Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÖBER 1977 Umbrot á Kröflusvæðinu geta allt eins byrjað í nótt og eftir nokkra mánuði” — segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur Deiluaðilar hitlast að nýju í húsakynnum Torfa Hjartarsonar sáttasemjara um hádegisbil í gær. Vinstra meííin við borðið eru fulltrúar BSRB, en sáttanefnd ríkisins er að ganga í salinn. ráðherrarnir Halldór E. Sigurðsson og Matthías Á Mathiesen fremst á myndinni til hægri. Ekki hlutverk ríkisstjórn- arinnar að kveða upp dóma,’ - sagði Kristján Thorlacius á fundi með fréttamönnum STJÓRN BSRB ojí varastjórn var f gær hoðuð á fund með ríkis- stjórn og formanni Kjaradeilu- nefndar, Helga V. Jónssyni. Að sögn Kristjáns Thorlaeius, for- manns BSRB, var rætt á fundin- um um bréf Kjaradeilunefndar til BSRB, þar sem talin voru upp brot, sem Kjaradeilunefnd telur að BSRB hafi framið gegn úr- skurðum Kjaradeilunefndar. Sagði Kristján að ríkisstjórnin hefði lagt á það rfka áherzlu á fundinum að úrskurði Kjara- deilunefndar ha-ri að halda sem önnur lög og lagaákvæði. — Okkar svar var það, að það væri ekki hlutverk ríkisstjórnar- innar að gerast dómari í þessu máli, frekar en öðrum, sagði Kristján Thorlaeius. — Sam- kvæmt stjórnarskránni er valdinu þrískipt, í framkvæmdar-, dóms- og löggjafarvald. Rikisstjórnar- innar væri að fara með fram- kvæmdavaldið, en dómstólanna að fara með dómsvaldið í landinu. Það er því ekki ríkisstjórnarinnar að kveða upp dóma i þessu máli frekar en okkar. — Þaö er rétt, aö ágreiningur er um ýmsa úrskurði Kjaradeilu- nefndar og það er okkar mat að nefndin hafi í sumum tilfellum farið gróflega út fyrir þau laga- ákvæði, sem hún á að starfa eftir og telst verksvið hennar. Við höf- um lagt okkur fram til aö t.d. heilsugæzla gæti starfað eðlilega eins og Kjaradeilunefnd ákvað að vera skyldi. Þar hefur veriö hald- ið á mjög ófullnægjandi hátt á málum og nöfn þeirra, sem eiga að starfa, hafa verið mjög á reiki frá hendi Kjaradeilunefndar. Framhald á bls 22 ,,NÚ EK vika liðin síðan land á Kröflusvæðinu náði sömu hæð og þaö var í þegar síðustu umbrot hófust, og landris heldur áfram meó sama hraða og áður. Þar sem landris er mest, er það eifis og það hefur alltaf verið, þetta 6—7 mm á sólarhring," sagði Páll Einarsson jaröeðlisfræðingur í sam- tali viö Morgunblaöið í gær en hann kom norðan úr Mývatnssveit í fyrrakvöld. Páll sagði, að sem fyrr væri landris mest í nánd við Leirhnúk, þannig að myndin á landrisinu væri ávallt sú hin sama. Þá sagði hann, að skjálftum hefði enn fækkað frá því sem verið hefði þannig að landið væri enn að jafna sig frá síðustu umbrotum á svæðinu. ,,Þaö er alls ekki víst að við veröum varir viö neitt á þessu svæðr fyrr en næstu umbrot byrja, hvenær sem það verður. Þau geta allt eins byrjað í nótt eða eftir nokkra rnánuði,'* sagði hann. Að sögn Páls Einarssonar hefur hiti í Bjarnarflagi enn aukizt mikið. mest syðst og nyrzt á Geirfinnsmálið: Kjjaradómur veit- ir BHM og ríki frest til málflutnings Hæstiréttur fékk kæruna í gærdag Úrskurðað að Jón Sigurðsson skuli sitja í dóminum KJARADÓMUR hefur veitt Bandalagi háskóla- manna og fjármálaráð- herra frest til málflutnings í máli BHM gegn fjármála- ráðherra vegna deilu aðil- anna um kaup og kjör há- skólamenntaðra manna í opinberri þjónustu. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Prófkjör Alþ.fl.: Um 2100 greiddu atkvæði í Norð- urlandi eystra TVÖ þúsund og eitt hundr- að manns greiddu atkvæði í prófkjöri Alþýðufiokks- ins í Norðurlandskjör- dæmi e.vstra um helgina, en í síðustu alþingiskosn- ingum hlaut flokkurinn 1098 atkvæði í kjördæm- inu. Af þessum 2100 greiddu 1603 atkvæði á Akureyri. Talning hefst klukkan 16 í dag, en ekki tókst að ná í atkvæðakassa í Grímsey og á Þórshöfn í gær, en það átti að gera nú íyrir hádeg- ið. Morgunblaðið hefur aflað sér, verður frumvarp þessa efnis lagt fram á Alþingi en það er bundið í lögum að dömur skuli uppkveðinn minnst viku áður en nýr kjarasamningur á að taka gildi. Samkvæmt upplýsingum Bene- dikts Blöndal hrl„ foimanns Kjaradóms, kom beíðni um frest- un málflutnings frá báðum aðil- um málsins. Veitti Kjaradómur aöilum umbeðinn frest á siðasta fundi sínum Þá hefur Kjaradómur úrskurð- að, aö Jón Sigurðsson forstjórí Þjóðhagsstofnunar víki ekki sæti í málinu, en eins og fram kom i fréttum fyrir nokkru kærði BHM setu hans í Kjaradómi, þar sem ætla mætti að hann væri vilhallur vegna stöðu sinnar sem ráðunaut- ur ríkisstjórnarinnar i efnahags- og kjaramálum. KÆRAN vegna gæzluvaröhalds- úrskuróar Sigurðar Öllars Hreið- arssonar, bílstjórans í Geirfinns- málinu, barst Hæstarétti síðdegis í gær. Að sögn Björns Helgasonar hæstaréttaritara er vart að búast við því að Hæstiréttur taki kær- una til meðferðar fyrr en seinna í vikunni, þar sem málsaðilar eiga enn eftir að leggja fram gögn í málinu. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur mál bilstjórans til rann- sóknar, og beinist rannsóknin að þvi að kanna hvort hann hafi gerzt brotlegur við 142. grein al- mennra hegningarlaga, en sú grein fjallar um rangan og eið- svarinn framburð fyrir rétti. Framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandi eystra KJÖRDÆMISRAÐ sjálfstæðis- félaganna I Norðurlandi eystra samþvkkti á fundi sfnum, sem haldinn var á Akureyri sl. sunnu- dag, með atkvæðum allra við- staddra ráðsmanna, framboð Sjálfstæðisflokksins í kjördæm- inu við í hönd farandi Alþingis- kosningar. Framboðslistinn verður þannig skipaður: 1. Jón G. Sólnes, alþinéismaður. 2. Lárus Jónsson, alþingismaður. 3. Halldór Blöndal, skrifstofumað- ur, Akureyri. 4. Vigfús Jónsson, bóndi, Laxa- mýri. 5. Stefán Stefánsson, verkfræð- ingur, Akureyri. 6. Svavar B. Magnússon, bygg- ingameistari, Ölafsfirði. 7. Skirnir Jónsson, bóndi, Skarði, Dalsmynni, S-Þing. 8. Hlaðgerður Oddgeirsdóttir, frú, Raufarhöfn. 9. Svanhildur Björgvinsdóttir, frú, Dalvik. 10. N Þóroddsson, bóndi, Garói, Þistilfirði. 11. Benjamín Baldursson, bóndi, Ytri-Tjörn, Eyjafirði. 12. Friðgeir Steingrímsson, úti- bússtjóri, Raufarhöfn. I YFIRLYSINGU BSRB , sem birt er í Morgunblaðinu i dag, kemur fram sterk gagnrýni á vinnubrögð kjaradeilunefndar og segir þar að nefndin hafi ekki farið eftir 26. grein laganna. Ilenni hafi aigjörlega láðst að ákveða hvaða einstakir menn skyldu vinna í verkfaliinu á ýms- um mikilvægum vinnustöðum á sviði öryggisvörzlu og heilsu- gæzlu og hún hafi ekki skipt vinnusky Idu þar milli manna, svo sem 26. greinin mælir fyrir um. BSRB segir ennfremur að þau vandamál, sem um ræöir, séu vegna vandamálanna við hliðið að Keflavíkurflugvelli, óróa í sjúkra- húsum og vandræði í Hjúkrunar- skólanum. Helgi V. Jónsson, formaður kjaradeilunefndar, sagði, er Morgunblaðið bar þetta undir hann i gær, að í lögregluliði lægju t.d. nöfn allra mannanna fyrir. Vinnuskyldunni sem slíkri hefði verið skipt á sama hátt eins og vaktir hafa verið hjá lögreglunni. Engu hefði verið breytt að þvi er varðar lögreglu, sem gegnir umferðarvörzlu og slysarannsókn- um. „Þurfum við því ekki að fara Framhald á bls 22 svæðinu og á þessum slóðum væri f jöldi nýrra gufuopa og það á stór- um svæðum. Kvað hann hita í Grjótagjá hafa aukizt litillega og væri vatnið orðið það heitt að fólk ætti i erfiðleikum með að baða sig þar. Helgi V. Jónsson: Skiptum okkur ekki af vaktafyrirkomu- lagi, þar sem samkomulag er um það Prófkjör Alþýðu- flokks í Reykjavík: 4 bjóða sig fram í 1. sæti SEX frambjóðendur hafa til- kynnt þátttöku sína í prófkjöri Alþýöuflokksins í Reykjavík vegna væntanlegra alþingis- kosninga og þar bjóða 4 sig fram í 1. sæti, en Gylfi Þ. Gíslason alþingismaður skipar það sæti og hefur tilkynnt að hann bjóði sig ekki fram til næsta þings. Benedikt Gröndal alþingis- maður og formaður Alþýðu- flokksins býður sig fram i 1. sæti, Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður i 1. og 2. sæti, Vilmundur Gylfason í 1, og 2. sæti, Sigurður E. Guðmunds- son í 1—3. sæti, dr. Bragi Jósepsson í 2. og 3. sæti og Jóhanna Sigurðardóttir í 3. sæti. Framboðsfrestur rann út um helgina: BHM styður BSRB eftir því sem lög leyfa Morgunblaðinu barst í gær svohljóðandi fréttatiikynning frá Bandalagi háskólamanna: „Þar sem Starfsmannafélag Reykjavikurborgar hefur gengið til samninga, mun nú reyna á það til þrautar, hvort ríkisstarfsmenn i BSRB megna einir að halda uppi áhrifariku verkfalli. Því ítrekar BHM fyrri áskor- un til félagsmanna sinna um að ganga alls ekki inní störf á sviði BSRB. Jafnframt skroar BHM á alla félagsmenn sína að veita BSRB allan þann stuðning, sem í þeirra valdi stendur og landslög frekast leyfa." Athugasemd MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd: Ég mótmæli flausturskennd- um vinnubrögðum blaðsins og rangfærslu, er fram kemur i frásögn blaðsins í sunnudags- blaði þ. 16/10 ‘77, af útifundi BSRB á Lækjartorgi þ. 15/10 ‘77, að því er varðar bréf það, er lesið var upp á útifundinum og undirritað var af mér, þar sem sagt, er að ég, Guðrún Kristinsdóttir, hafi sent kveðju á fundinn og að ég vinni ekki hjá Fræðsluskrif- stofu Reykjavfkur. Áskorun þessi var ekki send af mér í eigin persónu heldur undirrit uð f.h. hóps starfsmanna hjá Fræðslúskrifstofu Reykjavík- ur, þar sem ég og viðkomandi starfsmenn sannarlega vinn- ,urn Guðriin KristinsdóUir. Athugasemd Mbl.: Umrædd frétt var byggö á upplýsingum frá aðila, sem blaðið taldi sig geta treyst fullkomlega. Harm- ar blaðið að um ranghermi hefur verið að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.