Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1977 29 Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi: Er dauðinn edfflegur? Afstaða manna til dauðans er mörg og misjöfn. Margir hafa þó ekki myndað sér neina skoðun um lok lífsins og margir forðast jafnvel að nefna dauðann á nafn. Áður fyrr geisuðu pestar og drep- sóttir, sem lögðu mikinn hluta þjóðarinnar að velli. Nú hækkar lífaldur stöðugt og lyf hafa verið fundin við flestum alvarlegum sjúk- dómum. iVIeiri hluti þeirra sem deyja á okkar dögum. deyr því á gamals aldri — þó að á stundum virðist ómögu- legt að sjá fyrir, hvenær dauðinn er við þröskuld okkar Afstaðan til dauðans Þegar nýtt líf fæðist til þessarar jarðar, fögnum við og gleðjumst. Enginn getur séð fyrir, hvernig Iíf þessarar nýfæddu mannveru verður. Framtíðin er hulin aðeins eitt er öruggt. Líf þessarar mann- veru tekur enda — því lýkur á ákveðnum tima, Mörgum finnst sárt og erfitt að ræða um dauðann, þeir minnast erfiðra tíma með sárs- auka og misjöfnum tilfinning- um. Og vissulega ber okkur að taka tillit til þess og tala gæti- iega um viðkvæm mál í návist annarra, sem við þekkjum ekki nægilega vel. Allt í kringum okkur deyr fólk. Meira en helmingur þeirra, sem deyja, látast á gamals aldri. Ástvinir deyja, á hverjum degi birtast minningargreinar um látna — og að lokum veröur það einnig hlutskipti okkar. Dauðinn er því ekki aðeins endalok þessa lífs, hann er eðlilegur hluti þess lifs, sem við lifum. Við ættum þess vegna að hafa aðra afstöðu til hans en við höfum e.t.v. í dag, ættum að læra að hugsa um hann á annan hátt, ræða meira og alvarlegar um hann og umgangast deyjandi fólk á eðlilegan hátt. Ég veit, að þetta er hægara sagt en gert, þar sem svo mikil óvissa, leynd og einhver huliðsblæja hefur hvilt yfir þessum hluta lífsins. Oft einangrast deyjandi fólk III. hluti um of frá þeim heilbrigðu, e.t.v. fyrst og fremst vegna þess að hinir heilbrigðu breyta hegðan sinni og atferli gagnvart þeim sjúku. Við þorum ekki að láta tilfinningar okkar í ljósi, þor- um helst ekki að nefna það, sem hinir sjúku eru mest uppteknir af að hugsa um — og margir hinna sjúku vilja helst ekki ræða um sjúkdóm og dauða við okkur af því að þeir finna, að það er eitthvað óeðli- legt. Ef afstaða okkar til dauðans breyttist, væri auðveldara að umgangast hina sjúku og láta tilfinningar okkar i ljósi — og lífið yrði mun bærilega fyrir alla aðila. Við ættum auðveldar með að sýna hvert öðru hlýju og kærleika, og það yki mögu- leikana fyrir þvi að við skildum hvert annað betur og gætum betur hjálpað hvort öðru á erfiðum tímum. Hvernig er að deyja — og hvar deyja menn? Við höfum áður minnst á, að margir kvíði ellinni eða bana- legunni af ótta við sársauka eða einmanakennd. Áður fyrr gátu menn þjáðst langtímum saman af hvers kyns pestum, berklum, lungnabólgu og öðrum sjúk- dómum, sem engin lyf gátu læknað á þeim tima. Nú lifum við á breyttum tímum þar sem penieillín og önnur meðul hafa gjörbreytt tilverunni til hins betra. A okkar dögum deyja flestir af elli, vegna alvarlegra sjúkdóma eða slysa. Dauðinn hefur því að sumu leyti fengið annað hlutverk en áður var og kValastillandi lyf lina sársauka og þjáningar manna, þannig að flestir deyja án mikils sársauka eða kvala. 1 flestum tílvikum er það því óþarfi að kvíða miklum kvölum í banalegunni. Öðru máli gegnir með óvissuna sem stundum grípur fólk, óvissu um guð, óvissu um framhaldslíf, um himin og himnaríki eða nærveru við guð, þegar yfir lýkur. Það er ekkert eðlilegra en að slíkt sæki að okkur á þessum stundum, jafn- vel þó að við höfum leitt allt slíkt tal og hugsun hjá okkur meiri hluta lífs okkar. En ein- mitt á slíkum stundum er nauðsynlegt að fá að ræða við skilningsríkar persónur, fá að vera með einhverjum í ein- rúmi, sem við treystum og getum tjáð hug okkar allan. Sem betur fer er það nú æ algengara, að unnt sé að fá að ræða við lækna, félagsráðgjafa presta, sálfræðinga eða hjúkrunarfræðinga, sem hafa reynslu og þekkingu á þessu sviði. Auð.vitað koma fleiri til reina sem hafa sérþekkingu á þessu, kannski einhverjir af vinum okkar hafi reynslu og þekkingu, sem hann getur miðl- að okkur af, jafnvel betur en sérfræðingar. En ég nefni þá fyrst og fremst af þvi að flestir deyja nú á sjúkrahúsum, en ekki í heimahúsum eins og algengt var hér áður, fyrr. A flestum sjúkrahúsum. eru margar deildir og starfsliðið hefur i mörgu að snúast — tíminn verður oft naumur fyrir þá sem þurfa á hjálp og styrk að halda á erfiðum stundum. Fólk þarf jafnvel að telja í sig kjark til þess að fá að ræða við önnum kafið starfslið í ein- rúmi. En skilningur manna eykst stöðugt og í sumum sjúkrahús- um á Norðurlöndum eru til deildir, þar sem dauðvona sjúklingar eru í tveggja manna herbergi og maki eða nánasti vinur fær að vera við hlið hans. Hann fær þá að annast um hann að svo miklu leyti sem unnt er og taka þátt í öllu því sem gert er og framkvæmt. Hugsunin á bak við slíkar til- raunir, sem hafa gefist mjög vel, er sú að það sé eðlilegast fyrir sjúklinginn að deyja heima, þar sem hann hefur dvalizt lengst af, þar sem hann þekkir allt og alla, umkririgdur af persónum og hiutum, sem honum þykir vænt um. En ef þetta reynist ekki unnt (yfir- völd geta reynt að gera ýmis- legt til þess að það geti gerst i ríkara mæli) — er það næst besta að deyja á sjúkrahúsi þar sem mögulegt er að manns nánustu fái að umgangast mann eins eðlilega og unnt er. Mörg önnur vandamál vakna í sambandi við dauðann og dauðastundina bæði siðferði- legs- og trúarlegs eðiis, sem erfitt er að taka upp að sinni. Það væri efni i margar greinar til viðbótar. Við lifum á tímum þar sem tækniframfarir virðast næsta ótrúlegar. Menn kanna ókunna heima i undirdjúpum hafsins og yfirborði annarra hnatta, en i tæknivæðingunni og kapp- hlaupi við timann gleymist um of að gefa gaum mannlegum tilfinningum, manneskjulegu lífi, sem gerir okkur kleift að lifa á þessum hnetti okkar. BSRB stofnar styrktarsjód A FUNDI samninganefndar BSRB á sunnudaginn lögðu þeir Kristján Thorlacius og Haraldur Steinþórsson til að komið yrði á fót styrktarsjóði vegna núverandi verkfalls BSRB, og var það sam- þvkkt á fundinum. I tillögunni var gert ráð fyrir, að fjár yrði aflað a) með almennri fjársöfnun b) frjálsum framlög- um þeirra opinberra starfs- raanna, sem eru i starfi meðan verkfall stendur. Styrkur verði veittur til þeirra sem i verkfalli eiga og miðast við fjármagn það. sem til ráðstöfunar er og fari einnig eftir tekjum og fjölskyldu- aðstæðum. Sérstök sjóðsstjórn hafi með höndum bæði fjáröflun svo og úthlutun, en hún fari fram eftir reglum, sem samþykktar hafi verið af samninganefnd. Verði ekki úthlutað öllu þvi fé, sem safnast, þá verði það fé sem eftir yrði vísir að væntanlegum verkfallssjóði BSRB. A blaðamannafundi hjá BSRB í gærkvöldi kom frani að tekið er á móti framlögum á giróreikningi nr. 53000 hjá Múlaútibúi Lands- banka íslands. Framlög hafa þeg- ar borizt og má nefna að félagar í Félagi flugmálastarfsmanna hafa ákveðið að greiða 10% af launum sínum meðan á verkfallinu stend- ur. Haustsýning FÍM opin á nýjan leik Haustsýning Félags íslenzkra myndlistarmanna er nú aftur op- in að Kjarvalsstöðum og stendur sýningin fram á sunnudagskvöld. A sýningunni eru 134 verk eftir 41 listamann. Leiðrétting I grein um sláturhúsið i Þykkva- bæ féll niður nafn Runólfs Þor- steinssonar undir mynd. Hann var á mynd með Magnúsi Sigur- lássyni, eiganda sláturhússins. Er Runólfur beðinn velvirðingar á þessum mistökum. MUNAR UM MINNA — Níu þúsund krónur sléttar hafði prentvillu- púkinn af þessum ungu borgurum í fyrradag, þegar talan níu hreyttist 1 gapandi núll í höndum hans. Þessi tvennu systkini efndu til hluta- veltu til ágóða fyrir Hjartavernd, og það voru kr. 9.070.00 — níu þúsund og sjötíu krónur —sem þau höfðu upp úr framtakinu og færðu samtökunum. Og til þess að bæta um fvrir prentvilluna, þá eru nöfnin hér aftur: Hinrik Auðunsson, Margrét Auðunsdóttir, Eydís Björg Ililmarsdóttir og Hilmar Þorsteinn Hilmarsson. Séð vfir Mývatn með Klsiliðjuna í forgrunn. Erindi um Mývatnselda hina nýju hjá Ferdafélagi íslands FVRSTA kvöldvaka Ferðafélags íslands á þessum vetri verður I kvöld í Tjarnarbúð. Þar munu þeir Sigurður Þórarinsson og Karl Grönvold jarðfræðingar halda erindi um Mývatnselda hina nýju og sýna litmyndir máli sínu til skýringar. Undanfarna vetur hefur Ferða- félagið haldið nokkrar kvöldvök- ur með þessu sniði og hafa þær jafnan verið fjölsóttar. Er i bigerð að standa fyrir fleiri slikum kvöldvökum með þessu sniði. Kvöldvakan hefst klukkan 20.30 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Skagaleikflokkurinn sýnir utan Akranosi. 17. okt. Skagaleikflokkurinn hefur nú leikið Höfuðbólið og hjáleiguna fjðrum sinnum hér á Akranesi og alltaf fyrir fullu húsi af ánægðum áhorfendum. Slæm prentvilla birtist í frétt- inni um frumsýningu flokksins í Mbl. sl. sunnudag. Þar stóð: „Ottesen var ánægður sem áður“, en átti að vera: „Anton Ottesen var ágætur sem áður". Skagaleikflokkurinn mun að öllum líkindum sýna leikritið utan Akraness á næstunni. — Júllus Akraness Dúfnaþjófar skildu verk- færin eftir AÐFARARNÓTT sunnudagsins var brotizt inn í dúfnakofa. sem stendur viS húsiS Vogaland 13, og þaSan stoliS 13 dúfum. Þeir. sem óþokkaverkið unnu, hafa skilið eftir innbrotsverkfærin. rauðar klippur með svörtum höldum og rauð- an hamar með svörtu haldi Má liklegt tftlja, að unglingar eða börn hafi þarna verið að verki og að öllum líkindum hafa verkfæri feðra þeirra verið notuð við verkið Getur eigandi verkfæranna vitjað þeirra i Vogaland 1 3 og vonandi verður dúfunum skilað um leið A myndinni eru dúfnaeigandinn Halli og Jói vinur hans með verkfærm. sem þjófarnir skildu eftir mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.