Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÖBER 1977 Stofna göngudeild á Skeggja, hæsta tindi Henglafjalla SKEGGI heitir hæsti tind- urinn í Hengli og er hann í 803 metra hæð yfir sjávar- máli. Þar hyggjast Víking- ar stofna göngudeild innan félags síns næstkomandi sunnudag. Á fimmtudag, 20. október, gangast þeir fyrir kynningarfundi um deild þessa f Félagsheimili Víkings við Hæðargarð og hefst fundurinn klukkan 20.30. Flytja þar stutt ávörp Árni Reynisson, framkvæmdastjóri Nátt- úruverndarráðs, Kristján Sæmundsson jarðfræðing- ur, Valdimar Örnólfsson íþróttakennari og Vilhelm Andersen, formaður undir- húningsnefndarinnar. t Sleggjubeinsskarði eiga Vik- ingar glæsilegan skíðaskála og þaðan liggja gönguleiðir i allar áttir. Við skálann eru heitar upp- sprettur og er ekki mikið fyrir- tæki að koma þar upp sundlaug. Einnig eiga Vikingar þrjár skiða- lyftur í skarðinu. Göngudeildin, sem stofnuð verður á Skeggja á sunnudaginn, er þó alls ekki hugsuð fyrir Vikinga eingöngu, heldur fyrir fólk almennt og gjarnan fyrir heilu fjölskyidurn- ar, sem með starfi i deild þessari fengju þarna grundvöll fyrir skemmtilegar gönguferðir i góð- um félagsskap um fallegt og fjöl- breytilegt land. Kristján Sæmundsson jarðfræð- ingur skrifaði prófritgerð sína um þetta svæði og segir hann m.a. um þetta svæði. „Fjallaklasi þessi er svo til allur gerður úr móbergi, sem orðið hefur til við gos undir isaldar- jökli. Nokkuð finnst af andesiti og líparíti, en fjallsraninn Sleggja, sem gengur suðvestur úr Hengli, er gerður úr þessum berg- tegundum. Sprungubelti mikið liggur frá norðvestri til suð- austurs yfir Henglafjöll, frá Þing- vallavatni út á Leirvogsheiði. Nokkrum sinnum hefur gosið innan þessa svæðis eftir ísöld, síð- ast er Kristnitökuhraun rann. Hverasvæði er mikið í Hengla- fjöllum og er það eitt stærsta há- hitasvæði landsins. Af skoðunar- verðum stöðum og hæfilegum gönguleiðum úr Sleggjubeinsdal má sérstaklega nefna Innstadal, Sleggju og Hengil, Marardal og Stóra Reykjafell." Nýr og glæsilegur skíðaskáli Víkinga f Sleggjubeinsskarði, í baksýn hrikafagurt landslag. Frú Onassis er hœtt hjá Viking-útgáfunni New York, 15. október. Reuter. JACQUELINE Onassis hefur sagt lausu starfi sínu við Viking-útgáfufyrirtækið í New York, en ástæðan er sú að fyrir- tækið gaf nýlega út skáldsögu sem fjallar um morð á mági hennar, Edward Kennedy öld- ungadeildarþingmanni. Haft er eftir frú Onassis að hún hafi fyrst haft spurnir af umræddri skáldsögu s.l. vor, og hafi hún þá í fyrstu talið rétt að halda einkalífi sínu og tengslum við Kennedy-fjölskylduna annars vegar og starfi sfnu hjá Viking hins vegar algerlega aðskildu, en fljótlega hefðu komizt á kreik sögur um að sjálf hefði hún átt þátt f að útvega fyrir- tækinu útgáfuréttinn og væri bókin henni síður en svo þyrnir í augum. I gagnrýni um bókina, sem ber titilinn „Eigum við að segja forsetanum?" segir m.a. í The New York Times: „ „Um slíka bók er til orð, — það er sorp. Hver sem á hlutdeild að útgáfu þessarar bókar ætti að skamm- ast sín“. Höfundurinn er brezkur, Jeffrey Archer að nafni, en söguþráóurinn er i stuttu máli sá að Edward Kennedy er kjör- inn forseti Bandaríkjanna árið* 1981 og er þá hafizt handa um undirbúning þess að ráða hann af dögum. Forstjóri Viking-útgáfunnar, Thomas Quinzburg, hefur lýst því yfir, að hann hafi rætt mál- ið við Jacqueline Onassis áður en ákvörðun var tekin um að gefa bókina út, og hefði hún þá ekki lýst sig mótfallna útgáf- unni, enda hefði slikt ráðið úr- slitum. Hins vegar hefðu dylgj- ur og slúðursögur blaða komið af stað þessu leiðindamáli. Jacqueline Onassis hefur starfað sem ráðgjafi við útgáfu- fyrirtækið undanfarin tvö ár, en ekki hefur fengizt upplýst hversu há laun hún hefur þegið hjá fyrirtækinu. 5 Verslunin Áklæði og gluggatjöld er um þessar mundir 10 ára, en hún var stofnuð 14. oktðber 1967 að Skipholti 17. Á þessum tfu ára starfsferli verslun- arinnar hefur starfsmannafjöldinn vaxið úr fimm upp f tuttugu f dag. Þessi mynd er úr versluninni. Starfsmannafélag ríkisstofnana: Fimm for- gangskröfur t FRÉTTATILK YNNING U frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana kemur fram, að fundur trúnaðar- mannaráðs þess hefur fordæmt harðiega viðbrögð fjármálaráð- herra við sanngjarnri kröfugerð BSRB og m.a. kemur fram, að fundurinn leggur sérstaka áherzlu á eftirtalin forgangsatriði I kröfugerð BSRB: 1. Verulega hækkun lægstu launa. 2. Leiðréttingu til samræming- ar við launakjör á vinnumarkaðn- um á miðju launastiga BSRB. 3. Otvriræðan endurskoðunar- rétt á launaliðum samningsins — ef umtalsverð skerðing verður á launaliðum hans. 4. Ekki verði Iokið aðalkjara- samningi nema öllum félags- mönnum aðildarfélaga BSRB verði tryggður sami samningsrétt- ur. 5. Lifeyrisþegum BSRB verói tryggður réttur til aðildar að aóal- kjarasamningi BSRB. Jafnframt verði þess gætt að lífeyrisþegar njóti þeirra kjarabóta sem um verður samið, — t.d. ef samkomu- lag verður um orlofsframlag og/ eða sérstaka áramótauppbót. SIMCA 1508 sigmdi næturrallid Fnn einu sinni sigraði SIMCA í rall-akstri hér á landi. Bílnum varekið stanslaust í rúmar 20 klst. 950 km. leið eftir einhverjum verstu vegum og vegleysum íslands í næturralli Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um helgina 1. og 2. okt. Hvað bilaði? Einn pústbarki. Annað? Ekkert. SIMCA bílar frá CHRYSLER FRANCE hafa nú marg sannað ágæti sitt hér á landi. Vandlátir bQakaupendur velja sér SIMCA 1307 eða 1508, sem eru traustir og góðir fimmdyra, framhjóla- drifnir og fimm manna fjölskyldubílar. Talið við okkur strax í dag og tryggið ykkur SIMCA. Irskull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.