Morgunblaðið - 18.10.1977, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.10.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1977 15 ir lægstlaunuðu ríkisstarfsmenn og það eru að sjálfsögðu fyrst og fremst þeir, sem þurfa á veru- legri launahækkun að halda nú. Einnig stór hópur um miðbik launastigans, sem veitir sannar- lega ekki af sinu. Þar fyrir verður að gera kröfu til þess að forsvars- menn í launabaráttu þessa fólks haldi á málum af heilindum og heiðarleik, „stjörnu“-leikur BSRB forkólfanna þessa dagana er ekki vænlegasta aðferðin til að tryggja því raunverulegar kjara- bætur. Hlunnindi og aukagreiðsiur Þegar borin eru saman launa- kjör opinberra starfsmanna og launþega á almennum vinnu- markaði er eðlilega og réttilega bent á ýmiskonar hlunnindi hinna fyrrnefndu: mötuneytisað- stöðu, sem í sumum tilvikum þýð- ir nánast matgjafir, verðtryggðan lífeyrissjóð og hið ómetanlega at- vinnuöryggi, sem felst í æviráðn- ingu. í tíð núverandi ríkisstjórnar hefir æviráðningin að visu verið að nokkru afnumin þannig, að frá árinu 1975 eru starfsmenn rikis- ins ráðnir með samningi með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Þeirrar breytingar fer þó vart að gæta fyrr en eftir 10—15 ár. Hinir, sem höfðu æviráðningu fyrir halda henni, svo að gamla kerfið, mork- ið og spillt, heldur áfram i sama farinu. Þarna hefði auðvitað átt að ganga lengra og afnema ævi- ráðninguna alfarið, nema þar sem i hlut eiga rosknir starfsmenn. Þyrfti hreinsunar við Þótt viðleitni núverandi fjár- málaráðherra til aukins aðhalds i ríkisrekstrinum sé góðra gjalda verð og hafi þegar borið nokkurn árangur þá er þó, því miður, ýmis- legt enn sem þyrfti hreinsunar við í launakerfi rikisins. Hinar hrikalegu yfirvinnugreiðslur, allskonar aukagetur og bitlingar — þá hvað helzt i efstu launa- þrepunum (utan við BSRB) eru óhæfa. Alltof stórum hópi manna innan rikiskerfisins hefir haldizt uppi að maka krókinn af al- mannafé á meðan láglaunafólk úti í þjóðfélaginu þarf að berjast hnúum og hnefum fyrir nauð- þurftum. Ekkert hefði virzt eðlilegra, á meðan við erum að ráða niðurlög- um hinnar ógnvekjandi verð- bólgu, en að sett hefði verið þak á hæstu tekjur, bæði innan ríkis- kerfisins og utan þess. Það er sýnt, að hin gömlu hefðbundnu úrræði skila okkur seint að mark- inu. Við verðum að reyna nýjar leiðir, þótt þær kunni að reynast óvinsælar í bili, — leiðir, sem virka betur og meira sannfærandi á hugi fólksins I landinu heldur en niðurstöður reiknistokksins um hagvöxt og efnahagsþróun, þótt góðar og gildar séu í sjálfu sér. Sigurlaug Bjarnadóttir. Renault 12. TL Stöðugt hcekkandi bensínverð er áhyggjuefni flestra bifreiðaeigenda. Af þeim sökum hefur athygli manna beinst að spameytnum bifreiðum. Renault 12 er frekar stór, rúmgóður en umfram allt, eyðir mjög litlu bensíni. Renault 12 er með framhjóladrif sem eykur ökuhcefni við allar aðstceður. Renault, mest seldi bílHrm íEvrópu 1976 KRISTINN GIIÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 auðvelt að vinna i stað þess sem tapast". Ég taldi að það væri meining Pálma að auðvelt væri að vinna nýtt gróðurlendi á heiðum uppi í stað þess sem tapaðist. Hann leiðréttir þetta nú og segist ekki vera viss um að svo sé, hins vegar bendi allt til þess, skoðanir visindamanna og tilraunir. Orðið auðvelt þýðir í flestra munni að eitthvað sé vandalítið, fyrirhafnarlitið eða létt. Það er kannski ástæðulitið að kifa um smáatriði en þegar Pálmi tekur svo til oröa að auðvelt sé að vinna gróðurland á örfoka landi á heið- um uppi, án þess að meina það, virðist hann einungis vera að bæta svolítið meiri gyllingu á Blönduvirkjun. Ráðstöfun orkunnar Þá er komið að meginatriði þessa máls, þ.e. til hvers raforkan verði notuð. Pálmi staðfesti grun minn um að engar áætlanir eru til um það hvernig nota eigi rafork- una frá Blönduvirkjun til innan- landsþarfa. Ég innti eftir því hvernig gengi að leggja nýjar raflínur um landið og styrkja gamlar. Pálmi svaraði því glögglega eftir því sem unnt er og sýnilega þokast í áttina. En það er vitanlega öllum ljóst að framkvæmdahraðinn er pólitískt atriði, þ.e. hve miklu fé verði var- ið í þessu skyni á næstunni. Það Framhald á bls. 27 talsbókinni við Matthías ritstjóra: að flest slys stafi af heimsku. Flestir telja að þyngja þurfi aksturspróf og þó einkum að kenna þurfi umferðarreglur bet- ur. Ég held eins og áður segir, að það sé ekki rétt að hér sé fyrst og fremst kunnáttuleysi og klaufa- skapur ökumanna um að kenna, hvað umferðin er þjösnalega. Ég held að meinið liggi miklu dýpra. Ég held að undir stýri komi fram hvernig við erum. Ég held að of stór hópur okkar fólks sé illa sið- aður. Spakur maður sagði: „menn aka eins og þeir lifa.“ Með öðrum orðum: við erum svona, hvorki betri né verri. Illa siðað fólk verð- ur ekki að englum við það eitt að setjast undir stýri. Hópurinn, sem setur svip sinn á svo margar opin- berar samkomur hér á landi, er samur við sig þó að hann sé sestur upp í bíl, og liklega kemur það, sem innifyrir býr, hvergi betur i Ijós en einmitt við styrið, þar sem smávandamál ber stöðugt að höndum. Fyrir 40 árum, þ.e. fyrir strið, voru Islendingar almennt miklu betur siðaðir og kurteisari en nú er. Fólk mátti vera að þvi að vera nærgætið og tillitssamt i um- gengni. Aftur á möti grunar mig að nú séu jafnvel ekki allfáir haldnir svo fjarstæðri firru að álíta að kurteisi sé ekki annað en undirlægjuháttur, og haga sér eft- ir þvi. Frá þeim hópi er því ekki von á góðu. Það sem ég vildi sagt hafa með þessum línum er, að við þurfum að byrja á byrjuninni. Við þurf- um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir 40 árum. Það sýnir nefnilega enginn tillitssemi f akstri, sem aldrei hefur verið inrætt tillitssemi ( daglegri um- gengni. En fyrsta kastið gæti það lik- lega helst verið ráð, að lögreglan legði sérstaka áherslu á, að reyna að vinsa úr mestu vandræðagems- ana og halda þeim í skefjum. Björn Steffensen. Alfheimum 27. öryggís- ráðstöfun Lítið tæki en nytsamt, leka- straumrofi kallast það; örugg- asti varnarbúnaðurinn gegn því að tjón, hætta og óþægindi skapist af rafmagni. Lekastraumrofi rýfur straum- inn á stundinni ef það leiðir út. Er hann í rafmagnstöflunni hjá þér? Sjálfsögð öryggisráðstöfun á heimilum og vinnustöðum. Forðist eldsvoða og slys. Leitið nánari upplýsinga. RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna Skólavörðustig 19. Reykjavík Símar 21700 2 80 22 Leggjum nýtt - íögum gamatt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.