Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 27 Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför SIGMUNDAR EIRÍKSSONAR, verkstjóra, Lyngheiði 1 5, Hveragerði Ekki ráð nema í tíma sé tekið morgunblaðsmenn hittu þessa dugmiklu stráka er þeir voru á ferð á Selfossi f vikunni. Enda þðtt tveir og hálfur mánuð- ur séu til gamlárskvölds eru þeir byrjaðir að safna í áramótabrennuna og hefur þeim miðað vel áfram. Strákarnir heita talið frá vinstri: Ásgeir, Stefán, Sigurgeir, Valgeir, Hilm- ar, Lúðvík og Garðar. Þeir eru ákveðnir í því að verða með stærstu brennuna á Selfossi og aðeins hrekkju- svínin hinum megin f bæn- um geta komið f veg fyrir það, að því er drengirnir sögðu Morgunblaðsmönn- um. Þeir eru grænir af öf- und og eru byrjaðir að stela spýtum úr þessari brennu f sína eigin brennu. Ljösm. Mbl. Friðþjófur. Kristin Þorsteinsdóttir og aðrir vandamenn + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu ODDNÝJAR FR. ÁRNADÓTTUR. Ingimarsstöðum, Þórshöfn. Ingimar Baldvinsson, böm. tengdabörn og barnaböm. Sigurður B. Magntísson, formaður Bræðrafélagsins, óskar hjónunum Olafi G. Karlssyni og Guðrúnu A. Arnadóttur til hamingju með verðlaunin. Byggðarendi 24 f ær viðurkenningu í Bústaðasókn Um árabil hefur Bræðra- félag Bústaðakirkju leitast við að láta til sín taka mál sem til menningar eða framfara gætu orðið í sókninni. Hefur félagið gengist fyrir verðlauna- veitingu til fegrunar í hverfinu. Nefnd hefur starfað til að gera tillögur um viður- kenningu fyrir „snyrtilega umgengni á lóð og húsi“ í sókninni, hefur nefndin orðið sammála um að leggja til að Byggðarenda 24, eign hjónanna Guðrún- ar A. Árnadóttur og Ólafs G. Karlssonar, hljóti viður- kenningu félagsins árið 1977. Að þessu sinni var tekið fyrir svæðið Endar, Gerði og Lönd austan Tunguveg- ar og Óslands. Þarna eru ungar lóðir og hús, mörg ófullgerð og lóðir í sköpun. Víða eru þó komnir fallegir garðar og allur frágangur til fyrirmyndar. Vill nefnd- in t.d. benda á eftirtaldar húseignir: Austurgerði: Nr. 3, 9 og 10. Við Byggðarenda: Nr. 6, 9, 11, 13 og 15. Við Litlagerði: Nr. 6, 12 og 14. Hér var um vandasamt val að ræða, því almenn umgengni í sókninni er að verða mjög góð. Þakkar Bræðrafélagið öllum þeim sem að þessum málum hafa unnið. t Þökkum samúð og hlýhug við útför, VALGERÐAR SIGTRYGGSDÓTTUR, Brávallagötu 10. Einnig þökkum við læknum og starfsfólki Landakotsspitala, góða umönnun í veikindum hennar Númi Þorbergsson, dætur hinnar látnu og aðrir aðstandendur. Minning: Magnús Höskuldsson fyrrverandi skipstjóri Magnús Höskuldsson fyrrv. skipstjóri lést á Borgar- spítalanum í Reykjavik 4. október sX, tæpra sjötíu ára að aldri. Ut- för hans var gerð 12. okt. frá Fossvogskirkju. Athöfnin var virðuleg og fjölmennt í kirkjunni. Mér urðu nokkur vonbrigði að því, að engin minningar — eða kveðjuorð voru birt um hann f dagblöðum eða annars staðar. Mér finnst það tæplega sæmandi að Magnus liggi óbættur hjá garði, og þess vegna hripa ég nið- ur nokkur atriði, sem mér er kunnugt um úr æviferli hans. Magnús var fæddur 15. nóvember 1907 á Mjóanesi í Þing- vallasveit, sonur Höskulds Guðmundssonar, bónda þar, og konu hans, Elisabetar Jónas- dóttur. Fimmtán ára gamall fór Magnús að stunda sjómennsku á opnum bátum frá Grindavik, var síðan á stærr-i fiskiskipum og tog- urum og árið 1927, þá rétt tvit- ugur að aldri, réðst hann háseti á e/s Willemoes, síðar Selfoss (I), hjá Ásgeiri Jónassyni móður- bróður sinum. Var hann síðan all- an sinn siglingatíma háseti, stýri- maður og skipstjóri á skipum Eimskipafélags Islands. Skip- stjóri var hann frá því á árinu 1959 þar til hann varð að hætta siglingum árið 1968 vegna veik- inda. Við þau háði hann harða baráttu þar til yfir lauk. Síðustu tvær vikurnar lá Magnús meðvit- undarlaus á Borgarspítalanum, hafði fengið blóðtappa í heilann, og leiddi það hann til dauða. Síðustu samfundir okkar Magn- úsar voru í júlí s.l. heima hjá Ragnheiði dóttur minni, systur- dóttur hans. Var þá áberandi hve mikið honum hafði hnignað og hve sjúkdómurinn hafði náð sterkum tökum á honum. Þó tal- aði hann um að skreppa heim tii mín við tækifæri og rabba við mig um sameiginleg áhugamál okkar beggja. Úr því varð þó ekki. Áhugamál Magnúsar voru fleiri en það sem að sjómennsku og siglingum laut. Hann var ritari i stjórn Félags íslenskra bifreiða- eigenda í sjö ár, hann stofnaði deildir úti á landi og leitaðist við aó vekja áhuga bifreiðaeigenda t Útför eiginmanns míns, SÍMONAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi verkstjóra. Austurbrún 6, fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 1 8 okt kl. 1 30 e h Fyrir mina hönd og annara vandamanna. Rósa Sigurðardóttir. t STEFÁN STEFÁNSSON, innheimtumaður, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 1 8. október kl 14 Aðstandendur. t Föðursystir min HILDUR JÓNSDÓTTIR. Ásvegi 10. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19 október kl 13:30 Fyrir hönd ættingja Lára ÞórSardóttir. og annarra ökumanna á öruggum akstri og á öðrum málefnum félagsins og tilgangi þess. Hann átti stóran þátt i þvi að skipu- leggja þá þjónustustarfsemi félagsins að láta bíla sina vera úti á vegum landsins á mestu umferðardögum sumarsins til þess að veita ökumönnum upplýs- ingar og aðstoð, og til að annast viðgerðir á minniháttar skemmd- um og að kalla á hjálp gegnum talstöðvar bílanna, ef um slys eða meiriháttar skaða var að ræða. Tók hann sjálfur þátt í þessu starfi, og gerði það af dugnaði og áhuga. Magnús var einn af stofn- endum Hagtryggingar. Magnús var blátt áfram í um- gengni og viðmóti og öll fram- koma hans var einarðleg, og þeim sem hann treysti sýndi hann sanna vináttu. Kom þá fram hjá honum hlýja og ljúfmennska, sem braust út i gegnum dálítið hrjúft ytra borð. Hann var einn af þeim mönnum, sem sagði hvitan hlut hvítan og svartan hlut svartan. Þetta kemur sér ekki alltaf vel. Til eru þeir menn, sem þola illa og heyra sannleikann nema að hann sé vafinn inn i silkiklæði. Um trúarlíf Magnúsar er mér ekki kunnugt, eða hve mikið hann hefur Ihugað eilifðarmálin, það kom aldrei til umræðu okkar á milli, þær snerust eingöngu um veraldleg efni. En hvernig svo sem þvi er farið, þá verður án efa tekið vel á móti sál hans af sendi- boðum Drottins, og hann leiddur á framfarabraut í þeim heimi, sem hann nú er fluttur til. Árið 1932 gekk Magnús að eiga eftirlifandi konu sína, Jóhönnu Jónatansdóttur. Þau eignuðust fjögur börn, þrjá drengi og eina dóttur, sem öll eru uppkomin. Ég votta ekkju hans og börnum, svo og nánustu ættingjum samúð mína. Jón Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.