Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKT0BER 1977 33 félk í fréttum Þœr bíða aftökurmar + Það eru 17 ór síðan korta var síðast dæmd til dauða og tekin af lífi í USA. Það gerðist i gasklefa « Kali- forniu. Konan sem þá var tekin af lífi hafði myrt tengdadóttur sina sem var barnshafandi. f fangelsum i Bandaríkjunum eru nú fimm konur sem dæmdar hafa verið til dauða. f danska Billed-Bladet birt- ust nýlega myndir og frá- sagnir af fjórum þeirra. Sandra Lockett er 23 ára. Hún er dæmd fyrir rán og morð á veðlánara. Hún heldur þvi fram að hún sé saklaus. Hún hafi að visu verið með i að skipuleggja ránið og hafi ekið bílnum á flóttanum frá morðstaðn- um. Það hafi verið vinur sinn sem skaut veðlánar- ann. Hún hefur áfrýjað dómnum til hæstaréttar. Fangelsisvistin hefur farið illa með Söndru. Hún er slæm á taugum, hefur misst næstum allt hárið og verður því að nota hárkollu og getur ekki sofið á næturnar nema hún taki sterk svefnlyf. Hún hefur dvalið tvö ár i fangelsinu. „Það er hræðilegt að heyra sjö ára gamlan son sinn spyrja: „Mamma ertu morðingi? Verðurðu sett í rafmagnsstólinn?" Fyrir þrem árum var Alberta Osborne sem er 54 ára dæmd til dauða i Marysville i Ohio. Hún hafði greitt syni sinum og vini hans 325 dollara fyrir að myrða konu elskhuga sins. Bæði Alberta Osborne og mennirnir tveir segjast vera saklaus. En vitnisburð- ur dóttur Albertu sannaði sök hennar. „Ég veit að stundaglas mitt er að renna út, ég verð sett i rafmagns- stólinn," segir Alberta. Sonur hennar var einnig dæmdur til dauða og þau skrifast á. Dóttir hennar sem var vitni gegn henni vill ekki heyra móður sina nefnda og eiginmaður hennar dó af hjartaslagi þegar hann heyrði dóminn. Alhorta Oshorne Patricia Wernert er vel menntuð kona. Hún hefur meðal annars stundað nám við háskólann í Heidelberg i Vestur-Þýzkalandi. Patricia eyðir timanum við að skrifa manni sinum bróf, en hann hlaut einnig dauðadóm. Einnig skrifar hún syni þeirra sem er 13 ára. Þá semur hún og skrifar áfryjunarbeiðnir fyrír sam- fanga sina á „dauðagangin- um". Hún segist ekki iðrast neins sem hún hafi gert. Sandra Lockett eitthvert hrottalegasta morð sem framið hefur vearið i Ottawa Hills i Ohio. Hún og maður hennar börðu móður mannsins og ömmu til dauða. Ástæðan var sú að þau vildu láta þær greiða sér tveggja milljóna dollara arf sem þau töldu sig eiga rétt á. „Ég var flutt í handjárnum i fangelsið, fötin voru rifin utan af mér og mér var hent inn i sturtubað. Það vár fyrst þegar ég sat ein i klefanum að mér varð það Ijóst að ég mundi lenda i rafmagns- stólnum." Sonia Jacobs Sonia Jacobs er 29 ára. Hún eyðir timanum í dauðaklefanum við að lesa, teikna og skrifa unnusta sinum bréf. Hann heitir Jessie Tafero og bíður einn- ig dauðadóms. Þau eiga eina dóttur sem er þriggja ára. Þau voru dæmd til dauöa fyrir ári siðan fyrir að hafa myrt tvo lögreglu- þjóna i Popano Beach i Florida. Sonia Jacobs seg- ist vera saklaus. „Eina sök min er að ég var á röngum stað á röngum tíma." „Það var unnusti minn og vinur hans sem skutu lögregluþjónana i sjálfs- vörn. Þess vegna hef ég áfryjað dómnum til hæsta- réttar," segir Sonia. Hún hefur áður setið i fangelsi fyrir sölu á eiturlyfjum. Patricia Wernert er 34 ára. Hún var dæmd til dauða fyrir tveim árum fyrir Patricia Wernert Þær eru kátar stúlkurnar á myndinni, en það vill oft bregða við. einkum hjá karlpeningnum, að skapið hlaupi með menn I gönur. Bridgefélag Breið- holts Sl. þriðjudag lauk hausttví- menningskeppni félagsins með sigri Guðlaugs Karlssonar og Úskars Þráinssonar, sem hlutu alls 552 stig. Mikil keppni var um þrjú efstu sætin i keppn- inni. Röð efstu manna varð annars þessi: Guðlaugur Karlsson — Oskar Þráinsson 552 EinarGuðjohnsen — Kristinn Helgason 531 Guðlaugur Nielsen — Tryggvi Gíslason 528 Leifur Karlsson — Olafur Tryggvason 488 Næsta keppni félagsins verð- ur Butler-tvimenningskeppni. Spilað verður í einum riðli i þrjú eða fjögur kvöld eftir þátt- töku. Spilað er i húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og hefst keppnin i kvöld klukkan 20 stundvislega. Bridgefélag Breið- firðinga Þremur kvöldum af fimm er nú lokið í aðaltvímennings- Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON keppni félagsins en 30 pör taka þátt i keppninni og er spilað i þremur riðlum. Næsta kvöld verður raðað í riðlana eftir hæstu skor, þannig að 10 efstu pörin spila i A-riðli. A-riðillinn verður skipaður: þannig Ingibjörg Halldórsdóttir ’ Sigvaldi Þorsteinsson 380 Halldór — Ingvi 367 Cyrus — Páll 367 Friðrik — Georg 364 Hans — Sveinn 361 Sigrún — Sigrún 353 Gunnlaugur — Karl 353 Gfsli — Þórarinn 349 Benedikt — Magnús 338 Anton — Stefán 336 Meðalárangur 324. Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn i Hreyfilshús- inu við Grensásveg. Félagasamtök og áfengismál: BOÐ 0G BÖNN Oft er talað um boð og bönn og sumir segjasl enga trú hafa á slíku. Þó er það nú svo að ncestum undantekningarlaust vilja menn boð og bönn og trúa á gildi þeirra að þvi er virðist. ViU t.d nokkur maður frjálsa sölu á nautnalyfjum svo sem eru heróin og morfin? Hvað eru umferðarlög og umferðarreglur ef ekki væru boð og bönn? Væru boð og bönn i sjálfu sér sálfræðileg rökvilla ætti það að vera algilt. En auðvitað þarf að taka mið af almennum viðhorfum þegar metið er hvað skuli bjóða og hvað eigi að banna. Það er talað um að lög sem séu brotin séu siðspillandi. Segja má að ekki þurfi lög til að banna það sem engum detlur i hug að gera. En hvernig eigum við að nytja okkar náttúru ef ekki má selja /ög um friðun œðarfugls og veiðiskap i vötnum og sjó? Og hvernig eigum við að afla riki og sveitarfélögum tekna ef ekki má hafa neins konar skattalög sem mönnum dytti i hug að reyna að sniðganga og brjóta? Þessu svara þeir sem eru á móli öllum boðum og bönnum. Vonandi hafa þeir hugsað málið og tala hræsnilaust. En þegarþjóðir gera sér grein fyrir þvi, að eitthvað verði að gera til að draga úr drykkjuskap og áfengisböli, þá er almennt gripið til þess að selja einhverjar hömlur á sölu og meðferð áfengis. Þannig hafa t.d Frakkar sett lög til að takmarka fjölda vinveitingastaða, Bretar lög um að bjórkrár séu ekki alltaf opnar o.s. frv. Þessar þjóðir eru nefndar af þvi þær hafa aldrei verið orðaðar við bannstefnu i áfengismálum. Það er ekki hægt að leyfa hvað sem er og siðbótarmenn i öllum löndum reyna fyrst að opna augu almennings fyrir þvi hvaðan hættan stafar og síðan að bægja henni frá og þá vilja allir að boð og bönn séu sett til hjálpar og verndar. HALLDÓR KRISTJÁNSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.