Morgunblaðið - 18.10.1977, Page 21

Morgunblaðið - 18.10.1977, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 Sjúkrahús sem tengt er meginþorra þjóðarinnar Ávarp heilbrigdisrádherra Matthíasar Bjarnasonar Herra forseti tslands og frú, forsætisráðherra og frú og aðrir, góðir gestir. Ég vil þakka forráðamönnum Landakotsspítala fyrir að bjóóa mér til þessa afmæiis og fá þann- ig tækifæri til þess að bera fram hamingjuóskir og þakkir fyrir það starf, sem leyst hefur verið af hendi í St. Jósefsspítala að Landa- koti í 75 ár. St. Jósefsspitali að Landakoti er sérstætt fyrirbæri í íslensku heil- brigðisþjónustunni. Systur af reglu heilags Jósefs reisa hér spitalann eftir að hafa dvalist hér í nokkur ár og þessi spítali er um árabil eini spitalinn í Reykjavík sem eitthvað kveður að og stærsti spítali landsins. Fyrstu sjúklingarnir eru taldir hafa komið i spítalann í septem- ber 1902 en sjúkraliúsið var form- lega tekið í not fyrir réttum 75 arum í dag. Ekkert er nú lengur sem minnir á þennan fyrsta spitala hér i Landakotstúni, því að þetta var timburbygging sem endanlega var rifin í árslok 1963. Þær bygg- ingar, sem hér standa nú, voru byggðar í nokkrum áföngum, hin fyrsta á árabilinu 1933—1935 og hin næsta á 10 ára timabilinu frá 1956 til 1965. Byggingarsaga segir lítið um störf sjúkrahúss en það segir meira, að fyrstu 30 ár spitalans var hann eini spitalinn í Reykja- vík og þar fór læknakennsla fram til 1930. Tómlæti um sjúkrahús- mál á þessum árum er okkur lítt skiljanlegt nú og verður tæplega skýrt með öðru móti en þvi að ráðamönnum hafi þótt spítala- reksturinn hér á Landakoti til þeirrar fyrirmyndar, að það væri fullnægjandi fyrir höfuðborgina og þá landsmenn, sem hingað þyrftu að ieita. Allt fram til síðustu áramóta, þá var hjúkrahúsið hér rekið af St. Jósefs systrum en fyrir tæpu ári tókust samningar um kaup ríkisins á spitalanum og gekk sá samningur i gildi hinn 1. janúar á þessu ári en formleg afhending fór fram hinn 3. febrúar i ár og var þá spitalanum sett sérstök stjórn en hann verður sjálfs- eignarstofnun a.m.k. fyrstu 20 ár- in eftir að kaupin voru gerð. Sjúkrahús, sem er orðið 75 ára og er jafnstórt og Landakots- spitalinn í jafnlitlu þjóðfélagi og því íslenska, er á einhvern hátt tengt meginþorra þjóðarinnar. Ég hygg að það sé varla sá maður á íslandi i dag, sem ekki hefur sjálfur komið í þennan spítala eða á ættingja og vin, sem hér hefur verið, eða þekkir til lækninga sem hér hafa farið fram. Svona lítið er íslenska þjóðfélagið og svona stór þáttur hefur þessi spítali verið i þvi undanfarna áratugi. Það var i og með af þessum ástæðum, sem stjórnvöldum þótti rétt og skylt að halda Landakots- spitála sem sérstakri og sjálf- stæðri stofnun, þó að rikið eignað- ist spítalann og ég vona áð þar hafi verið rétt leið valin. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka fyrir hönd islensku heilbirgðisstjórnarinnar og ríkis- stjórnarinnar í heild allt það atarf, sem hér hefur verið unnið að heilbirgðismálum, ég vil þakka fyrri eigendum St. Jósefssystrun- um allt það starf, sem þær hafa innt af höndum fyrir íslensku þjóðina og ég þakka öllu því starfsliði sem hér hefur unnið og hér vinnur fyrir þeirra skerf. Nú er þessi spítali á tímamót- um, ég vona að hinum nýju stjórn- endum auðnist að halda í heiðri Einn af hornsteinum í meðferð sjúkra og slasaðra Ávarp Birgis ísleifs Gunnarssonar borgarstjóra Ég vil ekki láta hjá líða á þess- | ari 75 ára afmælishátið Landa- kotsspítala að flytja spitalanum, stjórnendum hans og starfsliði beztu árnaðaróskir Reykjavikur- horgar. Það er erfitt að meta, hvaða þáttur i.sögu og starfi Landakots- spítala á 75 ára starfsferli hefur haft mest áhrif á heilbrigðisþjón- ustu í Reykjavik. Einn mjög mik- ilvægan þátt-má þó nefna, en það er að Landakotsspitali var um 28 ára skeið eina almenna sjúkra- húsið i Reykjavik, eða frá árunum 1902 til 1930. Að vísu höfðu áður starfað hér í bæ stofnanir, sem báru sjúkrahúsnafn. Má þar nefna, að fyrsta sjúkrahúsið var stofnað árið 1866. Það var'til húsa i svonefndu klúbbhúsi við enda Aðalstrætis. Á efri hæð hússins var sjúkrahús, en á neðri hæð hússins var danshús, og þótti þar æði sukksamt stundum og má geta nærri, hvilikur friður hefur verið fyrir sjúklingana, sem á efri hæðinni lágu. Til að drýgjatekjur þessa sjúkrahúss var baðaðstaðan opnuð almenningi á laugardög- um, þar sem fólk gat fengið að I baða sig gegn nokkru gjaldi, en aðsókn var lítil eftir því sem segir i samtimaheimildum. Þetta sjúkrahús gat ekki starfað til langframa við þessar aðstæður og I því var reist sjúkrahús í Þing- holtsstærti, en aðstaðan þar þótti léleg. Þó var það hús almennt sjúkrahús, þar til Landakotsspit- ali var stofnaður, en var svo tekið til annarra nota og var lengst af þekkt hér í Reykjavík undir naf- inu Farsóttarhúsið. Landakots- spítali var síðan, sem fyrr segir, eina almenna sjúkrahúsið í , Reykjavík, þar til Landspitalinn var stofnsettur 1930. Landakotsspítali hefur frá stofnun sinni verið einn af horn- steinum í meðferð sjúkra og slas-1 aðra í Reykjavik, og spitalinn er nú einn af þremur megin spítöl- um i borginni. Á hinum langa starfstíma Landakotsspitala hef- ur margvísleg samvinna verið milli borgaryfirvalda og spital-1 ans. T.d. má nefna, að Landakots-1 spitali hefur um langt árabil tekið | gæzluvaktir á móti öðrum spitöl- um í borginni óg Landakotsspitali og Borgarspítali hafa haft sam- vinnu um verkaskipti á sviði sér- fræðigreina innan læknisfræð- innar. I samstarfi borgaryfirvalda og Landakotsspítala hefur borgin frekar verið þiggjandi en veit- andi. Þess má geta, að á þessu aldarfjórðungstimabili hefur sjúkrahúsið aðeins fengið styrk úr borgarsjóði í 16 ár, þ.e. frá 1955 til 1970. Borgarbúar standa í mikilli þakkarskuld við þá, sem starfað hafa .við Landakotsspítala. Sér- staklega ber að nefna St. Jósefs- systur í þessu sambandi.Þær hafa rekið spitalann með mikilli hag- sýni, en óbilandi elju og fórnfýsi. Oft hafa miklir erfiðleikar steöjað að, en þær hafa ávallt komizt yfir erfiðustu hjallana með þraut- seigju og dugnaði. Nú hefur Landakotsspítali skipt um eigendur og nýir rekstr- araðilar tekið við stjórnartaumn- um. Hjá þeim ríkir stórhugur. Þeir hafa áhuga á aé stækka spitalann til að bæta þar starfsað- stöðuna. Ég vonast til, að góð sam- vinna takist milli borgaryfirvalda og hinna nýju stjórnenda spítal- ans um aðgerðir til að gera þá stækkun mögulega, sem þeir hafa í huga. Ég ítreka þakkir minar til stjórnenda og starfsliðs Landa- Stefnt er að því að byggj a við spítalann — sagði Óttarr Möller, form. fulltrúaráðs Herra forseti Islands, virðulega forsetafrú, hæstvirtu ráðherrar og borgarstjóri, góðir samkomu- gestir. Á vigðum stað í kapellu St. Jósefs systra, komum við sam- an i dag til þess að minnast 75 ára afmælis Landakotsspítalans. Þetta eru einnig merk tímamót í sögu heilbrigðismála á íslandi. — Landakotsspítalinn hóf starfsemi árið 1902 og er hann þvi elsti spítali i Reykjavik, sem nú er starfandi. Ég mun í fáum orðum segja frá aðdraganda og stofnun sjálfseignarstofnunar St. Jósefs- spitala, Landakoti. Dr. Bjarni Jónsson yfirlæknir mun hins veg- ar rekja sögu spítalans. Hann hef- ur verið starfandi læknir við spít- alann í 41 ár og af þeim tima yfirlæknir í 18 ár. Flyt ég honum við þetta tækifæri alúðarþakkir fyrir langt og giftudrjúgt starf. 1 júnimánuði árið 1975 voru 10 einstaklingar kvaddir til fundar með yfirstjórn St. Jósefs reglunn- ar og stjórn læknaráðs Landskots- spítalans til viðræðna um framtíð spítalans. Var þá vitað að St. Jósefs systur myndu leggja rekst- ur spítalans niður. A fundinum kom fram eindreginn vilji allra viðstaddra fyrir því að rekstri spitalans yrði haldið áfram með sama fyrirkomulagi og verið hafði. Ennfremur að spítalinn yrði rekinn sem sjálfseignarstofn- un eins og tiðkast hjá fremstu spitölum Bandaríkjanna. Fullyrt má að farsæl málalok hafi fundist. Ber að þakka það heilbrigðisráðherra, Matthiasi Bjarnasyni, rikisstjórn og öðrum sem hlut áttu að máli. Samið var um að ríkissjóður Islands keypti fasteignir og lausa- fjármuni og um áramótin 1976—1977 var stofnuð . sjálfs- eignarstofnun St. Jósefsspitala, Landakoti. — Með stjórn stofnun- arinnar fer fulltrúaráð skipað 21 fulltrúa. Kýs það úr sinum hópi 7 manna yfirstjórn. Þá er fram- kvæmdastjórn skipuð einum full- trúa frá starfsmönnum Landa- kotsspítala, einum fulltrúa frá Reykjavikurborg og þremur full- trúum skipuðum af heilbrigðis- ráðherra samkvæmt tilnefningu fulltrúaráðsins. Formaður fram- kvæmdastjórnar er HöskuldurÓl- afsson, bankastjóri. Við Landakotsspítala starfar læknaráð. 1 reglugerð þess segir meðal annars: „Það er hlutverk læknaráðs að vera stjórnaraðili spítalans um allt það er að lækn- ingum í spítalanum lýtur, og vera eigendum hans til ráðuneytis um hvað eina í rekstri spítalans, sem ætla má að heldur sé á færi lækna en annarra 1 þriðju grein starfsreglna seg- ir: „Stofnunin skal reka St. Jósefsspitala I því formi, sem hann nú er i, sérstaklega hvað snertir læknaþjönustu. Stjórn Óttar Möller formaður fulitrúa- ráðs og yfirstjórnar Landakots- spftala flytur ávarp sitt. Myndirn- ar tók Rax. stofnunarinnar skal sjá um að spitalinn sé rekinn i samráði við kröfur heilbrigðisyfirvalda til slíks reksturs." Fulltrúaráð og stjórn sjálfseign- arstofnunar St. Jósefsspitala, mun kappkosta að bæta tækja- kost, aðstöðu lækna og hjúkrunar- liðs. Stefnt verður að þvi aö byggja við spitalann. 21 Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra þakkaði St. Jósefssystr- um starf þeirra fyrir íslenzku þjöðina. þeim venjum, sem hér hafa skap- ast, en jafnframt að horfa til framtiðarinnar með bjartsýni og trú á sérstakt hlutverk þessa sjúkrahúss fyrir islenska heil- birgðisþjónustu. Birgir Isleifur Gunnarsson borg- arstjóri færði stjórnendum og starfsliði Landakots árnaðarósk- kotsspitala. Eg flyt spítalnum beztu árnaðaróskir Borgarstjórn- ar Reykjavíkur og reyndar borg- arbúa allra, sem hugsa til spítal- ans með hlýhug á þessum tíma- mótum. Samstarf systranna, lækna og hjúkrunarliðs hefur verið til fyrirmyndar. Færustu læknar starfa við spitalann ásamt sér- þjálfuðu hjúkrunarliði og eigi verður hallað á aðra þó sagt sé að það Grettistak, sem lyft hefur ver- ið og sá miklu árangur, sem náðst hefur, sé fyrst og fremst að þakka fórnfúsu starfi systranna. Þann 24. júli 1896 komu til fs- lands fjórar St. Jösefssystur og hófu hið mikla starf. Höfðu þær í veganesti þrá til að veita trúar- styrk, likna þjáöum og hjálpa bág- stöddum. Starfsaðstaða var ei önnur en skúrabyggingar og tækjabúnaður svo til enginn. Ár- angurinn af starfi þeirra og ann- arra systra, er síðar komu er undursamlegur svo sem sjá má hér i dag. í dagbók systur 17. mars 1897 eru skráð þessi orð, lauslega þýdd úr dönsku: „Þegar veitt var hjálp, var oftast sagt, „Guð blessi þig“. Dag einn kom fátækur gamall ntaður og bað urn eitthvað að borða. Veslings maðurinn skalf af kulda og vissi ekki hvernig hann ga#ti þakkað fyrir sig. Skömmu eftir að hann hvarf á brott, sáum við hann ganga tvisvar sinnum í kringum litla húsið okkar. Hann staðnæmdist við hvern glugga. gerði krossmark með skjálfandi hendi og sagði upphátt: „Guð blessi þær", og viö síóasta glugg- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.