Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1977 fKittgitiitMftfeifr' Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson Bjöm Jóhannsson Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. V erkf allsfory sta BSRBog Morgunblaðið Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sendi frá sér yfirlýsingu i gær, þar sem Morgunblaðið er borið þeim sökum að hafa haldið uppi „ sleitulausum áróðri" gegn banda laginu og „rangsnúnum" fréttaflutn- ingi af verkfallsaðgerðum þess. í yfirlýsingu þessari segir. að dæmi þau sem tilgreind eru i forystugrein Morgunblaðsins sl. sunnudag um virðingarleysi BSRB gagnvart úr- skurðum kjaradeilunefndar, sýni, að blaðið hafi „hirt litt um" að afla sér upplýsinga um það, sem gerzt hafi i þessu verkfalli. Þessi yfirlýsing BSRB er birt i heild i Morgunblaðinu i dag ásamt athugasemd frá Morgun blaðinu þar sem segir m.a.: „Morg- unblaðið hefur gagnrýnt framkvæmd verkfallsvarða á verkfallinu og það ekki að ástæðulausu. en sú gagnrýni hittir ekki fyrir félaga BSRB almennt heldur þá hópa. sem aðgerðum hafa stjómað. Það er athyglisvert, að gagnrýni BSRB-manna á Morgun- blaðið fjallar um ímyndaðan áróður og rangsnúinn fréttaflutning, en ekki um skrif blaðsins um kjaramálin sjálf. Það er athyglisvert og segir i raun og veru mikla sögu, að mörgum hefur virzt áhugi forystu BSRB nú snúast meira um framkvæmd verk- falls en kjaramál. Harkan i þessarí framkvæmd hefur fært verkfallsbar- áttu marga áratugi aftur í timann. Það hefur ekki aðeins orðið mörgum utan BSRB ihugunarefni, heldur einnig mörgum félögum BSRB sjálfs. Um það mættu forystumenn samtak- anna hugsa áður en þeir gera næstu atlögu að Morgunblaðinu og kjara- deilunefnd." Í forystugrein Morgunblaðsins sl. sunnudag voru rakin nokkur dæmi um það, að BSRB hefur ekki farið að lögum með þvi að hlýta úrskurði kjaradeilunefndar í sambandi við hliðgæzlu á Keflavikurflugvelli, starfsfrið sjúkrahúsa, Hjúkrunarskól- ann og fleira. Um helgina sendi kjaradeilunefnd rikisstjórninni skýrslu þar sem rakin eru samtals 6 tilfelli. þar sem BSRB hefur haft úrskurði kjaradeilunefndar að engu. Kjaradeilunefnd hefur lögum sam- kvæmt æðsta úrskurðarvald um það, hverjir skuli vinna i verkfalli opin- berra starfsmanna. Byggist það laga- ákvæði m.a. á samningi, sem rikið gerði við BSRB og núverandi for- ystumenn BSRB undirrituðu sjálfir. Bréf kjaradeilunefndar til rikisstjórn- arinnar er birt i heild i Morgunblað- inu i dag og er lesendum blaðsins bent á að kynna sér efni þess og bera saman við röksemdafærslu verkfallsforystu BSRB. Rikisstjórnin kvaddi stjórn BSRB á sinn fund i gær vegna þessa bréfs. Bréf þetta er m.a. undirritað af fulltrúum BSRB i kjara deilunefnd. Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra. gerði Alþingi i gær grein fyrir þessum fundi og sagði þá m.a.: ..... ein veigamesta forsenda þess verkfallsréttar. sem samkomu lag tókst með aðilum um að þessu leyti var, að kjaradeilunefnd hefði fullt og óskorað vald til þess að úrskurða. hverjir ættu að vinna með- an á verkfalli stæði. Tilvera kjara- deilunefndar og úrskurðarvald henn- ar var forsenda þess að lögin um verkfallsrétt Bandalags starfsmanna rikis og bæja voru samþykkt hér á Alþingi og af hálfu rikisstjórnarinnar er litið svo á. að það sé þvi skilyrðis- laus skylda framkvæmdavaldsins að ] sjá um, að ákvarðanir nefndarinnar verði framkvæmdar." | I yfirlýsingu BSRB eru þau rök færð fram til stuðnings afstöðu BSRB til úrskurða kjaradeilunefndar, að nefndin hafi sjálf ekki farið að lögum og ekki ákveðið hvaða ein- stakir menn skyldu vinna i verkfalli og hún hafi ekki skipt vinnuskyldu á milli manna svo sem henni beri lög- um samkvæmt. Kjaradeilunefnd hlýtur að svara þessum ásökunum BSRB fyrir sig en jafnvel þótt þær hefðu við rök að styðjast er fráleitt með öllu, að það réttlæti það fram- ferði BSRB að taka lögin i eigin hendur. Hafi það verið skoðun BSRB i upphafi verkfalls, að kjaradeilu- nefnd hafi ekki rækt hlutverk sitt svo sem henni bæri lögum sam- kvæmt var hin eðlilega málsmeðferð af hálfu BSRB að setja fram kröfu um, að svo yrði gert. BSRB átti auðvelt með að koma slikri kröfu á framfæri m.a. vegna þess. að í kjara- deilunefnd eiga sæti fulltrúar, sem BSRB hefur sjálft tilnefnt. Þá eðli- legu málsmeðferð kaus BSRB ekki, heldur tók verkfallsforystan lögin i eigin heldur. Með þvi hefur hvoru tveggja gerzt i senn. að landsins lög hafa verið brotin og verkfallsforyst- an virt að vettugi samninga er BSRB sjálft gerði. Það er Ijóst skv. þessu, að í röksemdafærslu þeirri sem borin er á borð i yfirlýsingu BSRB stendur ekki steinn yfir steini. Þeirri gagnrýni, sem beint hefur verið að BSRB af þessum sökum hefur formaður þess, Kristján Thorlacius einnig svarað á öðrum vettvangi. Rök hans þar eru þau, að þar sem BSRB eigi i deilu við fram- kvæmdavaldið i landinu hafi það engan rétt til þess að kveða upp dóma um þessi mál heldur geti dómsvaldið eitt kveðið upp úr um það, hvernig túlka skuli lögin. Þessi yfirlýsing formanns BSRB er einkar athyglisverð. Hún sýnir, að það er skoðun BSRB, að um þessar mundir sé rikisstjómin ekki eini handhafi framkvæmdavaldsins i landinu — heldur eigi BSRB þar einnig nokkurn hlut að máli. Rikisstjórnin er hand- hafi framkvæmdavaldsins skv. is- lenzkri stjórnskipan. Þetta fram- kvæmdavald hefur rikisstjórnin feng- ið i hendur frá Alþingi. þar sem sitja 60 þjóðkjörnir fulltrúar. Það er hlut- verk framkvæmdavaldsins að sjá til þess að lögin verði virt. hvort sem þar eiga hlut að máli launþegasam- tök, sem eru i verkfalli eða aðrir. Ef BSRB telur að rikisstjórnin framfylgi ekki lögum með réttum hætti getur BSRB leitað úrskurðar dómstóla um það. Þetta er óumdeilanlegt og þarf ekki að eyða fleiri orðum að þvi. Þeim, sem hefur verið falið að annast framkvæmd þessa fyrsta verkfalls opinberra starfsmanna hafa orðið á mjög alvarleg mistök. Úr þeim verður ekki bætt með sleggju- dómum í garð Morgunblaðsins eða yfirlýsingum um að löglega kjörin rikisstjórn sé ekki handhafi fram- kvæmdavaldsins i landinu. Hlutverk Morgunblaðsins er að flytja lesend- um sinum fréttir. Þá skyldu leitast Morgunblaðið við að rækja með því að flytja lesendum sinum réttar og sannar fréttir af atburðum liðandi stundar en ekki aðeins „góðar" fréttir fyrir verkfallsnefnd BSRB. Forystumönnum BSRB og hinum vel skólaða starfskrafti og höfundi þeirr- ar yfirlýsingar, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni væri meiri sómi að þvi að sjá til þess að virðing fyrir lögum sitji í fyrirrúmi við fram- kvæmd verkfalls BSRB en að veitast að Morgunblaðinu fyrir það eitt að flytja fréttir af þvi sem hent hefur i þessu verkfalli, en kannski er til of mikils mælzt, að fólk sem er önnum kafið i verkfallsframkvæmdum sjái mun á hlutlægum og hlutdrægum fréttum. i merki islenzkrar lögreglu standa einkunnarorðin: Með lögum skal land byggja. Forfeður okkar vissu. að þetta eru orð að sönnu en jafnframt bættu þeir við: en með ólögum eyða. Ýmsum þeim, sem nú ganga hvað harðast fram i verkfallsbaráttu BSRB stendur nær en öðrum að framfylgja i verki þeim boðskap sem er eink unnarorð þeirra manna, sem eiga að gæta laga og réttar á íslandi. St. Jósefsspítalinn Landakoti^j-jára Thorvaidsensfélagið gaf barnadeild Landakotsspítala 2 millj- ónir króna. Frá vinstri: Systir Hildegaard, príorinna, Unnur Ágústsdóttir, form. Thorvaldsensfélagsins, Auður Ragnars- dóttir, deildarhjúkrunark., Þröstur Laxdal, yfirlæknir, Óttar Möller og Höskuldur Ólafsson. Hér eru St. Jósefssystur ásamt frú Halldóru Eldjárn og frú Ernu Finnsdóttur. rádherrum, borgarstjóranum í Reykjavík, St. Jósefssystrum, læknum og nokkrum af elztu starfsmönnum spítalans, svo og fulltrúaráði og fleiri gestum. Höskuldur Ölafsson, formaður framkvæmdastjórnar spítalans, ' flutti í upphafi ávarp og gat um gjafir, sem borizt höfðu og kveðjur. Meðal gjafa má nefna 2 m. kr. gjöf frá Thorvaldsensfélag- inu, sem stjórn félagsins hafði afhent þá um morguninn og skal hún renna til barnadeildar spítalans. Þá gaf Anna Margrét Carlsson 50 þúsund krónur til minningar um Matthías Einars- son, fyrrum yfirlækni á Landa- koti, og skal gjöfin vera notuð til að reisa minnisvarða um Matthías, en gefandinn naut hjálpar og aðstoðar Matthíasar. Starfsmannafélag Landakots- spítala gaf fundarhamar og þakkaði Höskuldur þessar gjafir fyrir hönd stjórnarinnar. Einnig gat hann um kveðjur, sem borizt höfðu, m.a. frá heilbrigðisyfir- völdum, stjórn ríkisspitalanna, Kleppsspítalanum, Hjúkrunar- félagi íslands, læknum á Landa- koti og Læknafélagi tslands, Eimskipafélagi Islands og Lions- hreyfingunni. Að loknu ávarpi Höskulds léku þau Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari og Mark Ridmann dúó eftir Berlioz og síðan töluðu Óttarr Möller, form. fulltrúaráðs og yfirstjórnar spítalans, Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, dr. Bjarni Jónsson yfiræknir og Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri. Gerði Óttarr Möller grein fyrir aðdraganda að stofnun sjálf- eignarstofnunarinnar, sem tók við rekstri sþífalans í febrúar s.l. Matthias Bjarnason flutti kveðjur heilbrigðisyfirvalda og þakkaði systrunum fyrir þeirra störf að spítalamálum, en hann taldi Landakotsspítala hafa sérstöðu meðal íslenzkra spítala. Dr. Bjarni Jónsson rakti sögu spítalans og Birgir Isleifur Gunnarsson þakkaði fyrir fram- lag spítalans til heilbrigðismála í Reykjavík og sagði að borgin hefði fremur verið þiggjandi en veitandi í samskiptum þeirra. Gáfu tvœr milljónir króna til barnadeild- ar Landakotsspítala 1 TILEFNI 75 ára afmælis St. Jósefsspftala í Reykjavík á sunnudag bárust spítalanum margar kveðjur og gjafir. Sérstök hátíðad agskrá var í kapellu spítalans, sem nú hefur verið breytt í fundarsal og var þangað boðið forsetahjónunum, Að loknum þessum ávörpum var gestum boðið að skoða spítalann og þágu síðan veitingar í turni spítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.