Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 1
230. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, á Alþingi í gær: Ríkisst ar fsmenn njóti sömu kjara og aorir — en umframhækkanir leiða til óstöðvandi kjarakapphlaups — Ríkis- stjómin væntir þess að BSRB virði lög landsins við framkvæmd verkfalls festu og neita ad verda við kröfum ræningjanna. Páll páfi bauðst f kvöld til að taka við stöðu gíslanna í þotunni, ef það k.vnni að verða að gagni. David Owen, utanríkisráð- herra Bretlands, lýsti í dag yfir fullkomnum stuðningi við hverja þá ákvörðun, sem v- þýzka stjórnin kynni að taka í málinu. Sagði Owen, að hryðju- verk sem þessi yrði að stöðva og það yrði aðeins hægt með algerri samstöðu þjóða heims. Heiniut Schmidt Raymond Barre, forsætisráð- Ógnun hryðjuverka alheimsfyrirbæri London, Bonn, Washington Vatíkaninu og viðar. Reuter ALLUR heimur fylgdist í kvöld og nótt með framvindu mála i Mogadishu í Sómalíu þar sem flugræningjarnir fjórir héldu 86 manns í gíslingu eftir að hafa skotið flugstjóra Luft- hansaþotunnar til bana í morgun skömmu eftir flugtak frá Aden. V-Þýzku stjórninni hafði í kvöld borizt fjöldi stuðningsyfirlýsinga frá ríkis- stjórnum ýmissa þjóða og fjöl- miðlar á Vesturlöndum og víðar hvöttu Helmut Schmidt og stjórn hans til að sýna áfam herra Frakklands, tók f sama streng og sagði að mestu hörku yrði að sýna, er lýðræði væri i húfi og lífið í heiminum gæti orðið óbærilegt ef ekki væri hægt að sigrast á kreppu siðmenningarinnar með því að sanna að lýðræði og grund- vallarreglur þess gætu varið sig. Sagði hann að Frakkar myndu í einu og öllu styðja stjórn Schmidts. Ríkisstjórn Egyptalands for- dæmdi hryðjuverkamennina og hrósaði stjórn V-Þýzkal.ands fyrir tilraunir til að bjarga líf- Framhald á bls. 28. GEIR Hallgrfmsson, forsætisráð- herra, kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár á Alþingi f gær og gerði að umtalsefni kjaradeilu þá, sem nú stendur yfir við opinbera starfs- menn. t kjölfar ræðu forsætisráð- herra urðu miklar umræður á Al- þingi sem stóðu framundir kvöld. I ræðu forsætisráðherra kom fram m.a.: 0 Kjaradeilunefnd hefur sent ráðherrum skýrslu um 6 tilvik, þar sem ákvarðanir nefndar- innar hafa ekki verið virtar. Ríkisstjórnin kvaddi stjórn BSRB á sinn fund af því tilefni og þar var tekið fram, að hún liti svo á að það væri skilyrðis- laus skylda framkvæmdavalds- ins að sjá um, að ákvarðanir nefndarinnar yrðu fram- kvæmdar. Fulltrúar BSRB kváðust mundu halda lög landsins og kvaðst forsætisráð- herra vænta þess, að við það yrði staðið við framkvæmd verkfallsins. 0 Geir Hallgrimsson sagði, að krafa BSRB um endurskoðun- arrétt á samningstíma með verkfallsrétti fæli í sér brigður á því samkomulagi, sem gert var við BSRB, þegar lögin um verkfallsrétt voru sett. Alls ekki væri unnt að samþykkja slíkan endurskoðunarrétt með verkfallsrétti og ríkisstjórnin mundi ekki beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Hins vegar væri ríkisstjórnin tilbúin til að tryggja að BSRB hefði aldrei Geir Hallgrímsson. lakari verðbótatilhögun en al- mennt gerist. 9 Geir Hallgrímsson sagði, að rikisstjórnin gæti ekki orðið við þeirri kröfu BSRB, að lægstu laun yrðu hækkuð um- fram þaö, sem ríkið hefði þegar boðið, þar sem kjör BSRB væru þá komin upp fyrir það, sem almennt gerist á vinnumarkaði og væri það því óverjandi. Hins vegar væri ríkisstjórnin reiðubúin til að tryggja, að enginn starfsmað- ur, sem starfsfestu næði, sæti lengi í neðstu þrepum launa- stigans. 0 Forsætisráðherra sagði ríkis- stjórnina hafa gengið svo langt til móts við kröfur BSRB um 15—20% hækkun um miðbik launastigans umfram hækkan- ir ASl, að naumast væri hægt að ganga lengra, ef ekki ætti að hleypa af stað óstöðvandi kjarakapphlaupi. 0 Ríkisstjórnin hefði lýst þvi yfir, að hún væri reiðubúin til að ræða önnur atriði samning- anna innan ramma síns lokatil- boðs. 0 í lok ræðu sinnar lét Geir Hall- grfmsson i ljós ósk um að kjaradeila þessi leystist og að þeir almennu hagsmunir vrðu virtir, sem í því væru fólgnir, að starfsmenn ríkisins fengju sambærileg kjör og aðrir vinn- andi menn i landinu. Ræða Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, fer hér á eftir í heild, en frásögn af umræðum á Alþingi í gær er að öðru leyti á bls. 18 og 19. Ríkisstjórnin hefur á mörgum fundum sínum og siðast á fundi sinum i morgun fjallað um yfir- standandi kjaradeilu milli ríkis- Framhald á bls. 28. Frækilegt björgunar- afrek Vestur-Þjóðverja Sérþjálfuð víkingasveit bjargaði öllum gíslunum í leifturárás - Ræningjarnir felldir Bonn 18. október Reuter — AP. SÉRÞJÁLFUÐ v-þýzk víkingasveit úr landamæraher- deild landsins vann f nótt frækilegt björgunarafrek, er 60 liðsmenn hennar gerðu leifturárás kl. 23.30 að ísl. tíma á Lufthansaþotuna, sem rænt var á fimmtudag, þar sem hún stóð á flugvellinum f Mogadishu f Sómalfu, og bjargaði öllum gfslunum 86, en felldi ræningjana 4. Um tvöleytið í nótt var ekki endanlega ljóst hvort einhver gíslanna hefði særzt, en fyrstu fregnir frá talsmanni Bonnstjórnarinnar hermdu, að allir hefðu komizt lffs af, en hann bætti við: „Það kann að vera að f Ijós komi að einhver gfslanna hafi látið Iffið.“ Arás víkingasveitarinnar, sem sett var á stofn eftir moröin á ísraelsku íþróttamönnunum á Ölympiuleikunum í Múnchen 1972, stóö aðeins í tvær minútur. Að sögn AI’- og Reuterfréttastof- anna sprengdu liðsmenn sveit- anna neyðarútganga þotunnar upp og réðust skjótandi úr vél- byssum inn í hana. Tókst þeim að hæfa ræningjanna 4, áður en þeir gátu gert sprengjuhleðslur virkar og 5 mínútum eftir að árásin hófst voru allir farþegarnir, þ.á m. 7 börn og hjón á áttræðisaldri. I komnir út úr þotunni niður á flugbrautina. 44 karlar, 31 kona, 7 | börn og 4 manna áhöfn var á lifi er árásin varð gerð, en ræningj- arnir myrtu flugstjórann i morg- Framhald á bls. 28. Boeing 737 þota Lufthansa í flugtaki. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.