Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1977 80 ARA er f dag, 18. október, Sveinbjörg Bjarnadóttir Barón- stfg 31 í Reykjavfk. Sveinbjörg dvelur I dag á heimili dóttur sinn- ar að Iðufelli 8 í Reykjavfk. — Tekinn fyrir nauðgun Framhald af bls. 40 tímabilinu. Það var á níunda timanum á laugardagskvöldið að piltinum tókst að lokka 12 ára gamla stúlku upp í bifreið sína í ná- grannabyggðalagi Keflavíkur. Fór hann með stúlkuna á afvik- inn stað og kom fram vilja sín- um. Sleppti hann henni síðan. Atburðurinn var strax kærð- ur til Iógreglunnar. Gat stúlkan gefið nákvæma Iýsingu á piltin- um og einnig bifreiðinni, sem hann var á. Pilturinn var hand- tekinn á heimili sínu um eitt- leytið aðfararnótt sunnudags- ins. Viðurkenndi hann brot sitt eí'tir stuttar yfirheyrslur. í lok ágústmánaðar framdi pilturinn afbrot af sama tagi. í það skipti var 13 ára stúlka í Keflavik fórnarlamb nauðgar- ans. Vegna þess máls var rang- ur maður handtekinn og sat hann i gæzluvarðhaldi í fimm daga unz lögreglunni tókst að hafa hendur í hári fyrrnefnds pilts, sem játaði strax brot sitt. Þegar hann hafði játað var hon- um sleppt. — Ógnun hryðjuverka Framhald af bls. 1 "" um gíslanna. Sama yfirlýsing kom frá Spánarstjórn, Jórdaníustjórn og stjórnum Tyrklands og Bandaríkjanna. Samtök atvinnuflugmanna í heiminum sendu í kvöld frá sér yfirlýsingu, þar sem morðið á v-þýzka flugstjóranum var for- dæmt, en sögðu að þótt það væri auðvelt að varpa sókinni á morðingjann, sem hleypti af skotinu væru ríkisstjórnir landa heims hinir eiginlegu sökudólgar, því að þær hefðu látið undir hófuð leggjast að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir flugrán. Var skorað á þjóðir heims að halda ráðstefnu og samhæfa þar aðgerðir til að hindra flugrán í framtíðinni. Var sagt að ef ríkisstjórnir þjóða heims gerðu þær öryggis- ráðstafanir, sem flugmenn þeirra gerðu kröfu til, væri hægt að koma í veg fyrir 99% allra flugrána. Fjölmiðlar í ýmsum löndum fordæmdu flugránið og ránið á Hanns Martin Schleyer og lýstu stuðningi við ákvörðun v-þýzku stjórnarinnar um að láta ekki undan kröfum ræningjanna. Flest helztu dagblöð V—Þýska- lands sögðu að Schmidt og rikisstjórn hans hefðu haldið skynsamlega á málum. Hið óháða Westdeutsche All- gemeine Zeitung sagði að ákvörðun v-þýzku stjórnar- innar um að sleppa ekki hryðju- verkamönnunum úr haldi hefði verið rétt, jafnvel meirihluti þjóðarinnar hefði verið henni andvígur. Belgíska blaðið La Derniere Heure sagði að hinn vestræni, siðmenntaði heimur væri í húfi, hér væri um að ræða stríð, sem aðeins yrði hægt að binda enda á, ef annar aðilinn gæfist upp. Le Quotidien de Paris sagði: „Við erum öll gislar, ógn- un hryðjuverkanna er alheims- fyrirbæri og enginn skyldi láta sér koma til hugar að V—Þjóð- verjar eigi einir í þessu máli." Vinstri blaðið Al Hamishmar f Tel-Aviv sagði: „Heimurinn borgar nú dýru verði að menn skyldu láta hryðjuverk sem vind um eyru þjóta fyrir nokkr- um árum." 1 Argentínu sagði Buenos Aires Herald, að hryðjuverka- mennirnir stefndu að þvi að grafa undan frelsi einstaklings- ins og Ziirichblaðið Tages- anzeiger sagði, að flug- ræningjarnir hefðu breytt Lufthansaþotunni í útrýmingarbúðir. Stærsta blað Kenya krafðist þess, að stjórnir þjóða heims tæku saman hönd- um um aðgerðir til að koma í veg fyrir flugrán. — Matthías og Kristján Framhald af bls. 40 ræður við samninganefnd BSRB og tókum upp þráðinn, þar sem frá var horfið. Viðræð- urnar nú gefa ekki tilefni til neinna yfirlýsinga um málið á þessu stigi, en ég vonast til þess, að menn dragi nokkurn lærdóm af því, sem gerst hefur. Raunsætt mat og dómgreind verða að sitja í fyrirrúmi, ef vel á að fara." Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, sagði eftir fund- inn i gærkveldi að menn væru að þreifa fyrir sér um önnur atriði en launastigann. Hann kvaðst hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn á framvindu mála, en kvaðst þó vilja vera bjart- sýnn. Hins vegar kvaðst hann ekki þora að segja neitt um málið á þessu stigi. Engin efnis- atriði"" hefðu verið til umræðu, heldur aöeins rædd vinnu- brögð. — Samkomulag í Keflavík Framhald af bls. 40 Reykjanessamninginn með viss- um breytingum þó. Launataflan og áfangahækkanir eru hin sömu og í Reykjavíkursamningunum. Uppsagnarákvæði Reykjanes- samningsins var breytt í það horf, sem Reykvíkingar sættust á og nú eru 2 laugardagar i orlofi, en í þess stað var framlag aukið í or- lofsheimilissjóð. Þá var samið um að 1.600 gæzluvistarstundir gæfu 12 frídaga fyrir starfsfólk sjúkra- hússins. Gengið var frá samningum á Akureyri rétt um miðnættið i nótt. Helgi Bergs bæjarstjóri kvað samkomulagið myndu verða lagt fyrir félagsfund klukkan 16 I dag. Hann kvað stjórn og samninga- nefnd starfsmannafélagsins hafa borið samkomulagið undir trún- aðarmannaráð félagsins og hefðu allir trúnaðarmenn félagsins ákveðið að mæla með samkomu- laginu. Hann kvað trúnaðar- mannaráðið telja samkomulagið spor i rétta átt frá þvi samkomu- lagi, sem áður hafði verið fellt, en efnisatriði væru að mörgu leyti svipuð og í Reykjavíkursamkomu- laginu, þó væru þar atriði um- fram samningana í Reykjavik og öfugt. I Kópavogi slitnaði algjörlega upp úr samningaviðræðum. Náðst hafði samkomulag um flest ef ekki öll samningsatriði, nema eitt, endurskoðunarákvæði samnings- ins ef breytt væri vísitöluákvæð- um hans. Þar krafðist starfs- mannafélagið þess að verkfalls- réttur fylgdi endurskoðunar- ákvæðinu, en Richard Björgvins- son, forseti bæjarstjórnar, kvað bæjarstjórnina ekki hafa getað gengið að slíku, nema lagabreyt- ing hefði komið til. Lét bæjar- stjórnin bóka að hún myndi ekki hafa frumkvæði að nýjum samn- ingaviðræðum. Á félagsfundi starfsmannafélagsins höfðu félagsmenn sett það skilyrði fyrir samningum að verkfallsréttur fylgdi endurskoðunarákvæði samningsins með 97 atkvæðum gegn 16. Samninganefnd Kópa- vogskaupstaðar, sem viðræður áttu við starfsmannafélagið varð sammála um að slíta viðræðum, en I nefndinni eiga sæti: Richard Bjórgvinsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, Magnús Bjarn- freðsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins og Björn Ölafs- son, bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins. A ísafirði stóðu samningavið- ræður yfir á miðnætti og var búizt við því að haldið yrði áfram fram á nótt. Samningamenn vörðust allra frétta í gærkveldi. Þá stóð samningafundur í Hafnarfirði fram yfir miðnætti og var búizt við þvi að menn næðu saman, en svo varð þó ekki. Benda líkur til þess að gerð verði útslitatilraun til samningsgerðar í kvóld, en þó var það ekki full- ákveðið í gærkveldi. — Skiptum okk- ur ekki af... Framhald af bls. 2 að breyta vinnuskyldu frá því sem verið hefur og vaktaskipu- lagi. Hins vegar hefur t.d. verið samþykkt vaktaskipulag hjá toll- gæzlunni.'Sama er um spítalana, að þar er það vaktafyrirkomulag, sem gilt hefur. Ég held aó lítil skynsemi sé í því fyrir kjaradeilu- nefnd að fara að bianda sér í vaktaskipulag, ef um það er samkomulag á vinnustöðunum. Ef hins vegar væri ágreiningur, myndum við skoða það mál." — BSRB ber að fara að lögum Framhald af bls. 40 nefnd úrskurðaði að húkrunar- nemar gætu unnið. Hinn 13. októ- ber loka síðan verkfallsverðir Hjúkrunarskóla islands og var vinnuskylda hjúkrunarnema þar með úr sögunni. Þá segir ennfremur um það deiluatriði, sem komið hefur upp vegna úrskurða Kjaradeilunefnd- ar um starfsrækslu fjarritastöðv- ar Pósts og sima. í greinargerð Kjaradeilunefndar segir um það atriði m.a.: ,,i framhaldi af þess- um aðgerðum verkfallsvarða BSRB, dags. 14. október s.I., sbr. fylgiskjal nr. 8, þar sem nefndin er beðin að endurskoða þessa ákvörðun sina. I bréfi verkfalls- nefndar kemur fram, að hún hyggst taka lögskipað vald kjara- deilunefndar í sínar hendur sbr. niðurlag bréfsins: „Hins vegar vill Verkfallsnefnd BSRB taka fram, að hún mun taka rókstudd- ar óskir um nauðsynlegar viðgerð- ir á telexbúnaði stjórnvalda, ríkis- stofnana og erlendra sendiráða hér á landi til vinsamlegrar athugunar eftir því sem efni standa til hverju sinni."" > * » — Kennsla í Háskólanum Framhald af bls. 40 um aðgerðir í mennta- og fram- haldsskólum segir m.a.:" „Sem kunngt er auglýsti menntamálaráðuneytið að kennsla myndi hefjast samkvæmt stundaskrá í morgun í mennta- og fjölbrautarskólum í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Kefla- vík og í Kennaraháskóla islands. Með þessu var reynt að stuðla að verkfallsbroti þar sem dyra- og/eða húsverðir skólanna eru félagar í BSRB. Verkfallsverðir, BSRB fóru í þessa skóla í morgun. Þeir ræddu fyrst við rektora skól- anna og óskuðu eftir að skólarnir yrðu ekki opnaðir. Jafnframt ósk- uðu þeir eftir að fá að skýra sjónarmið sín fyrir nemendum og kennurum. Var það leyfi veitt. Verkfallsverðir beindu þeim til- mælum til nemenda og kennara að skólum yrði lokað og nemendur og kennarar færu heim. Einnig tilkynntu þeir að þeir myndu ekki beita valdi til að koma í veg fyrir kennslu." i samtölum við skólastjóra skólanna á bls. 24 í blaðinu í dag kemur fram, að þar sem nemendur komust ekki inn i skól- ana hafi það verið vegna þess að verkfallsverðir meinuðu þeim að- gang. Í Menntaskólann í Reykjavik kvað Guðni rektor hafa komið um 50 verkfallsverði sem hefðu leyst upp kennsluna í skólanum og m.a. lofað nemendunum minna náms- efni vegna verkfallsins þótt slikt kæmi að sjálfsögðu ekki til greina. Ingólfur Þorkelsson, skóla- meistari Menntaskólans í Kópa- vogi, kvaðst hafa tilkynnt verk- fallsvörðum að ekki yrði beitt valdi gegn þeim til þess að hefja kennslu. Sagði Ingólfur að ef ekki yrði samið bráðlega væri nauðsynlegt að knýja fram und- anþágu til þess að hefja kennslu eða fara lögbannsleiðina. i Menntaskólanum í Hamrahlíð fengu nemendur ekki að fara inn i skóla sinn, en nemendur hurfu á braut, þegar kennarar skólans töl- uðu til nemenda af svölum skólans og lýstu yfir samstöðu sinni með félögum í BSRB. Menntamálaráðherra, Vilhjálm- ur Hjálmarsson, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að þótt hvergi hefði orðið alvarleg átök við skólana í gær, þá hefði hvergi verið vinnufriður, en hins vegar yrði reynt áfram að halda uppi kennslu. Skólastjórunum bar saman um, að það væri ekki verkfallsbrot að þeirra mati þótt þeir opnuðu þá skóla sem þeir veittu forstöðu og allir lýstu þeir þvf yfir, að þessar aðgerðir á vettvangi skólastarfs- ins gætu orðið ákaflega dýrkeypt- ar fyrir stóran hluta nemenda. Sumir skólastjóranna kváðust ætla að reyna að halda áfram uppi kennslu, en aðrir ekki að óbreyttu. Sjá nánar viðtöl á bls. 24. bæjum, þá er þetta vandamál þar ekki fyrir hendi, þar sem allar launagreiðslur til Sóknarfélaga eru mánaðarlegar. — Ekki hlutverk ríkisstjórnar Framhald af bls. 2 — Undirbúningur Kjaradeilu- nefndar fyrir sitt starf hefur verið slakur. Hana átti að skipa fyrir síðustu áramót, en var þó ekki fullskipuð fyrr en á vordög- um. Fyrsti fundur nefndarinnar var síðan haldinn í byrjun júní, en næsti fundur ekki fyrr en í september. Hjá Kjaradeilunefnd hefur allt verið á síðustu stundu. — Það þekkist t.d. hvergi að dómar séu tijkynntir i gegnum síma, en það hefur Kjaradeilu- nefnd látið gera, því úrskurðir hennar eru i rauninni ekki annað en dómar, þar sem verið er að dæma verkfallsrétt af fólki. 1 lög- unum segir að Kjaradeilunefnd skuli tilkynna einstaklingum ef þeir eiga að vinna í verkfalli. Þetta hefur ekki verið gert, heldur útbúnir ónákvæmir listar á heilu hópana og yfirmónnum falið að tilkynna hverjir eiga að starfa. — Samtökin hafa itrekað verið að bjarga Kjaradeilunefnd, sagði Kristján Thorlacius. — Fá ekki laun sín Framhaíd af bls. 40 á félagssvæði Dagsbrúnar með um 500 verkamenn. Hefði strax á sunnudagskvöld, þegar fyrir lá að samningar hefðu verið samþykkt- ir, verið byrjað á þvi að vinna i launum þessara manna og væri unnið dag og nótt þar til þau væru frágengin. Guðmundur sagði ennfremur, að aftur á móti væri enn allt óljóst með launagreiðslur til þeirra manna sem störfuðu hjá ríkis- fyrirtækjunum og stofnunum, svo sem Vegagerðinni, Vita- og hafnarmálaskrifstofunni, Orku- stofnun og Rafmagnsveitum ríkis- ins. Flestir þessara manna hefðu ekki hærri laun en svo að þau rétt dygðu frá einni viku til annarrar, og hjá mörgum verkamanninum væri því tekið að kreppa töluvert að. Hann kvaðst þó vongóður um að viðhlítandi lausn fyndist á ,þessu vandamáli og kvaðst telja líklegast að sú leið yrði farin að óllum þeim verkamönnum og iðnaðarmönnum, sem í hlut ættu, yrði greidd föst upphæð og yrði hún hin sama hjá öllum. Samkvæmt upplýsingum hjá Starfsstúlknafélaginu Sókn, en innan vébanda þess er stór hópur kvenna sem starfar hjá ríki og — Hvergi vinnufriður Framhald af bls. 24 „Nemendurnir sóttu ekkert á" „Oll kennsla i skólanum féll nið ur i dag, en viS munum mæta á morgun og reyna aS taka upp eSlilegt starf," sagSi Björn Bjarna- son skólameistari IMT i samtali viS Mbl. i bær „Kennararnir mættu til vinnu og krakkarnir einnig og ég opnaSi skólann en verkfalls- verSimir skelltu I lás aftur og tóku sér stöSu viS dyrnar, um 10 tals- ins. Það kom greinilega fram, aS peir ætluSu aS loka skólanum og nemendur sóttu ekkert á, þvi þeim var Ijóst hvert éstandiS var þegar verkfallsverSirnir tóku sér stöSu viS dymar." „Vil ekki stofna til áfloga nemenda og verkfallsvarða" Ekkert varS úr fyrirhugaSri kennslu i Menntaskólanum viS HamrahliS i gær þótt mennta- málaráSherra hefSi auglýst aS svo yrSi. Fjölmargir nemendur sinntu auglýsingum ráSherra og mættu til skóla. en engum nema kennur- um var hleypt inn þar sem nokkrir verkfallsvarSa funduSu meS rektor um réttmæti opnunar skól ans. Héldu verkfallsverSir vörS viS inngang skólans á meSan rektor fundaSi meS fulltrúum þeirra. Þegar um 15 minútur voru liSn- ar frá þvi er fyrsta kennslustund átti aS hefjast samkvæmt stunda- skrá kom rektor, GuSmundur Arn- laugsson, út á svalir skólahússins og tilkynnti nemendum, aS ekki væri Ijóst hvort kennt yrSi, en máliS væri i athugun. Rúmum hálftíma siSar eSa upp úr kl. 9, komu fjölmargir kennarar út á svalirnar. HöfSu þeir haldið meS sér fuhd og samiS ályktun sem einn kennarinn, Eygló Eyjólfsdótt- ir. las yfir nemendum. Var hún á þá leiS aS kennarar MH lýstu sam- stöSu sinni meS félögum i BSRB i kjarabaráttu þeirra. Nokkrir viS- staddir nemendur létu þá þau orS falla. aS þessi yfirlýsing kennar- anna yrSi til þess aS engin kennsla yrSi, hvaS svo sem kæmi út úr athugun rektors og héldu flestir þegar á brott. Nokkrum minútum eftir yfirlýsingu kennaranna birtist GuSmundur Arnlaugsson á svöl- unum og sagSi aS fella yrSi niSur kennslu þennan daginn. en reynt yrSi aS kenna 6 morgun. þ.e. i dag. ViS svo búiS héldu allir sem eftir voru é brott. í spjalli viS Mbl. i gærkvöldi sagSist GuSmundur Amlaugsson telja, aS ekki yrSi um neina kennslu í skóla sínum i dag. SagSi hann verkfallsnefnd BSRB hafa sent bréf þar sem tilkynnt væri aS verkfallsverSir mundu varna nem- endum inngóngu i skólann og væri þaS ekki vilji sinn aS stofna til áfloga meS þvi aS segja nem- endum aS reyna inngöngu meSan hópur verkfallsvarSa stæSi fyrir dyrum. ASspurSur sagSist GuSmundur ekki álita þaS verkfallsbrot. aS hann opnaSi skóladyrnar sjálfur. — 8 skip á Ytri-höfninni Framhald af bls. 19 skipi að bryggju eða öðru hafnar- mannvirki fyrr en að fengnu leyfi tollgæzlunnar. sem einnig getur ákveðið i samráði við hafnaryfirvöld. hvar i höfn skipið skuli leggjast." Niðurlagsorð bréfs BSRB eru þessi: ..Tollafgreiðsla ofangreindra skipa hefur ekki farið fram að öðru leyti en því, að áhöfn og farþegar hafa verið tollafgreidd. en engin tollafgreiðsla farið fram á skipunum eða farmi þeirra. Bandalagið vill vekja athygli tolla- deildar fjármálaráðuneytis á því alvarlega lögbroti. sem þarna yrði framið, ef skipin leggjast að brvggju Samkvæmt 71 gr fyrr- greindra laga varða brot á þeim sektum, varðhaldi eða fangelsi. Við bendum á, að það er á ábyrgð tollyfirvalda, ef skipin leggjast að bryggju."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.