Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 3 Frá talningu atkvæða í Miðbæjarskólanum í fyrrakvöld. Reyk j avíkur samningarnir: Kristján Thorlacius um Reykjavíkursamkomulagið: „Tel samning- ana mistök” — ÉG TEL samníngana, sem sam- þykktir voru i atkvæðagreiðslunni • Reykjavik. vera mistök, sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB; á fundi með fréttamönnum i gær. — Við getum ekki samið upp á þau kjör, sem gert var i Reykjavik og tel að þeir yrðu ekki samþykktir i atkvæðagreiðslu hjá starfsmönnum rikisstofnana. Kristján var spurður á fundinum hvort það væri ekki áfall fyrir BSRB að nú hefði verið samið i Reykjavik Sagði hann að svo teldi hann alls ekki vera. hvert félag innan BSRB yrði að meta hvað væri rétt að samþykkja og hvað ekki Sagði Kritján, að beztu samningarnir i sveitarfélögum hefðu að hans mati verið gerðir á Akranesi og i Nes-^ kaupstað. þeir væru góðir miðað við aðstæður Aðspurður um það hvort ekki yrði tekið tillit til samninganna i Reykja- vik i þeim samningaviðræðum, sem nú væru aftur að fara i gang. svaraði Kristján — Sem betur fer les ég ekki hugsanir rikisstjórnarinnar og veit þvi ekki hvað gerist á næstu fundum Samþykktir með miklum meirihluta ATKVÆÐAGREIÐSLA í Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar um samniim þann, sem undirritaóur var af samningsaðilum 13. okt. s.l., lauk á sunnudagskvöld kl. 19 en einnig var kosið á laugar- dag. Talning atkvæða hófst strax að kjörfundi loknum í Miðhæjarbarnaskólanum, og fljótlega kom í ljós hver úrslit- in yrðu, en samningarnir voru „Úrslitin ótvíræð” „ÚRSLIT atkvæðagreiðslunnar eru ótviræð. % hlutar þeirra, sem atkvæði greiddu, samþykktu samningana og yfir helmingur þeirra, sem atkvæðisrétt hafa i félaginu. Það sýnir að mikil undir alda var í félaginu i átt til samn- inga og að fólk vildi Ijúka verkfall- inu á grundvelli þess samkomu- lags, sem fyrir lá," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri. „Þessi úrslit eru einnig mikil traustyfirlýsing til forystumanna Starfsmannafélags Reykjavikur- borgar. Nú er sem þungu fargi sé létt af borgarstarfsmönnum og hvar- vetna þar sem menn mættu til vinnu í morgun, skiptist starfsfólk- ið á hamingjuóskum í tilefni af úrslitum atkvæðagreiðslunnar," sagði borgarstjóri ennfremur. „Nokkuð góð- ír miðað við aðstæður” „ÉG fagna þessum samningum, og tel að miðað við aðstæður séu þeir nokkuð góðir. í þessum samn- ingi eru nokkur atriði. sem eru fram yfir lokaboð fjármálaráðherra til BSRB. þó svo að þau séu kannski ekki stór," sagði Hersir Oddsson varaformaður BSRB. ,,Mér finnst það vera þess virði, núna í fyrsta sinn, sem við reynum á okkar samningsaðstöðu. miðað við þann rétt sem við fengum fyrir ári. að fara að öllu með gát, þann- ig að hver bogi sé ekki fullstrekkt ur. Ég held að forsvarsmönnum Starfsmannafélags Reykjavíkur hafi tekizt það," sagði Hersir enn- fremur. samþykktir af miklum meiri- hluta þeirra sem greiddu at- kvæói. A kjörskrá voru 2194, þar af greiddu atkvæði 1687 félagar Starfsmannafélagsins eóa 78,14%. Samþykkir samningn- um var 1.131 eða 67.04%, á móti voru 545 eða 32.30%, auðir seðl- ar voru 10 og ógildur 1. Strax er úrslit voru kunn um „Úrslitin mikill félagslegur sigur” „í TILEFNI af nýafstaðinni allsherjaratkvæðagreiðslu um kjarasamning i Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, tel ég rétt að eftirfarandi komi fram. Fyrst og fremst tel ég þessi úrslit mikinn félagslegan sigur fólksins í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, sem óbeygt af gegndarlausum áróðri ýmissa afla, ihugaði náið upplýsingar um samninginn, hlustaði á ítarlegar skýringar á honum og gerði síðan upp hug sinn við kjörborðið," sagði Þórhallur Halldórsson for- maður Starfsmannafélagsins i upphafi. „Ég held að fólk telji. að lengra hafi ekki verið unnt að komast að þessu sinni. Félagar i Starfs- mannafélagi Reykjavikurborgar vita að minni hyggju, að það eru takmörk fyrir þvi, hve langt skuli ganga með verkfallsvopn i hönd, með þeim afleiðingum, að þjóðfél- agið lamast. Eins og flest allir aðrir opinberir starfsmenn gerum við okkur Ijóst með hvilikri ná- kvæmni og varúð verður að fram- kvæma verkfall opinberra starfs- manna, þegar þvi er beitt og okkur er einnig Ijós sú skylda hverrar stéttarforystu að reyna i lengstu lög að ná kjarasamningum án verkfalls. Sú skylda er nátengd rétti hvers starfsmannafélags sveitarfélags að annast gerð eigin kjarasamninga, og vil ég eindregið taka undir orð Helga Andréssonar, formanns Starfsmannafélags Akraness. á þá lund, að Starfs- mannafélagi Reykjavikurborgar kl. 20.30 á sunnudagskvöld hélt Þórhallur Halldórsson formað- ur Starfsmannafélagsins til fundar við Birgi ísleif Gunnars- son borgarstjóra og tilkynnti honum að verkfalli Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar væri aflýst og ekki löngu síðar voru sumir starfsmenn borgarinnar komnir til starfa eins og strætisvagnabílstjórar og hafnsögumenn. og öðrum starfsmannafélögum sveitarfélaga beri til hins itrasta að beita sinum sjálfstæða samningsrétti til hagsbóta fyrir sina félagsmenn. Þetta ætti á enga hátt að veikja samtakamátt opinberra starfsmanna. Borgarstarfsmenn vilja þjóna ibúum Reykjavikur sem þezt þeir geta, en þeir vilja að sjálfsögðu njóta sanngjarnra kjara við störf sin. Það er skoðun okkar, að á undanförnum árum hafi oft veru- lega hallað á opinbera starfsmenn í launakjörum, og það misrétti viljum við leiðrétta. Þá verða borgaryfirvöld að gera sér Ijóst. að það er engin von til þess að þeim haldist á hæfum og góðum starfskröftum, nema þeim séu tryggð viðhlitandi laun. Við undirbúning og framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslunnar á laugardag og sunnudag unnu hátt á annað hundrað félagsmenn þrot- laust starf. Nú þegar atkvæða greiðslu er lokið og úrslit kunn, er mér efst í huga óbilandi áhugi og félagsþroski þessa hóps. Hverju stéttarfélagi er borgið, sem getur treyst á slikan mátt i starfi þegar á reynir og i þvi felst gæfa og styrkur Starfsmannafélags Reykjavikurborgar." Hildur H. Karlsdóttir kaupir sér miða. Helgi Hallgrimsson pússar spegil- inn áður en hann leggur af stað i fyrstu ferðina i fyrrakvöld. SEGJA má að fyrstu einkenni þess að verkfalli væri lokið i Reykjavik i fyrrakvöld hafi verið er strætis- vagnar Reykjavíkur fóru að ganga skömmu fyrir kl. 22. og urðu margir forviða að sjá strætisvagna á götum borgarinnar á nýjan leik. svo skömmu eftir að atkvæða- greiðslu vegna samninganna lauk. Þegar Morgunblaðsmenn komu i höfuðstöðvar SVR á Kirkjusandi rétt um kl. 21 i fyrrakvöld voru þar samankomnir nærri 20 vagn- stjórar þó svo að þeir ættu ekki að hefja störf fyrr en kl. 21.30. Höfðu þeir beðið heima hjá sér tilbúnir að hefja störf ef samningarnir yrðu samþykktir og þegar það lá Ijóst fyrir hver úrslit in urðu, var hringt i þá og voru menn fljótir að koma sér á vinnu- stað. Umræðuefnið hjá þeim voru að nýju kjarasamningarnir að sjálfsögðu. Eðlilega höfðu menn misjafnar skoðanir á þessum samningum, en flestir virtust sammála um, að lengra hefði ekki verið hægt að fara í þessari lotu. „Við hefðum kannski getað kreist fram 2000—3000 kr. hækkun á mánuði i viðbót en það hefði ugg- laust kostað langt verkfall og hve lengi við hefðum verið að vinna þá hækkun upp veit enginn," sagði einn. Og annar sagði, að enginn hefði þolað langt verkfall að þessu sinni. þegar enginn verkfallssjóð urværitil. Einn af eldri vagnstjórunum hafði á orði að á laugardag hefði ókunn kona hringt heim til sín, að sér fjarstöddum. en beðið konu sina að skila þvi til sin, að hann skyldi setja krossinn við neiið, þar sem þessir samningar væru mjög slæmir i alla staði. en sjálfur væri hann ekki vanur að láta skipa sér fyrir verkum í svona málum, og sin afstaða þvi mótazt meðal annars af þessu. Þegar vagnarnir fóru frá Kirkju- sandi hver af öðrum um kl. 21.30 tóku margir kipp sem voru á ferð- inni eftir Borgartúni, fæstir áttu von á að verkfallið væri búið. Það varð svo úr að Morgun blaðsmenn fengu að fara i fyrstu ferð frá Hlemmi með leið 03- Nes-Háaleiti vestur á Nes. Vagn stjórinn Helgi Hallgrimsson, sem ekið hefur hjá SVR i 25 ár sagðist ekki búst við mörgum farþegum þá um kvöldið. Engir farþegar komu i vagninn á leið niður Laugaveginr, en hins vegar mátti sjá marga sem göptu er þeir sáu strætisvagn á ný. í Lækjargötu komu fyrstu far- Framhald á bls. 27 Neitað um að tilkynna af- boðun verkfalls í útvarpi ÞEGAR talningu atkvæóa vegna kjarasamnings Starfsmannafélags Reykjavikurborgar og borgar- innar var lokíð i Miðbæjarbarnaskólanum i fyrrakvöld og úrslit voru Runn sendi Starfsmannafélag Reykjavikur verkfallsnefnd BSRB bréf þar sem þess var farið á leit, að undanþága yrði gefin til að auglýsa mætti afboðun verkfalls í útvarpi á veðurfréttatima kl. 22.15 um kvöldið. Svar verkfalls- nefndar barst fljótlega og að þvi er Morgunblaðinu var tjáð á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavikur i gær, þá var svarið neitun. Var Mbl. ennfremur tjáð að þegar atkvæðagreiðsla um samninga milli sömu aðila var i fyrra skiptið á Hótel Sögu á mánudagskvöldið fyrir viku, hafi úrslit verið tilkynnt í útvarpi eftir miðnætti. þrátt fyrir að verkfall opinberra starfsmanna væri þá skollið á. Alit formanns Starfsmannafélagsins borgarstjóra og varaform. BSRB MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samhandi við þá ÞórhalJ Halldórsson, formann Starfsmannafélags Reykjavíkur, Birgi- Isleif Gunnarsson, borgarstjóra og Hersi Oddsson, varaformann Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og bað þá að segja álit sitt á hinum nýja kjarasamningi starfsmannafélagsins og Reykjavíkurborgar og fara svör þeirra hér á eftir. „Ætlaði að hringja heim og láta ná í mig þegar ég sá strætó”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.