Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 18
18 MÖRGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 Fjármálaráðherra: „Engin ríkisstjórn hefur sýnt opin- berum starfsmönnum meiri trúnað" GEIR Hallgrímsson, forsætisráðherra, gaf í sameinuðu þingi í gær yfirlit yfir stöðu samningamála BSRB og ríkisins, ákvarðanir kjaradeilunefndar um starfsheim- ildir, lögum samkvæmt, og meint hrot á takmörkuðum verkfallsrétti við framkvæmd yfirstandandi verkfalls. Er ræða forsætisráðherra hirt í heild á öðrum stað í hlaðinu í dag. Umræður um greinargerð forsætisráð- herra verða lauslega og stuttlega raktar hér á eftir, efnislega, en þó aðeins í grófum dráttum. Endurskoðunarákvæði og verðbótaréttur Lúðvík Jósepssun (Abl.) kvaddi sér hljóðs á eftir forsætis- ráðherra. Hann sagði forroenn þingflokka Alþýðubandalags og Alþýðuflokks hafa farið fram á það þá um morguninn að forsætis- ráðherra gæfi Alþingi, f.h. ríkis- stjórnarinnar, skýrslu um stöðu samningaviðræðna við BSRB og framvindu yfirstandandi verk- falls. Við þessum tilmælum hefði ráðherra nú orðiö. Lúðvik gagnrýndi síðan ríkis- sljórnina fyrir fvær meginskyss- ur, að hans dómi. í fyrsta lagi fyrir að hafa kallað síðasta tilboð sitt í viðræðunum „lokatilboð", sem hefði knúið á um fram- kvæmd verkfalls af hálfu BSRB. I annan stað fyrir óeðlilega stífni varðandi endurskoðunarrétt (með verkfallsheimild), ef verð- bótaþáttur væntanlegs kjara- samnings raskaðist á 2ja ára samningstimabilj, m.a. fyrir hugsanlegt frumkvæði ríkisvalds- ins sjálfs. Eðlilegt væri að BSRB- menn nytu sama réltar og önnur launþegafélög i þessu efni, enda Sömuleiðis að knýja á um kröfur sínar með beitingu þess réttar (takmarkaðs verkfallsréttar), sem Alþingi hefði veitt þeim á sl. þingi. Hins vegar yrði að gera ráð fyrír því að farið yrði að lögum í þvi efni. I einu og öllu ber að virða lög, sagði Gylfi, eins í verk- falli sem í annan tima. Gylfi taldi að komast hefði mátt hjá verkfalli ef samningsaðilar hefðu haldið af lagni á málum. Það atriðí heyrði hins vegar til liðinni tíð. Nú þyrfti að snúa sér að því að ná viðunandi lausn í viðkvæmri deilu. En gæta yrði þess við samningagerð, sem gilda ætti i tvö ár, að opinberir starfs- menn drægjust ekki á nýjan Ieik aftur úr öðrum i kjörum. Gylfi sagði að lokum, að þing- flokkur Alþýðuflokksins teldi það mikilvægt fyrir alþjóðarhags- muni að samningar tækjust sem allra fyrst, þar sem tekið væri tillit til réttmætra hagsbóta ríkis- starfsmanna. Handahófskennd framkvæmd verkfalls Magnús Tofi Ólafsson (SFV) sagði það hafa staðizt á endum, að Verkfall ríkisstarfs- manna rœtt í sameinuðu þingi hendur kjaradeilunefndar, verið úrelt orðin. Framkvæmd verk- fallsins hafi og verið handahófs- kennd að sumu leyti. Verkfall hafi verið einn dag á sumum vinnustöðum, en ekki þann næsta. Erlendum ferðamönnum hafi verið haldið nauðugum i landinu. Hringlandaháttur i mál- um, er snertu skólakerfið, bæði af hálfu BSRB og menntamálaráðu- neytis, hefði verið áberandi. Sýnt væri að ráðuneytið hefði ekki bú- ið sig undir að mæta þeim máls- atvikum, sem upp hefðu komið, með þeim afleiðingum, að óþæg- indi og leiðindi hefðu gert vart við sig, sem komast hefði mátt hjá. Magnús Torfi fagnaði því að viðræður væru hafnar. Hann skoraði og á ríkisstjórnina að opinbera niðurstöður kannana, sem Hagstofa íslands hefði gert, þ.e. samanburð á launum opin- berra starfsmanna og launþega á frjálsum vinnumarkaði. Sér skild- ist á orðum fjármálaráðherra, að Frá fundi í sameinuðu Alþingi. stangaðist slíkt samkomulag ekki á við lög um kjarasamninga BSRB frá því í maí 1976, að sínu mati. Lúðvík kvaðst ekki ræða almennt um inntak samningsviðræðna nú, eða réttmæti framkominna krafna, að öðru leyti en endur- skoðunaratriðinu. Opinberir starfsmenn drógust aftur úr öðrum Gylfi Þ. Gíslason (A) staðfesti orð Lúðvíks varðandi tilmæli til ríkisstjórnar um skýrslu um stöðu kjaradeilu við BSRB. Ekki væri viðeigandi aö svo viðtækt verkfall stæði dögum saman án þess að Alþingí fengi nákvæma greinar- gerð um framvindu mála. Gylfi sagði ómótmælanlegt að opinberir starfsmenn hefðu á undanförnum árum dregizt aftur úr öðrum launastéttum kjaralega séð. Uppsögn samninga hefði því verið eðlileg af þeirra hálfu. Alþingi var sett og að fyrsta verk- fall opinberra starfsmanna á ís- landi hafi komizt til fram- kvæmda. Hann sagðist fagna því að samningaviðræður deiluaðila, sem legið hefðu niðri um sinn, væru nú aftur hafnar. Magnús sagði naumast rétt að ræða ein- stök efnisatriðí samninganna hér og nú, meðan leitað væri sátta í viðkvæmum kjaraviðræðum. Astæða væri þó til að átelja þau vinnubrögð, sem viðhöfð hefðu verið. Abyrgð beggja aðila, ekki sizt ríkisvaldsins, væri mikil, að verkfallið stæði sem skemmst. Það hefði verið rangt af rikis- stjórninni að ,,loka sig inni á síð- asta snúningi viðræðna með svokölluðu „lokatilboði"." Hins vegar væri og ýmislegt, sem að mætti finna i framkvæmd sjálfs verkfallsins. Urskurðir kjara- deilunefndar hefðu ekki verið virtir að fullu. Hins vegar hefðu ýmis gögn, sem búin hefðu verið í sá samanburður hefði leitt í ljós ósamræmi, opinberum starfs- mönnum í óhag, sem eðlilegt væri að leiðrétta. Endurskoðunaratriðið og lögin Ragnar Arnalds (Abl.) sagðist ekki ætla að ræða atriði kjaravið- ræðna, utan endurskoðunaratrið- ið. Eðlilegt væri, t.d. ef rikisvald- ið rifti verðbótaákvæði samninga, að uppsagnarréttur væri til staðar með sama hætti og hjá öðrum launþegum (þ.e. verkfallsréttur). Ekkert ákvæði í núgildandi lög- um meinaði samningsaðilum að semja sérstaklega um þetta atriði. Rangt væri hjá forsætisráðherra að slíkt samningsatriði stangaðist á við Iögin um takmarkaðan verk- fallsrétt opinberra starfsmanna. Samanburður við frjálsan vinnumarkað. Matthías A. Mathiesen, fjár- málaráðherrá, sagði að núverandi ríkisstjórn hefði beitt sér fyrir lögum um takmarkaðan verkfalls- rétt opinberra starfsmanna, sem BSRB hefði lengi barizt fyrir, á grundvelli samkomulags, sem menn yrðu að hafa í huga, er staða mála væri rædd nú. Engin ríksistjórn hafi sýnt opinberum starfsmönnum meiri trúnað. Hann sagði að Hagstofa Íslands hefði fyrir sitt frumkvæði unnið að könnun á launasamanburði op- inberra starfsmanna' og launþega á frjálsum vinnumarkaði. Sá sam- anburður hefði sýnt að opinberir starfsmenn hefðu dregizt aftur úr almennum vinnumarkaði launa- lega á sumum sviðum. Rétt þætti að leiðrétta slíkt nú, innan ramma þess mögulega, þó deila mætti um leiðir að því marki. Ráðherra vék að samkomulagi við BSRB, er frumvarp til laga var samið og fram sett — um takmarkaðan verkfalisrétt, þ.á m. tilurð kjaradeilunefndar, sem hafa skyldi úrskurðarvald um, hverjir skyldu sinna störfum í ríkiskerfinu, kæmi til verkfalls, til að halda uppi nauðsynlegri heilsu- og öryggisgæzlu. Þessar lögbundnu takmarkanir þyrfti að virða nú. Einnig lögbundin ákvæði þess efnis að verkfalls- réttur sé takmarkaður aðalkjara- samning á 2ja ára fresti. Hann sagði að svokallað lokatilboð hefði verið bundið við sjálfan launa- stigann, ekki önnur atriði, sem raunar hefðu ekki verið öll komin fram, sem þó hefði verið æskilegt og raunar nauðsynlegt til að hægt hefði verið að taka afstöðu til heildarniðurstaðna. Þá vitnaði fjármálaráðherra til skýrslu stjórnar BSRB i Ásgarði, málgagni BSRB, 2. tbl. 1976, þar sem segir: „Vilji kom fram hjá fulltrúum rikisins til að endur- skoða mætti launaliði samnings tvisvar á samningstimabilinu, ef forsendur lægju fyrir, að laun- þegar á frjálsum vinnumarkaði fengju launahækkun. Verkfalls- réttur gilti ekki við slíka endur- skoðun, heldur skyldi gerðardóm- ur skera úr ágreiningi." Þá segtr i Asgarði: „Fundurinn samþykkir með hliðsjón af aðstæðum í samn- ingaviðræðum að ganga inn á tveggja ára samningstímabil með uppsagnarrétti miðað við 1. júlí 1977 með verkfallsrétti þá." Verkfallsréttur BSRB. Eðvarð Sigurðsson (Abl) sagði m.a. að með lögum um verkfalls- rétt opinberra starfsmanna á sl. ári hefði BSRB átt að fá hltóstæð- an samningsrétt og önnur stéttar- félög í landinu. Þessi verkfalls- réttur væri i raun mannréttindi og eðlilegt væri því, að BSRB hefði slík réttindi ef undirstöðu- atriði (verðbótaákvæði) kjara- samnings, er gilda ætti í tvö ár, væru rofin með einum eða öðrum hætti. Eðvarð taldi reynsluleysi beggja samningsaðila valda því, að samningar hefði ekki tekizt, auk þess sem lögin sjálf (um tak- markaðan verkfallsrétt opinberra starfsmanna) væru meingölluð. Erfitt hafi verið að komast hjá því að fór sem fór. Allt svigrúm til samninga var of þröngt, sagði hann. Hér er um frumraun að ræða og því e.t.v. eðlilegt, að þess sjáist einhver merki. Eðvarð dró í efa að ekki mætti semja við BSRB um verkfalls- bundinn endurskoðunarrétt að óbreyttum Iögum um kjarasamn- inga BSRB, eins og fram hefði verið haldið. 18. grein laganna með skýringum í greinargerð. Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, las upp 18. grein viðkom- andi laga, er hljóðar svo: „Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 33/1915 um verkfall opinberra starfsmanna, er Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja heimilt að gera verkfall í þeim tilgangi að stuðla að fram- gangi krafna sinna í deilu um aðalkjarasamning með þeim skil- yrðum og takmörkunum sem sett eru í lögum þessum og lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna". í skýringum frum- varps við 18. grein regir orðrétt: „Hér er gert ráð fyrir að BSRB sé heimilt að gera verkfall, þó ein- göngu við gerð aðalkjarasamn- ings. Ekki er gert ráð fyrir heim- ild fjármálaráðherra til verk- banns þar sem verkfallsréttur er eingöngu í höndum heildarsam- taka en ekki einstakra félaga.. ." Aðalkjarasamningur er gerður til tveggja ára. Verkfallsréttur er því bundinn þvi, að lögum, að hann sé ekki nýttur nema við gerð aðalkjarasamnings. Sam- staða um takmarkaðan verkfalls- rétt opinberra starfsmanna á Al- þingi var bundin þessum tak- mörkunum. Þessar takmarkanir eru naumast skerðing á mannrétt- indum. Opinberir starfsmenn búa við atvinnuöryggi sem aðilar launþegafélaga innan ASÍ hafa ekki. Af þessu leiðir að ekki er hægt að fara á bak við Alþingi nú og semja um verkfallsrétt utan ramma viðkomandi laga. Hins vegar hefur endurskoðunarrétti alls ekki verið hafnað sem slikum. Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur boðið að tryggja það að aðilar innan BSRB njóti á hverjum tima sams konar vísitölu- eða verðbóta- tryggingar á launum og aðrir launþegar í landinu búa við. Mér skilst, sagði ráðherra, að einstakir þingmenn telji rétt að ganga lengra í kauphækkunum til opinberra starfsmanna en gert var við launþega innan ASl, þar eð þeir hafi verið á eftir þeim launalega séð. Skylt er að hug- leiða þær ábendingar. En hafa verður í huga, hver verða heildar- útgjöld ríkissjóðs, sem endanlega greiðast af skattborgurum í land- inu, þ.e. öllum almenningi, bæði opinberum starfsmönnum og öðr- um þeim, sem þegar hafa samið um launakjör sín. Það þýðir þó ekki að ganga eigi á hlut minni- hlutans (opinberra starfsmanna) í þágu meirihlutans (skattborgar- anna allra), heldur verður sann- girni og réttsýni að ráða gerð — af beggja hálfu. Erfiðleikar og óþægindi Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði það rétt vera, sem fram hefði komið í ræðum annarra þingmanna að verkfall opinberra starfsmanna hefði valdið erfið- leikum og óþægindum í þjóðfélag- inu. Framkvæmd þess hefði og að nokkru leyti valdið vonbrigðum og undrun. Ég tek undir orð fjár- málaráðherra, að engin stjórn hefur sýnt opinberum starfs- mönnum jafn mikinn trúnað og núverandi stjórn, sagði Ragnhild- ur. Sá trúnaður felst í verkfalls- rétti þeim til handa, er þeir höfðu áður borið upp við margar rikis- stjórnir. Ég tel efalítið, sagði ræðumaður, að margur BSRB- maðurinn sé óánægður með að til verkfalls kom og framvindu mála síðan, þó hann hafi greitt atkvæði gegn sáttatillögunni. Menn töldu svo Iitlu muna, launalega, að ekki kæmi til verkfalls. Nú hefur það hins vegar gerzt. Og verkfaiisrétt- urinn hefur e.t.v. verið ofnotaður, jafnvel misnotaður. Námsréttindi hefðu ekki verið virt. Framhalds- skólar voru hindraðir í störfum, vegna verkfalls örfárra manna, sem þó sinna ekki kennslustörf- um, svo dæmi sé tekið. Það verður að vera ljóst, sagði Ranghildur, þótt verkfall sé, að lögbrot verði ekki venjuhelguð og yfirgangur sé ekki löghelgaður. Það er ósk mín að að þessi mál öll verði ræki- lega endurskoðuð í ljósi tiltækrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.