Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÖBER 1977 23 Lögreglan í eltingarleik við ökufanta LÖGREGLAN háði á sunnudags- kvöld eltingarleik við tvo öku- fanta cg náði þeim áður en þeir höfðu unnið sér og öðrum tjón. Fyrst urðu lögreglumenn varir við númeralausan bíl á ferð i Vogahverfi. Veittu þeir bilnum eftirför en þá ..kitlaði bílstjórinn pinnann rösklega", eins og sagt er á nútímamáli. Jókst ferðin um allan helming og barst leikurinn vitt um bæinn og síðan upp á Suðurlandsveg, þar sem tókst að stöðva bilinn. Þrennt var i bíln- um, allt ungt fólk. Siðar um kvöldið sást til ferða bíls í miðbænum, sem þótti æði grunsamlegur. Lögreglumenn veittu bílnum eftirför en þá jók ökufanturinn ferðina. Barst leikurinn upp í Artúnsbrekku og niður í bæinn aftur. A Miklatorgi ók ökufanturinn á gangstéttar- brún og skemmdi bílinn það mik- ið, að hann gat ekki haldið áfram ferð sinni. Ökumaðurinn reyndist vera 19 ára piltur, ölvaður, réttindalaus og á stolnum bíl. Rjúpnaveiðin hafin nyrðra Húsavík 17. uktAher HIÐ ákjósanlegasta veður var í gær og fyrradag til að ganga til rjúpna og fóru mjög margir Hús- víkingar út i þeim erindagjörðum en eftirtekjan varð mjög misjöfn. Magnús Andrésson var fengsæl- astur í gær og veiddi þá 83 rjúpur en það algengasta var 10 til 15 stykki á skyttu og margir voru með minna. Almennt telja menn að útlit sé hér fyrir frekar lélegt rjúpnaár. — fréttaritari t.d. í Rauðarárvík eða við Skúlagötu. Sagði Óttarr að búið væri að innsigla lestar allra skipanna, og i fljótu bragði væri því ekki hægt að sjá að það skipti miklu við lausn deilunnar hvort skipin lægju á Ytri-höfninni eða við bryggju, þar eð þau yrðu hvort eð er ekki losuð fyrr en tollverðir opnuðu innsiglin. I bréfinu til verkfallsnefndar BSRB var tekið fram, að lega skipanna á Ytri-höfninni ylli sjómönnunum á skipunum miklum óþægindum, og gætu þeir ekki dvalið heima hjá sínum fjölskyldum. Þetta væri enn' verra, þar sem farmenn væru langtímum saman fjarri fjölskyldum sinum. Stórhætta af að láta mörg skip liggja á Ytri-höfninni -segir Ottarr Möller forstjóri EI EFTIR aó verkfalli Starfsmannafélags Reykjavfkurborgar lauk 1 fyrrakvöld fóru tvö kaupskip þegar inn á vesturhöfnina í Reykja- vík og voru það Brúarfoss og Skaftafell. Astæðan fyrir því að skipin fóru inn á höfnina var sú, að skipin voru búin að vara á ströndinni og höfðu verið tollafgreidd þar. Eftir sem áður lágu níu skip á Ytri-höfninni og er reiknað með að þeim fjölgi enn í dag og á morgun. Eimskipafélag Islands hefur þegar farið þess á leit við verkfallsnefnd BSRB að skipunum verði hlevpt að bryggju, þar sem mikil hætta sé á að stórslys geti orðið á Ytri-höfninni ef veður versnar. Þegar Morgunblaðið spurði Óttarr Möller hvort Eimskipa- félagið ætti von á að reynt yrði að sigla skipunum upp að bryggju sagði hann, að það væri mál skipstjóra skipanna. Eim- skipafélagið skipti sér aldrei af skipstjórninni, og skipstjórarn- ir væru ábyrgir fyrir öryggi skips og skipshafna og væri kunnugt um þær reglur sem í gildi væru. Óttarr Möller forstjóri Eim- skipafélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þeg- ar fjarrita-tækjunum hefði ver- ið lokað í síðustu viku, hefði Eimskipafélagið þegar skrifað verkfallsnefndinni bréf og sent afrit til kjaradeilunefndar, þar sem bent var á, að skip félags- ins væru stödd víðs vegar um heim, og ef eitthvað gerðist, t.d. strand, ásigling eða manna- meiðsli, þá væri komið til kasta Eimskipafélagsins, en það væri sambandslaust. „Við fengum að vísu ekki svar,“ sagði Öttarr, „en eins og kunnugt er var opnað fyrír fjar- ritaþjónustu.“ Þá sagði hann, að 13. október s.l. hefði Eimskipafélagið ritað annað bréf til verkfallsnefndar- innar, þar sem bent var á þá miklu hættu, sem stafaði af þvi að mörg skip lægju samtimis fyrir festum á Ytri-höfninni. Botnfesta væri þarna mjög léleg og þyrfti því ekki mikið til að skipin annaðhvort rækjust saman eða að þau ræki á land Þá sagði Óttarr að náðst hefði samband við Bæjarfoss sem væri væntanlegur til landsins i dag með tunnufarm frá Noregi. Hefði skipstjórinn beðið um fyrirmæli, en skipið væri á leið til Hafnar í Hornafirði. Var skipstjóranum tilkynnt að ekki væri leyft að leggjast að bryggju á Höfn og lagt til að skipinu yrði iagt fyrir akkeri á einhverjum Austfjarðanna. Til- kynnti skipstjóri þá að akkeris- vinda skipsins væri biluð, og ef Framhald á bls. 27 Spánn: Verkamannasamband sósíalista felldi efna- hagssamkomulagið Madrid 17. október. Reuter. 90 PÓLITÍSKIR fangar af 120, sem enn eru i haldi í fangelsum á Spáni, verða látnir lausir í kvöld og á morgun, eftir að lög um náðum þeim til handa gengu í gildi á miðnætti. Er þar með rutt úr vegi verulegu ágreiningsefni stjórnar Suarez forsætisráðherra og stjórnarandstöðunnar. Hins vegar varð stjórnin f.vrir áfalli, er UGT, Verkamannasamhand sósíalista, hafnaði efnahags- áætluninni, sem samkomulag hafði orðið um milli stjórnar og st jórnarandstöðu. IHun þetta gera stjórninni mjög erfitt fyrir um að hrinda áætluninni í framkvæmd. Afstaða UGT kom nokkuð Sonur söngvarans, Harry Crosby, fylgdi kistunni heim og hélt á golfkylfunum sem hann notaði rétt áður en hann dó. Hann og kona söngvarans, Kathy Crosby, segja að Bing hafi viljað látlausa útför, en frú Crosby, viðurkennir að útförin verði óvart, þvi að á sunnudag komu urn 100 þúsund kommúnistar saman til fundar í Madrid til að hlýða á leiðtoga sinn, Santiago Carrillo, mæla með að áætlunin yrði samþykkt. Carrillo viður- kenndi í ræðu sinni að verkafólk yrði að færa nýjar fórnir til að hægt yrði að rétta efnahag lands- ins við, en gert er ráð fyrir að þak verði seft á launahækkanir. Til að örva menn sina til samstöðu unt áætlunina sagði Carrillo, að Spánarbanki og aðrar fjármála- stofnanir myndu brátt fá lýð- ræðislega stjórn, að INI, ríkis- stofnunin, sem ræður um 60% af iðnfyrirtækjum Spánar, myndi á sömuleiðis fá „lýðræðisöfl" i kannski ekki eins látlaus og hann hefði kosið. Kathy Crosby segir að árlegur jólasjónvarpsþáttur Bings hafi verið tekinn upp fyrir tveimur mánuðum og verði sýndur eftir áætlun. Hún segir að þátturinn sé stjórnina. Hann skýrði ekki mál sitt nánar, en talið var að hér ætti hann við þaö ákvæði áætlunar- innar, aö þingið fengi menn í stjórn stofnunarinnar. Carrillo sagði i ræðu sinni, að þeir sem héldu að lýðræðinu væri ekki ógn- að og að engin hætta væri á fasisma. væru blindir, vinstri- stjórn í staó núverandi stjórnar væri óhugsandi, „öflin bak við tjöldin myndu aldrei leyfa það." Hann skofaði á stjórnina að tak- ast á við vandamál þau, sem blöstu við þjóðinni, en sagði að kommúnistar legðu samstarf við sósíalista, stærsta stjórnar- andstöðuflokkinn, til grundvallar starfi sinu. eitt af því bezta sem hann hafi gert. Siðasta plata Bing Crosbys, „Seasons", verður send á markað- inn i vikunni og albúm með sama nafni gefið út 18. október. Frú Crosby segir að Bing verði sennilega lagður til hinztu hvild- ar i fjölskyldugrafreit hjá foreldr- um sinum og fyrri eiginkonu sinni, Dixie Lee, sem lézt 1952 úr krabbameini. Franthald á bls. 27 Trufluðu Carter í messu Washington, 17. október. Reuter. HÖPUR ungra andstæðinga nevtrónusprengjunnar truflaði messu sem Carter forseti sótti um helgina. Fólkið reyndi að lesa yfirlýs- ingu um andúð sina á sprengj- unni við messuna sem fór fram í kirkju baptista, en dyraverðit fjarlægðu þá fljótt. Lögreglan handtók fimm þátttakendur i mótmælaaðgerð- ununi — þrjá karla og tvæi konur — fyrir messuspjöll og ákærði þá. Carter forseti sagði að hann hefði ekki talið'að hætta stafaði frá mótmælafólkinu. Ræningjar yfirbugaðir Nagasaki, 17. október. Reuter. JAPANSKIR lögreglumenn réðust í ga>r inn í langferðabif- reió, sem tveir nienn höfðu rænt, drápu annan ræningjann og björguðu 16 gfsluni. Ræningjarnir voru grímu- klæddir og kölluðu sig félaga úr „sjálfsmorðssveit sameinaða Rauða hersins". Lögreglan tel- Útför Bing Grosbys í Los Angeles í dag Madrid, 17, október. Reuter. KISTA Bing Crosbys var flutt frá Madrid í dag til New York og þaðan til Los Angeles þar sem útför hans verður gerð á morgun. Haustsólin varhugaverð FJÖGUR ungmenni slösuðust lít- ils háttar í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í gærdag. I einu tilfellinu ók bifreið á skelli- nöðru og var það vegna þess að bifreiðarstjórinn blindaðist af morgunsólinni. Eru það tilmæli lögreglunnar, að ökumenn aki með sérstakri varúð. Nú þegar heiðskírt er er sólin mjög sterk á morgnana og síðdegis. Um tiuleytið í gærmorgun varð slys á Vífilsstaðavegi. Piltur á skellinöðru ók niöur Vífilsstaða- veg og varð fyrir bifreið sent kom á móti og beygði inn aö Sveina- tungu. Pilturinn, sem var 14 ára og þvi án réttinda, marðist mikið og skrámaðist en slapp við alvar- legri meiðsli. Siðar um daginn varð 10 ára stúlka á reiöhjóli fyrir bifreið við biðskýlið Asgarð í Garðabæ. Stúlkan skall til jarðar og brotn- uðu i henni framtennur en hún mun hafa aö mestu sloppið við meiðsli að öðru leyti. Síðdegis í gær urðu tveir ungl- ingspiltar á skellinöðrum fyrir bil á mótum Vegmúla og Armúla. Þeir sluppu með rninni háttar meiðsli. Úrin ófundin RANNSÖKN á stórþjófn- aðinum í úraverzlun Helga Sig- urðssonar á Skölavörustíg 3 er i fullum gangi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. i gær hafði máliö ekki upplýstst. Eins og kom fram i Mbl. á sunnudaginn, var sloiíö úrum fyrir eina milljón króna frá Helga aðfararnótt s.l. laugardags. ur ekki að þeir hafi staðið í sambandi við skæruliða Rauða hersins er rændu þotu japanska flugfélagsins yfir Indlandi 26. september og neyddu að lokum japönsku stjörnina til að greiöa sex milljón dollara lausnar- gjald og sleppa sex föngum. Ræninginn. sem komst af. Hoiehi Kawashita, er 39 ára gamall byggingaverkamaður og sagði hann lögreglunni aö fé- lagi sinn hefði fengið sig til að taka þátt í ráninu í von um að fá urn 200 milljón króna lausn- argjald eins og liðsmenn Rauöa hersins. Lögreglumenn réðust á lang- ferðabílinn vopnaðir byssum og benzínsprengjum þegar ræningjarnir höfðu látið gísl- ana liggja á gólfinu í næstum 18 tima. Sjö gíslanna meiddust lítilsháttar á glerbrotum. Um 250 lögreglumenn um- kringdu langferðabílinn þar sem honum hafði verið lagt skammt frá benzínstöð i Nagasaki. r Israelsk skákkona sigursæl Vestur -Berlin. 17. oktöber. Reuter. ISRAELSKl stórmeistarinil Alla Kushnir-Stein sigraði and- stæðing sinn frá Sovétrikj- ununt, Elena Fatalibekova. i ní- undu skákinni í undanúrslitum heimsmeistarakeppni kvenna í skák i Vestur-Berlin um helg- ina. » Frú Kushnir-Stein hefur þá hlotið 5'-j vinning af 12 mögu- legum. en andstæðingur henn- ar 31 j vinning. Sigurvegarinn í þessu einvigi og öðru einvígi. sem er háð i Sovétrikjunum. rnunu siðan keppa unt réttinn til að skora á heimsmeistara kvenna í skák Nona Gaprindae- hvili frá Sovétrikjunun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.