Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 27 smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýslngar óskast keypt Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, sími 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. , Vantar vinnu Óska eftir vinnu hálfan dag- inn eða hluta úr degi. Er vanur öllu er viðkemur inn- flutningsverzlun svo sem verðútreikningum. toll- skýrslugerð. Enskukunnátta góð. Tilboð sendist Mbl. merkf. „Vinna — 4458". \^™VWW' I Gott úrval af músikkasettum og átta rása spólum, einnig hljóm- plötum islenskum og erlend- um, mikið á gömlu verði. Póstsendum. F. Björnsson Bergþórugötu 23889. radióverzlun. 2, simi Sófasett til sölu Verð 40 þús. Uppl. i sima 14582 eftir kl. 5 á daginn. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, s. 31330. Benz diesel 1973 Af sérstökum ástæðum er til sölu Benz 220 0. Mjög vel með farinn. Uppl. i sima 42071 eftir kl. 1 8 i kvöld og annað kvöld. IOOF 8 = 15910198V4 = 9.0. IOOF Rb. 4 = — 9.0. E 12710188'/! IOOF = 15910188VÍ Ob. 1P SB ? HAMAR 597710188 Frl. ? Edda 597710187 =7 K.F.U.K. A.D. Fundur i kvöld kl. 8.30 að Amtmannsstig 2 b. Séra Ein- ar Sigurbjörnsson hefur bibliulestur. Allar konur hjart- anlega velkomnar. Stúkan Freyja nr. 218 Fundur i kvöld. ÆT. Fíladelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Sam Glad. Aðalfundur Félags einstæðra foreldra verður að Hallveigarstöðum miðvikudag 19. okt. kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf, skemmtiefni, kaffi. Fjölmennið og takið með ykk- ur nýja félaga. Stjórnin. Aðalfundur Siglfirð- ingafélagsins í Reykjavík og nágrenni verður haldinn mánudaginn 24. október að Hótel Sögu. Átthagasal kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. önnur mál. Að fundi loknum verður spil- uð félagsvist. Verðlaun verða veitt. Kaffiveítingar. Stjórnin. RÓSARKROSSREGLAN V ATLANTIS PRONAOS 107 R. 181033020 Pósthólf 7072 SIMAR, 11798 0GIÍ533. Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku i Tjarnar- búð 18. okt. kl. 20.30. Fundarefni: Jarðfræðing- arnir Sigurður Þórarinsson og Karl Grönvold flytja erindi m/myndum um Mývatns- elda hina nýju. Aðgangur ókeypis, en kaffi selt að erindum loknum. Allir velkomnir. Ferðafélag fslands. AUGLYSINGASIMINN ER: ^22480 3H«rnunb!aÍ>iö — Ætlaði að... Framhald af bls. 3. þegarnir ( vagninn, tvœr ungar stúlkur. KváSust þær heita Hildur H. Karlsdóttir og Sigrifiur Finsen Sagði Hildur að þær hefSu veriS á leiS i slma til aS hringja i systur hennar og biSja hana um aS sækja sig þegar þær siu „strætó" koma. „ÞaS er gott aS strætó er kominn i göturnar aftur, sérstaklega ef kennsla hefst i skólanum aftur, þar sem ég er i Laugalækjarskóla og bý vestast i vesturbænum." Ekki bættust margir farþegar i vagninn fyrr en vagninn hafSi snúiS viS á Seltjarnarnesi og var kominn á Lækjartorg, þá komu 10—15 manns i vagninn og þegar viS yfirgáfum hann á Hlemmi bættist töluverSur hópur fólks í hann. — Greinargerð Framhald af bls. 17 hefur verið óskað eftir undan- þágu fyrir 1 lögreglubifreið, staðsetta í Breiðholti, ennfremur fyrir vegalögreglu að Kröflu vegna hættuástands, og 1 eftirlits- bifreið vegalöggæzlu á þjóðvegum, eingöngu til öryggis- gæzlu. Framangreindar beiðnir um undanþágur hafa verið veittar. F.h. stjórnar Lögreglufél. Rvk., Björn Sigurdsson, formaður Gylfi Guojónsson, ritari. Tekið fyrir á fundi Verkfalls- nefndar BSRB 14. 10. '77, Guðm. Jónsson. » » » — Yfirlýsing Framhald af bls. 17 glundroða á sjúkrahúsunum sendi verkfallsnefnd BSRB frá sér tilkynn- ingu í útvarpi á mánudagskvöld 10. okt. þar sem starfsfólk sjúkrahúsanna var beðið að starfa áfram, þrátt fyrir þessa annmarka á störfum kjaradeilu- nefndar unz málið skýrðist. Þrátt fyrir itrekuð tilmæli bárust starfsfólki spitalanna hinsvegar engar upplýsingar næstu dagana um hverjir skyldu vinna og skapaðist af þvi mikið vandamál. ekki aðeins á spitölunum, heldur og öngþveiti i skrifstofu BSRB. þegar þangað streymdi fólk og hringdi stanzlaust til að leita upplýsinga um, hvort það ætti að vinna eða ekki. Þegar svo loks bárust listar yfir þá. sem vinna skyldu, voru þeir frá miðjum febrúar siðastliðnum og samkvæmt þeim var kallað til starfa fólk. sem löngu var hætt störfum og jafnvel hringt heim til látinna og þeim skipað að mæta til vinnu. Öðrum var skipað að vinna þó að nöfn þeirra væru ekki á listunum án þess að þeim væri þar með tryggð laun fynr vinnuna. Auk alls þessa gátu starfsmenn sjúkrahúsa illa skilið eða sætt sig við úrskurði kjaradeilunefndar um hverjir væru nauðsynlegir og hverj- ir ekki. Viðunandi listar yfir starfsfólk sjúkra- húsanna birtut ekki fyrr en starfsmenn BSRB höfðu sjálfir gengið i máhð á hinum ýmsu deildum og formaður BSRB hafði ræn við ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins. HJÚKRUNARSKÓLINN 3. Vandræðin i Hjúkrunarskólanum áttu sér sömu rætur Kjaradeilunefnd hafði ekki úrskurðað i upphafi verkfalls að kennarar Hjúkrunarskólans skyldu vinna. Þegar verkfall skall á kom i Ijós, að nemar Hjúkurnarskólans, sem sam- kvæmt því áttu ekki að starfa fremur en nemar annarra skóla, sem lokuðust, voru taldir ómissandi þáttur i starfsliði sjúkrahúsanna og fyrirsjáanlegt neyðarástand, ef þeir gengju út, miðað við að fullu starfi sjúkradeilda væri haldið áfram. Kjaradeilunefnd biá við skjótt til að firra sig vandræðum og úrskurðaði kennarana til vinnu, en láðist að úrskurða jafnframt húsverði. simaverði og annað starfslið Hjúkrunarskólans, sem gegnir lykil- hlutverki i starfi hans bæði sem skóla og heimavistarstofnunar. Umsókn um undanþágu fyrir þetta fólk var siðan send til verkfallsnefndar. BSRB sem ákvað að sami háttur skyldi á hafður um slikt starfslið þar, sem i öðrum skólum, það er að sinna mætti eignavörzlu.enda lágu fyrir nefndinni upplýsingar um, að með breytingum á starfsemi sjúkradeilda væri ekkert þvi til fyrirstöðu, að nemar legðu niður störf. Tekið skal fram, að þeir voru ekki á listum kjaradeilunefndar yfir þá sem vinna skyldu. í öllum þessum þremur málum hengir Morgunblaðið bakara fyrir smið. Og hvað þvi viðvikur að Kjara- deilunefnd hafi séð sig tilneydda að hafa i hótunum við starfsfólk BSRB vegna virðingarleysis þess fyrir nefnd- inni. er einfaldlega því til að svara að það yfirvald. hverju nafni sem nefnist, sem sjálft virðir ekki lög, getur hvorki vænzt né krafizt virðingar af öðrum. BSRB hefur virt og-mun hér eftir sem hingað til virða landslög ekki af stað á réttum tima. Það væsti hins vegar ekki um okkur, við hófum verið á Islandi síðustu 4 mánuðina við vinnu og eigum þar af leiðandi marga góða vini á íslandi," sögðu þær. Meðal þeirra farþega sem fóru af landi brott í gær var bandariski listamaðurinn og læknirinn Alcopley. Sagði hann, að upphaflega hefði hann ætlað heim til New York s.l. fimmtudag, en ekki komizt vegna verkfallsins. ,,Það var svo sem í lagi með mig, þar sem ég á marga kunningja á íslandi, en ég var búinn að ákveða að koma til vinnu í New York á morgun, mánudag, en það verður vist ekki alveg. Ég fer héðan til Luxemborgar og tek þar vél til New York. Eiginlega var það verst að ég var látinn vita um flugferðina með klukkutima fyrirvara, þannig að ég er nú varla vaknaður enn." Þá má geta þess að meðal þeirra sem fóru utan með Flug- leiðaþotunum voru sendiherrar A-Þýzkalands og Ghana og ennfremur hinn heimskunni pianóleikari Rudolf Serkin, en hann var búinn að ganga frá fjölmórgum tónleikum á næstunni, sem hann hefði orðið af, ef hann hefói ekki komist út á sunnudag. — Útför Crosbys — Farþegar Framhald af bls. 23 Fjóldi manns hefur hyllt Bing sem var einhver vinsælasti skemmtikraftur sögunnar. Irving Berlin, höfundur „White Christmans" og „Easter Parade", sagði „Hans verður saknað meir en nokkurs annars manns i skemmt,iiðnaðinum, bæði sem listamanns og manns. Fred Astaire .sagði: „Ég vorkenni okkur öllum sem mátum hann svo mikið." Bob Crosby, hljómsveitar- stjóri og bróðir Bings sagði: „Hann Iifir áfram í tónlist sinni og lögum. Hann verður alltaf nálægur meðan sungið er „White Christmas"." Bob Hope, einn bezti vinur hans og samstarfsmaður í mörgum „Road"-myndum, sagði að þeir hefðu ákveðið fyrir nokkrum dög- um að gera nýja „Road" -mynd, þá fyrstu um langt árabil. Þeir ætluðu að byrja að vinna við myndina i London I janúar. Hún átti að heita „The Road to the Fountain of Youth" og leggja á- herzlu á hvað þeir væru unglegir. Hope er nú 74 ára og Crosby var alltaf að minna hann á að hann væri yngri en Hope. Þegar Crosby lézt var frá því skýrt að hann væri 73 ára en samkvæmt sumum heimildum var hann 76 ára. ... ------- — Stórhætta Framhaid af bls. 25 beðið en vorum samt farnar að verða smeykar um að komast Framhald af bls. 23 hann legðist fyrir akkeri væri alls óvíst hvort það næðist upp á ný. Vegna þessa máls hefur Eimskipafélagið skrifað Kjara- deilunefnd bréf, þar sem óskað er eftir leyfi til að skipið geti lagzt að bryggju á þeirri höfn, sem nefndin ákveður. — Óttarr Möller Framhald af bls. 21 ann mælti hann: „Guð blessi allar systurnar á Landakoti". Það er ef til vill aðeins þessu fólki að þakka að Drottinn vor hefur hjálpað okkur yfir alla erfiðleika". Þar með lýkur tilvitnun í dagbók syst- urinnar. Ég vil ljúka máli mínu með því að tak'a undir orð gamla manns- ins: „Guð blessi allar systurnar á Landakoti". Hann gefi sjúkum heilsubót, læknum og hjúkrunar- liði Landakotsspitala styrk í starfi. ______. . . — Blöndusvar Framhald af bls. 15 er nú einu sinni eitt þýðingar- mesta starf þingmanna að gera upp á milli framkvæmda og meta hverju sinni hvaða framkvæmdir séu nauðsynlegastar. Siðastliðinn vetur þurftu þingmenn t.d. að meta það hvort brýnna væri að hraða uppbygginu rafdreifikerf- isins eða leggja fé i áhættusama málmbræðslu við Grundartanga. Pálmi ræðir nokkuð um at- vinnulíf í kjördæminu og getur þess að skipuð hafi verið nefnd til að athuga um iðnaðaruppbygg- ingu á Norðurlandi vestra. At- vinnuástand i kjördæminu hefur verið slæmt í heild þótt einstók byggðarlög hafi að sönnu þrifist í bærilega. Fólksfjöldi hefur staðið næstum því i stað síðustu 30—40 árin og tekjur eru allmiklu lægri en landsmeðaltali nemur. Hér er þvi míkil þörf úrbóta sem hljóta einkum að byggjast á auknum iðnaði eins og Pálmi hefur marg- oft bent á og lengi unnið að. í þessu sambandi er rétt að benda á að stórframkvæmdir og stóriðja eru yfirleitt illa til þess fallin að stuðla að byggðaþróun og byggða- jafnvægi. Þannig mundu fram- kvæmdir við Blönduvirkjun soga til sín mannafla og fjármagn og draga þannig úr óðrum fram- kvæmdum í nágrenninu — sér- staklega úr svonefndum frum- framleiðslugreinum. Sú hætta er ekki mikil við Villinganesvirkjun þvi að framkvæmdir þar eru mun umfangsminni en við Blöndu- virkjun. í Norðurlandskjördæmi vestra eru einir 7—8 þéttbýlisstaðir sem beinast liggur við að/efla með því að stuðla þar að léttum iðnaði og frekari úrvinnslu landbúnaðar- framleiðslu og sjávarafla. Til slíks þarf vitanlega orku meðal annars og sýnist hún engu síður trygg frá Villinganesvirkjun en frá Blönduvirkjun. Blöndu- virkjun er þannig engan vegin forsenda fyrir eflingu byggðar í kjördæminu. Pálmi vikur að því að Blöndu- virkjun sé of litil fyrir 100 þús. tonna álbræðslu eins og Norsk Hydro kvað hafa lagt til grund- vallar sínum könnunum. Þykist hann þar með sýna fram á að erlend stóriðja komi ekki til greina i sambandi við Blöndu- virkjun. Ekki er það nú sérlega þungvæg röksemd þvi að bæði gæti verið um minna stóriðjuver að ræða — Grundartangaverk- smiðjan tekur t.d. sem svarar þriðjungi af orkunni frá Blöndu- virkjun — og svo er hugsanlegt að slík stórverksmiðja fengi orku frá tveim virkjunum eða fleiri. Pálmi er hvergi banginn við „stóriðjugrýluna" og telur hana fara eina för og sú gamla Grýla þjóðtrúarinnar. Það er satt að gamla Grýla var aldrei annað en hugsmið manna og er nú löngu dauð en mér þykir Pálmi vinur minn á Akri ekki góður í grýlu- ættfræði ef hann heldur að stór- iðjugrýlan sé eitthvað skyld barnagrýlunni gömlu. Stóriðju- grýlan er meir en hugsmið manna, hún er harla raunveruleg og gengur nú ljósum logum „of heim allan". Og það er meira en að nokkrir menn séu að bjástra við að blása lifsanda í stóriðju- grýluna hér á landi. Pálmi mætti t.d. litast um í sinum eigin flokki eftir stuðningsmönnum stóriðju- grýlunnar þvi að margir sám- flokksmenn hans hafa haft uppi mikinn áróður fyrir erlendri stór- iðju, sumir svo að frægt hefur orðið. Þeir stóriðjusamningar. sem gerðir hafa verið við erlenda auðhringa, hafa verið gerðir und- ir forystu Sjálfstæðisflokksins. Litið lát virðist á sendiförum ráðamanna til Sviss til að halda áfram samningum um aukin um- svif Alusviss hér á landi og ekki virðist Norsk Hydro alveg áhuga- laust, rætt er um álbræðslur í Eyjafirði og á suðurlandi. Fleira mætti til tína en ætli megi ekki segja að þetta — og skal nú tekið til láns orðalag frá Pálma — bendi allt til þess með vaxandi öryggi að stóriðjugrýlan lifi góðu lífi á Islandi og ætli sér að gera það áfram. Fyrirhuguð Blönduvirkjun er svo stór að hæpið er að hún verði virkjuð til innanlandsnota í bráð og þyí miður bendir margt til þess að ætlunin sé að virkja hana nú til erlendrar stóriðju og breytir litlu þó að Pálmi kalli það fásinnu. Hvar á að virkja? Ég beindi þeim orðum til Pálma að hann ætti að minnast þess að „Norðurlandskjördæmi vestra er stærra en Húnavatnssýslurnar og að m.a. Skagafjörður telst til þess lika. Þannig að miðað við kjör- dæmið allt ætti hvor virkjunin sem er að vera álíka mikið hags- munamál fyrir íbúana". Pálmi virðist hafa skilið þetta sem að- dróttun um að hann léti héraða- sjónarmið ráða gerðum sinum og skeytti lítt um hagsmuni þeirra sem fjær honum búa. Það er illt ef þetta hefur skilist svo því ég hygg að fáir hafi unnið kjórdæm- inu í heild af meiri elju og vel- vilja en Pálmi bóndi á Akri. Mein- ing mín með þessum orðum var — og er — að af Blönduvirkjun slái slikri glýju i augu Pálma að hon- um sjáist hreinlega yfir annan álitlegan virkjunarkost í kjör- dæminu, sem fellur vel að þörfum íbúanna, þar sem er Villinganes- virkjun. A víð og dreif í þessu greinar- korni hefur verið gerður nokkur samanburður á virkjun við Vill- inganes og i Blöndu. Nú er rétt að draga dæmin saman. Því verður ekki á móti mælt að virkjun Blöndu er hagkvæmari en Vill- inganesvirkjun í krónum talið. Hins vegar er Blönduvirkjun þeim miklu annmörkum bundin að mikið gróið land fer til spillis og að hún verður ekki nýtt í ná- inni framtíð nema í tengslum við stóriðju erlendra auðhringa. Þessu er hvorugu til að dreifa við Villinganesvirkjurr því að þar fer litið land undir og tiltólulega auð- gert að er nýta orkuna til inn- landsþarfa. Þá eru framkvæmdii við Villinganesvirkjun miklu um- fangsminni og valda ekki jafn mikilli röskun á viðkvæmum vinnumarkaði kjórdæmisins og bygging Blönduvirkjunar mundi gera. AUt í allt er Villinganes- virkjun líklegri til að stuðla ao eflingu atvinnulífsins á Norður- landi vestra og verða k-jördæmiiiu i heild til meiri farsældar en virkjun við Blóndu. Jón Torf ason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.