Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 ANGOLA Kúbanir í kviksyndi BORGARASTRÍÐ GEISAR ENN í AngóJa, 27 mánuðum eftir að landið hlaut sjálfstæði og endi var bundinn á fimm alda nýlendustjórn Portú- gals. Svo átti að heita að borgarastyrjöldinni lyki með sigri marxistahreyfingarinnar M.P.L.A., sem myndaði stjórn í Luanda með stuðningi Kúbu- manna og Rússa, en andstæðingar marxista halda ótrauðir áfram baráttunni. „Við þjörmum að Kúbönum. . ." hrópa nýjar raddir í dag, það eru hróp angólsku frelsishreyf- ingarinnar Unita. „Við rákum ekki Portúgali á brott til að fá Kúbumenn i staðinn," segir Jonas Savimbi, leiðtogi Unita, og hann bætir við: „Castro getur reynt að koma af stað byltingu annars staðar en í Angóla." Tveimur árum eftir valdatöku marxista i Luanda, höfuðborg Angóla, hafa áhrif Unita auk- izt svo hröðum skrefum, að valdahlutföllin í landinu eru gerbreytt. Nú er svo komið að raddir stuðningsmanna þessarar frelsishreyfingar hægri manna yfirgnæfa hróp vinstri manna. JONAS SAVIMBI. leiðtogi Unita hreyfingarinnar, ræddi nýlega við franska tímaritið L'Express. Savimbi var þá staddur í Dakar í Senagal og átti viðræður við Léopold Senghor, forseta Senegals __________kúba_______________ Savimbi er mjög óhress yfir Kúbu- mönnum í Angóla, eins og fyrr seg- ir „Kúbanir verða að yfirgefa Angóla strax. Við höfum ekki þjarm- að að portúgölskum hermönnum til þess eins að kúbanskir tækju þeirra stað Þetta eru heimsvaldasinnar og landnemar Kúbanir láta í það skína að þeir hafi ráðizt inn í Angóla vegna þess að Suður-Afríkumenn væru þar fyrir En því fer fjærri, Suður-Afrikumenn hafa ekki verið í Angóla s I eitt og hálft ár. Fidel Castro lætur í veðri vaka að gera verði byltingu í rómönsku Ameríku, en við ætlum ekki að láta honum takast slíkt í Angóla Kúbanir hafa reynt öll tiltæk ráð til þess að hafa áhrif á aðgerðir Unita- hreyfingarinnar án þess að hafa náð nokkrum árangri Þá hafa þeir troðið sér inn í Zaire og Eþíópíu og hafa þar með sannað fyrir heiminum að þeir eru ekki eingöngu varðhundar Agostino Neto, heldur skipa þeir sér lika á bekk með innrásarherjum í Afríku SOVÉTRÍKIN ________ Það er Kfsnauðsyn að Angóla, sem sjálfstætt riki styrki sambönd sín við umheiminn. Ef Unita getur komizt að samkomulagi við önnur stjórnmálaöfl í landinu er óhugsandi að ganga fram hjá Sovétríkjunum. En athygli skal vakin á því að Rússar koma aldrei til með að ráða ríkjum i Angóla. Samband Moskvu og Angóla skal eingöngu byggt á vin- áttu. __________kína______________ Einn mesti hæfileiki Kínverja er að þeir kunna að hlusta Þeir eru ólikir Jonas Savimbi, leiðtogi Unita, frelsishreyfingarinnar angólsku, sem berst fyrir al- geru sjálfstæði landsins. Sovétmönnum að þvi leyti að þeir eru ekki uppáþrengjandi Þeir leggja til ráð án þess beinlínis að blanda sér í málin. Kínverjar hafa rétt fyrir sér, þegar þeir fullyrða i krafti eigin reynslu að frumstætt þjóðskipulag Afríku hafi þörf fyrir baráttu okkar. Sú kenning þeirra er alveg rétt Verkamannastéttin í Angóla hefur yfir höfuð ekki neitt að segja Þar eru engir byltingarsinnar í Peking var sagt við mig: Bindizt sterkum böndum og treystið á eigin getu. Eingöngu þegar árangur hefur náðst eignizt þið bandamenn. Við tökum mið af þessari stjórn- málaspeki Kínverja og reynum að aðlaga hana eigin aðstæðum. SUÐURAFRÍKA Suður-Afrikumenn eru ekki Portú- gaiír. En þegar Angóla fékk sjálf- stæði vissu Portúgalir alla vega að þeir gátu snúið aftur til sinna fyrri heimkynna Hinar fjóru milljónir hvitra íbúa Suður-Afriku eiga í ekk- ert annað hús að venda Þegar þeim fannst ógnað vopnuðust þeir af krafti til að halda velli Þeir sem beita sér fyrir striði gegn Suður- Afríku eru bæði óraunsæir og óheið- arlegir SAMORA Machel. forseti Mosam- bique, hefur haldið eldheitar ræður á alþjóðlegum ráðstefnum, en flestir vita að bak við tjöldin grátbiður hann John Vorster. forsætisráðherra Suður-Afriku, um fjárhagsaðstoð til að halda lifi i þjóð sinni. Að sjálf- sögðu er þetta mjög svo stjórnmála- legt og torskilið! Það krefst hugrekkis að horfast i augu við vandamál Suður-Afríku. En hvcrt sem maður vill viðurkenna það eða ekki býr Suður-Afrika yfir gifurlegum hernaðar- og fjárhags- styrk. Auðvitað fordæmum við að- skilnaðarstefpu Vorsters þvi við þekkjum þjáningar og auðmýkingu bræðra okkar þar Að visu er hægt að beita pólitisk- um þrýstingi til þess að fá John Vorster til þess að stilla kynþátta- hatri sinu i hóf Þegar hundi finnst þrengt að sér, gripur hann æði Ræður Machel forseta Mosambique og bónleiðir hans til Vorsters þjóna engum tilgangi FRAKKLAND Nú þegar Sovétríkin hafa þjarmað að okkur draga Vesturveldin sig í hlé. Frakkland hefur þó haldið sam- bandi sínu og vináttu við Afríkurík- in. Afskipti frönsku stjórnarinnar af Shaba sönnuðu vináttu hennar. Því vita Afríkuríkin í dag að ef hættu ber að höndum er til ein þjóð, sem þau geta snúið sér til. Hefðu Vesturveld- in verið ákveðnari og samvinna þeirra nánari í Angóla, hefðu Sovét- menn dregið sig til baka EININGARSAMTÖK AFRÍKJURÍKJA, 1QA.U.I Hafa O.A.U. (Einingarsamtök Afríkuríkja) hjálpað einhverju að- ildarríkja sinna í baráttunni fyrir sjálfstæði eða gert tilraun í þá átt- ina? NEI. í maí 1963 var ég fulltrúi angólsku frelsishreyfingarinnar i Addis-Ababa. Þá hugsuðum við til þess tíma er O.A.U. yrði sterkt vopn í baráttu Afrikjurikja fyrir sjálfstæði. Sá tími kom atdrei og vonbrigðin hafa verið mikil. Hver hefur verið tilgangur O.A.U.? Hvert hefur verið framlag O.A.U.? Efnahagsreikningur O.A.U. er hörmulegur. sem þýðir að þaðan hefur enga fjárhagsaðstoð verið að fá. Okkur kemur ekki lengur til huga að láta O.A.U. svikja okkur . . — H.Þ. tók saman. Svæðið, sem merkt er punktum, er undir yfirráðum Unita. Það hefur stækkað óðum og nær nú alla leið að 11 breiddargráðu. Sinfóníutónleikar Svona til að hýrga upp á tilveruna hélt Sinfóníuhljómsveit íslands aukatónleika í Bústaðakirkju, en öf- ugt við það sem búast var við, voru áheyrendur með fæsta móti Tón- leikarnir hófust með forleik að óper- unni Leynibrúðkaupið eftir Domenico Cimarosa Cimarosa var eitt þeirra ítölsku tónskálda, sem réðu yfir óperumarkaðinum á Ítalíu og í Vínarborg um daga Mozarts. Leynibrúðkaupið var frumsýnt 1 792 í Vínarborg og að frumsýningu lok- inni, fengu flytjendur, að boði keis- arans, að borða og það að óperan yrði því næst öll endurtekin. Cima- rósa lenti í ónáð vegna pólitískra afskipta, var fangefsaður fyrir og dó stuttu siðar fimmtiu og eins árs að aldri. Upphaf forleiksins er sláandi líkt og í Töfraflautunni, eftir Mozart, sem frumsýnd var ári fyrr en Leyni- brúðkaupið Margt er svipað í tón- smíðum Cimarósa og Mozarts. Það var áberandi að hljómsveitin hafði ekki lært að hljómgun hússins og var leikur hljómsveitarinnar á köfl- um óþarflegá sterkur Þetta jafn- vægisleysi var mjög áberandi í klari- nettkonsert Mozarts. Hljómsveitin blátt áfram yfirgnæfði einleikarann, sem er sérlega leikinn í mjúku tón- taki Leikur Sigurðar Ingva Snorra- sonar var mjög fallegur, en bæði var hljómsveitin oft óþarflega sterk og auk þess „tempóið" allt að því vél- rænt og nær því hvergi staldrað við Þó mátti merkja að hljómsveitar- meðlimirnir sjálfir tóku við sér, er þeir heyrðu veikan leik Sigurðar í hæga kaflanum, sem var frábærlega vel leikinn Næstu þrjú verk eru öll endursett en þess aðeins getið um eitt þeirra Toccatan eftir Franco- baldi (1 583— 1 643) var samin fyrir orgel og eins og stendur í hljóm- sveitarnótunum, frjálslega hljómsett af Hans Kindler. Stokowsky- útfærslan á Komm susser Tod, eftir Bach, verður ekki flutt nema að menn skilji eða hafi á einhvern hátt upplifað nærveru þess friðar, sem dauðinn getur verið og þá óstjórn- legu lífsþörf sem hann getur vakið Það er hlægilegt að spila slíkt verk „í gegn'' án þess að tónmála það svo mikið sem snerti við blæbrigði dauðans Það er eins og að lesa upp sorgarljóð, sem væri það ættjarðar- kvæði Síðasta verkið var Vatnasvítan, eftir Hándel í útfærslu Hamilton Hardys og var þar margt vel gert. Tónleikar þessir báru þess nokkuð merki að til þeirra var skyndilega stofnað og einnig, að hljómsveitin er ekki búin að finna hljóm hússins, sem er mjög viðkvæmur. Stærð hússins, leyfir tæplega fulla hljómsveit og auk þess sitja áheyrendur bókstaflega ofaní flytj- endum. Það sem undirritaður fann mest til, er það hvað hljómsveitin þyrfti nauðsynlega að æfa samspil, eins og t d. í kammertónlist, þar sem blæbrigði og nákvæmni í tón- taki þjálfast best Það er ekki af smámunasemi eða geðillsku, sem þetta er sagt. Hljómsveitin er að selja vöru, sem höfðar til tilfinninga manna og ef hlustendur upplifa leið- indi í stað þess að gleðjast, hafa þeir verið sviknir. Hér áður fyrr var ýmis- legt afsakanlegt og einnig þá sagt, að ekkert gerði til, því hlustendur hefðu hvort sem er ekkert vit á því em væri að gerast. Það getur verið að hlustendur taki ekki eftir Ijótu urri í bassanum eða hvort slys átti sér stað í fiðlunum eða öðrum hljóm- færum, en hann veit að tónlistin var ekki falleg og að hann var ósnortinn Er hægt að lá honum, þó hann verði latur til á næstu tónleika en ryðjist um, þegar von er í meiri háttar viðburði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.