Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 13
1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 13 nokkuð fleiri, þarf ekki frekar vitna við um aukninguna. Nú eftir áratug frá síðustu við- bót er verulega farið að þrengja að starfseminni, þó ekki sé til vandræða enn. Má þó segja, að hver smuga í spítalanum sé gjör- nýtt. Hefur því þegar verið nokk- uð um það hugsað hvern veg mætti bregðast við þeim vanda þó ekki sé nú stund til þess að segja frá því. Það bíður síns tíma. Tvöfaldnr vinnudagur systranna Þegar systrum fækkaði var erf- itt að fá hjúkrunarfólk. Hjúkr- unarskólinn var of litill, en orsak- ir þess skulu ekki raktar hér. Systurnar skiluðu tvöföldum vinnudegi við það, sem hjúkrunarfræðingum er nú ætlað og sumar meiru. Þær voru vinnu- fúsar og kvörtuðu aldrei, en mannlegum mætti eru sett tak- mörk. Hér varð að finna ráð. Hug- myndir höfðu komið fram um sjúkraliða og var Ragnheiður læknir Guðmundsdóttir upphafs- maður að þeim. Þeim var fálega tekið af mörgum. En 1. október 1965 var hafin kennsla sjúkraliða hér í spitalan- um, bæði verkleg og bókleg. Fljót- lega urðu fleiri til þess að ganga í sporin og nú lejkur ekki á tveim tungum, að ekki væri hægt að reka spitala landsins án þeirra. Það er ýmislegt fleira, sem þessi spítali hefur átt frumkvæði að og forgöngu um á þeim þremur aldarfjórðungum, sem liðnir eru siðan timburhúsið reis hér á hjá- leigu frá Reykjavík en ekki skal ég þreyta áheyrendur með þeirri upptalningu. Fyrsta priorinna St. Jósefssytra hér var sytir Louise des Anges, franskrar ættar; hún hvarf héðan; 1907. Þá tók við systir Victoria, j hún var af þýsku bergi brotin eins og flestar þær systur, sem hér hafa starfað. Hún var prior- inna til 1919 og aftur frá 1924 og til dauðadags 1938. 1919—1924 var systir Gudula priorinna systranna. 1938 tók við systir Flaviana og gengdi þeim störfum þar til 1958. i Þá tók við systir Hildegard, sem enn er priorinna. Það hefur faliið í hennar hiut að veita forstöðu ’ spitalanum á þeim tíma, sem hann hefur tekið út mestan þroska, en jafnframt átt við mesta erfiðleika að etja og harðast i vök að verjast. Skurðstofur spitalans hafa lengst af verið burðarás hans. Þrjár systur hafa ráðið þar ríkj- um í 75 ár: Systir Elisabeth; sem kom hingað 1897, veitti forstöðu skurðstofu til 1907. Þá tók við systir Matthildur og gegndi því starfi til 1942. Systir Gabrielle kom hingað til lands 1937 og tók við skurðstofustjórn 1942. Hún hefur gegnt því starfi óslitið þar til á þessu ári. í hennar tið hefur orðið bylting i skurðstofuvinnu og aðgerðatækni, frá vinnu á einni stofu og upp í heila hæð. I upp- hafi hafði hún eina aðstoðarkonu en nú starfa 23 á skurðstofum spítalans auk lækna og nema. Hún hefur vaxið með starfinu og aldrei var svo mikið lagt á grann- ar herðar hennar að hún ekki lyfti því. Ég skal ekki nefna fleiri nöfn, en allar eru mér systurnar minnisstæðar og þess verðugar að þeim væru gerð skil. En því veró- ur auðna að ráða. Læknar 76 frá upphafi Þegar minnst er afmælis spítal- ans má ekki láta lækna hans og þeirra starfs með öllu ógetið. Við spitalann hafa starfað frá . upphafi til þessa dags alls 76 læknar auk kandidata og ungra manna í námsstöðum. I upphafi var öllum læknum opið að stunda hér sjúklinga og notuðu flestir læknar bæjarins sér af því, að einhverju leyti, en brátt uróu það fáir einir, sem báru hitann og þungann af spitalastarfinu. Þar kom og að nýir timar kröfðust þess, að læknar sérhæfðu sig til spítalastarfa og eftir 1932 hefur enginn læknir komið að spitalan- um nema hann væri sérfróður i einhverri grein læknisfræðinnar. Voru þá færri læknar við spital- ann að tiltölu við sjúklinga en voru framan af, en unnu þá um leið meira af starfi sínu innan veggja hússins og nú er svo kom- ið, að allir læknar spítalans hafa spítalavinnu að aðalstarfi og raunar eina, því önnur vinna þeirra er svo nátengd spítalastarf- inu, að ekki verður á milli greint. Er sú þróun góð og hefði mátt ikoma fyrr en raun varð á, en að það drógst var fyrir orsakir, sem læknar réðu ekki við. 1 upphafi lagði hver læknir stund á allar greinar læknisfræð- innar. Hann gerði skurðaðgerðir á sjúklingum sínum, fékkst við lyf- læknismeðferð, kvensjúkdóma og slys jöfnum höndum, svo nokkuð sé nefnt. Smám saman komst á verkaskipting, sumir fengust við handlækningar, aðrir lyflækning- ar, meiri var skiptingin ekki framan af. Þetta hefur tekið miklum breyt- ingum. Nú eru í spitalanum: Augndeild, Barnadeild, Hand- læknisdeild og Lyflæknisdeild. Innan þessara deilda eru svo læknar með þrengri sérsvið, en samvinna milli allra lækna spítal- ans er mjög náin. Munu fáir sjúk- lingar vistaðir hér, svo að ekki skoði þá fleiri en einn læknir. Það er liðin tíð, að nokkur læknir ráði við öll svið læknisfræðinnar, sam- vinna og hópstarf er óumflýjan- leg nauðsyn, ef sjúklingar eiga að fá þá þjónustu sem þeim ber. Nú vinna við spítalann 25 sérfræðing- ar og 9 ungir læknar i námsstöð- um auk þeirra sérfræðinga utan sjúkrahússins, sem kallaðir eru til ráðuneytis þegar þurfa þykir. Auk þessara klinisku deilda eru svo stoðdeildir: Endurhæfingar- deild, Gjörgæsludeild, Rann- sóknadeild, Röntgendeild og Svæfingadeild. Ein er sú deild, sem vér höfum 1 engan aðgang að, það er langlegu- deild. Margt gamalt fólk kemur hing- að bráðveikt, en þegar ráðið hefur verið við þann sjúkdóm hefur það engan stað að fara á. Sumir sem slasast liggja lengi, en gætu verió á hjúkrunarheimili mest af legu- timanum. Mun láta nærri, að hér séu oft um 20 slíkir sjúklingar. Meðallegudagafjöldi á sjúkling í spitalanum er 14 dagar. Það þýð- ir, að liggi sjúklingur i eitt ár gætu 26 sjúklingar legið i hans rúmi, væri hægt að vista hann annarsstaðar. Hefði spitalinn að- gang að langlegudeild mætti taka við um það bil 500 fleiri bráðveik- um sjúklingum á ári en nú er unnt og legudagur á langlegu- deild myndi kosta þjóðfélagið miklu minna. Sneru bökum saman Áður á tíð greiddu sjúklingar lækni sínum fyrir verk hans. Voru þeir misjafnlega búnir að standa straum af þeim kostnaði og mun innheimta margra lækna hafa tekið mið af því. 1936 voru almannatryggingar leiddar í lög á landi hér og tóku þá tryggingarnar við greiðslu- skyldunni. Sjúkratryggingar eru óhjá- (kvæmileg nauðsyn, ef allir eiga að njóta þeirrar þjónustu, sem lækn- ar geta veitt. Við þær framfarir, sem orðið hafa í læknisfræði á siðari tímum er spitalavinna orð- in svo dýr, aö einungis fáir auð- menn gætu veitt sér þann munað að leggjast í sjúkrahús ef sjúkl- ingar ættu að greiða fyrir það úr eigin vasa. Almannatryggingar eiga að hafa það sjónarmið eitt að veita meðlimum sínum þá bestu þjónustu, sem kostur er. Það hef- ur forráðamönnum trygginga stundum gleymst allar götur frá því að sjúkratryggingar voru sett- ar á Þýzkalandi á dögum járn- kanslarans. Það var þessi gleymska valda- manna, sem nærri hafði riðið spitalanum að fullu. Spitölum landsins var greitt ákveðið gjald á legudag. Það gjald nægði þeim hvergi nærri fyrir kostnaði. Ríki og sveitarfélög greiddu hallan af sínum stofnun- um, en systurnar áttu enga leið í vasa skattborgarans. Þær hertu mittisólina, þær hertu hana inn að hrygg. Læknum á þessum spitala var þá greidd þóknun fyrir hvern dag, sem sjúklingur lá í spítalan- um og þeir skiptu henni með sér. Þessi þóknun var miðuð við, að spítalavinnan væri aukastarf, að læknarnir ynnu fyrir sér með heimilislækningum eða á annan hátt. Læknum á Landspítala voru hinsvegar greidd föst laun, en ekki voru þau hærri en svo, að flestir þeirra stunduðu heimilis- lækningar jafnframt. Með vax- andi verðbólgu lækkuðu þessar greiðslur til Landakotsspítala og urðu ekki nema nafnið tómt. Spit- alinn tók vaktir til jafns við aðra spitala borgarinnar en engar greiðslur komu fyrir það. Hversvegna lögðu systurnar ekki árar í bát þegar þær Vissu aldrei hvort þær hefðu til næsta máls? Af hverju hættu læknar ekki að nota mest af starfsorku sinni á spítalanum þegar þeir fengu ekki fyrir það greitt? Samstarf systra og lækna hefur alla tíð verið eins og best verður á kosið. Ég held, að læknarnir hafi alla þá tið, sem ég þekki til, frek- ar litið á systurnar sem systur sínar en eins og óviðkomandi fólk, sem ynni við sömu stofnun. Þetta var líkt og fjölskylda eða ættbálkur, sem sneri bökum sam- an þegar að var sótt. Það vildi enginn fella flaggið. Ef skipið átti að sökkva þá skyldi fáninn vera við hún. Læknar spítalans greiddu um þessar mundir laun ^ins af þrem- ur kandidötum, sem unnu við spítalann. Laun kandidata hækk- uðu, greiðslur við lækna stóðu i stað og þar kom, að greiðslur til lækna við spitalann hrukku ekki fyrir einum kandidatslaunum. Þegar læknar þurftu að greiða fyrir að fá að vinna þar, þá sauð upp úr. Þá varð það úr árið 1965, að yfirvöld féllust á að standa undir hallarekstri þessa spitala eins og annarra, en það skyldi (oma á móti, að spítalinn greiddi la»knum sínum laun. Þá urðu þáttaskil. Þá var það viðurkennt, að þessi spitali væri Landakotsspítali í smíð- um, myndin er úr Ljós- myndabók Sigfúsar Eymundssonar og segir m.a. þar: Fálkafáninn í miðju, en danski fáninn til beggja handa, smiðir uppi á sperrunum og efstu hæðinni en nunnur stnda innan við glugg- ana neðst. jafn nauðsynlegur heilbrigðis- þjónustu landsins og aðrir spítal- ar. Og þó stundum væri þungur róður að sækja umsamdar greiðsl- ur í greipar yfirvalda, hafói þó skift um og nú gátu læknar spital- ans helgað sig spítalastörfum óskiptir. Landakotsspítali hefur alla tíð átt því láni að fagna aó hafa gott læknalió. Ýmsir af fremstu lækn- um landsins hafa unnið þar sitt æfistarf. Guðmundur Magnússon, sem var brautr.vójandi í hand- lækningsaðgerðum á landi hér var fyrstur yfirlæknir spítalans. Guðmundur Hannesson starfaði þar í nokkur ár eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, en hafði að visu unnið flest sin afrek i handlækningum á Akureyri áður en hann kom hingað. Hann var einn gagnmerkastur læknir is- lenskur fyrr og síðar. Við fráfall Guðmundar Magnús- sonar 1924 tók Matthías Einars- son við stjórn spitalans. Hann bar ægishjálm yfir samtímamenn sína í læknastétt og var kunnur víða um heim fyrir þekkingu sína á sullaveiki. Halldór Hansen tók við af hon- um 1944 og gegndi því starfi þar til hann varð sjötugur 1959. Hann var framámaður i aðgerðum á maga og varð fyrstur lækna til þess að verja doktorsrit við Há- skóla Islands. Lengi mætti halda áfram þessari tölu þó nú skuli hætt. I upphafi var Landakotsspítali eini kennsluspitali landsins. 1930 þegar Landspítali tók til starfa, fluttist kennsla stúdenta þangað, en ætið var hér höfð um hönd kennsla bæði stúdenta og ungra lækna þó í minna mæli væri. Og nú um sinn hefur verið skipulögð kennsla stúdenta á öllum þremur spítölum hér í bæ auk kennslu ungra lækna i námsstöðum. Visindavinna er hluti af starfi allra þeirra spítala, sem vilja halda reisn sinni. Sú vinna hefur verið of lítil á öllum sjúkrahúsum þessa lands, en Landakotsspitali hefur staðið í ístaðinu að sinum hluta. A siðustu þremur árum hafa 38 ritverk komið frá læknum spítalans. Hafa sum verið flutt á læknaþingum, önnur birtzt í tíma- ritum erlendum og innlendum,. en sum bíða birtingar. Hlýhugur landsmanna Fjöldi landsmanna ber hlýjan hug til þessa spítala og hefur gert það á liðnum árum. Ýmis félög hafa fært honum raunsarlegar gjafir. Vil ég nefna: Kiwanisfé- laga, Lionsfélaga, Oddfellowa, Rauða Krossinn, Styrktarfélag Landakotsspítala, Thorvaldsens- félagið og Vinahjálp. Margir einstaklingar hafa sýnt hug sinn í verki með því að færa honum gjafir, sumir stórar aðrir smáar. Engir gefenda hafa séð til annarra launa en þeirra, að fram- lag þeirra gæti orðið til gagns sjúklingum spitalans. Allar hafa gjafir þessar verið vel þegnar og þó hefur aðstandendum spitalans þótt mest vert um hlýhug þann og vináttu, sem að baki þeim stóð. Um hitt, hver gjöfin er mest get ég ekki dæmt. Stundum getur smæsta gjöfin verið stærsta fórn- in. Það hafa ýmsir lagt hug og hönd að framgangi Landakots- spítala og ekki allir „alheimt dag- laun að kveldi". Systurnar hafa verið hjúasælar. Þaó hefur löngum þótt bera mönnum gott vitni. Margt starfs- fólk hefur verið hér árum og jafn- vel áratugum saman. Sumír hafa ekki skift um vinnustað eftir að þeir komu hingað. meðan þeir höfðu starfsþrek. Nú þegar systurnar hafa afhent islenskri þjóð spitala sinn, geta þær litið yfir farinn veg. Yfir æfikvöldi þeirra leikur ljómi gifturiks starfs og mikilla afreka. Að lokum vil ég segja við þær á þeirra tungu: Wenn Du das Kleine tust als sei es etwas Grosses, dann wird Gott Dir die Gnade leihen das Grosse zu tun als sei es etwas Kleines. Hvort þær hafa þekkt þetta orð veit ég ekki, en hitt er mér full- kunnugt af fjögurra áratuga sam- starfi, að þær hafa lifað eftir þvi. Á þessum skilum, er það ósk mín hugheil, að stjórnendur spítalans um ókomin' ár sinni því smáa eins og það væri stórt, að sem flestir af starfsliði spitalans geri fyrst kröfur til sjálfs sín en síðan til annarra. Það er aðal þjóðhollra manna að hugsa fyrst um alménningsheill. Sé þetta haft að leiðarljósi. þá hef ég þá von og þá trú, að stjórn spítalans ráði þvi stóra eins og það væri smátt, að Landakots- spítali eigi langa æfi fvrir hönd- um, að hann standi nú við upphaf gla>silegrar þroskabrautar. Framhald á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.