Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 Að svífa í opinni Sikorski-þyrlu ör- fáum metrum yfir gulbrúnu kargaþýf- inu á eynni Krit — tjóðruð eins og smákrakki í barnavagni — er skemmti- atriði sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Þyrlan tók sfðan stefnu út frá norðurströndinni og sleikti nánast sindr- andi vatnsflötinn unz hún settist eftir fáeinar minútur á þilfari bandariska flugvélamóðurskipsins Saratoga. Þyrlu- flugmaðurinn leysti farþega sina og skil- aði þeim af sér i hendur skipverja, og þar með var hafin eftirminnileg sólar- hringsdvöl um borð í þessu bákni þar sem 4.800 manns hafa aðsetur —eða álíka margir og i Vestmannaeyjum — og séð er fyrir flestu þvi sem mannskepnan þarfnast til daglegs viðurværis. Um borð í Saratoga eru 15 þúsund matar- skammtar bornir á borð dag hvern. Þar er sjúkrahús með mjög fullkominni skurðstofu. Sjúkrarúmin eru 64 og fjöl- mennt lækna- og hjúkrunarlið er jafn- an til taks. Tannlæknar um borð eru fjórir og okkur var sagt að þeir væru önnum kafnir frá morgni til kvölds. Menntunar- skilyrði í þessu samfélagi eru til mikillar fyrirmyndar og langtum fullkomnari en i mörgum mun fjölmennari byggðar- lögum, þvi að hægt er að taka allt upp í háskólapróf í hvaða grein sem vera skal, en þetta gagnmerka fræðslufyrirkomu- lag byggist f aðalatriðum á náinni sam- vinnu Bandarfkjahers og háskóla og annarra fræðslustofnana um gjörvöll Bandarikin. — 1 júnimánuði s.l. átti sér stað 200 þúsundasta lendingin á þilfari Saratoga frá því að skipinu var hleypt af stokk- unum árið 1956. Venjulega eru milli 80 til 100 flugvélar áhangandi skipinu, — fjöldinn allur á þilfarinu reiðubúinn til flugtaks en það sem ekki kemst fyrir þar er neðan þilja. Þar eru flugskýli með fullkominni aðstöðu til viðhalds og við- gerða og fjórar lyftur til að flytja flug- vélar á milli hæða. Að reyna að gera grein fyrir tækjabúnaði flugvélamóður- skipsins nema í aðalatriðum væri ósvinna, enda væri sérþekking bæði les- anda og sögumanns forsenda þess að slikt gæti blessazt. Það sem mesta athygli vakti voru að sjálfsögðu þau umsvif, sem eiga sér stað á þilfarinu. Þar er stöðug umferð dag og FlugvélamóðurskipiS Saratoga, sem smíðað var árið 1956. Fyrirhugað er að gera gagngerar endurbætur á skipinu á næstunni og er gert ráð fyrir því að Saratoga eigi eftir að ösla um heimshöfin í að minnsta kosti 21 ár til viðbótar. UM B0RÐ í FLUG- VÉLA- MÓÐUR nótt — þotur, þyrlur og flutningavélar koma og fara með ærnum fyrirgangi, en ekki tókst að fá fullnægjandi skýringu á þvi af hverju öll þessi umferð stafaði. Að sjálfsögðu er við því að búast að ýmislegt þurfti að stússa í kringum allt þetta fólk og lika að stöðug þjálfun sé frumskilyrði fyrir þvi að allt sé til taks ef á þarf að halda, en ekki gat ég varizt tilhugsun- inni um þær sviptingar sem hlytu að verða á þessu sama þilfari ef harka færðist í leikinn og raunveruleg átök ættu sér stað. Valslöngva — eða catapult — hefur frá alda öðli verið mikilvægt verkfæri í hernaði, en það er einmitt það tæki sem ;tilvera flugvélamóðurskips grundvallast á. Þótt flugbrautir séu á þilfarinu er af augljósum ástæðum útilokað að hafa þær jafnlangar og þar sem fast land er undir fótum. Þvi er flugvélunum ein- faldlega skotið á loft með valslöngvunni — ekki ósvipað og notuð væri teygju- byssa. Lendingarútbúnaðurinn er með þeim hætti að vírar eru strengdir yfir þilfarið, og um leið og flugvélin snertir þilfarið gripur dragbitur hennar einn SKIPINU „Höfuðbólið og hjáleigan,, frum- sýnt á Akranesi Akranesi, 14. okt SKAGALEIKFLOKKURINN frum- sýndi leikritiS „HöfuSbólið og hjá- leigan" eftir Sigurð Róbertsson i gœrkvöldi hér í Bióhöllinni é Akra- nesi. Húsið var þéttskipað énægðum sýningargestum, sem klöppuSu mik- i8 og virtust skemmt sér vel. Þorvaldur Þorvaldsson lék Orottin allsherjar, Anton Ottesen lék Gabríel erkiengil, Pálmi Pálmason lék Lusifer, Jakob Þór Einarsson lék Adam og Vaka Haraldsdóttir lék Evu Ég álit að þau hafi öll farið með hlutverk sitt með prýði, þótt allt sem fram fór á leiksvið- inu, sem var eínfalt og tæknilegt. hafi ekki alltaf verið talið krísilegt og sið- legi. Þar er varla hægt að gera upp á milli hæfni leikaranna en þess má geta að Þorvaldur Þorvaldsson hefur áður leikið hlutverk Krists og Kölska og má því telja að honum hafi verið mestur vandi á höndum. Ottesen var ánægður sem áður. Leikstjóri er Haukur Jón Gunnarsson og hefur hann vissulega átt sinn þátt i þvi að gera leíkinn og sviðsetningu skemmtilega, enda lærð- ur bæði I Japan og Bretlandi. Leikendum, leikstjóra og höfundi var klappað lof i lófa og þau hyllt með blómum. Það eiga eflaust margir eftir að sjá og heyra þetta ágæta leikrit flutt af hinum frábæra Skagaleikflokki Júlfua.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.