa verið með á þessum sýningum, svo að Magnús Pálsson er hér örugglega fyrstur. Af þeim þrem „Dok.umenta,, sýn- ingum sem ég hefi séð, 1959, 1968 og 1977., þótti mér sýningin í ár áberandi risminnst og koma minnst á óvart. Hér þótti mér skorta slagkraft og það var langt frá því að hún lyfti mér upp og fyllti mig eldsneyti svo sem t.d. sýningin 1968 gerði, — hins vegar á ég stórum fleiri minning- ar um lítilsigld framlög einstakl- inga og samvinnuhópa en á hinum fyrri sýningum. Þykir mér hreint ótrúlegt hvað hugkvæmni manna eru litil takmörk sett i þvi sambandi að setja allar mögu- legar framkvæmdir undir hugtak- ið myndlist en sem ég mundi á stundum frekar nefna ólistir og hámark ófrjós andleysis og lífs- leiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.