Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 25
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÚBER 1977 25 Erich Reusch Þýskal: ,, Jarðskúlptúr" 1977. unni í heild. — Þá er komin fram ný stefna er „Spuren sicheruns" nefnist á þýsku og er eins konar módelagerð samvinnuhópa. Landslag, sérkennileg hús g hallir ásamt frumlegum ummyndunum forma. Minnir þetta stundum á sandkassavinnu barna en mun hnitmiðaðara að ýmsu leyti. Getur þetta verið skemmtilegt sem sviðsmynd og hér er a.m.k. gilt rúmtak á ferðinni. Þá var þarna gott sýnishorn af bókagerð mynd- listarmanna en þetta eru sem mörgum mun kunnugt, bækur i formi sínu og gerð en ekki bók- menntaverk í hefðbundnum skilningi. í sumum tilvikum er t.d. sama orðið eða setningin máski prentuð 500.000 sinnum i heilmikinn doðrant eða að inni- hald bókarinnar eru síðurnar ein- ar ásamt sjálfu rúmtaksforminu. Hér kemur ýmislegt óvænt fram og áhorfandinn er þvingaður til að líta á bókina frá nýjum sjónar- hóli, — en ekki þykir mér þessi tegund listar tjá mér mikinn boð- skap. Það er einmitt í þessari deild sem Magnús Pálsson á verk en því miður er staðsetningin ekki sem skyldi og bar litið á verkinu. Af öðru markverðu má nefna deild nokkra þar sem getur að líta Hinn sérkennilegi Joseph Beuys. Hattinn skilur hann aldrei við sig. Mér er tjáð að fáir eða engir hafi hafið sýninguna sem heild upp til skýja, en það gerði þó einn listnemi í skóla heima við undir- ritaðan, sem í sjálfu sér er eðli- legt því að viðbrigðin eru svo mik- il. Sýningin hefur hlotið harða dóma listrýna viða að og sumir fara um hana þeim óvirðulegustu orðum sem hægt er að hugsa sér að þeir láti sjá eftir sig á prenti. Ég get tekið undir það, að sýning- in i heild er sú líflausasta frá upphafi a.m.k. af þeim sýningum er ég hef séð. Má nefna að sýn- ingarnefnd málverka sagði af sér daginn fyrir opnunina vegna óánægju mð innsend málverk og sýninguna i heild. Hins vegar er mjög margt af athyglisverðum framlögum á sýningunni og á það við um flestar greinar lista sem kynntar eru að þessu sinni. Mikið ber á myndvörputækni nokkurri er hlotið hefur nafnið „Viedeo", hér getur að líta ein- tóma endurtekningu sömu at- hafnarinnar i endalausri síbylju. Það getur t.d. verið maður að strjúka naflann á sér í baði, ein- hver hönd sem heldur á kerti að kveikja á því af öðru kerti eða varir konu er stöðugt mynda sömu hreyfingarnar. Þess skal getið að þessar athafnir eiga að heita sjálfstæð listaverk á sínum skerminum hver, en ekki athafnir i röð. — Myndin í margri gerð er fyrirferðarmikil á þessari sýn- ingu, t.d. er mikið um kvikmyndir af eldri gerð er nú eru orðnar klassískar og einnig var viðamikil ljósmyndasýning er var eitt hið athyglisverðasta á allri sýning- módel að vagnkerrum, hjólum, bifreiðum og er þetta allt á mörk- um iðnhönnunar og myndlistar en er að sjálfsögðu óhæft til notk- unar. Hér eru sem sagt komnar bifreiðar, glæsilega hannaðar án þess að vera bifreiðar í venjuleg- um skilningi. Þannig er ekki frekar hægt að fá sér ökuferð í þeim þótt meistaralega hannaðar séu en að lesa sögu eða ljóð í venjubundnum skilningi i fyrr- nefndum bókum þótt velhannað- ar séu. Á einum stað utan dyra getur að líta lítinn látúnshring. Er hér kominn efri endi á neðanjarðar- listaverki, þ.e. alit annað áf því er látúns-sivalingur er rekinn var 1000 metra i jörð niður! ... Vliguel Coude, Mexikó: „Óvæntur koss" 1975. Bækur eftir Dieter Roth, Þýskal. Deild handteikninga eða mynd- rissa þótti mér ein hin albesta á sýningunni, — tekin í mörgum tilvikum hreint frábær og tján- ingin lifandi. Eiga margir meist- arar hér myndir m.a. Picasso og Miro.. . — Hinn frægi ( og alræmdi) myndlistarmaður Joseph Beuys, er ýmsir vilja álita mesta mynd- listarmann aldarinnar í Þýzka- landi, sló stórt um sig á þessari sýningu með mörgunj verkum og eigin persónu. Erfitt er að lýsa verkum hans og menn eru oft litlu nær þótt þeir sjái myndir af þeim. Hann verður fyrst skilinn er menn standa augliti til augliti við verkin, enda spilar hann mjög mikið á sviðsetningu og andrúmið hverju sinni. Sviðsetningar hans geta ósjaldan verið mjög áhuga- verðar en ég er öllu minna með á nótunum varðandi teikningar, vatnsþilsmyndir og ýmsar tiltekt- ir á þessarí sýningu t.d. hunangs- pumpu eina. Það hefur borið mik- ið á þessum manni á „Doku- menta" — hann er likast gang- andi auglýsingu. Spígsporar inn- an um verk sín, talar við fólk, heldur fyrirlestra og tekur þátt í umræðum um sýninguna í heild, tilgang listarinnar og þjóðfélags- mál. Það hefur gengið á ýmsu i lifi þessa sérkennilega manns, hann var m.a. orrustuflugmaðr i seinni heimstyrjöldinni, var skotinn nið- jr og slasaðist illa, — seinna datt hann niður stiga í stúdiói sinu og í járnstöng er fór i gegnum hann jg hékk hann ósjálfbjarga á itönginni þar til honum var bjarg- ið. Hann var um árabil prófessor dð Listaháskólann í Dusseldorf >ða þar til hann var rekinn þaðan. rildrögin voru þau, að fyrir íokkrum árum misbauð hann amkennurum sínum og braut all- ir reglur skólans. Venjan var að irófessorarnir hefðu um 10—15 íemendur hver, — inntökupróf /oru mjög ströng þannig að örfáir comust inn i skólann á ári. 3rófessorarnir höfðu þó heimild il að taka til sin 1—2 nemendur in inntökuprófs. Bekuys var al- 'jörlega mótfallinn inntökupróf- im og ölium takmörkunum, gerði lér lítið fyrir og tók til sín 350 íemendur. Geta skal til nánari ikilnings að hver nemandi á rétt á 500 marka mánaðargreiðslu og íefur skólaráði þótt það fullmikil ítgjöld að greiða öllum þessum 'jölda auk þess sem vafi er á að lúsnæði hafi verið nægjanlegt jví að i Listaháskólum er þröngt setinn bekkurinn. Akademíráðið bannaði þvi þennan nemenda- fjölda en þá gerðu nemendur og Beuys uppreisn og hertóku skrif- stofur skölans. Var þá kallað á lögreglu en þá lokuðu nemend- urnir sjálfum skóianum. Liðu margir dagar áður en uppreisnar- kempurnar gáfu sig og hægt var að hefja kennslustörf aftur. Hafa staðið réttarhöld út af atburðum þessum fram á daginn i dag. Beuys var mjög atorkusamur kennari og vinsamlegur nemend- um sinum, bauð þeim iðulga heim á vinnustofu sína. Framtak hans skapaði honum auðvitað óhemju vinsældir nemenda og varð frægt um allt Þýskaland og raunar langt út fyrir landamæri þess, — og máski var þá tilganginum náð þótt hér skuli ekkert full.vrt. Dvöl mín i Dokumenta- sýningunni i ár var skemmri en ég hafði fyrirhugað og þó harma ég það ekki svo mjög þvi að fátt vírð mér til óvæntrar upplifunar — það væri þá helst sýningarskrá- in sjálf í þrem bindum. áhrifarik og traust í látleysi sinu. En ég horfi spenntur frani á við til næstu sýningar, trúi á styrk og varanleika listarinnar og að „Kol- bftarnir risi.-'... Bragi Asgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.