Morgunblaðið - 18.10.1977, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.10.1977, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 28__________ — Ræða Geirs Hallgrímssonar Framhald af bls. 1 ins og Bandalags starfsmanna rík- is og bæja og þykir því hlýða að greina þingheimi nokkuð frá stöð- unni í þeirri kjaradeilu og fer sú fyrirætlan saman við ósk for- manna þingflokka Alþýðuflokks og Alþýðubandalags að þessu leyti. I gærkvöldi barst ráðherrum skýrsla og bréf frá kjaradeilu- nefnd, sem var á þá lund, að ekki væru virtar ákvarðanir kjara- deilunefndar i sérstaklega til- greindum tilvikum. Það eru nefnd 6 tilvik þar að lútandi, en bréf kjaradeilunefndar hljóðar svo í upphafi með leyfi hæstvirst forseta: „I yfirstandandi verkfalli Bandalags starfsmanna rikis og bæja hefur ekki verið hlýtt ákvörðunum kjaradeilunefndar í nokkrum tilvikum og þar með verið brotnar þær grundvallar- reglur, sem ríkisstj. íslands og stjórn Bandalags starfsmanna rik- is og bæja komu sér saman um, að skyldu gilda í verkfalli opinberra starfsmanna og staðfestar voru með setningu 1. nr. 29 frá 1976". An þess að ég reki þau tilvik sem hér er um að ræða í einstaka atriðum, í það minnsta að svo stöddu, þá vildi ég láta það kom hér fram, að ríkisstjórnin taldi þetta svo alvarlega þróun mála, að nauðsynlegt væri að kveðja stjórn Bandalags starfsmanna rik- is og bæja á fund og var sá fundur haidinn nú fyrir tæpri klukku- stund. A þessum fundi var lögð á það megin áhersla, að samkomu- lag hefði náðst milli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og rík- isstjórnar um flutning frv. til laga um verkfallsrétt opinberra starfs- manna og þá lagasetningu ein- göngu á þeirri forsendu, að þeim lögum yrði í einu og öllu hlýtt. Og ein veigamesta forsenda þess verkfallsréttar, sem samkomulag tókst um með aðilum að þessu leyti var, að kjaradeilunefnd hefði fullt og óskorað vald til þess að úrskurða, hverjir ættu að vinna meðan á verkfalli stæði. Tilvera kjaradeilunefndar og úr- skurðavald hennar var forsenda þess, að lögin um verkfallsrétt Bandalags starfsmanna ríkis og bæja voru samþykkt hér á Al- þingi og af hálfu ríkisstjórnar er litið svo á, að það sé því skilyrðis- laus skylda framkvæmdavaldsins að sjá um, að ákvarðanir nefndar- innar verði framkvæmdar. Ég tel rétt, að það komi hér fram, að formaður kjaradeilu- nefndar var viðstaddur þennan fund og undir það bréf, sem kjaradeilunefnd skrifar ríkis- stjórn skrifa allir meðlimir kjara- deilunefndar, jafnt fulltrúar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sem aðrir. Á þessum fundi skiptust menn á skoðunum, en lokaorðin voru, að fulltrúar Bandalags starfsmanna rikis og bæja kváðust mundu halda lands- ins lög og verður að vænta þess, að við það verði staðið í sambandi við framkvæmd þessa verkfalls. í sambandi við efni málsins sjálfs og í sambandi við deilu- atriðin tel ég ekki þörf á þvi að rifja upp efni í skýrslu samninga- nefndar ríkisins, sem var dagsett á þriðjudaginn var 11. okt. s.l. og birzt hefur í blöðum landsins og þingmenn hafa kynnt sér, enda hefur efni þeirrar skýrslu ekki sætt andmælum. En það er rétt, að hér sé rifjað upp með örfáum orðum umfram það, sem ég hef þegar gert, aðdragandi að lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna innan BSRB. Á síðasta þingi fengu opinberir starfsmenn innan BSRB, sem al- kunna er, verkfallsrétt til að fylgja eftir kröfum sínum um aðalkjarasamninga. Þessi breyt- ing var þáttur í markvislegum og veigamiklum breytingum á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna að þvi er varðar félagsmenn innan vébanda BSRB. Löggjöfin, sem samþykkt var á Alþingi s.l. vor með öllum þorra atkvæða þingmanna úr öll- um flokkum átti sér langan að- draganda. En á mörgum þingum BSRB á undanförnum árum hafa verið samþykktar ályktanir og áskoranir um verkfallsrétt opin- berra starfsmanna. I málefna- samningi ríkisstjórnar þeirrar, sem sat árin 1971—1974 var um þetta mál fjallað á þann hátt, að verkfallsrétti opinberra starfs- manna hlyti að fylgja, að æviráðn- ing félli niður og sjálfkrafa tengsl kjara opinberra starfsmanna við kjör annarra stétta í þjóðfélaginu yrðu rofin. Um þessi atriði náðist þó ekki samkomuiag í nefnd þeirri er undirbjó frumvarp um bréytingar á lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna, sem síðar varð að lögum nr. 46 frá 1973. Kröfum um verkfallsrétt var hins vegar haldið ákaft fram af BSRB. Lög nr. 20 frá 1977 um kjarasamninga BSRB voru svo ávöxtur samkomulags BSRB og ríkisvaldsins að afstöðnum lang- varandi og ýtarlegum samninga- viðræðum um þetta efni. I fram- söguræðum og athugasemdum við frumvarpið kom skýrt fram, að verkfallsrétturinn var veittur með því skilyrði, að endurskoðun- arrétturinn, þ.e. hin sjálfvirku tengsl, sem verið hafa milli kjara- samninga BSRB og kjarasamn- inga heildaraðila vinnumarkað- arins, þ.e.a.s. A.S.I. og Vinnuveit- endasambands íslands og Vinnu- málasamband samvinnu- félaganna innan samningstimans féllu niður og að æviráðningin verði þrengd auk þess, sem verk- fallsrétturinn verði háður skyn- samlegum takmörkunum, þ.á m. þeirri takmörkun, að kjaradeilu- nefnd hefði óskorað vald til þess að úrskurða, hverjir skyldu vinna meðan á verkfalli stæði og þannig yrði túlkuð ákvæði Iaga um með hvaða hætti öryggis og heilsu borgaranna skyldi gætt. Öll þessi atriði voru fullkom- lega ljós við meðferð málsins, bæði i samningum við BSRB og á Alþingi. Þetta kemur e.t.v. skýr- ast fram af því, að við Bandalag háskólamenntaðra manna náðist ekki samkomulag um breytingar á kjarasamningalögum að þvi sinni, einkum vegna þess, að Bandalag háskólamanna vildi ekki skipta á endurskoðunarrétti og verkfallsrétti. Af þessari forsögu málsins má öllum vera ljóst, að alls ekki er unnt að samþykkja endurskoðun- arrétt á samningstímanum með verkfallsrétti að óbreyttum lög- um. Enn fremur er með öllu ljóst, að þessi krafa BSRB felur í sér brigður á því samkomulagi, sem gert var þegar lögin voru sett i vor og að ríkisstjórnin getur ekki beitt sér fyrir lagasetníngu í þessa átt, eins og málin eru í pottinn búin. Ég vil þessu næst rifja upp stöðuna í samningunum, þegar til verkfalls kom. Þegar upp úr slitn- aði bar einkum þrennt á milli: í fyrsta lagi krafðist BSRB endur- skoðunarréttar með verkfallsrétti á samningstímanum, einkum ef breyting yrði á verðbótaákvæðum kjarasamninga með löggjöf eða hliðstæðum hætti. Þessari kröfu hvorki getur ríkisstjórnin né vill verða við eins og lýst hefur verið hér að framan. Hins vegar hefur iegið fyrir vilji ríkisstjórnar til þess að binda sig við það að BSRB hafi aldrei lakari verðbótatil- högun en almennt gerist. 1 öðru lagi krafðist. BSRB hækkunar lægstu launa umfram það, sem ríkið hafði boðið. Við þessari kröfu taldi rikisvaldið sig ekki geta orðið umfram það sem gerðist i samningaviðræðunum frá því að sáttatillaga var felld og þar til upp úr samningaviðræðum slitnaði s.l. mánudag. Með því væru kjör BSRB komin upp fyrir það, sem almennt gerist á vinnu- markaðnum, sem er óverjandi. Hins vegar bauðst rikisstjórnin til þess að tryggja, að enginn starfs- maður, sem starfsfestu næði, sæti lengi í neðstu þrepum launa- stigans, heldur flyttist upp eftir almennum reglum sem reyndar má finna í dag í sérsamningi Starfsmannafélags rikisstofnana. í þriðja lagi krafðist BSRB sér- stakrar hækkunar um miðbik launastigans, 15—20% umfram almennar launahækkanir ASÍ. Ríkisstjórnin hefur þegar með sinum boðum gengið afar langt til móts við þessar kröfur, svo langt reyndar, að lengra er naumast hægt að ganga, ef ekki á að hleypa af stað óstöðvandi kjarakapp- hlaupi. Um þetta atriði hafa komið fram glöggar skýrslur frá samninganefnd ríkisins. Auk þess sem hér hefur verið rakið lýsti rikisstjórnin því yfir, að hún væri reiðubúin að ræða önnur atriði samninganna innan ramma síns lokatilboðs og þar á meðal ýmsar sérkröfur, sem ekki voru nefndar raunverulega af hálfu samningamanna BSRB, eftir að sáttatillagan var felld, íyrr en á siðasta stigi viðræðna áður en verkfall skall yfir, þótt þær sérkröfur hefðu ýtarlega ver- ið ræddar af hálfu samninga- nefnda beggja aðila fyrr meðan á samningaviðræðunum stóð undir, leiðsögn sáttanefndar. Það er rétt, að það komi hér fram nú, þegar þau þáttaskil hafa orðið, að samningar hafa tekist með ýmsum sveitarfélögum og starfsmannafélögum þeirra, að ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að taka samningaviðræður upp að nýju í ljósi þeirra samninga og samninganna við Reykjavíkur- borg sérstaklega, til þess að leit- ast við að leysa þessa deilu, en það skal fram tekið, að við erum í þessum efnum bundin við ákveð- in mörk, bæði ef halda á friðinn á vinnumarkaðinum og gæta þess, að halda útgjöldum ríkisins innan hóflegra marka. Ég skal ekki fara hér með ákveðnar tölur um þann útgjaldaauka, sem rikissjóður fyrirsjáanlega verður fyrir um- fram það, sem gert er ráð fyrir í forsendum frjálagafrv. En þar er tekið mið af samsvarandi út- gjaldaauka ríkissjóðs sem atvinnuveitanda, eins og ætla má, að það verði útgjaldaauki atvinnuveitanda almennt í land- inu. En Ijóst er, að um umfram- greiðslur verður frá þeirri við- miðun að ræða, jafnvel þótt miðað sé við sáttatillögu, sem felld var eða síðasta tilboð ríkissjóðs eða samsvarandi samninga og t.d. Reykjavlkurborg hefur gert. Þar er um ákveðið vandamál að ræða, sem alþingismenn standa frammi fyrir ásamt og með rikisstjórn og leysa verður, þegar ljóst er, hver niðurstaðan verður I yfirstand- andi kjaradeilu. Ég tel ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar að sinni, í það minnsta ekki án gefins tilefnis um kjaradeiluna almennt, en vildi láta það koma hér fram, að þegar hefur verið boðað að frum- kvæði sáttasemjara til sáttafund- ar, sem haldinn var kl. 12 i dag og ákveðið var að fresta til kl. 6 síðdegis og ég vil aðeins að lokum láta i ljós þá von og ósk, að kjara- deila þessi leysist og menn virði þá almennu hagsmuni, sem hljóta að vera fólgnir i því, að starfs- menn ríkisins fái sambærileg kjör og aðrir vinnandi menn í þjóð- félaginu, sem hljóta að miðast við það, að starfsmenn hins opinbera fari heldur ekki fram úr þeim kjörum, sem almennust eru meðal launþega landsins. Við hér á Alþingi höfum skattlagningar- vald og getum að því leyti aukið skattheimtu hins opinbera til þess að greiða starfsmönnum hins opinbera hærri laun, en forsenda fyrir slíkri skattheimtu er ekki fyrir hendi, ef laun hins opinbera eru hærri en á almennum vinnu- markaði, hærri en í framleiðsl- unni sjálfri, sem verður þó að standa undir þjóðarbúinu. Það er lika ósk mín og von, að menn virði þau fjárhagstakmörk, sem eru til staðar hvað snertir ríkissjóð og að ekki komi til þess, að ríkissjóður verði rekinn með halla með þeim afleiðingum, að verðbólgan ykist, sem og mundi verða niðurstaðan, ef hér hæfist upp kjarakapphlaup milli mismunandi hagsmunahópa og stétta í þjóðfélaginu. Mikið er i húfi, að vel takist til um lausn kjaradeilunnar og vænti ég þess, að allir Alþingismenn leggi sitt lið til að svo megi verða. - Frækilegt björgunarafrek Framhald af bls. 1 un eftir heiftarlegar deilur við hann á flugvellinum í Aden, þar sem hjólabúnaður þotunnar skemmdist i nauðlendingu utan brautar. Var líki flugstjórans varpað út úr vélinni í Mogadishu er aðstoðarflugmaðurinn Jurgen Victor hafði lent henni þar með skammbyssu við höfuð sér. Fyrstu fregnir Fyrstu fregnir um að eitthvað væri í bigerð bárust kl. 22.00, er Reuterfréttastofan skýrði frá því eftir israelskum radíóáhuga- manni að v-þýzk þota af gerðinni Boeing 707 hefði lent ljóslaus á Mogadíshuflugvelli og talið væri að með henni hefðu komið sér- þjálfaðar víkingasveitir. Örfáum mínútum siðar sendi Reuter út 4 fréttaleiftur hvert á fætur öðru, þar sem ritstjórar og fréttastjórar fjölmiðla um allan heim voru beðnír að segja ekki þessa frétt, þar sem það gæti stefnt lífi gísl- anna i hættu. Þá var 2‘A klukku- stund þar tíl lokafrestur ræningj- anna átti að renna út, en þeir höfðu svarið að sprengja vélina í loft upp með öllum innanborðs kl. 00.30 að ísl. tima, ef Bonnstjórnin hefði þá ekki endanlega gengíð að kröfum þeirra um að 13 skærulið- um yrði sleppt úr fangelsum í V-Þýzkalandi og Tyrklandi og 15 mílljón dollara lausnargjald greitt. „Við höfum lokið verkinu“ Skv. fréttum munu víkinga- sveitarmennirnir hafa læðzt að þotunni i skjóli myrkurs og undir- búið sig eins og þeir bezt gátu áður en merki var gefið um að láta til skarar skríða. Hans Jörgen Wischnewski, ráðgjafi Schmidts kanslara, var i beinu sambandi við Bonn meðan á þessu stóð og er allt var yfirstáðið sagði hann við Schmidt: „Við höfum lokið verkinu." Schmidt kanslari sendi þá þegar i stað skeyti til Barre Sómaliuforseta þar sem hann sagði aðeins: „Við munum ekki gleyma þessu.“ Barre hafði greitt fyrir V-Þjóðverjum eins og mögu- legt var, hann leyfði þotu Wischnewskis að lenda og siðan þotunni með vikingasveitina, með slökkt ljós á myrkvaðan flug- völlinn. Víkingasveit þessi hafði aldrei áður tekið þátt í slíkri aðgerð. Eins og fram hefur komið í fréttum lýstu flugræningjarnir þvi yfir í upphafi að ránið væri framhald á ráni Hanns Martins Schleyers og gerðu þeir sömu kröfur og ræningjar Schleyers, að viðbættum hryðjuverkamönnun- um tveimur í Tyrklandi og 15 milljón dollara lausnargjaldi. Ræningjar Schleyers höfðu hótað að taka hann af iífi kl. 08.00 á sunnudagsmorgni og hefur ekkert til þeirra heyrzt siðan og ekki vitað um afdrif hans. Vmsir óttast nú, að dagar Schleyers séu á enda, er ræningjar hans sjá að stjórnin lét ekki undan kröfum er 87 mannslif voru í húfi. Fregnin um að flugræningjarn- ir hefðu skotið flugstjóra þotunn- ar til bana barst skömmu eftir að þotan hafði hafið sig til flugs frá flugvellinum í Aden i S-Yemen, þar sem hún hafði lent í gær þrátt fyrir að stjórn landsíns hefði lokað flugvellinum. Lenti vélin á sandsléttu utan við flugbrautina og skemmdist hjólabúnaður hennar. Flugstjórinn Jurgen Schumann, sem var 37 ára gamall, neitaði að hefja þotuna til flugs aftur, eftir að eldsneyti hafði fengizt á tanka hennar. _ Urðu heiftarlegar deilur milli hans og ræningjanna, en skömmu síðar fór þotan i loftið og er hún hafði sleppt jörðu var Schumann líf- látinn. Flaug aðstoðarflugmaður- inn þotunni til Mogadishu og lenti henni þar. Var líki Schumanns kastað niður á flugbrautina og þangað sótti það hersjúkrabíll. Um leið endurtóku ræningjarnir hótanir um að sprengja þotuna í loft upp með öllum innanborðs, ef v-þýzka stjórnin yrði ekki við kröfum um að sleppa hryðju- verkamönnunum 13 úr fangelsi, 11 í V-Þýzkalandi og 2 í Tyrk- landi, en stjórn Tyrklands hefur lýst yfir að hún muni fylgja for- dæmi stjórnar V-Þýzkalands. Gáfu þeir lokafrest til svars til 00.30 að ísl. tím í nótt, sem fyrr segir. Hans Jörgen Wischnewski, sér- legur ráðgjafi Schmidts kanslara og sérfræðingur í málefnum Araba, kom til Mogadishu skömmu eftir að þota flugræn- ingjanna lenti þar, en hann hefur staðið í samningaviðræðum við ræningjana nær allan tímann frá því að þeir náðu þotunni á sitt vald sl. fimmtudag á leiðinni frá Mallorka til Frankfurt. Hefur þotan síðan farið um nær öll Mið- austurlönd. Lenti fyrst á Kýpur,- þá í Baharain, þvi næst i Dubai og Aden, en rikisstjórnir flestra Mið- austurlanda höfðu lokað flugvöll- um sínum og lenti þotan á flestum stöðunum i trássi við bannið. Tugir ættingja gíslanna í þot- unni söfnuðust i dag saman fyrir utan skrifstofu Schmidts kanslara til að reyna að þrýsta á stjórnina að koma i veg fyrir blóðbað í þotunni. Mikil örvilnan greip um sig meðal fólksins, er fregnin barst um að flugstjórinn hefði verið myrtur. Um 20 af ættingjun- um voru boðaðir til fundar hjá háttsettum embættismönnum og mun sá fundur hafa staðið þar til fregnin barst um að árásin á þot- una hefði heppnazt. Við höfum lokið verkinu” 99 V-ÞYZKA útvarpið sendi i nótt eftirfarandi frásögn af því hvernig fréttin barst frá Mogadishu til Bonn. Klukkan 5 mínútur yfir tólf hringdi sím- inn áskrifstofu Schmidts kansl- ara. Hann tók upp símann og sagði: „Schmidt hér, ég hlusta." í símanum heyrðist þá rödd Wischnewskis: „Við höfum lok- ið verkinu.“ Léttir kanslarans var mikill er hann lagði frá sér símann og sagði viðstöddum fréttina. Hann gaf ritara sínum fyrirmæli um að senda Barre Sómalíuforseta skeyti með text- anum: „Við gleymum þessu ekki.“ Kanslarinn sagði, að framlag Sómalíumanna hefði verið ómetanlegt og að ekki hefði verið hægt að fram- kvæma áætlunina án hjálpar þeirra. „Það er ekki aðeins v- þýzka stjórnin, sem stendur í þakkarskuld, heldur heimur allur." Því næst skipaði kanslarinn að eftirfarandi orðsending skyldi send ræningjum Hanns Martin Schleyers: „Sleppið Schleyer, þið verðið að skilja, að hryðjuverk leiða aðeins til glötunar ykkar og við munum ekki gefast upp og hvergi gefa eftir unz við finnum Schleyer."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.