Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 19 reynslu, og stefnt að því að finna þeim farsælli farveg en verið hef- ur. Fram komið sem óttazt var Þorvaldur G. Kristjánsson (S) vitnaði til ræðu, er hann mælti gegn frumvarpi til laga um verk- fallsrétt opinberra starfsmanna — á forsendum, sem nú hefðu að hluta til komið á daginn. Reynsl- an af verkföllum í þjóðfélagi okk- ar sem og veikt ríkisvald hefðu ekki beinlínis verið hvetjandi til slíkrar lagasetningar. Menn væru nú reynslunni ríkari af fram- kvæmd fyrsta verkfalls opinberra starfsmanna. Þorvaldur ræddi um nauðsyn þess að nauðsynlegri heilsu- og öryggisgæzlu væri hald- ið uppi í landinu, hvað sem kjara- deilum liði. Hann vitnaði til fund- argerðar kjaradeilunefndar frá 5. október sl., þar sem fjallað væri um þörf á a.m.k. 20 nýjum lög- gæzlumönnum í höfuðborginni, og hvarvetna um landið væri unn- in mikin yfirvinna við löggæzlu, efalítið vegna nauðsynjar. Þetta sýndi að öryggisgæzla væri sízt of mikil í landinu. Hann vitnaði til bréfs, er lögreglumönnum hefði verið sent, dags. 14. október sl., sem erfitt væri að skilja á aðra lund en þá, að þeir væru hvattir til að hlýða fremur verkfalls- stjórn BSRB en fyrirmælum lög- legra yfirmanna sinna. Hér væri um mjög alvarlegt mál að ræða. Bréf kjaradeilunefndar verðilesið Stefán Jónsson (Abl.) mæltist m.a. til þess að forsætisráðherra læsi upp bréf kjaradeilunefndar til ríkisstjórnar, þar sem rakin væru þau atriði, er talin væru brot á úrskurðum nefndarinnar — í framkvæmd verkfalls BSRB. Nýta ber tímann til að leysa deiluna Einar Agústsson, utanrfkisráð- herra, áréttaði einkum tvö atriði: 1) Að takmarkaður verkfallsrétt- ur opinberra starfsmanna, sem fengizt hefði á sl. þingi, væri áfangasigur þeim til handa. Þessi verkfallsréttur væri hins vegar ekki með öllu sambærilegur við hliðstæðan rétt annarra launa- þegafélaga. 2) Ekki væri ástæða til að undrast, þótt ágreiningsatr- iði kæmu í ljós, er verkfallsrétti opinberra starfsmanna væri beitt í fyrsta skipti. Hins vegar hlýtur það að vera keppikefli beggja, BSRB og ríkisstjórnarinnar, sem stóð að frumvarpinu um verk- fallsréttinn, að honum verði beitt með þeim hætti, að það styðji réttmæti þessarar lagasetningar, sagði ráðherrann. Alþingi á ekki að eyða frekari tima í að deila um framkvæmdar- atriði, heldur leggja kapp á að leiða mál þetta farsællega til lykta og á viðunandi hátt, bæði fyrir BSRB og gjaldgetu ríkis- sjóðs. Öryggisvarzla og heilsugæzla Geir Hallgrfmsson, forsætisráð- herra, las upp bréf kjaradeilu- nefndar til ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmd verkfalls opinberra starfsmanna, að beiðni Stefáns Jónssonar (Abl.) Bréfið er birt á öðrum stað í bl. og þvi ekki rakið efnislega hér. Þá las forsætisráðherra upp 26. gr. viðkomandi laga, þar sem segir orðrétt: „Þótt löglegt verkfall sé hafið er starfsmönnum, sem í verkfalli eru, skylt að starfa svo að haldið verði uppi nauðsynlegri öryggisvörzlu og heilsugæzlu. Kjaradeilunefnd ákveður hvaða einstakir menn skuli vinna í verk- falli og hún skiptir vinnuskyldu á milli manna. Urh laun og kjör þessara manna meðan á verkfalli stendur skal fara eftir þeim kjarasamningi sem gerður verður að loknu verkfalli." Ekki ásamningabuxum. Lúðvfk Jósepsson (Abi) sagði orð ráðherra ekki á þá lund, að þeir væru á samningabuxum. Þeir vildu sýnilega ekki ganga þá braut, er nú gæti leitt til skjótra samninga, þ.e. til sátta um endur- skoðunarheimild með verkfalls- rétti. Ekki ætti að ræða nú, hvernig hefði til tekizt við fram- kvæmd verkfallsins. Það væru aukaatriði. Alltaf mætti búast við að eitthvað færi úrskeiðis við verkfallsframkvæmd. Það hefði mátt segja sér fyrirfram. Aðal- atriðið væri að ná sáttum. En eins og nú horfði virtist stefna i langt verkfall. Verkfallsrétturinn mistök Albert Guðmundsson (S) ræddi ýmis atriði í framkvæmd yfir- standandi verkfalls, sem vítaverð væru að hans dómi. Hann ræddi og um samanburð á launum opin- berra starfsmanna og launþega á almennum vinnumarkaði. Þar væri ekki tekið með í dæmið margt það, sem íhuga þyrfti: ómælda eftirvinnu, æviráðingu, verðtryggðan lifeyrissjóð og sitthvað fleira. Hann sagðist sam- mála Eðvarð Sigurðssyni um að umrædd lög væru meingölluð. Þau þyrftu því endurskoðunar við í ljósi þeirrar reynslu, sem nú væri fengin. Kjaradeilunefnd. Friðjón Þórðarson (S) sem sæti á í kjaradeilunefnd, gerði grein fyrir jstörfum nefndarinnar og þeim lagaákvæðum, sem um hana fjalla (26. og 27. gr. laganna). Til lítils væri fyrir nefndina að kveða upp úrskurði, ef ekki væri eftir þeim farið. Af þeim sökum hefði nefndin fylgt eftir ákvörðunum sínum með bréfi til rikisstjórnar- innar, sem hér hefói verið lesið. Samstarf í nefndinni hefði verið gott og hún hefði yfirleitt verið samdóma í afstöðu sinni. Skiptir meginmáli að lög séu haldin. Ragnhíldur Helgadóttir (S) vitnaði til orða Lúðviks Jóseps- sonar þess efnis, að fram- kvæmdaratriði verfallsins sem varða lög, væru aukaatriði. Slík atriði væru ekki aukaatriði, heldur meginatriði. Lausn þessarar deilu, sem og annarra, þyrfti að vera innan þess ramma, er landslög setja. Opinberir starfsmenn ættu rétt á sambæri- legum launum við aðra lands- menn. Ymsir þeirra væru efalítið eftirbátar, launalega, þegar litið væri til hins frjálsa vinnumark- aðar, m.a. ýmsir, er sinna sér- hæfðum ábyrgðarstörfum. En lyktir mála yrðu að fara að lögum. Aðalatriðin eru tvö Matthfas Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, sagði það rétt vera, að aðalatriðið væri að leysa yfir- standandi deilu farsællega. Hitt væri rangt að það væri aukaatriði, hvernig staðið væri að verkfalli. Það væri annað aðalatriði þessa máls, að þar væri farið að lögum. Hægt væri e.t.v. að hækka kaup, eftir hvers manns óskum, ef Ekki Ménafoss sjalfur, heldur er þaS aSeins lífbáturinn, sem þarna kemuraS landi hlaSinn farþegum. (Ljósm Mb. ÓI.K.Mag.) 8 skip á Ytri-höfn- inni og 3 koma í dag ÁTTA millilandaskip lágu á Ytri- höfninni í Reykjavík I gærkvöldi og fá ekki að fara upp aS bryggju meSan tollverSir eru I verkfalli. Hins vegar voru tvö skip tekin aS bryggju I fyrrakvöld. eftir aS sam komulag starfsmanna Reykjavlk- urborgar hafSi veriS samþykkt I atkvæSagreiSslunni. Voru þau aS koma af ströndinni og ðSur fengiS tollafgreiSslu. í dag eru væntanleg þrjú millilandaskip til Reykjavlkur og fjölgar skipunum á Ytri- höfninni upp I ellefu. Ekki hefur veriS gerS nein tilraun til aS taka skipin aS bryggju og ekki komiS til deilna viS höfnina vegna þeirra. Skipin sem nú liggja á ytri höfn- inni i Reykjavik eru Mánafoss, Skógafoss. Úðaloss. Gljáfoss og Háifoss. sem kom I gærkvöldi, Dls- arfell og Hvassafell og loks Laxá, sem á sunnudaginn kom til Reykja- víkur frá Vestmannaeyjum, eftir að hafa legið þar fyrir utan i nokkra daga. i dag eru væntanleg til Reykjavikur Múlafoss, Dettiioss og Langá Þá eru einnig væntanlegir að utan Tunguloss og Bæjarfoss, en þau skip íara á Austfjarðahafnir. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar á flutningadeild Eimskips i gær að mikill kostnaður væri sam- fara þvi að skipin fengju ekki að koma upp að Þannig mætti áætla að launakostnaður til skipshafnar væri á bilinu frá 300—500 þúsund á sólarhring, eftir því hve margir eru á. Mestur kostnaður væri þó sam- fara aðgerðaleysinu, auk þess sem erfiðlega kann að reynast fyrir EÍ að starida við gerða samninga vegna verkfallsins Annars staðar en i Reykjavik biða skip vegna verkfallsins og má nefna að Hvitá er á legunni á Akranesi Fá skipin ekki tollafgreiðslu, en skips- hafnir eru hins vegar tollafgreiddar og fá að fara í land á bátum með stimplaðan tollvarning. Er fylgzt með þvi hvað skipshafnir koma með i land á bátunum. en þó ekki leitað nákvæmlega i hverri ferð bátanna til fastalandsins Þau tvö skip, sem komu af strönd- inni og til Reykj3víkur á sunnudags- kvöldið, voru Brúarfoss og Skafta- fell. Morgunblaðinu barst i gær bréf, sem BSRB sendi tolladeild fjármála- ráðuneytisins á sunnudaginn. Er þar fjallað um úrskurð Kjaradeilunefnd- ar þar sem kveðið er á um að aðeins lágmarksstarfslið tollgæzlunnar skuli starfa i verkfallinu. Siðan er greint frá samkomulagi Tollvarðafélags íslands og tollgæzl- unnar um hvernig störf skuli unnin í verkfallinu Er samkomulagið svo- hljóðandi: „Stjórn Tollvarðafélags íslands og Tollgæzlunnar hafa komið sér sam- an um, að framangreind störf skuli unnin þannig, að þrír menn auk bátsmanns á útkallsvakt starfi frá kl 8 til 16, þrir menn auk bátsmanns á útkallsvakt frá kl. 16 til 24 og tveir menn frá kf. 24 til 8. Fylgir hér með listi yfir skiptingu starfa á milli starfsmanna, þar sem hin vcnjulcga varðskrá gildir ekki i verkfalli." Siðan segir i bréfi BSRB: „Bandalagið hefur rökstuddan grun um, að skipstjórar einhverra þeirra skipa. sem liggja ótollafgreidd á ytri höfninni í Reykjavik. hafi i hyggju að leggja skipum sinum við landfestar í Reykjavikurhöfn Er það tvimælalaust brot á 19 gr 4 mgr laga nr 59/ 1 969 um tollheimtu og tolleftirlit, þar sem segir m.a.: „Óheimilt er að leggja aðkomu- Framhald á bls. 22 ábyrgðarleysi réði ferð og engar skorður væru settar verðbólgu- vexti. En þar að kæmi að út- flutningsframléiðslunni, er ber uppi gjaldeyristekjur þjóðar- innar, væri um megn að rísa und- ir kaupgjaldinu. Þá væri gripið til gengislækkunar, til að forðast rekstrarstöðvun i sjávarútvegi og fiskiðnaði. Verðbólgu vöxtur sem í kjölfar slíks kapphlaups kæmi, væri engum til góðs þegar grannt væri skoðað. Verðlagshækkanir í Banda- ríkjunum, helzta kaupanda út- flutningsframleiðslu okkar, væru um 7%. í Sovétríkjum væri verð- lagi haldið niðri með sterku ríkis- valdi. Kauphækkanir hér heima gætu því ekki farið út í verðlag erlendis, nema að því marki, sem eftirspurn þar segði til um. Ráðherrann sagði almenn verkalýðsfélög yfirleitt hafa sýnt skilning á þjóðfélagsaðstæðum við samningagerð á liðnum árum. Það þyrfti enn að gera. Mikilvægt spor hefði náðst í samningum við starfsmannafélög sveitarfélaga. Vonandi fylgdi í kjölfarið viðun- andi lausn á kjaradeilunni við ríkisstarfsmenn. Taka þarf þessi mál til rækilegrar athugunar. Tómas Arnason (F) sagði m.a. að stjórnarandstaðan hefði verið sein til að taka þessa kjaradeilu upp á Alþingi. — Endurskoðunar- ákvæði gæti ekki fylgt verkfalls- réttur, sem glöggt kæmi fram, ef athugaður er undirbúningur málsins, samkomulag um flutning frumvarpsins um takmarkaðan verkfallsrétt og ákvæði gildandi laga. Tómas ræddi lítt fram- kvæmd verkfallsins, en sagði þó enga spurningu um það, að fram- kvæmdaratriði hefðu farið úr skorðum í ýmsum atriðum. Fjöldi fólks væri undrandi á því sem væri að gerast. Tómas hvatti til skjótar lausnar — en lýsti því jafnframt yfir, að taka þyrfti þessi mál öll til rækilegrar endur- skoðunar þegar að verkfalli afstöðnu. Ástand til sveita enn í könnun I framhaldi af bréfi sem ibúar við Djúp sendu kjaradeilunefnd, er nefndin nú að láta kanna ástand til sveita, vegna þ'ess að símar eru þar lokaðir vegna verkfalls BSRB. Erindi ibúanna við Djúp hefur því enn ekki verið afgreitt að öðru leyti en því að dýralæknir hefur fengið boð um garnaveiki- tilfellin þrjú, sem raunar var skýrt frá i frétt í Morgunblaðinu á sunnudag. Þorvarður Jónsson yfirverkfræðingur: Telexmálið A fundi forystumanna BSRB með blaðamönnum föstudaginn 14. október skýrði Kristján Thor- lacius formaður BSRB frá „telex- málinu" svokallaða, en í þvi sem blöðin birta af þeirri frásögn er margt, sem ekki er sannleikanum samkvæmt. Það alvarlegasta af þessu er ásökun á póst- og sima- málastjóra um að hann hafi skipað starfsmanni í verkfalli að fremja verkfallsbrot og þar með fengið hann til þess. I Þjóðviljanum 15. október er haft eftir K.T.: ,,Þá fyrirskipar póst- og símamálastjóri að látin skyldu spjöld i tækin og var það gert" og siðar í sömu grein ,,.. .gataspjöldin, sem sett höfðu að skipun póst- og símamálastjóra voru um það bil að ganga til þurrðar. Var augljós þungi i um- mælum forráðamanna BSRB i garð póst- og símamálastjóra, sem hefði þarna farið út fyrir valdsvið sitt." Svipuð ásökun er höfð eftir K.T. í frásögn Visis af blaða- mannafundinum. Til þess að hrinda þessum ásök- unum og leiðrétta alla frásögn K.T. af telexmálinu skal hér skýrt frá þvi, hvernig rekstur sjálf- virku telexstöðvarinnar hefur gengið frá því að verkfallið hófst. Á fundi kjaradeilunefndar 11. október var samþykkt, að Jónas Guðmundsson yfirmaður Ritsíma- stöðvarinnar i Reykjavik skyldi skipta um gataspjöld i gjald- skráningabúnaði telexstöðvarinn- ar og annaðist hann það miðviku- daginn 12. október. Um eftirmið- daginn 12. október uppgötvaðist að götunarvélar voru hættar að starfa vegna bilunar í telexstöð- inni og samþykkti kjaradeilu- nefnd á fundi, sem hófst kl. 17.00 hinn 12. október að fela Karli Guðmundssyni að framkvæma viðgerðina. Þegar Karl kom þá um kvöldið niður í Landsimahús- ið til þess að annast þetta hafði hann fyrst samband við fulltrúa FÍS (Félags íslenzkra síma- manna), sem er með aðsetur í Landsímahúsinu. Þeir sögðust ekki hafa frétt af þessari af- greiðslu kjaradeilunefndar og bönnuðu Karli að framkvæma viðgerðina. Næsta morgun, 13. október, var Agúst Geirsson, for- maður FÍS, og einn af fulltrúum BSRB f kjaradeilunefnd beðinn að skýra fulltrúum FÍS frá þessari ákvörðun kjaradeilu- nefndar og eftir að fulltrúar FÍS viðurkenndu að hafa móttekið þessar upplýsingar var aftur kall- að á Karl til þess að annast við- gerðina. Þegar Karl kom niður i Landssímahúsið voru verkfalls- verðir frá BSRB þar fyrir og vörn- uðu honum inngöngu í telex- stöðina. Var þá Karl látinn fara heim aftur og kl. 11.10 hinn 13. október var öllum línum milli sjálfvirku telexstöðvarinnar og útlanda lokað að beiðni póst- og símamálastjóra. Stuttu siðar hurfu verkfallsverðir BSRB úr Landssimahúsinu. Milli kl. 16 og 17 komu boð til póst- og símamála- stjóra frá kjaradeilunefnd um að ákvörðun hennar um viðgerð bilunarinnar í telexstöðinni skyldi framkvæmd og var þá strax hringt til Hafnarfjarðar í Karl Gu-mundsson. Meðan Karl var á leiðinni til Reykjavikur var full- trúum FÍS tilkynnt um hvað til stæði. Einnig kom Karl við hjá fulltrúum FÍS þegar hann kom til Reykjavíkur. Síðan var Karl boð- aður á fund kjaradeilunefndar og fékk hann þar afhent bréf um að honum væri falið að gera við bilunina í telexstöðinni og efnnig, að hann skyldi taka við af Jónasi Guðmundssyni með að skipta um gataspjöldin i gjaldskráningar- búnaðinum. Karl fór síðan niður i Landssimahús og framkvæmdi viðgerðina kl. 18.07 i viðurvist fulltrúa FlS og fjölda annarra tæknimanna i FÍS, en samtimis voru linurnar frá telexstöðinni til útlanda opnaðar á ný. Fyrir hádegi á föstudag 14. október birtust verkfallsverðir frá BSRB aftur fyrir framan hurðirnar inn i telexstöðina og herbergið með götunarvélunum og höfðu þeir meðferðis bréf frá verkfallsnefnd BSRB dags. 14. október um að þessi verkfallsvarzla væri tekin upp á nýjan leik. Siðan hafa verk- f allsverðir verið stöðugt við þess- ar tvær hurðir og visað Karli Guðmundssyni frá i hvert skipti sem hann hefur komið og sýnt þeim bréfið frá kjaradeilunefnd og þannig er ástandið enn. Af þessari lýsingu sést að ásakanir hafðar eftir Kristjáni Thorlacius í dagblöðunum á hendur póst- og simamálastjóra og öðrum starfsmönnum Póst- og símamálastofnunarinnar út af tel- exmálinu hafa ekki við nein rök að styðjast og að frásögn Kristjáns af þessu máli er þannig, að augljóst er, að hann hefur fengið rangar upplýsingar hjá aðstoðarmönnum sínum. Þess hefur stranglega verið gætt, að virða dóma kjaradeilunefndar og einnig verkfallsréttinn. Þorvarður Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.