Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1977 31 Hafþór Pálma- son — Minning Brottinn gaf or Drottinn tók. Lofad veri nafn Drottins. Svo mælti Job, maðurinn er hafði átt svo mikið, en misst allt aftur. Er við stöndum gagnvart ættingja- og ástvinamissi þarf vissulega hugdirfsku og kjark til að gera orð Jobs að okkar orðum. Það hefi ég fengið að reyna við lát elskulegs bróður mins Hafþórs, er lést af slysförum á erlendri grund. Það er undarleg tilfinning að vita að við munum ekki sjást heima hjá foreldrum okkar, sem svo oft áður. Eða sú vissa að hann muni ekki koma í heimsókn til min. Við höfum átt svo margar sameiginlegar stundir, því þótt hann væri svo dulur sem raun var á, töluðum við oft saman, og hann opnaði hjarta sitt fyrir mér og við hvort fyrir öðru. Ég var elst, hann yngstur. Kannski einmitt þess vegna var það mögulegt, að við skildum hvort annað. Davíð kon- ungur segir í sálmi 139: Ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir i bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn. Af því er okkur Ijóst, er hans söknum, að sá Guð, sem stýrir stjarna her, stýrir einn- ig lifi okkar og dauða. Oft leitar sú spurning á hugann: Hví hann, sem var yngstur okkar? Við eig- um ekki svar, en þá má minnast orða Frelsarans er sagði við Pétur lærisvein sinn og ötulan fylgi- svein! Nú skilur þú ekki hvað ég gjöri, en seinna muntu skilja það. (Jóh. 12:8). Það eru sjaldan ungmenni er bera trú sina eða tilfinningar á torg, en fullvissan um þann Guð, sem eigi hefur breytt við oss eftir syndum vorum, og eigi goldið eft- ir misgjörðum, kemur þvi til veg- ar, að i minu hjarta rikir fullvissa um endurfund á eilifðarströnd með elskulegum bróður, þar sem ríkir engin sorg, aðeins gleði, frið- ur og fögnuður. Við ættingjar Hafþórs tileink- um okkur orð Ritningarinnar: Guð er oss hæli og styrkur. öruRR hjálp f nauðum. Tímaritid Breiðfirðingur 35. árgangur Tímaritsins Breið- firðings kom út í sumar, fjöl- breytt að efni og á annað hundrað blaðsíður að stærð. Af efni árgangsins má sérstaklega nefna: Valdemar Björnsson sjötugur, eftir Auðólf Gunnarsson. Minnzt nokkurra sjómanna undir Jökli, eftir Ólaf Elimundarson. Þörungavinnslan á Reykhólum, eftir Svein Guðmundsson. Ekki verður feigum forðað, eftir Óskar Bjartmarz. Ættum við að stofna Atthagasamband? eftir Arelíus Níelsson. Utsýni af áttundu hæð. Leiðrétting I greininni Sá fyrir dauða sinn ... úr greinarflokknum Reynsla manna milli heims og helju sl. sunnudag slæddist inn villa. Sagt var, að atburðurinn hefði gerzt á Njálsgötu 1, en átti að vera Njálsgötu 7. Viðtal við Geir Sigurðsson. Sr. Jón Þorvaldsson á Stað, eftir Árelíus Níelsson. Magnús Þorgeirsson, eftir Játvarð Jökul. Hvað bíður þín Bjarkarlundur? eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. Auk þessa eru mörg Ijóð í ritinu og má þar telja merkilegt innlegg í sögulegar minjar um starfs- grein, sem ekki er til lengur, en það er langt kvæði, sem heitir Islenzk vinnukona, eftir ónafn- greindan höfund. Þá eru ljóð eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur, Sigríði Sigurðar- dóttur, Jóhannes úr Kötlum (áður óprentað) og Benedikt Björnsson, einnig ljóð eftir rit- stjórann, Arelíus. Margt annað ágætt efni er í riti þessu, t.d. minningargreinar um Ragnar Jóhannesson, eftir Jón Sigtryggs- son, og grein um Hallgrim Péturs- son, skósmið, eftir Jóhannes Ólafsson, að ógleymdu yfirliti um starfsemi Breiðfirðingafélagsins, eftir Þorstein Jóhannsson kaup- mann. Morgunblaðið óskar oftir blaðburðarfólki VESTURBÆR: Granaskjól AUSTURBÆR: Baldursgata Upplýsingar í síma 35408 ffgtmlilfifetfe — Fermingar Vetrarstarf Breiðfirð- ingafélagsins að hefjast BREIÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ i Reykjavík er nú að hefja vetrar- starfsemi sína með skemmtisam- komum og spilakvöldum. Þrjár starfsdeildir féiagsins starfa aðýmsu leyti sjálfstætt. En það eru: Bridgedeild, tafldeild og kvennadeild. Timaritið Breiðfirðingur kom út á sumrinu og hefur verið sent áskrifendum bæði úti á landi og hér í borginni. Þetta er 35. heftið og fjöibreytt að efni og vandað að öllum frágangi. Fyrsta skemmtisamkoma Breið- firðinga að þessu sinni verður n.k. föstudagskvöld, siðasta sumardag og hefst kl. 21 (kl. 9) í Lindarbæ. Framhald af bls. 11. LANGHOLTSPRESTAKALL Fermingarbörn Langholtskirkju — vor og haust 1978 — eru beðin að mæta i safnaðarheimilinu sem hér segir: miðvikudaginn 19. október klukk- an 6 innritar séra Sigurður Hauk- ur Guðjónsson fimmtudaginn 20. október klukk- an 6 innritar séra Arelius Nielsson. Vinsamlegast hafið með ykkur ritföng. Prestarnir. DIGRANESPRESTAKALL Þau börn í Digranesprestakalli, sem fermast eiga á næsta ári eru beðin að koma til innritunar í safnaðarheimilinu Bjarnhólastíg 26 í dag, þriðjudag og á morgun miðvikudag kl. 1—3 síðdegis. Þor- bergur Kristjánsson sóknarprest- ur. KARSNESPRESTAKALL Fermingarbörn séra Árna Páls- sonar mæti i Kópavogskirkju n.k. miðvikudag kl. 4 síðd. Aðalfund- ur FEF annað kvöld AÐALFUNDUR Félags einstæðra foreldra verður haldinn að Hall- veigarstöðum miðvikudagskvöld- ið 19. okt. og hefst hann kl. 21. Jóhanna Kristjónsdóttir, form. FEF flytur skýrslu stjórnar. Starf FEF sl. ár hefur mjög einkennzt af því að hraða endurbótum og viðgerðum við húseign félagsins í Skerjafirði, sem notuð verður sem neyðarhúsnæði handa félög- um með börn. Verður væntanlega unnt að taka hluta hússins í notk- un um áramót. Einnig hefur verið unnið að athugunum á skatta- og tryggingamálum, dagvistunar- málum o.fl. og mun verða rakið í skýrslu FEF. Þá verða lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og loks verður kosin ný stjórn fyrir næsta starfsár. Aó loknum aðalfundarstörfum verð- ur skemmtiefni og kaffi og með- læti verður á boðstólum. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU áIá Timburverzlunin V Vólundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. í meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.