Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1977 Frænka okkar og félagi, ÁRNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Suðurgarði, Vestmannaeyjum. lést í Vestmannaeyjum laugardaginn 1 5 október Fyrir hönd vina og vandamanna. Svala Johnsen (j|a|ur ÞórSarson SuðurgerSi. t Maðurinn minn, KRISTINN M. GUNNARSSON, vélstjóri, Álfheimum 54, lést 1 5 október Sigríður GuSmundsdóttir. t Eiginmaður minn, EINAR EINARSSON, Baldursgötu 4, Keflavík, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu. 1 5 október Jóhanna Ákadóttir. t Móðir okkar ÁSTA SIGRÚN VIGFÚSDÓTTIR, Vesturgötu 66. Reykjavik. frá Ólafsvik, andaðist að kvöldi 16 október i Grensásdeild Borgarspitalans Fyrir hönd systkina minna Guðrún Guðnadóttir t Eiginmaður minn og faðir okkar. WILLIAM F. CLEMENS JR. lést í sjúkrahúsi Herdford, Bandaríkjunum þann 9 þ m Karítas Þorleifsdóttir Clemens og synir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUOLAUGUR SVEINSSON frá Þverá í Norðurárdal, lést á héraðshælinu Blönduósi 13 október. Útförin fer fram frá Höskuldsstaðarkirkju 22 október kl 2 e h Aðstandendur t Jarðarför mannsins míns og föður, JÓHANNESARÞÓRÐARSONAR, vélstjóra, Brávallagötu 18. sem andaðist á Landspitalanum 12 þ m . fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1 9 október kl 1 3 30 Jóhanna Marteinsdóttir, Þórður Jóhannesson. t Föðursystir mín HILDUR JÓNSDÓTTIR. Ásveg 10. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19 október kl 13 30 Fyrir hönd ættingja Lára Þórðardóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir JÓNA MARTA GUOMUNDSDÓTTIR Viðimel 49, lést 10 október á Borgarspitalanum Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu Sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans, deild A5 Hraf nhildur Thorsteinsson Þorsteinn Gunnarsson og Valgerður Dan. Símon Guðmundsson verkstjóri — Minning Fæddur: 11. nóvember 1887. Dáinn: 8. október 1977. 1 dag verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni góður og gegn þjóðfélagsþegn, þeirrar kynslóð- ar, sem nú er senn öll gengin. Simon Guðmundsson var fædd- ur að Klöpp í Miðnesi 11. nóv. 1887, sonur Guðmundar Simonar- sonar frá Berghyl i Ytrihrepp, Guðmundssonar bónda þar og sið- ar á Kluftum og Reykjadalskoti, Halldórssonar bónda i Jötu og sið- ar í Berghyl. Og konu hans Mar- grétar Simonardóttur frá Borgar- eyrum undir Eyjafjöllum, Guð- mundssonar bónda og konu hans Þórunnar Samúelsdóttur. Þau Guðmundur og Margrét bjuggu fyrstu búskaparár sín að Klöpp á Miðnesi, síðan í Hábæ og Mels- húsum í Leiru, þar sem þau bjuggu lengst eða nærfellt i fjóra áratugi, og við Melshús voru þau jafnan kennd, eftir að þau fluttu þaðan. Börn auk Símonar voru þrjú, er upp komust og lifir nú ein systir þeirra frú Ingibjörg Johnson, 86 ára búsett í Selkirk í Canada. Simon var á fjórða árinu er hann fluttist með foreldrum sín- um í Leiru, og þar ólst hann upp í foreldrahúsum. Á þeim tima þekktist ekki skólaganga fyrir unglinga fátækra foreldra. Vinn- an og þá fyrst og fremst sjósókn- in, að draga björg i bú, varð þeirra harði lífsins skóli. Um fermingaraidur tók Símon að stunda sjóróðra á opnu áraskipi, sem þá var eini farkostur þess tíma, þeir þóttu togna og stælast við árina Suðurnesja drengirnir um og upp úr síðustu aldamótum. Ungur að árum gjörðist Símon formaður á sexæringi, sem var þá algengasta stærð vetrarvertíðar- skipa þeirra í Leiru. Hann reynd- ist þegar farsæll sjósóknari og aflamður, og upp frá því var hann formaður alla tíð meðan hann átti heima þar suður frá, eða í full 25 ár og hlekktist aldrei neitt á. I mörg ár fór hann austur á firði á sumarvertíð, lengst af var hann á Stöðvarfirði, ávallt var hann for- maður austur þar. Hann sótti fasf á sjóinn, hvort heldur var hér við suðurströndina eða i Austfjarða- þokunni, «n forsjálni hans og hyggindi, skiluðu skipi hans og skipshöfn ávallt heilu heim, með góðan afla. Hann fluttinst búferlum til Reykjavíkur árið 1929, og hér i borg hefur hann átt heimili síðan. Eftir komuna til Reykjavíkur gjörðist hann brátt sjómaðúr á togara, og stundaði sjóinn á þann hátt í nærfellt áratug, að hann gjörðist landverkamaður. Hann hóf að stunda byggingarvinnu hjá Einari Kristjánssyni og Óskari Eyjólfssyni byggingarmeisturum. Þegar þeir stofnuðu byggingar- verktakafélagið Stoð, réðu þeir hann sem verkstjóra hjá félaginu og hjá þvi fyrirtæki vann hann bæði hér í borg, og einnig fyrir norðan við Laxárvirkjun. Simon kom sér allstaðar vel, naut bæði trausts, virðingar og vináttu sam- starfsmanna sinna, jafnt og yfir- boðara. Hann var hreinskiptinn maður í samskiptum við sam- ferðamenn sína, maður sem ei mátti vamm sitt vita í orði og athöfn. Eftir að Stoð hætti verk- takaframkvæmdum, keypti Simon sér trillubát, sér til ánægju og afþreyingar þegar aldur færð- ist yfir, því algjört iðjuleysi gat hann ekki þolað. Hann stundaði t.d. grásleppuveiðar um árabil, allt fram undir hin siðustu ár, þá var sjón hans nokkuð tekin að daprast. En sjóndepran var hin einu ellimörk er á ijonum mátti marka. Símon var greindur mað- ur og fróður vel, og að eðlisfari léttur í lund og bjó yfir græsku- lausri kimni. Söngvin, tónhneigð- ur og lék á orgel, hrókur alls góðs fagnaðar í vinahópi. Símon var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Halldóra Eyjólfs- dóttir frá Gufuskálum, þau bjuggu í Bergvík og síðar í Hrúðurnesi í Leiru. Hún lézt í spönskuveikinni 1918 frá sex börnum þeirra. Hann giftist öðru sinni Mar- gréti Gústafsdóttur frá Stokks- eyri. Þau slitu samvistum. Eftir- lifandi kona hans er Þóranna Rósa Sigurðardóttir, þau voru barnlaus, en ólu upp að mestu leyti tvær stúlkur, barnabörn Rósu, og hafa þær báðar reynst þeim hjónum ágæta vel, goldið sín fósturlaun með fádæma rækt- arsemi. Af börnum Símonar, sem eru 13, eru nú 7 á lífi, allt hið mesta dugnaðarfólk og nýtir borg- arar. Eg þakka góð kynni við hin látna heiðursmann, okkar kynni voru aðallega nú hin seinni ár og komum við hjónin oft i heimsókn til hans og Rósu, gestrisni þeirra var mikil og ávallt ánægjulegt að dvelja hjá þeim. Við hjónin sendum þér, Rósa mín, okkar einlægustu samúðar- kveðjur, og biðjum þér og afkom- endum hans og ástvinum blessun- ar á ókomnum ævidögum. Þ. Ág. Þórðarson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM »1 Cg stjórna æskulýðsstarfinu { kirkjunni okkar. Viljið þér skrifa fyrir mig lista yfir þá starfsemi, sem kristnum mönnum þykir yfirleitt ekki viðeigandi? Ég þekki enga slíka flokkun á starfsemi meðal æskunnar. Ég vona, að hún verði aldrei gerð, annars úrkynjast kristindómurinn og verður ekki lengur líf í samfélagi við Guð, heldur félagsskapur um boð og bönn, þar sem fleiri farísear og hræsnarar yrðu til en kristnir menn. Aðal kristinnar trúar er hið persónulega frelsi, sem einstaklingunum er veitt til þess að fylgja leiösögn heilags anda. Það er þetta frelsi, sem krefst þess af okkur, að við veljum og höfnum. Við verðum sífellt að vega og meta. Af því veróur eins konar spenna, en úr þeim jarðvegi sprettur sterk og djörf trú og lifandi samfélag við JesúmKrist. Þeir sem lifa í trú og samfélagi, gera allt Guði til dýrðar og láta ekki órökstudd boð og börn aftra sér. + JÓFRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR, Gunnlaugsstöðum, lést að heimili sinu 1 6. oktíber Jarðarförin auglýst síðar Aðstandendur. Móðir okkar og tengdamóðir VIGDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist í sjúkrahúsi Hólmavíkur, föstudaginn 14 október Börn og tengdabörn. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtasf á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.